miðvikudagur, júní 06, 2007

Ætlaði að fara út að skokka í gær en ýmnislegt varð til þess að það varð ekki, m.a. fundarhöld og matargerð. Reyni að gera betur í dag.

Hitti Jón Sigurðsson langhlaupara frá Úthlíð niður í Tryggvagötu í morgun. Gaman að hitta Jón en ég get ekki sagt að ég hafi þekkt hann gegnum tíðina heldur hef ég vitað af honum um áratugi. Jón er heldur eldri en ég og var einn okkar fremsti langhlaupari á sínum yngri árum, mikið náttúrubarn á brautinni. Hann varð síðan fyrir því slysi að heybaggastæða hrundi ofan á hann og hryggbraut hann en hann bjó þá með Birni bróður sínum. Jón hefur verið í hjólastól síðan en er mikið hörkutól sem fyrr og hefur iðulega tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á stólnum sínum. Hann sagði að hér áður fyrr hefði engum dottið í hug að það væri hægt að hlaupa svo langt eða svo lengi sem menn gera í dag, hugarfarið skipti greinilega svo miklu máli. Hann var sammála mér um mataræðið, það dygði ekkert draslfæði við svona löng átök.

Ætli maður fari ekki niður í Vík í kvöld og kíki á leikinn. Tapi íslenska með þremur mörkum eða minna er það þolanleg niðurstaða. Fjögur - núll eða meira og þá getur KSÍ ekki annað en vaknað og farið að gera eitthvað. Líka skiptir máli hvernig leikurinn spilast. Markatalan segir ekki alltaf allt. Það er hægt að niðurlægja lið knattspyrnulega séð enda þótt þess sjái ekkis tað í markatölum.

Engin ummæli: