Í gegnum norrænt samstarf á ég ágæta félaga í systurstofnunum sambandsins á öðrum Norðurlandanna. Kosturinn við norrænt samstarf er m.a. að maður nær sambandi við fólks em hægt er að renna á fyrirspurnum um eitt eða annað sem brennur á manni. Ég hef fengið tölvupósta á undanförnum vikum þar sem verið er að spyrjast fyrir um hvernig ástandið er og góðar kveðjur eru látnar fylgja með.
Ég renndi spurningu á þessa kunningja mína nýlega og spurðist fyrir um hvaða reglur gilda um hlutabréfaeign æðstu embættismenn ráðuneyta og ráðherra. Ég er búinn að fá svar frá Noregi og Finnlandi. Í Noregi gilda mjög strangar reglur um upplýsingaskyldu á viðskiptum embættismanna til kauphallarinnar og eins innan ráðuneytisins. Þegar embættismaður vinnur við mál sem geta flokkast sem innherjaupplýsingar er t.d. gefin út tilkynning um málið bæði innan ráðuneytisins svo og til kauphallar. Yfirleitt er ekki talið æskilegt að æðstu embættismenn ráðuneyta eigi í einstökum fyrirtækjum heldur eigi í sjóðum ef þeir kjósa að kaupa hlutabréf á annað borð. Í Finnlandi er ekki talið æskilegt að ráðherrar eigi hlutabréf yfir höfuð. T.d. seldi fjármálaráðherrann öll hlutabréf sem hann átti áður en hann tók við embætti. Um embættismenn gilda einnig strangar reglur um tilkynningaskyldu. Við getum svo velt fyrir okkur hvaða reglur (ef þær eru yfir höfuð til) gilda sérstaklega um einstaklinga sem gegna hliðstæðum embættum hérlendis.
Strákarnir í 2. flok Víkinga kepptu í gærkvöldi við Haukana. Þeir töpuðu fyrir Haukunum í síðustu viku í bikarnum. Ekki veit ég hvort Haukarnir hafa ætlað að klára leikinn með vinstri hendinni, en Víkingar komust yfir snemma leiks og létu forystuna aldrei af hendi. Þeir sigruðu þegar upp var staðið með 6 marka mun. Maður sér handbragð Bjarka Sig. á liðinu vera að koma skýrar og skýrar í ljós. Fléttur og skemmtileg tilbrigði í sókninni gleðja augað og vörnin er öll að koma til. Jói var í banni í leknum eftir átök í leik við Stjörnuna fyrir skömmu. Fyrsta sinn sem hann fer í skammarkrókinn.
miðvikudagur, desember 03, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli