Ég las grein Jóns Ásgeirs í Mogganum með nokkurri athygli. Það má segja að saga Bónusfeðga er í mörgum atriðum mjög keimlík sögu sambandsins sáluga. Báðir aðilar risu upp gegn ofurvaldi þeirra sem fyrir voru og juku hag almennings með nýrri aðferðafræði og breyttum vinnubrögðum. So far, so good. Síðan fór ýmislegt að gerast sem leiddi af auknum styrk. Seilst var til áhrifa á æ fleiri siðum þjóðlífsins, fyrst í stað undir gunnfána hagræðingar og verðstefnu en síðar urðu völdin og áhrifin meginmarkmiðið. Sambandið var með starfsemi á öllum mögulegum og ómögulegum sviðum. Þegar árin liðu notaði það slagkraft sinn til að ryðja öðrum út af markaðnum svo og drepa nýja aðila sem vildu koma sér inn á markaðnum. Völdin urðu meginmálið. Að lokum misstu þeir alla yfirsýn yfir starfsemina og veldið hrundi. Alveg eins og Sovétríkin. Mér kæmi ekki á óvart að Bónusveldið myndi fara sömu leið. Strukturinn og ferillinn er alveg eins og hjá Sambandinu. Bónusveldið umlykur almenning frá öllum hliðum. Það kemur að því að venjulegt fólk fer að fælast Bónusviðskipti því maður þolir ekki að vera í einhverju duldu slaveríi. Menn fara þá að versla við aðra út af pólitískum áherslum.
Enda þótt upphafið hafi verið farsælt þá hefur fyrirtækið fjarlægst uppruna sinn svo að það þýðir ekkert að reyna að fá eitthvað pre með því að segja að fyrirtækið hafi í upphafi verið lítið og sætt. Microsoft var í upphafi lítið fyrirtæki próflauss námsmanns. Það varð að lokum svo stórt og umfangsmikið að bandaríska samkeppniseftirlitið fyrirskipaði að því yrði skipt upp til að koma í veg fyrir samkeppnishindrandi stöðu þess. Þá þýddi ósköp lítið að rifja upp upphafið að þessu öllu saman.
Ég ætla ekki að fara yfir talnaverkið sem Jón Ásgeir fór yfir í greininni. Það er bæði mjög umfangsmikið og eins hef ég afar takmarkaða yfirsýn yfir þetta allt saman. Þó verð ég að segja að það segir mér ekki mikið að fytrirtækið hafi 60 milljarða í EBITDA. Það segir mér ekkert um hvort það sé góð afkoma eða slæm. Það sem öllu máli skiptir er hve miklar skuldbindingar hvíla á fyrirtækinu. EBITDA þýðir hagnaður fyrir vexti, skatta, afskriftir og afborganir. Skuldsetning Baugsveldisins er svo svakaleg að það þarf mikinn rekstrarafgang til að standa undir því öllu saman. Ef skuldsetningin er 1000 milljónir og skuldirnar eru til 20 ára, þá er árleg afborgun 50 milljarðar. Vaxtagreiðslur eru 10 milljarðar fyrir hvert prócentustig vaxta. Ég þekki ekki skattamálin en afskriftir af svona eign eru kannski 2% (fasteignir sem eru afskrifaðar um 2% á ári). Þar eru 20 milljarðar. Því segir það manni ekki neitt hvort 60 milljarðar í EBITDA sé góð eða slæm afkoma nema að maður viti hve háa fjárhæð þarf að greiða í vexti, afborganir, skatta og hve háar afskriftir eru. Þetta hangir nefnilega allt saman.
Það er bara að þetta sé ekki eins og hjá kallinum sem keypti neftóbaksdósina á túkall og seldi hana á eina krónu og fimmtíu aura. Þegar hann var spurður hvort þetta væri nógu góður business þá sagðist hann vinna upp tapið með veltunni.
þriðjudagur, desember 30, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli