Tók Esjuna í dag eftir vinnu. Ef manna langar til að hitta einhvern kunnugan má ganga að því vísu að einhverjir þeirra eru að ganga á Esjuna. Fínt veður. Fór lengri leiðina eins og venjulega á 58 mín upp og niður. Þarf að bæta mig. Mætti brúnum manni á miklu flugi á leið niður þegar ég var á leiðinni upp. Það er greinilegt að aðalritarinn æfir stíft fyrir Laugaveginn og er til alls vís.
Ísland er í gæðaflokki með Búrúndi og Rúanda í knattspyrnu. Hvað ætli margir frá þessum þessum löndum spili í ensku úrvaldsdeildinni? Maður getur ekki annað en látið sér detta í hug afneitun á mjög háu stigi þegar formaður KSÍ fullyrðir að þessi listi skipti engu máli. Af hverju ætli sé þá verið að vinna hann og birta ef þetta er eitthvað bara út í loftið? Önnur birtingarmynd afneitunarinnar var þegar minnst var á þjálfaramálin við formanninn. Hann kallaði það kjaftæði þegar gagnrýni á þjálfarana bar á góma og sagði að KSÍ réði ætíð hæfustu þjálfarana. Hvað entist Ásgeir Sigurvinsson lengi hjá Fram hér um árið? Var hann ekki látinn fara eftir 5 - 6 leiki? Hvenær hefur Eyjólfur Sverrisson þjálfað yfir höfuð? Hann stjórnaði U19 liðinu í einni undankeppni með ekkert sérstökum árangri. Ef þetta eru okkar hæfustu þjálfarar hvað þá með alla hina? Tek fram að báðir þessir menn voru frábærir knattspyrnumenn. Það er hins vegar ekki það sama og að vera góður þjálfari.
Víkingur tapaði fyrir Val á Laugardagsvellinum í kvöld. Skítamörk en einhvern veginn fannst manni samt Valsararnir vera tilbúnari í leikinnstrax frá upphafi.
fimmtudagur, júní 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mér sýnist á þínum tíma að þú hafir farið þokkalega hratt. Við fórum upp á 36 mínútum og vorum lafmóðir. Niður á rúmum 20.
Skrifa ummæli