fimmtudagur, nóvember 05, 2009

Þegar ég kom til Moskvu í byrjun tíunda áratugarins þá voru vestræn áhrif að ryðja sér til rúms í borinni. Heimamenn tóku þeim fagnandi eftir að hafa heyrt af dásemdum Vesturlandanna í áratugi án þess að geta sannreynt þær. Á þessum tíma var búið að opna fyrsta Mac Donalds staðinn í Moskcu. Það þóttu mikil firn. Á tímabili gátu ekki gert kærustunni hærra udnir höfði en að fara meða hana á Mac Donalds. verst var að röðin var sjaldan styttri en kílómeter svo þetta var fyrst og fremst spurnig um að bíða í röðinni fyrir utan Mac Donalds. Röðin þótti svo sérstök að gestum var gjarna sýnd hún og svo var um mig. Röðin hlykkjaðist um götur og torg út frá hamborgarastaðnum. Þetta þótti afar sérstakt. Á dögunum hvarf Mac Donalds frá Íslandi. Þá snerist Rússneska Mac Donalds syndromið upp í andhverfu sína. Fólk beið í löngum röðum efrir að geta keypt sér Mac Donalds borgara og notið þannig vestrænna mennignarstrauma í síðasta sinn áður en þeir hurfu af landi brott. Um þennan viðburð var skrifað í öllum virtustu blöðum heimsins (að því manni var sagt) og þarna var því skráð blað í mannkynssöguna. Land varð Mac Donalds laust. Munu menn lifa þetta af? Fjölmiðlar fimbulfömbuðu um þessi tíðindi fram og aftur og birt voru viðtöl við gleiðbrosandi veitingamann sem fékk verðmætar auglýingar alveg ókeypis. Útnesjamennskan í kringum þetta dæmi allt saman var dálítið mikil en borgarasalinn er kátur.

Stefán lögreglustjóri gaf smá leiðbeiningar í meðferð erlendra glæpamanna í morgun. Íslenska stjórnkerfið hefur að hans mati alla möguleika sem til þarf til að taka á þessu liði með þeim hönskum sem þeir eiga skilið. Reka þá skilyrðislaust úr landi ef þeir sýna einbeittan brotavilja. Fyrir slíkum aðgerðum eru næg fordæmi í nágrannalöndum okkar. Ég vona bara að Útlendingastofnun sé ekki svo skelkuð út í meðvitaða liðið að hún þori ekki að gera það sem hún má og getur í þessum málum.

Engin ummæli: