Frásögn föður stúlkunnar sem lést á landsspítalanum í síðustu viku vegna morfínsskammts ætti að vera skyldulesning sem flestra. Mér finnst gott hjá foreldrum að opna svona umræðu um örlög barna sinna. Maður heyrir í fréttum að þetta eða hitt hafi gerst en er oftast alls ókunnugur því sem að baki liggur. Það getur hver sjálfan sig séð að þurfa að jarða barnið sitt rúmlega tvítugt eftir að það hefur lent í klónum á ótíndum glæpamönnum. Það var eitt sem sló mig sérstaklega í frásögn förðursins. Það var eineltið í grunnskólanum sem setti sín spor á dótturina það sem eftrir var. Sem betur fer hefur umræða um einelti aukist og fólk er almennt betur vakandi gagnvart þeirri grimmd sem getur viðgengist í grunnskólum, bæði hjá starfsfólki og nemendum. Án þess að hvetja til einhverrar histeríu þá ætti fólk að vara vakandi yfir því ef viðhorf barna breytist gagnvart því að fara í skólann. Ég hef séð afleiðingar af grimmilegu einelti í grunnskólum en ég hef líka upplifað algera afneitun þeirra sem ábyrgðina báru á því sem fram fór innan veggja skólans. Það mátti ekki falla kusk á hvítflibbann. Þegar ég bjó fyrir norðan viðgengst mikið óátalið einelti þar við grunnskólann. Það breyttist ekki fyrr en foreldrafélagið tók sig saman og óskaði eftir því að fá fagfólk til að vinna með skólanum, starfsfólki, börnum og foreldrum um aðgerðir. Umræðan fagfólksins um gerendurna kom flatt upp á marga því fæstir höfðu leitt hugann að þvi að þeim liði ekki síður illa en fórnarlömbunum. Í stuttu máli má segja að andrúmsloftið gerbreyttist í skólanum við þessa aðgerð. Hve lengi það stóð skal ég ekki um segja. Skólinn ber mikla ábyrgð hvað varðar þessi mál því það er skólaskylda í landinu og börnin vrða að mæta í skólann, hvort sem þeim líður vel eða illa þar inan veggja.
Ég hef að undanförnu leitt hugann að aðferðafræðinni í leikskólum Hjallastefnunnar sem birtist manni þannig að það megi ekki láta börnin hafa nein leikföng, hvað þá velja sér leikföng eftir áhuga og vilja. Það setur eiginlega að mér hroll við þessa tilhugsun. Af hverju velja börn sér leikföng? Þau eiga sér einhverjar fyrirmyndir, þau sækja í mismunandi hluti, þau eiga sér mismunandi áhugamál, þau hafa mismunandi hæfileika. Rökin fyrir þessari hugmyndafræði Hjallastefnunnar skilst mér vera sú að umhverfið móti börnin að 85% og það eigi að sporna fótum við því. Strákar eiga ekki að fá að vera strákar og stelpur eiga ekki að fá að vera stelpur. Allir þeir sem hafa umgengist börn og annað ungviði vita að það er genbundinn munur á karlkyni og kvenkyni. Yfirlett er karlkynið aggressivara, stærra og sterkara. Kvenkynið er fíngerðara en seigara svo ég reyni að skýra muninn út í mjög fáum orðum. Það eru hins vegar margir mannkynsfrelsarar sem eru alveg ósammála þessari skoðun. Þeir fullyrða að það við fæðingu sé enginn genbundinn munur á milli kynja en umhverfið móti einstaklingana með áreitinu. Skrákar eigi að vera eitt og stelpur eigi að vera annað. Markmið Hjallastefnunnar er að eyða þessum mun eftir því sem mér skilst. Mér finnst þetta vera allt að því ógnvænleg tilhugsun. Þetta ber ákveðinn svip að kommúnistiskri innrætingu þar sem markmiðið var að þurrka út persónueinkenni allir áttu að vera eins (og líkega jafnir). Hver er kominn til með að segja að þetta sé hin rétta stefna? Hvað segja foreldrar? Hvað segir fagfólk í uppeldisfræðum? Það má ekki láta öfluga markaðsmenn ráða ferðinni án þss að eðlileg umræða og skoðanaskipti eigi sér stað um málið. Það er yfirleitt auðveldast að kóa með og láta aðra segja sér hvað er rétt og hvað er rangt. Ég er hins vegar efins í þessum efnum.
Ég bjó í Kaupmannahöfn í þrjú ár. Ég hef komið til Kaupmannahafnar ca árlega frá því ég flutti heim. Oft leggur maður leið sína niður Strikið og endar á Kongens Nytorv þar sem maður snarast inn á Vids Vinstue og fær sér einn Hof. Þrátt fyrir tíðar gönguferðir um þetta ágæta torg fyrr og síðar hef ég aldrei fundið uppgönguna að jarðlestinni við Kongens Nytorv sem Mbl.is birtir mynd af í dag. Kannski maður ætti að leita betur.
þriðjudagur, júní 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sammála þér með Hjallastefnuna, myndi aldrei láta barn innfyrir dyrnar á leikskóla þar sem slíkt er praktiserað eftir að ég sá sjónvarpsþátt um þessa "stefnu". Þarna er verið að gera miklu meira en að innræta mannleg gildi og kenna börnum. Þarna er verið að hanna fólk.
Skrifa ummæli