Ekki skil ég hvað fjölmiðlar nenna að fimbulfamba við hálfvitlausa kellingu sem svarar út og suður og allt um kring en ekki er heil brú í því sem hún segir. Það eina sem sú gamla hefur unnið sér til frægðar er að giftast góðum poppara sem verðskuldaði hylli almennings. Þetta er kosturinn við að vera frægur og ekki sakar að vera dálítið ríkur líka, þá skiptir ekki máli hvaða steypa rennur út, menn kikna í hnjánum yfir að fá að tala við svona frægar persónur. Þetta er svipað og breski sýruhausinn sem Andri Snær var svo stoltur af að heilsa í Bretlandi á dögunum að hann varð að koma mynd af þeim tveimur í Moggann. Þegar kvekt var á hinni svokölluðu friðarsúlu í fyrra þá stigu logarnir af ófriðarbálinu í borginni til himins vegna REI málsins og Orkuveitunnar. Í ár er allt landið og miðin undir og hvert stóráfallið af fætur öðru ríður yfir þjóðina þegar fer að hilla undir að hún birtist. Hvað skyldi gerast á næsta ári? Yoko Ono, ekki meir, ekki meir.
Það eru nokkur mál sem brenna þungt á manni þessa dagana en af nógu er að taka í þeim efnum. Þau eru meðal annars: Tekst að forða fjöldagjaldþroti fyrirtækja með tilheyrandi hrikalegum afleiðingum? Hve margir munu missa vinnuna á komandi vikum og mánuðum? Hve mikið munu lífeyrisréttindi landsmanna skerðast? Hve mikið af kröfum á erlenda innlánsrekninga mun lenda á íslensku þjóðinni? Og að lokum; Hvenær ætlar Seðlabankinn að lækka stýrivextina?
fimmtudagur, október 09, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gulli minn, hugsaðu þér hvað það var gott að fá fimbulfambið......það var þá ekki verið að einblína á okkar fimbulfamb á meðan.......bara eitt augnablik sem fólk losnaði við þá síbilju. Kanski ættum við bara að lesa Andrés Önd og hlusta á Abba, þá myndi brúnin á fólki lyftast í smástund ;-)
Bestu kveðjur,
Sólveig frænka.
Skrifa ummæli