miðvikudagur, desember 24, 2008

Fyrir nær fjórum árum óskaði ég eftir inngöngu fyrir UMFR36 inn í ÍBR. Ég taldi að sú íþróttastarfsemi sem færi fram á vegum UMFR36 væri ekki lakari eða minna virði en margt annað sem gert er á þessum vettvangi. Það voru kannski ekki allir sammála því. Ég taldi félagið uppfylla öll formsatriði vegna þess að ég staðfærði nákvæmlega lög ágæts félags sem er starfandi innan íþróttahreifingarinnar. Það kom í ljós að það var ýmislegt reynt til að þæfa málið. Í fyrsta lagi fór nafnið fyrir brjósið á lagaspekingum. Það mátti ekki kenna félag við götuheiti eða húsnúmer. Það má hins vegar kenna það við fugla himinsins, heiðin goð, reikistjörnur, örnefni í landinu eða einhverjar afbakaðar íþróttatilvitnanir. Þessu var kippt hið snarasta í liðinn en kemur þó fyrir ekki. Í dag fékk ég bréf frá ÍBR. Nú er fyrirstaðan sögð vera sú að ekki komi nógu glögglega fram í lögum félagsins að félagið hefði iðkun íþrótta að markmiði. Ég er ekki með lögin við hendina þannig að ég get ekki vitnað orðrétt í þau en geri það síðar. Þessu verður hins vegar bjargað við svo formsatriðum sé fullnægt. Langhlauparar eru með mikið úthald þannig að það er tryggt að þetta vinnst á endanum. Það er tilhlökkunarefni að fara yfir þennan prósess og fleira þegar UMFR36 er komið með seturétt á ÍSÍ þingum. Það er af nógu að taka.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Líst vel á þetta framtak.

Fannst ansi undarlegt þegar verið var að telja upp tilnefningar til íþróttamanns ársins í dag á einhverri útvarpsstöðinni að mönnum þótti það stórmerkilegt að einhver úr einstaklingsíþrótt væri þar á blaði (enda hefur þetta frekar verið vinsældakosning frekar en spurning um ákv. afrek).

Börkur

Gisli sagði...

Þetta mun hafast á endanum. Kjör íþróttamanns ársins er því miður í höndum íþróttafréttamanna og álíka marktækt og vinsældakosning í saumaklúbbi. Svo er löngu ákveðið að Ólsfur Stefánsson fái þetta núna.