Í sambandi við umræðuna hér innanlands er gaman að rifja upp mál Uve Rainers í Svíþjóð. Sjálfur Olof Palme skipaði náinn vin sinn Uve Rainer dómsmálaráðherra árið 1983. Uve var ekki kjörinn á þing en það er hefð fyrir því í Svíþjóð að kallaðir eru inn í ríkisstjórn einstaklingar utan þings. Í upphafi var allt með kyrrum kjörum en síðan byrjaði kratablað í Vermlandi að skrifa um að Uve rainer hefði gert nokkuð sem krötunum fannst ekki mjög sniðugt. Hann hafði tekið stórt lán dagana fyrir áramót fyrir nokkrum árum og borgað það síðan svo aftur daginn eftir áramót. Með þessu móti va rhann stórskuldugur ufir áramótin og þurfti þar með ekki að borga tekjuskatt. enda þótt þetta væri ekki lögbrot þá sögðu kratarnir að þetta væri siðlaust og það vildu þeir ekki hafa, síst hjá dómsmálaráðherra. Umræðan magnaðist og svo fór að stóru blöðin tóku það fyrir af fullum krafti. Svo fór að Uve Rainer sagði af sér embætti dómsmálaráðherra og kvaðst miður sín vegna mistaka sinna. Vegna þess að hann var mikill vinur Olofs Palme þá þótti ekki við hæfi að hann sypi hregg utan dyra og því skipaði Olof vin sinn hæstaréttardómara. En það var ekki allt búið. Fjölmiðlar komust að því að hann hafði gert þetta áður og í enn meiri mæli. Sú umræða endaði svso að Uve sagði enn af sér embætti og gat Olof ekki lengur varið það að troða vini sínum í stór embætti.
Það er áhugavert að bera þetta saman við viðbrögð ráðamanna hérlendis. Ég hef ekkert gert sem refsivert telst og því er mín sök engin. Þetta tyggja ráðamenn hver efir öðrum. Engu að síður er landið á hausnum, efnahagslífið hrunið, landið, viðskiptalífið og landsmenn rúnir trausti erlendis og ég veit ekki hvað. En sama er, það hefur enginn gert neitt refsivert og því finnur enginn hjá sér sök. Þetta er nú meira grínið.
Maður hlýtur að kanna það af öllum mætti hvort það falli undir umboðssvik að hafa notað alla fjármuni Íslenska lifeyrissjóðsins í áhættufjárfestingar í því spilavíti andskotans sem rekið hefur verið á landinu undanfarin ár. Maður velur fjárvörslu þar sem sérstök áhersla er lögð á varfærni. Engu að síður er peningunum hent í gin ljónsins. Þarna verður ekker tgefið eftir. Þetta er principmál. Formaður og starfsmaður sjóðsins sögðust báðir hafa verið með lífeyrissjóð sinn í vörlu Íslenska lífeysissjóðsins og því tapað sínum peningum ekki síður en aðrir. Hver veit hvort ekki er búið að bæta þeim skaðann á einn eða annan hátt innan bankans? Það eru svona hlutir sem geta verið á ferðinni þegar allt gamla stjórnunargengið er áfram við störf innan bankanna. Það hugsar hver um sig og sína.
miðvikudagur, desember 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli