mánudagur, júní 11, 2007

Kom til Stavanger í gær. Það var eins og að koma í bakarofn. Hér er 25 oC +. Fór út að hlaupa í gærkvöldi eftir að hafa horft á umferð í norsku deildinni í sjónvarpinu. Árni Gautur fékk á sig mark á 92 mínútu þegar Odd Grenland jafnaði en gat ekkert gert við því. Það er einn af kostunum við að vera að skokka að maður er fljótur að skanna umhverfið sem er nálægt hótelinu í ókunnugum borgum. Fór um gamla bæinn og síðan yfir brúna yfir í eyjuna hér á móti í svakalega góðu veðri. Var að svona einn go hálfan tíma. Þegar ég kíkti á sjónvarpið þegar heim var komið sá ég þátt um body building þar sem keppendur voru fimmtíu ára og uppúr. Kannski verður þetta tekið fyrir ef hnén gefa sig einhvern tíma.
Ég þurfti að yfirfæra smá upphæð á erlendan banka í morgun. Heima er þetta ekkert mál, maður fer bara til einhvers þjónsutufulltrúa og hann arranserar málið og síðan borgar maður bara hjá gjaldkera bankans. Hér lenti ég í vandræðum. Fór í þrjá banka en hvergi var mögulegt fyrir mig að færa peninga á erlendan banka, ekki þótt ég væri með peningana í höndunum. Ef ég hefði ekki reikning í bankanum þá var þetta ekki hægt. Því hringdi ég heim í Kaupþing og bað þá að ganga frá þessu. Ekkert mál. Maður áttar sig stundum ekki á því hvað hlutirnir eru góður og fagmannlegir heima. Stavanger er svo sem ekkert sveitaþorp. Hér búa álíka margir og í Reykjavík og þetta er olíuhöfuðstaður Noregs. Það er ekki eins og þeir hafi ekki heyrt minnst á útlönd fyrr.

Sá á mailinu að forseti 100 km félagsins og frumherji, Ágúst Kvaran, er búinn að stika út góðan 10 km hring í Fossvogsdalnum, Elliðaárdalnum og yfir í Bryggjuhverfið. Þarna verður fyrsta 100 km hlaupið á Íslandi haldið á næsta ári að öllum líkindum. Flott leið, einföld með einni drykkjarstöð og tiltölulega varin gagnvart strekkingnum ef hann er til staðar. 10 hringir, flöt leið, dót hlauparanna á einum stað, aðeins ein lítil umferðaræð og ein drykkjarstöð. Gæti ekki verið betra. Nú er bara að ákveða tímaunktinn nógu snemma þannig að áhugasamir geti farið að æfa.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

100 km. Ég skrái mig þegar í stað.
Gísli