Vikan hefur verið heldur slök til hlaupa eins og oft er þegar maður er á þvælingi. Nú verður bætt um betur á helginni. Fór reyndar út í morgun upp úr kl. 6.00. Var á setningu heimsleika ungmenna í gær á Laugardalsvellinum, en María er þar í hópnum. Þetta var fín stund í góðu veðri. Mikil lukka að það spáir vel yfir helgina fyrir allan þann fjölda sem er mættur og einnig fyrir mótshaldara.
Í sambandi við setningu leikana varð uppákoma milli Kína og Taivan um notkun þjóðfána. Það var leyst en minnir á þá deilu sem hefur verið milli þessara tveggja landa síðan Chang Kai Check flúði þangað eftir að hann tapaði fyrir kommúnistahernm árið 1949. Chang Kai Chek var æðsti hershöfðingi í Kína í áraraðir þar á undan og hefði getað verið búinn að ganga margoft frá Maó og hans liði. Vegna þess að Stalín hélt einkasyni hans innilokuðum í Sovétríkjunum þá hlífði Chang Kai Check kommúnistunum meðan þeir voru viðráðanlegir og það endaði síðan með því að hann þurfti að bjarga sér á flótta undan þeim yfir til Taívan.
Það var umfjöllun um fánamálið á Stöð 2 í gærkvöldi. Einhver fréttamaður spurið Asíufræðing um eðli málsins og hann skýrði það þokkalega út. Síðan spurði fréttamaðurinn eitthvað si svona: En hvaða mál er þetta, þetta eru nú bara einhverjir fánar? Bjánahrollurinn sem maður fær er oft yfirþyrmandi við að hlusta á vanhæfa fréttamenn og svo var í þetta sinn. Veit fréttamaðurinn ekki að þjóðfáni er helgasta tákn hverrar fullvalda þjóðar. Það gerist ekki verra en að vanvirða þjóðfána. Því er þessi deila um þjóðfána milli Kína og Taívan tákn um sjálfstæðismál Taívan á hæsta stigi sem hún getur orðið. Í þessu sambandi má minna á að íslendingar gengu inn á ólympíuleikana 1912 (að því mig minnir) undir bláhvíta fánanum. Danir voru svo umburðarlyndir að þeir hreifðu ekki mótmælum, enda frændur okkar og vinaþjóð. Það er annað en kommúnistarnir í Kína.
Sá seinni hálfleikinn hjá stelpunum á móti Serbíu. Þær stóðu sig vel og var gaman að sjá hað allar vor á fullu og unnu vel hver fyrir aðra. Strálkarnir í karlalandsliðinu í fótbolta hefðu átt að vera á leiknum til að upplifa baráttuanda og samheldni.
Á fundinum í Litháen vorum við að spjalla um stærð þjóðarinnar með meiru. Í Litháen búa 3,4 milljónir og 540 þúsund í Vilnius. Við vorum sammála um að við þyrftum að fara að halda því fram að á Íslandi byggju ca 3 milljónir. Það er svona í samræmi við það sem þjóðin er að gera frá degi til dags. Það sem hún tekur sér fyrir er í engu samræmi við einhverja 307 þúsund einstaklinga. "I love those 7 thousand" sagði útlendingur eitt sinn þegar honum var sagt hve margir byggju á landinu. Þrjár milljónir má réttlæta með því að að er ca sá fjöldi sem hefur samanlagt búið hér frá landnámi.
Esjudagurinn er á morgun. FÍ stendur fyrir honum. Fyrir þá sem hafa gaman af því að hreyfa sig eru það þvílík forréttindi að hafa Esjuna hér rétt við hliðina. Því er það lágmark að hún sé hyllt formlega einu sinni á ári. Esjuhlaup er á morgun kl. 13.30 og síðan er ganga og varðeldur um kvöldið. Reyni að fara ef það er möguleiki en dagskráin er nokkuð harðpökkuð þessa dagana.
föstudagur, júní 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli