Níutíu ára afmæli fullveldisins er í dag. Mér hefði þótt við hæfi að fjölmiðlar hefðu aðeins analýserað í tilefni dagsins hvernig þjóðin hefur forvaltað það. Málið er ósköp einfalt í mínum huga. Fullveldið eer að mestu fokið. Þjóðfáninn er eftir, réetturinn til að kalla sig sjálfstæða þjóð er eftir og þjóðin á landslið í hinu og þessu. Fjárhagslegt sjálfstæði er ekki fyrir hendi. Allar ákvarðanir í fjármálum þjóðarinnar eru þvingaðar vegna þeirrar stöðu sem hún er sokkin í. Það er kannski auðveldara að skýra þetta með því að taka einhevrn einstakling sem dæmi. Hann er búinn að spila rassinn úr buxunum í peningamálum sem nokkur maður getur. Hann er ærulaus vegna svika við lánardrottna og tilrauna til kennitöluflakks. Hann hefur ekki hlýtt neinum ráðum heldur lifað eftir kenningunni: "Þetta hlýtur að reddast." Loks reddast hlutirnir ekki lengur. Lánin falla, uppboðsbeiðnum fjölgar, lánstraustið þrotið. Öll sundi virðast lokuð. Þá loks hundast hann í bankann og leggur spilin á borðið. Hvað er hægt að gera? Bankinn ætlar fyrst ekki að skipta sér af honum og gerir það ekki fyrr en tryggt er að einstaklingurinn skuldbindur sig til að fara í einu og öllu eftir ráðum bankans svo hann verði ekki gerður gjaldþrota. Fjárráðin eru tekin af honum. Bankinn gefur fyrirmæli um hvernig laununum skuli ráðstafað. Bankinn gefur fyrirmæli um að selja sumarbústaðinn og bílinn. Bankinn gefur fyrirmæli um að selja húsið og flytja í leiguhúsnæði. Bankinn gefur fyrirmæli um hve miklu má eyða í einkaneyslu. Bankinn gefur fyrirmæli um að það verði ekkert sumarleyfi tekið næsta sumar heldur verði að leita að vinnu í sumarfríinu. Í raun er kosningarétturinn það eina sem þessi einstaklingur getur ráðstafað að vild næstu árin. Því má spyrja: Er hann sjálfstæður einstaklingur eða er hann fangi fyrri glappaskota? Það eru aðrir sem taka allar ákvarðanir sem falla undir daglegt líf.
Um næstu helgi er síðasta 24 tíma hlaupið Norðurlöndunum og líklega í heiminum í ár. Það er haldið á Bislet leikvanginum í Osló. Þetta er stærsta 24 tíma hlaup á Norðurlöndum með um 100 þátttakendum. Ég var búinn að skrá mig í hlaupið en það fór allt út um gluggann með hruni krónunnar. Maður er orðinn nokkurskonar fangi hér á eyjunni. Sextán norðurlandabúar hafa hlaupið meir en 200 km í 24 tíma hlaupi í ár. Einn norðmaður, fimm svíar, sex danir, þrír finnar og einn íslendingur. Einungis tólf norskir karlar og tvær norskar konur hafa hlaupið lengra en 200 km í 24 tíma hlaupi frá árinu 1983 þegar fyrsti norðmaðurinn tók þátt í svona hlaupi.
Norðurlandalistinn yfir þá sem hafa hlaupið lengra en 200 km í ár lítur svona út þegar eitt hlaup er eftir:
249,361 km Jon Harald Berge NOR Seoul 18.10
225,093 km Reima Hartikainen SVE Seoul 18.10
223,356 km Per Brølling DAN Bornholm 25.05
219,309 km Vagn Kirkelund DAN Bornholm 25.05
217,745 km Gunlaugur Juliusson ISL Bornholm 25.05
214,184 km Stefan Lindvall SVE London 18.10
213,150 km Christian Frimann DAN Bornholm 25.05
212,890 km Juha Hietanen FIN Töysä 17.05
211,746 km Christian Ritella SVE Seoul 18.10
210,600 km Leon Skriver Hansen DAN Holte 21.06
208,327 km Henrik Olsson SVE Seoul 18.10
207,200 km Pekka Aalto FIN London 18.10
205,900 km Pertti Eho FIN Bornholm 25.05
205,560 km Jens Ole Nielsen DAN Viborg 09.08
204,981 km Christian Frimann DAN Seoul 18.10
200,915 km Mikael Andersson SVE Hallsberg25.07
Ég get ekki verið annað en ánægður yfir að vera í fimmta sæti á norðurlanalistanum í mínu öðru 24 tíma hlaupi. Röðin á engu að síður vafalaust eftir að breytast eitthvað í Bislet um næstu helgi. Ef maður fer yfir 220 km þá fer maður átómatiskt inn á B skrá hjá Alþjóðlegu ultrasamtökunum (IAAU) og hefur möguleika á að sækja um fjárstuðning til að taka þátt í þessum hlaupum. Ég vissi ekki af því í vor. Þá hefði maður örugglega þrælast lengra. Það var alveg innistæða fyrir því.
mánudagur, desember 01, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli