fimmtudagur, júní 14, 2007

Sá fréttir um tvö hlaup á kondis.no. Önnur er um 100 km hlaup í Uppsölum í Svíþjóð. Það verður haldið þann 15. september í haust svona til upplýsingar fyrir áhugasama. Það verður haldið á hring sem er 2.500 metra langur. Túrinn er 40 hringir. Við tókum umræðu um þessa aðferð á félagsfundi um daginn. Menn vor ekki alveg sammála en óumdeilt er að þetta er miklu einfaldara í allri framkvæmd, bæði fyrir hlaupara og mótshaldara.
Síðan sá ég frétt um 6 daga hlaup í d´Antibes. Held að það sé í Frakklandi. Þar eru tveir svíar með. Hlaupið er á 800 metra hring!!! Hægt er að hlaupa á nóttunni ef dagurinn er of heitur. Mönnum er það í sjálfsvald sett hve mikið og hvenær dagsins er hlaupið. Annar Svíinn ætlar að reyna að bæta met sitt upp á 756 km frá 2004. Allrar athygli vert.

Engin ummæli: