Set hér inn heimasíðu hlaupsins í Stige. Þar eru einnig nokkrar myndir frá markinu. Það er fróðlegt að klikka á nöfn hlauparanna og sjá hvernig hlaupið þróast en chiptíminn var skráður í markinu á hverjum hring. Sumir halda dampi en aðrir detta niður þegar á líður.
www.100km-run.dk/rutenny.htm
Ég notaði Injinji sokkana í hlaupinu og mæli sterklega með þeim enn á ný. Það var hvergi blaðra eða núningseymsli á tánum eins og maður fann svo oft fyrir áður. Set nokkrar myndir inn á myndasíðuna sem er efst.
miðvikudagur, maí 31, 2006
Við Halldór Guðmundsson flugum saman til Kaupmannahafnar föstudaginn 26. maí með það fyrir augum að taka þátt í 100 km hlaupinu í Stige í Odense. Halldór hljóp þetta hlaup í fyrra en það fer fram í útjarðri bæjarins og eru hlaupnir tíu hringir. Við tókum lestina til Odense en þurftum að bíða eftir lestinni í rúman klukkutíma þar sem ferðin sem við áttum pantað með var felld niður. Timex úrið mitt hafði orðið rafmagnslaust rétt þegar af stað var farið þannig að við þurftum að finna úrsmið í Odense til að fá nýtt batterí áðúr en lokað væri. Halldór þekkti leiðina inn í miðbæinn og Ragnar úrmakari kippti hlutunum í liðinn fljótt og vel. Við forum síðan sem leið lá út í Stige, sem er skóli í útjaðri bæjarins. Þar höfðum við ásamt öðrum keppendum fengið gistingu í skólastofum. Þegar við forum að koma okkur fyrir og ég fór að blása í nýju vindsængina sem ég hafði keypt hjá RL Group (Rúmfatalagernum) þá kom í ljós að hún hélt ekki lofti. Við forum út á bensínstöð og keyptum gúmmíbætur en allt kom fyrir ekki, hún lak sem aldrei fyrr. Ég sá mína dýnu útbreidda og loftlausa og fór því og talaði við arrangör hlaupsins og sagði mínar farir ekki sléttar. Ég hafði séð leikfimidýnur í salnum þar sem við borðuðum og spurði hvort ég mætti fá einhverjar lánaðar þar sem dýnan væri ónýt. Hann sagði að sér hefði verið harðbannað að lána nokkrum manni dýnur en þar sem svo vildi til að hann sneri baki í dýnustaflann akkurat þessa stundina þá gæti hann náttúrulega ekki fylgst með því hvort ég tæki tvær eða þrjár í vandræðum mínum. Þannig var því bjargað.
Við fórum frekar snemma að sofa því það yrði ræst kl. 4.00 um nóttina. Hlaupið hofst kl. 6.00 um morguninn og því var nauðsynlegt að vakna með góðum fyrirvara. Ég var satt að segja ekkert of bjartsýnn um morgundaginn. Veturinn hafði ekki gengið sem skyldi hvað æfingar varðaði. Slæm kvefpest hafði tekið af mér einn mánuð í mars og apríl og síðan hafði ég bólgnað í hásin eftir Þingvallavatnshlaupið í maíbyrjun og lítið hlaupið í maí. Svona er þetta. Í fyrra gekk allt upp en ekki í ár. Vitaskuld hefði ég getað notað tímann betur á margan hátt en ég hafði ekki gert það. Þá var það bara þannig, við þessu var ekkert að gera úr þessu og maður yrði að taka því sem koma skyldi. Upp úr kl. fjögur um nóttina borðuðum við góðan morgunmat og fórum svo að undirbúa okkur. Veðrið var þokkalegt, það hafði að undanförnu verið kalt, hvasst og rigning að undanförnu á þessum slóðum þannig að það hefði getað verið verra. Reyndar áttaði maður sig á því að það hefði verið ágætt að hafa síðu buxurnar með en maður heldur að það sé alltaf svo gott veður í útlöndum að þær voru skyldar eftir heima. Það er ekki ætíð svo. Maður smurði vaselíni í stórum skömmtum á fætur og hendur til að verjast kuldanum. Við vorum í síðerma bolum til að byrja með en það væri þá alltaf hægt að fækka fötum ef manni yrði of heitt þegar liði á daginn. Ég setti íbúfen, energikakor löparlarssons og vaselín í beltið og notaði handbrúsann. Ég áttaði mig á að ég hafði gleymt gelinu heima en úr þessu var ekkert að gera við því. Við slógum saman hnefum og óskuðum hvor öðrum góðs gengis. Við ákváðum að vera ekkert að hlaupa saman frekar en okkur langaði, það færi hver sitt hlaup á sínum hraða. Skotið reið af og hópurinn fór af stað. Það voru 31 keppandi sem lagði upp. Ég þekkti eina konu í hópnum frá Borgundarhólmi 2004 en aðra hlaupara kannaðist ég ekki við. Við Halldór héldum sjó saman fyrsta hringinn. Fyrstu tveir kílómetrarnir voru með fram götunni frá skólanum, þá var beygt til vinstri og hlaupnir tæpir tveir kílómetrar eftir hjólastíg. Þaðan var enn beygt til vinstri upp á annan hjólastíg en við fjögurra km markið var komið inn á malarstíg. Eftir honum var hlaupið í tæpa tvo km og þar var drykkjarstöðin. Þar var hægt að fá orkudrykk, rúsínur og þrúgusykur. Ég ruddi í mig þrúgusykri á þessari stöð því gelið vantaði. Eftir sex km markið var hlaupið í fjóra km eftir götum þar til komið var inn á grasflötina við markið en þar var hlaupið um fimm hundruð metra á henni í beygjum til að rétta vegalengdina af. Við Halldór vorum nokkuð samferða fyrsta hringinn og lukum honum á rétt tæpum klukkutíma. Ég hafði sett mér tvö markmið. Hið fyrsta var að ljúka hlaupinu. Annað markmið var að hlaupa undir 10.30 til að halda aðgöngumiðanum á Spartatlthon opnum þar sem ég hafði séð fram á að það gengi ekki upp að fara þangað í haust. Mér fannst full hægt að hlaupa hringinn á rétt um 1 klst og herti því aðeins á mér. Ég setti upp áætlun um að ná nokkuð undir 5 klst með fyrstu 50 km og hanga síðan á rúmum 6 mín tempo á hvern km á seinni hluta hlaupsins. Á þennan hátt hefði ég upp á eitthvað að hlaupa ef eitthvað gerðist sem alltaf getur gerst. Þetta gekk upp. Ég hljóp hvern hring fyrri hlutann á ca 55 mínútum totalt. Hraðinn var svona 5.25 – 5.35 pr km. Maður stoppaði eins stutt og hægt var á hverri drykkjarstöð en síðan gekk maður spöl meðan maður borðaði og drakk. Ég tók frá upphafi tvo bananabita í markinu og borðaði þá gangandi og drakk vel á meðan. Síðan tók ég góðan bita af löparlarssons energikakor á ákveðnum stað þar sem maður fór undir brú og þurfti að fara upp smá brekku. Þann tíma notaði maður til að ganga upp brekkuna, borða og drekka. Svona rúllaði maður áfram, 10 km, 20 km, 30 km og 40 km. “Nu er det næsten et marathon færdigt” sagði tímavörðurinn vinalega við þau tímamót. Á næsta hring fór ég að hugsa um að ég hefði átt að taka með mér C vitamin og Selen töflur í skjóðuna. Við 50 km var ég á 4.46 sem var alveg eftir planinu. Þá hljóp ég inn í skóla, villtist svolítið en fann að lokum salinn þar sem við gistum og ruddi í mig C vítamíni og selentöflum og hélt svo áfram. Þetta var kannski dálítið bratt. Þegar ég kom í markið á næsta hring fór maginn að kvarta. Við að borða bananana eftir að hafa farið í gegnum markið þá ætlaði ég varla að koma þeim niður og mátti þakka fyrir að halda því niðri sem þar var statt. Ég gekk þá dálítinn spöl, drakk vel og róaði mig niður. Þá fór allt í balance aftur og ég gar hlaupið áfram án vandræða. Við 70 km markið fannst manni dálítið langt eftir, heilir þrír hringir eftir eða 30 km. Sú vegalengd ein út af fyrir sig hafði manni fundist vera alveg nógu löng. Fæturnir voru aðeins farnir að stífna og það hafði heldur aldrei hlýnað yfir daginn. Golan var heldur köld og þess varð enn meir vart þegar maður var farinn að ganga nærri sér. Það var alltaf á nippunni að manni væri kalt. Maður var löngu hættur að hugsa um að láta langermabolinn fjúka.
Þegar sjöunda hring var að ljúka og ég kom inn á grasblettinn sá ég tvær konur sem veifuðu. Ég veifaði á móti og hélt að þarna væru kannski komnar konur úr Odense sem væru áhugasamar um ultramaraþon og fylgdu einhverjum keppendanum. Svo fór mér að finnast ég þekkti hverjar þarna voru á ferðinni og það stóð heima. Í markinu biðu Eva og mamma hennar og voru hinar kátustu. Þær höfðu skroppið til Odense til að fylgjast með löndum sínum pjakka áfram í nepjunni. Eva er náttúrulega ekki venjuleg. Það var ekki bara að hún mætti til að hvetja, heldur skyldi hún eftir poka af súkkulaðihúðuðum kasaníuhnetum fyrir keppendann að gæða sér á þegar hringjunum tíu væri lokið. Svona hugsunarsemi dytti mér aldrei í hug. Takk fyrir mig.
Sá sem lauk hlaupinu fyrstur hringaði mig tvisvar. Það var aðdáunarvert að horfa á hann, léttann í spori og sterkan. Við 80 km sá maður fram á að það myndi hafast að ljúka hlaupnu. Planið hafði alveg haldið. Eftir 60 km fór maður að ganga af og til (max 50 skref í einu) en samt sem áður fór meðalhraðinn ekki mikið yfir 6 mín á km. Vid 80 km fannst mér eins og fæturnir yrdu allir lettari. Kannski var C vitaminið að virka. Næstsíðasti hringurinn leið hjá með tilhlökkun um að sá næsti yrði sá síðasti. Planið hélt. Það var gaman að geta farið að telja niður, 9 km eftir, 8 km eftir o.s.frv. Ég var reyndar ekkert þreyttur en lærin voru farin að stífna framan á, ekki síður út af kuldanum en álagi að því ég held. Þegar um fimm km voru eftir náði ég hlaupara sem ég sá að var í 100 km eins og ég. Reyndar voru 60 km hlaupararnir að klára á þessu róli einnig en sama var. Við skiptust um að vera á undan um stund en svo sá ég að hann var þreyttari en ég. Því elti ég hann þar til um tveir km voru eftir og þá tók ég hann á endasprettinum. Það var gaman að koma inn á grasblettinn og skynja að nú væri þetta búið og hefði gengið vel. Ég vissi að marmkiði 2 yrði náð, tíminn yrði um 10 klst og 10 mín + / - eitthvað. Það var fínt. Í markinu biðu Hrefna kona Haraldar Júl. en hún er að læra í Odense, Berglind frænka og vinkona hennar og Halldór!!! Þegar maður kemur í mark eftir tíu tíma streð þá bullar maður bara eitthvað fyrst en svo fer hugsunin að skýrast. Halldór sagði sínar farir ekki sléttar. Eftir 60 km hafði hann fengið mjög slæman verk í hægri fótinn sem ekki lagaðist við íbúfen. Þegar hann fór að ganga til að láta sjá hvort verkurinn lagaðist ekki þá stífnaði hann allur upp í kuldanum þannig að það var sjálfhætt. Svona er þetta, það er ekkert gefið í þessum slag. Halldór var ekki sá eini sem þurfti að hætta. Af þeim 31 sem lögðu af stað voru 8 sem þurftu að hætta, þar á meðal miklir meistarar eins og Kjetil Havstein (www.havstein.dk) sem hafði ætlað að hlaupa undir 8 klst. Ég varð 9. í mark af þeim 23 sem kláruðu. Það var mjög ásættanlegt að mínu mati og í raun og veru framar björtustu vonum miðað við að undirbúningurinn hafði verið svona upp og niður. Ekki síður var ég ánægður með minn hlut fyrir að ég sá engan í hlaupinu sem eg gat ímyndað mér að væri eldri en ég þótt mér finnist aldurinn vera eitthvað sem ekki skipti máli. Það er getan sem telur.
Við Halldór drifum okkur síðan niður á hotel. Þar voru fæturnir látnir í ískalda sturtu áður en hefðbundinn þvottur hófst. Ég held að það sé gott að kæla fæturna niður því þeir hafa þurft að standast ekkert smáræðis álag. Ég teygi aldrei nú orðið eftir svona hlaup, maður veit aldrei hvað gerist í vöðvum og sinum þegar álagið hefur verið í botni í nær þvi hálfan sólarhring. Ég varð aldrei var við orkuskort eða þreytu, orkubalansinn var í fínu lagi en maður fann að það hefði verið betra að vera betur undirbúinn þegar áleið. Það er bara til að láta í reynslubankann.
Mér finnst svona hringahlaup vera fínt. Maður lærir á vegalengdirnar og fer að miða þær út, Niðurtalningin á hverjum hring verður auðveldari. Mér finnst gott að hlaupa svona löng hlaup með útvarp. Mér finnst mjög gott að dreifa athyglinni frá skrokknum og einbeita henni aðeinhverju öðru. Einnig finnst mér gott að hlaupa svona löng hlaup með sólgleraugu enda þott það sé ekki sól úti. Gleraugun verða smám saman óhrein af svita og salti. Það gerir það að verkum að maður lokast inni í sínum heimi og einbeitningin vex að mínu mati.
Góðu hlaupi og ánægjulegri upplifun var lokið.
Við fórum frekar snemma að sofa því það yrði ræst kl. 4.00 um nóttina. Hlaupið hofst kl. 6.00 um morguninn og því var nauðsynlegt að vakna með góðum fyrirvara. Ég var satt að segja ekkert of bjartsýnn um morgundaginn. Veturinn hafði ekki gengið sem skyldi hvað æfingar varðaði. Slæm kvefpest hafði tekið af mér einn mánuð í mars og apríl og síðan hafði ég bólgnað í hásin eftir Þingvallavatnshlaupið í maíbyrjun og lítið hlaupið í maí. Svona er þetta. Í fyrra gekk allt upp en ekki í ár. Vitaskuld hefði ég getað notað tímann betur á margan hátt en ég hafði ekki gert það. Þá var það bara þannig, við þessu var ekkert að gera úr þessu og maður yrði að taka því sem koma skyldi. Upp úr kl. fjögur um nóttina borðuðum við góðan morgunmat og fórum svo að undirbúa okkur. Veðrið var þokkalegt, það hafði að undanförnu verið kalt, hvasst og rigning að undanförnu á þessum slóðum þannig að það hefði getað verið verra. Reyndar áttaði maður sig á því að það hefði verið ágætt að hafa síðu buxurnar með en maður heldur að það sé alltaf svo gott veður í útlöndum að þær voru skyldar eftir heima. Það er ekki ætíð svo. Maður smurði vaselíni í stórum skömmtum á fætur og hendur til að verjast kuldanum. Við vorum í síðerma bolum til að byrja með en það væri þá alltaf hægt að fækka fötum ef manni yrði of heitt þegar liði á daginn. Ég setti íbúfen, energikakor löparlarssons og vaselín í beltið og notaði handbrúsann. Ég áttaði mig á að ég hafði gleymt gelinu heima en úr þessu var ekkert að gera við því. Við slógum saman hnefum og óskuðum hvor öðrum góðs gengis. Við ákváðum að vera ekkert að hlaupa saman frekar en okkur langaði, það færi hver sitt hlaup á sínum hraða. Skotið reið af og hópurinn fór af stað. Það voru 31 keppandi sem lagði upp. Ég þekkti eina konu í hópnum frá Borgundarhólmi 2004 en aðra hlaupara kannaðist ég ekki við. Við Halldór héldum sjó saman fyrsta hringinn. Fyrstu tveir kílómetrarnir voru með fram götunni frá skólanum, þá var beygt til vinstri og hlaupnir tæpir tveir kílómetrar eftir hjólastíg. Þaðan var enn beygt til vinstri upp á annan hjólastíg en við fjögurra km markið var komið inn á malarstíg. Eftir honum var hlaupið í tæpa tvo km og þar var drykkjarstöðin. Þar var hægt að fá orkudrykk, rúsínur og þrúgusykur. Ég ruddi í mig þrúgusykri á þessari stöð því gelið vantaði. Eftir sex km markið var hlaupið í fjóra km eftir götum þar til komið var inn á grasflötina við markið en þar var hlaupið um fimm hundruð metra á henni í beygjum til að rétta vegalengdina af. Við Halldór vorum nokkuð samferða fyrsta hringinn og lukum honum á rétt tæpum klukkutíma. Ég hafði sett mér tvö markmið. Hið fyrsta var að ljúka hlaupinu. Annað markmið var að hlaupa undir 10.30 til að halda aðgöngumiðanum á Spartatlthon opnum þar sem ég hafði séð fram á að það gengi ekki upp að fara þangað í haust. Mér fannst full hægt að hlaupa hringinn á rétt um 1 klst og herti því aðeins á mér. Ég setti upp áætlun um að ná nokkuð undir 5 klst með fyrstu 50 km og hanga síðan á rúmum 6 mín tempo á hvern km á seinni hluta hlaupsins. Á þennan hátt hefði ég upp á eitthvað að hlaupa ef eitthvað gerðist sem alltaf getur gerst. Þetta gekk upp. Ég hljóp hvern hring fyrri hlutann á ca 55 mínútum totalt. Hraðinn var svona 5.25 – 5.35 pr km. Maður stoppaði eins stutt og hægt var á hverri drykkjarstöð en síðan gekk maður spöl meðan maður borðaði og drakk. Ég tók frá upphafi tvo bananabita í markinu og borðaði þá gangandi og drakk vel á meðan. Síðan tók ég góðan bita af löparlarssons energikakor á ákveðnum stað þar sem maður fór undir brú og þurfti að fara upp smá brekku. Þann tíma notaði maður til að ganga upp brekkuna, borða og drekka. Svona rúllaði maður áfram, 10 km, 20 km, 30 km og 40 km. “Nu er det næsten et marathon færdigt” sagði tímavörðurinn vinalega við þau tímamót. Á næsta hring fór ég að hugsa um að ég hefði átt að taka með mér C vitamin og Selen töflur í skjóðuna. Við 50 km var ég á 4.46 sem var alveg eftir planinu. Þá hljóp ég inn í skóla, villtist svolítið en fann að lokum salinn þar sem við gistum og ruddi í mig C vítamíni og selentöflum og hélt svo áfram. Þetta var kannski dálítið bratt. Þegar ég kom í markið á næsta hring fór maginn að kvarta. Við að borða bananana eftir að hafa farið í gegnum markið þá ætlaði ég varla að koma þeim niður og mátti þakka fyrir að halda því niðri sem þar var statt. Ég gekk þá dálítinn spöl, drakk vel og róaði mig niður. Þá fór allt í balance aftur og ég gar hlaupið áfram án vandræða. Við 70 km markið fannst manni dálítið langt eftir, heilir þrír hringir eftir eða 30 km. Sú vegalengd ein út af fyrir sig hafði manni fundist vera alveg nógu löng. Fæturnir voru aðeins farnir að stífna og það hafði heldur aldrei hlýnað yfir daginn. Golan var heldur köld og þess varð enn meir vart þegar maður var farinn að ganga nærri sér. Það var alltaf á nippunni að manni væri kalt. Maður var löngu hættur að hugsa um að láta langermabolinn fjúka.
Þegar sjöunda hring var að ljúka og ég kom inn á grasblettinn sá ég tvær konur sem veifuðu. Ég veifaði á móti og hélt að þarna væru kannski komnar konur úr Odense sem væru áhugasamar um ultramaraþon og fylgdu einhverjum keppendanum. Svo fór mér að finnast ég þekkti hverjar þarna voru á ferðinni og það stóð heima. Í markinu biðu Eva og mamma hennar og voru hinar kátustu. Þær höfðu skroppið til Odense til að fylgjast með löndum sínum pjakka áfram í nepjunni. Eva er náttúrulega ekki venjuleg. Það var ekki bara að hún mætti til að hvetja, heldur skyldi hún eftir poka af súkkulaðihúðuðum kasaníuhnetum fyrir keppendann að gæða sér á þegar hringjunum tíu væri lokið. Svona hugsunarsemi dytti mér aldrei í hug. Takk fyrir mig.
Sá sem lauk hlaupinu fyrstur hringaði mig tvisvar. Það var aðdáunarvert að horfa á hann, léttann í spori og sterkan. Við 80 km sá maður fram á að það myndi hafast að ljúka hlaupnu. Planið hafði alveg haldið. Eftir 60 km fór maður að ganga af og til (max 50 skref í einu) en samt sem áður fór meðalhraðinn ekki mikið yfir 6 mín á km. Vid 80 km fannst mér eins og fæturnir yrdu allir lettari. Kannski var C vitaminið að virka. Næstsíðasti hringurinn leið hjá með tilhlökkun um að sá næsti yrði sá síðasti. Planið hélt. Það var gaman að geta farið að telja niður, 9 km eftir, 8 km eftir o.s.frv. Ég var reyndar ekkert þreyttur en lærin voru farin að stífna framan á, ekki síður út af kuldanum en álagi að því ég held. Þegar um fimm km voru eftir náði ég hlaupara sem ég sá að var í 100 km eins og ég. Reyndar voru 60 km hlaupararnir að klára á þessu róli einnig en sama var. Við skiptust um að vera á undan um stund en svo sá ég að hann var þreyttari en ég. Því elti ég hann þar til um tveir km voru eftir og þá tók ég hann á endasprettinum. Það var gaman að koma inn á grasblettinn og skynja að nú væri þetta búið og hefði gengið vel. Ég vissi að marmkiði 2 yrði náð, tíminn yrði um 10 klst og 10 mín + / - eitthvað. Það var fínt. Í markinu biðu Hrefna kona Haraldar Júl. en hún er að læra í Odense, Berglind frænka og vinkona hennar og Halldór!!! Þegar maður kemur í mark eftir tíu tíma streð þá bullar maður bara eitthvað fyrst en svo fer hugsunin að skýrast. Halldór sagði sínar farir ekki sléttar. Eftir 60 km hafði hann fengið mjög slæman verk í hægri fótinn sem ekki lagaðist við íbúfen. Þegar hann fór að ganga til að láta sjá hvort verkurinn lagaðist ekki þá stífnaði hann allur upp í kuldanum þannig að það var sjálfhætt. Svona er þetta, það er ekkert gefið í þessum slag. Halldór var ekki sá eini sem þurfti að hætta. Af þeim 31 sem lögðu af stað voru 8 sem þurftu að hætta, þar á meðal miklir meistarar eins og Kjetil Havstein (www.havstein.dk) sem hafði ætlað að hlaupa undir 8 klst. Ég varð 9. í mark af þeim 23 sem kláruðu. Það var mjög ásættanlegt að mínu mati og í raun og veru framar björtustu vonum miðað við að undirbúningurinn hafði verið svona upp og niður. Ekki síður var ég ánægður með minn hlut fyrir að ég sá engan í hlaupinu sem eg gat ímyndað mér að væri eldri en ég þótt mér finnist aldurinn vera eitthvað sem ekki skipti máli. Það er getan sem telur.
Við Halldór drifum okkur síðan niður á hotel. Þar voru fæturnir látnir í ískalda sturtu áður en hefðbundinn þvottur hófst. Ég held að það sé gott að kæla fæturna niður því þeir hafa þurft að standast ekkert smáræðis álag. Ég teygi aldrei nú orðið eftir svona hlaup, maður veit aldrei hvað gerist í vöðvum og sinum þegar álagið hefur verið í botni í nær þvi hálfan sólarhring. Ég varð aldrei var við orkuskort eða þreytu, orkubalansinn var í fínu lagi en maður fann að það hefði verið betra að vera betur undirbúinn þegar áleið. Það er bara til að láta í reynslubankann.
Mér finnst svona hringahlaup vera fínt. Maður lærir á vegalengdirnar og fer að miða þær út, Niðurtalningin á hverjum hring verður auðveldari. Mér finnst gott að hlaupa svona löng hlaup með útvarp. Mér finnst mjög gott að dreifa athyglinni frá skrokknum og einbeita henni aðeinhverju öðru. Einnig finnst mér gott að hlaupa svona löng hlaup með sólgleraugu enda þott það sé ekki sól úti. Gleraugun verða smám saman óhrein af svita og salti. Það gerir það að verkum að maður lokast inni í sínum heimi og einbeitningin vex að mínu mati.
Góðu hlaupi og ánægjulegri upplifun var lokið.
laugardagur, maí 27, 2006
Stige hlaupid i Odense var i dag. 31 lagdi af stad, 20 skiludu ser alla leid. Eg lenti i 9. sæti a 10.09. Sigurvegarinn hljop a 7.44 og klaradi t.d. marathon vegalengdina a um 3 klst!!!Halldor turfti ad haetta eftir 70 km vegna meidsla i hne. Liklega rakst innkaupakerra a hned a honum fyrir ca 10 dogum sidan og mardi hann med tessum afleidingum. Vedur var heldur gott, lett gola, solarlaust en heldur kalt. Madur hefdi liklega turft ad vera med taer sidu med ser. Tad hefur hins vegar verid slæmt vedur her ad undanfornu og spair illa svo liklega vorum vid bara heppnir.
Nanar sidar.
Nanar sidar.
fimmtudagur, maí 25, 2006
Fór út í gær og tók ágætan hring. Það er ágætt að halda sér liðugum fyrir laugardaginn með rólegu skokki.
Spartathlon hefur verið að vefjast fyrir mér um nokkurt skeið. Sú staðreynd varð ljós fyrir nokkru síðan að hlaupið á sér stað á sama tíma og landsfundur Sambands sveitarfélaga verður í lok september. Það er fyrsti landsfundur sambandsins að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Bæði fyrir fundinn og á fundinum mun eiga sér stað mikil umræða um stefnumörkun svetiarstjórnarmanna fyrir kjörtímabilið. Ég get því varla réttlætt það fyrir mér og öðrum að vera ekki á staðnum, sérstaklega þar sem óskað hefur verið eftir því að allir starfsmenn sambandsins verði til staðar og taki ekki frí í þessari viku. Svona er þetta, það verður bara að láta á það reyna hvort tækifæri gefst síðar til að takast á við þettta mikla hlaup. Það á í raun og veru ekkert að vera því til fyrirstöðu ef skrokkurinn verður í lagi á næstu árum eins og hann er í dag. Ef ekki, nú þá það.
Nú er það Odense sem telur. Það verða ekki unnin nein stórvirki þar í þetta sinn, ýmislegt smálegt hefur gert það að verkum að maður hefur ekki náð að vinna sig upp í ákveðinn topp eins og í fyrra en ég held að grunnurinn sé ágætur. Það leiðir kannski hugann að því hvað maður var heppinn á síðasta ári með að allir kubbar féllu á sinn stað og ekkert kom uppá.
Spartathlon hefur verið að vefjast fyrir mér um nokkurt skeið. Sú staðreynd varð ljós fyrir nokkru síðan að hlaupið á sér stað á sama tíma og landsfundur Sambands sveitarfélaga verður í lok september. Það er fyrsti landsfundur sambandsins að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Bæði fyrir fundinn og á fundinum mun eiga sér stað mikil umræða um stefnumörkun svetiarstjórnarmanna fyrir kjörtímabilið. Ég get því varla réttlætt það fyrir mér og öðrum að vera ekki á staðnum, sérstaklega þar sem óskað hefur verið eftir því að allir starfsmenn sambandsins verði til staðar og taki ekki frí í þessari viku. Svona er þetta, það verður bara að láta á það reyna hvort tækifæri gefst síðar til að takast á við þettta mikla hlaup. Það á í raun og veru ekkert að vera því til fyrirstöðu ef skrokkurinn verður í lagi á næstu árum eins og hann er í dag. Ef ekki, nú þá það.
Nú er það Odense sem telur. Það verða ekki unnin nein stórvirki þar í þetta sinn, ýmislegt smálegt hefur gert það að verkum að maður hefur ekki náð að vinna sig upp í ákveðinn topp eins og í fyrra en ég held að grunnurinn sé ágætur. Það leiðir kannski hugann að því hvað maður var heppinn á síðasta ári með að allir kubbar féllu á sinn stað og ekkert kom uppá.
þriðjudagur, maí 23, 2006
Ég horfði ekki á Júróvision á laugardaginn en fannst fínt að Finnarnir unnu. Þeir voru ekki með neinn bjánagang og þorðu að vera þeir sjálfir. Ég rakst á myndband úr tyrkneska sjónvarpinu á netinu þar sem vel er dókumenterað hvernig ástandið var backstages hja sóma Íslands. Ésús minn. Linkurinn er hér. http://faxe.bjor.dk/silvia.asf
Fíflið er þarna bölvandi og ragnandi, æpandi og grenjandi, berjandi fólk, ausandi svívirðingum yfir allt og alla og ég veit ekki hvað. Er þetta hægt? Það mætti halda að hún væri á dóprúsi. Þetta er líklega partur af brandaranum. Fjölmiðlaræflarnir hérlendis ættu að sjá sóma sinn í að sýna þetta þannig að almenningur fái að sjá hvað þarna gekk á. Heyra svo þetta lið vera að hæla sjálfum sér hérna heima um að þetta hafi verið allt einn brandari en aðrir Evrópubúarnir væru svo tregir að þeir hafi ekki skilið brandarann. Ef einhver stendur upp í veislu og segir brandara og enginn hlær, hvort er þá brandarinn lélegur eða áhorfendur tregir. Svari hver fyrir sig.
Ég vona að þessi dj.... vitleysa endurtaki sig ekki.
Fór út að hlaupa í gær á léttum nótum. Nú verður bara létt smurning fram á fimmtudag. Ég finn ekki annað en að allt sé í góðum gír.
Fíflið er þarna bölvandi og ragnandi, æpandi og grenjandi, berjandi fólk, ausandi svívirðingum yfir allt og alla og ég veit ekki hvað. Er þetta hægt? Það mætti halda að hún væri á dóprúsi. Þetta er líklega partur af brandaranum. Fjölmiðlaræflarnir hérlendis ættu að sjá sóma sinn í að sýna þetta þannig að almenningur fái að sjá hvað þarna gekk á. Heyra svo þetta lið vera að hæla sjálfum sér hérna heima um að þetta hafi verið allt einn brandari en aðrir Evrópubúarnir væru svo tregir að þeir hafi ekki skilið brandarann. Ef einhver stendur upp í veislu og segir brandara og enginn hlær, hvort er þá brandarinn lélegur eða áhorfendur tregir. Svari hver fyrir sig.
Ég vona að þessi dj.... vitleysa endurtaki sig ekki.
Fór út að hlaupa í gær á léttum nótum. Nú verður bara létt smurning fram á fimmtudag. Ég finn ekki annað en að allt sé í góðum gír.
mánudagur, maí 22, 2006
Fór vestur á firði á föstudaginn. Keyrði til Stykkishólms og tók Blldur yfir Breiðafjörðinn. Ný ferja er miklu stærri og þægilegri en sú gamla og er mikill munur að ferðast með henni. Heldur kalt var á leiðinni yfir fjörðinn og ekki sérstaklega gaman að standa úti. Í Flókalundi voru bæjarritarar og fjármálastjórar sveitarfélaga að safnast saman. Þegar fólk var búið að koma sér fyrir þá var haldið af stað og farið sem leið lá yfir í Arnarfjörð, í gegnum Bíldudal og út í Selárdal. Þar var stoppað nokkra stund og safn Samúels skoðað og svo var farið inn að Selárdal. Ég skrapp inn að Uppsölum og myndaði bæ gamla mannsins Gísla, en ég hafði ekki komið þangað fram eftir áður. Þegar komið var til baka í Flókalund beið dýrindis máltíð. Fundahöld voru fram að hádegi daginn eftir og var rætt um breytingar á Landsskrá fasteigna sem heldur utan um grunninn fyrir fasteignaskattinum. Upp úr hádegi var haldið út á Látrabjarg, komið við í Breiðuvík og síðan var rennt yfir á Rauðasand. Bjart var yfir og sólríkt enda þótt hitastigið væri ekki hátt. Það var þá bara spurning um klæðnað. Margir úr hópnum höfðu ekki komið á þennan landshluta áður og voru mjög ánægðir með túrinn. Undir kvöldið var haldið til Patreksfjarðar, ný íþróttamannvirki sveitarfélagsins skoðuð og að lokum haldið í kvöldverð í boði sveitarfélagsins. Daginn eftir fór svo hver til síns heima. Heldur kuldalegt var fyrir vestan í gær. Ég skrapp yfir á Sand og fór yfir nokkra hluti heima og skoðaði hvernig húsið kemur undan vetri. Þar var allt í fínu standi og bíður þess að framkvæmdum verði haldið áfram. Á leiðinni yfir fjallið til baka var allt orðið alhvítt. Það hefði manni einhvern tíma þótt kuldalegt á miðjum sauðburði.
Sé að góður árangur náðist hjá mörgum í Köben á helginni. Flott. Set myndir að vestan inn á myndasíðuna (Nýjar myndir)
Sé að góður árangur náðist hjá mörgum í Köben á helginni. Flott. Set myndir að vestan inn á myndasíðuna (Nýjar myndir)
föstudagur, maí 19, 2006
Horfði á Eyurovision í gærkvöldi með öðru auganu a meðan ég hafði til matinn. Það var ekki laust við að maður fengi létt sjokk þegar íslenska keppendanum var heilsað með bauli og hann kvaddur á sama hátt af áhorfendum. Slíkt hefur ekki komið fyirr í sögu Eurovision eftir því sem fróðustu menn segja. Slíkt er orðsporið sem þessi hópur hefur uppskorið með dvöl sinni í Grikklandi. Það er þekkt að leiðin milli farsans og fíflagangsins er mjög stutt og það virðist sem svo að menn hafi villst af þeirri leið. Þegar dramd og oflátungsháttur ráða ferðinni þá er ekki á góðu von. Dramb er falli næst segir einhversstaðar. Þulur BBC sagði að hún ætti alveg skilið baulið sem hún fékk. Í útnesjamennsku sinni finnst mörgum þetta fyndið því í hugum þeirra er Ísland best en útlandið ömurlegt. Einhver strákur skrifaði pistil í Blaðið í gær þar sem hann átti ekki orð yfir að lýsa hrifningu sinni á SN og taldi einboðið að Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson færu að viðhafa sama munnsöfnuð á blaðamannafundum fyrir landsleiki. Stoppum aðeins við. Hvað myndum við segja ef erlendir landsliðsmenn myndu segjast sigra íslenska landsliðið með því einu að skíta á völlinn? Ætli við yrðum ekki nokkuð langleit?Ég er ánægður mðe að þetta lið komst ekki lengra. Nóg var nú samt. Svo sér maður haft eftir sjálfskipuðum dómara í blöðunum í morgun að það hafi komist lög áfram som hafi alls ekki átt að komast áfram. So.
Nóg um þetta.
Er að fara vestur á firði svo lítið verður hlaupið á helginni.
Nóg um þetta.
Er að fara vestur á firði svo lítið verður hlaupið á helginni.
fimmtudagur, maí 18, 2006
Fór á Esjuna í gær í góðu veðri. Þetta er því miur bara í annað sinn á þessu ári. Hásinin var í fínu formi. Maður er alltaf svolítið stressaður þegar eitthvað er ekki eins og manni finnst að það eigi að vara. Ég var 40 mín upp að steini og 23 mín niður. Ég finn að fæturnir eru veikari hlekkur en lungun. Þeir ráqða hraðanum. Hörðustu menn eru fara upp að steini á 31 mínútu, lengri leiðina það ég held. Þá er kraftgengið og hlaupið en tímanum ekki eytt í mas á leiðinni. Ég verð alla vega að okma mér undir klukkutíma upp og níður innan skamms.
Aldraðir héldu baráttufund í Háskólabíó í fyrradag. Gott hjá þeim. Ólafur landlæknir sagði í fréttum í gær að menn væru jafnvel farnir að hóta því að bjóða fram í næstu kosningum ef ekki yrðu gerðar bragarbætur á þeirra málum. Í því felst engin hótum finnst mér. Það er eðli lýðræðisins að hver sem er getur boðið fram til sveitarstjórna og alþingis ef hann fær fylgi til þess. Flokkar fá umboð sitt frá fólkinu en ekki einhverjum öðrum. Aldraðir verða bara að meta það hvaða aðferðir þjóna best hagsmunum þeirra.
Þeir einu sem geta virkilega hótað öðrum með framboði eru nettóskattgreiðendur. Það er fólk á miðjum aldri sem hefur ekki not af skólakerfinu, leikskólum eða heilbrigðiskerfinu. Manni flýgur stundum í hug hver gætir hagsmuna þessa fólks þegar maður heyrir loforðaflauminn þessar vikurnar þar sem velviljað fólk segist ætla að gera allt fyrir alla en bara hraðar, betur og oftar en gert hefur verið til þessa. Það er afar lítið rætt um kostnaðin eða hvernig á að fjármagna veisluna sem verið er að bjóða til. Menn eru sammála um ákveðin grundvallaratriði í velferðarkerfinu en spurningin snýst fyrst og fremst um hve langt á að ganga í að teygja það út yfir allt og alla og fjármagna það með skattfé almennings. Í Svíþjóð, sem er reyndar eitt að mestu skattpíningarlöndum í Evrópu, eru til samtök skattgreiðenda sem halda úti vefsíðunni www.skattbetalarna.se.
Enn ein skýrslan var birt í gær um launamyun kynjanna. maður skilur minna og minna í þessum málum því fleiri skýrslur sem gerðar eru. Hamarð var á að launamunur kynjanna værei mesturá Íslandi af Evrópulöndum. Launamunur kynjanna er síðan minnstur í Evrópu í Miðjarðarhafslöndum. Þar er ummönnun aldraðra og sjúklinga unnin án launa af heimavinnandi konum. Þær er þá einfaldlega ekki taldar með. Þegar ég vann í frystihúsinu á Patró árið 1970 var fyrir hendi launamunur kynjanna. Konur sem unnu við úrskurð voru á lægri launataxta en kallinn sem brýndi hnífana. Þessu bar breytt í næstu kjarasamningum. Nú er verið að tala um að "karlastéttir" séu með hærri laun en "kvennastéttir". Er það launamunur kynjanna? Af hverju fara konur þá ekki á sjóinn, taka meirapróf og keyra vörubíla, vinna á gröfum og jarðýtum, fara í iðnskólann og vinna síðan við húsasmíðar, múrverk, járnsmíði og pípulagnir o.s.frv. o.s.frv.? Launatöflur stétta eru ákveðnar í kjarasamningum. Þær eru ekki ákvarðaðar af ríkinu. Einstaklingi er í sjálfsvald sett um hvaða vinnu hann sækir. Menn skapa sér síðan nokkuð sína stöðu á vinnumarkaði. Þetta er kannski nokkur einfölduð röksemdafærsla en mér finnst umræðan um launamun kynjanna vera yfirleitt á það lágu plani að þetta er ekki vitlausari sjónarmið en hvað annað. I mínum huga er launamunur kynjanna það ef einstaklingur sem vinnur sömu vinnu og annar einstaklingur af öðru kyni er með lægri laun en hinn einstaklingurinn fyrir sama vinnutíma. Flóknara er það ekki.
Orkukökur löbarlarssons eru skuggalega góðar með Bónusmúslí sem basefni. Setti einnig smávegis af söxuðum döðlum út í þær. Maður getur varla hætt að smakka.
Aldraðir héldu baráttufund í Háskólabíó í fyrradag. Gott hjá þeim. Ólafur landlæknir sagði í fréttum í gær að menn væru jafnvel farnir að hóta því að bjóða fram í næstu kosningum ef ekki yrðu gerðar bragarbætur á þeirra málum. Í því felst engin hótum finnst mér. Það er eðli lýðræðisins að hver sem er getur boðið fram til sveitarstjórna og alþingis ef hann fær fylgi til þess. Flokkar fá umboð sitt frá fólkinu en ekki einhverjum öðrum. Aldraðir verða bara að meta það hvaða aðferðir þjóna best hagsmunum þeirra.
Þeir einu sem geta virkilega hótað öðrum með framboði eru nettóskattgreiðendur. Það er fólk á miðjum aldri sem hefur ekki not af skólakerfinu, leikskólum eða heilbrigðiskerfinu. Manni flýgur stundum í hug hver gætir hagsmuna þessa fólks þegar maður heyrir loforðaflauminn þessar vikurnar þar sem velviljað fólk segist ætla að gera allt fyrir alla en bara hraðar, betur og oftar en gert hefur verið til þessa. Það er afar lítið rætt um kostnaðin eða hvernig á að fjármagna veisluna sem verið er að bjóða til. Menn eru sammála um ákveðin grundvallaratriði í velferðarkerfinu en spurningin snýst fyrst og fremst um hve langt á að ganga í að teygja það út yfir allt og alla og fjármagna það með skattfé almennings. Í Svíþjóð, sem er reyndar eitt að mestu skattpíningarlöndum í Evrópu, eru til samtök skattgreiðenda sem halda úti vefsíðunni www.skattbetalarna.se.
Enn ein skýrslan var birt í gær um launamyun kynjanna. maður skilur minna og minna í þessum málum því fleiri skýrslur sem gerðar eru. Hamarð var á að launamunur kynjanna værei mesturá Íslandi af Evrópulöndum. Launamunur kynjanna er síðan minnstur í Evrópu í Miðjarðarhafslöndum. Þar er ummönnun aldraðra og sjúklinga unnin án launa af heimavinnandi konum. Þær er þá einfaldlega ekki taldar með. Þegar ég vann í frystihúsinu á Patró árið 1970 var fyrir hendi launamunur kynjanna. Konur sem unnu við úrskurð voru á lægri launataxta en kallinn sem brýndi hnífana. Þessu bar breytt í næstu kjarasamningum. Nú er verið að tala um að "karlastéttir" séu með hærri laun en "kvennastéttir". Er það launamunur kynjanna? Af hverju fara konur þá ekki á sjóinn, taka meirapróf og keyra vörubíla, vinna á gröfum og jarðýtum, fara í iðnskólann og vinna síðan við húsasmíðar, múrverk, járnsmíði og pípulagnir o.s.frv. o.s.frv.? Launatöflur stétta eru ákveðnar í kjarasamningum. Þær eru ekki ákvarðaðar af ríkinu. Einstaklingi er í sjálfsvald sett um hvaða vinnu hann sækir. Menn skapa sér síðan nokkuð sína stöðu á vinnumarkaði. Þetta er kannski nokkur einfölduð röksemdafærsla en mér finnst umræðan um launamun kynjanna vera yfirleitt á það lágu plani að þetta er ekki vitlausari sjónarmið en hvað annað. I mínum huga er launamunur kynjanna það ef einstaklingur sem vinnur sömu vinnu og annar einstaklingur af öðru kyni er með lægri laun en hinn einstaklingurinn fyrir sama vinnutíma. Flóknara er það ekki.
Orkukökur löbarlarssons eru skuggalega góðar með Bónusmúslí sem basefni. Setti einnig smávegis af söxuðum döðlum út í þær. Maður getur varla hætt að smakka.
miðvikudagur, maí 17, 2006
Gerði energikakor löbararsons í gærkvöldi. Þær verða góðar í Odense. Uppskriftin er sem hér segir: Ein eining sýróp, ein eining sykur og ein eining rjómi. Eining getur t.d. verið 3 dl. Þessu er öllu hellt í pott og látið krauma í allt að hálftíma þannig að það sé orðið karamellulegt. Á meðan þessi metall kraumar þá eru mældar sjö einingar af haframjöli í skál. Nú notaði ég reyndar Bónus múslí í stað haframjöls samkvæmt ábendingu Halldórs. Smá salti er stráð yfir því maður notar þetta gjarna þegar saltútfeling er mikil. Síðan er karamellulíminu hellt yfir mjöðið/múslið og hrært vel saman. Að þessu loknu er kökkurinn lagður laglega í lengjur á plötu sem smjörpappír hefur verið lagður yfir. Lengjurnar eru þjappaðar vel með hnúfum sem eru bleyttir öðru hverju í vatni. Þetta er svo látið kólna, skorið í hentuga bita og geymt í frysti. Ég borðaði ársgamlar kökur í þingvallavatnshlaupinu um daginn og voru þær eins og nýjar. Þetta er ekki síðra en rándýrir orkubitar sem maður kaupir úti í búð en miklu ódýrara. Löparlarsson hefur notað þessa uppskrift í róðrartúr yfir Atlandshafið, og á hlaupum milli Spörtu og Aþenu svo dæm séu nefnd. Slóðin hans er www.loparlarsson.se.
Hlustaði í gær á viðtal við aðstoðarrektorinn á Bifröst þar sem var verið að tala við hann um hvort það væri siðferðilega rétt af blaða- og fréttamönnum að leika í auglýsingum fyrirtækja. Þessi umræða kom líklega til í framhaldi af Landsbankaauglýsingunni um úrvaldsdeildina í knattspyrnu. Rektorinn taldi ekki að það hefði nein áhrif á trúverðugleika þeirra og lagði fréttamenn í þessu efni að jöfnu við leikara. Leikarar væru gjarna að tala inn á auglýsingar og þyrftu síðan að koma fram af trúverðugleika sem mismunandi persónur í leikhúsum. Ég verð að segja að ég skil ekki svona lagað. Að þessi maður skuli vera næstæðsti stjórnandi menntastofnunar og fyrrverandi alþingismaður(að vísu sem varamaður sem datt inn og datt svo út aftur). Hvernig getur það farið saman að fréttamaður sé einn daginn á kaupi hjá einhverju fyrirtæki við að leika í auglýsingu eða tala inn á auglýsingar sem eiga að stuðla að framgangi fyrirtækisins og síðan daginn eftir að fjalla um sama fyrirtækið á gagnrýnan og krefjandi hátt. Ég ætla að vona að það sjái flestir að þetta gengur ekki upp. Fréttakonan sem talaði við aðstoðarrektorinn var ekki sammála honum og gekk á hann með frekari skýringar sem voru vitaskuld ekki til. Mér leiðst alltaf að hlusta á vitleysu í útvarpinu.
Útstrikanir í kosningum hafa aðeins komið til umræðu síðustu daga. Þær hafa ekkert að segja. Að telja fóki trú um að útstrikanir skipti einhverju máli er einfaldlega rangt.
Það er einhver Ágústa Eva í Grikklandi sem var lasin í gær samkvæmt kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. það hefur alveg fariðp fram hjá mér hvaða manneskja þetta er. Það hefur hins vegar verið fimbulfambað fram og til baka um Silvíu Nótt sem virðist varla vita hvort hún sé eða sé ekki. Mér sýnist að ýmsir séu loks að átta sig á því að dramb er falli næst.
Hlustaði í gær á viðtal við aðstoðarrektorinn á Bifröst þar sem var verið að tala við hann um hvort það væri siðferðilega rétt af blaða- og fréttamönnum að leika í auglýsingum fyrirtækja. Þessi umræða kom líklega til í framhaldi af Landsbankaauglýsingunni um úrvaldsdeildina í knattspyrnu. Rektorinn taldi ekki að það hefði nein áhrif á trúverðugleika þeirra og lagði fréttamenn í þessu efni að jöfnu við leikara. Leikarar væru gjarna að tala inn á auglýsingar og þyrftu síðan að koma fram af trúverðugleika sem mismunandi persónur í leikhúsum. Ég verð að segja að ég skil ekki svona lagað. Að þessi maður skuli vera næstæðsti stjórnandi menntastofnunar og fyrrverandi alþingismaður(að vísu sem varamaður sem datt inn og datt svo út aftur). Hvernig getur það farið saman að fréttamaður sé einn daginn á kaupi hjá einhverju fyrirtæki við að leika í auglýsingu eða tala inn á auglýsingar sem eiga að stuðla að framgangi fyrirtækisins og síðan daginn eftir að fjalla um sama fyrirtækið á gagnrýnan og krefjandi hátt. Ég ætla að vona að það sjái flestir að þetta gengur ekki upp. Fréttakonan sem talaði við aðstoðarrektorinn var ekki sammála honum og gekk á hann með frekari skýringar sem voru vitaskuld ekki til. Mér leiðst alltaf að hlusta á vitleysu í útvarpinu.
Útstrikanir í kosningum hafa aðeins komið til umræðu síðustu daga. Þær hafa ekkert að segja. Að telja fóki trú um að útstrikanir skipti einhverju máli er einfaldlega rangt.
Það er einhver Ágústa Eva í Grikklandi sem var lasin í gær samkvæmt kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. það hefur alveg fariðp fram hjá mér hvaða manneskja þetta er. Það hefur hins vegar verið fimbulfambað fram og til baka um Silvíu Nótt sem virðist varla vita hvort hún sé eða sé ekki. Mér sýnist að ýmsir séu loks að átta sig á því að dramb er falli næst.
þriðjudagur, maí 16, 2006
Hvíld í dag eftir góða helgi. Ég held að ökklinn hafi haft mjög gott af góðum hlaupum á laugardag og sunnudag því ég held að þetta sé allt eins og það á að vera. Gerði ekki sérstaklega mikið í dag. Keypti mér þó stækkara á linsuna sem ég fékk í vetur. Þetta er 1.4 stækkari sem bætir verulega við linsuna án þess að draga úr gæðum hennar. Fór í kvöld vestur á Nes til að skoða fuglalífið. Það var að falla út svo fjaran var ekki eins skemmtileg eins og þegar útfallið er.
Aðeins um mál dagsins. Maður lendir ekki í því að keyra fullur eða undir áhrifum áfengis. Það er meðvituð ákvörðun. Maður lendir hins vegar í árekstri eða lendir í því að vera tekinn af löggunni. Þegar maður sem hefur verið tekinn fyrir ölvum við akstur segist ekki hafa lent í þessu áður þá verður manni fyrst fyrir að hugsa hvort hann hafi keyrt drukkinn áður en ekki lent í því að vera tekinn. Nú er farið að klifa á því að menn axli ábyrgð. Ætli frasinn um að einn eða annar sé maður að meiri verði ekki dreginn fram í dagsljósið innan tíðar?
Manni sýnist hið svokallaða grín í Grikklandi vera að snúast upp í andhverfu sína. Þetta er orðið pínlegt. Ætli liðið sé orðið svo sjálfhvert að því finnist í raun og veru að það sé heimsfrægt og leikurinn sé þannig kominn á auto. Það er nefnilega stutt á milli gríns og kjánaháttar.
Blikarnir unnu Val í kvöld. Það er ekki margt sem fer eftir bókinni á þessum síðustu dögum.
Aðeins um mál dagsins. Maður lendir ekki í því að keyra fullur eða undir áhrifum áfengis. Það er meðvituð ákvörðun. Maður lendir hins vegar í árekstri eða lendir í því að vera tekinn af löggunni. Þegar maður sem hefur verið tekinn fyrir ölvum við akstur segist ekki hafa lent í þessu áður þá verður manni fyrst fyrir að hugsa hvort hann hafi keyrt drukkinn áður en ekki lent í því að vera tekinn. Nú er farið að klifa á því að menn axli ábyrgð. Ætli frasinn um að einn eða annar sé maður að meiri verði ekki dreginn fram í dagsljósið innan tíðar?
Manni sýnist hið svokallaða grín í Grikklandi vera að snúast upp í andhverfu sína. Þetta er orðið pínlegt. Ætli liðið sé orðið svo sjálfhvert að því finnist í raun og veru að það sé heimsfrægt og leikurinn sé þannig kominn á auto. Það er nefnilega stutt á milli gríns og kjánaháttar.
Blikarnir unnu Val í kvöld. Það er ekki margt sem fer eftir bókinni á þessum síðustu dögum.
mánudagur, maí 15, 2006
Hélt af stað á tíunda tímanum niður í Laugar. Þar voru vinir Gullu mættir og nokkrir í stuttbuxum. veðrið var afar gott og farið að verða sumarlegt. Haldið var eftir ýmsum krókaleiðum inn í Elliðaárdal, þaðan út Fossvog og síðan niður í Laugar. Samtals gerði dagurinn 23 km. Leiðin frá Elliðaárdalnum og niður í Laugar var hlaupin á góðum hraða eða á ca 4.20 - 4.40. Það er alltaf gagnlegt að hlaupa með sér hraðari mönnum, það setur ákveðna pressu á mann. Löppin var góð og ég held að hún hafi bara skánað við hlaupin. Veðrið var eins og best var á kosið. Þetta var síðasta langa æfingin fyrir Odense en eitthvað verður nú reynt að baxa þar til haldið verður út.
Deildin byrjaði svo í dag. Fylkir mætti í Fossvoginn. Aðstæður voru eins og best gat verið, sól, hlýtt, logn og full stúka af fólki. Það gerast ekki margir vellir betri en Víkingsvöllurinn hérlendis við svona aðstæður. Leikurinn var jafn framan af en í byrjun fyrri hálfleiks sótti Víkingur mun meir og voru til alls líklegir. Þá skoraði Fylkir eins og skrattinn úr sauðarleggnum og síðan aftur, bæði skiptin úr föstum leikatriðum þar sem styrkur Víkinga í varnarleiknum á að vera hvað mestur. Svona fór þetta en það var huggun harmi gegn að önnur úrslit voru einnig dálítið óvænt. Ég heyrði fyrr um daginn einhvern fréttamann vera að tala um leik KR og FH. Hann sagði að FH hefði Grettistak á KRingum. Svona er það þegar farið er að klæmast með orðtök. Menn hafa ekki Grettistak á einum eða neinum, heldur hreðjatak. Menn lyfta Grettistaki ef þeir ná miklum árangri í einhverju. Það hefur t.d. verið lyft Grettistaki hjá FH í fótboltanum á liðnum árum. Ég get hins vegar skýrt út hvað hreðjar eru ef einhver skyldi ekki skilja það og þá einnig hvað það er sem gerir hreðjatak öflugara öðrum tökum.
Setti myndir af leiknum inn á síðuna undir Nýtt myndaalbúm.
Deildin byrjaði svo í dag. Fylkir mætti í Fossvoginn. Aðstæður voru eins og best gat verið, sól, hlýtt, logn og full stúka af fólki. Það gerast ekki margir vellir betri en Víkingsvöllurinn hérlendis við svona aðstæður. Leikurinn var jafn framan af en í byrjun fyrri hálfleiks sótti Víkingur mun meir og voru til alls líklegir. Þá skoraði Fylkir eins og skrattinn úr sauðarleggnum og síðan aftur, bæði skiptin úr föstum leikatriðum þar sem styrkur Víkinga í varnarleiknum á að vera hvað mestur. Svona fór þetta en það var huggun harmi gegn að önnur úrslit voru einnig dálítið óvænt. Ég heyrði fyrr um daginn einhvern fréttamann vera að tala um leik KR og FH. Hann sagði að FH hefði Grettistak á KRingum. Svona er það þegar farið er að klæmast með orðtök. Menn hafa ekki Grettistak á einum eða neinum, heldur hreðjatak. Menn lyfta Grettistaki ef þeir ná miklum árangri í einhverju. Það hefur t.d. verið lyft Grettistaki hjá FH í fótboltanum á liðnum árum. Ég get hins vegar skýrt út hvað hreðjar eru ef einhver skyldi ekki skilja það og þá einnig hvað það er sem gerir hreðjatak öflugara öðrum tökum.
Setti myndir af leiknum inn á síðuna undir Nýtt myndaalbúm.
laugardagur, maí 13, 2006
Fór af stað kl. 8.00 og hitti Halldór við brúna. Við fórum sem leið lá inn í Elliðaárdal og síðan Seltjarnarneshringinn vestur á bílastæði og svo heim. Hringurinn geri 33 km hjá mér. Við reyndum að hlaupa frekar hægt en það ekk illa, maður er fastur í heldur hröðum gír. Hittum fólk sem var að undirbúa Neshlaupið en við vorum heldur snemma á ferðinni. Svipuðust um eftir kríum og sáum tvær. Sumarið er komið. Skoðuðum einnig gerfigrasvöll þerra Gróttumanna. Það ganga heldur hraðar framkvæmdir þarna heldur en hjá Rvkborg í Víkinni. Þar örlar ekki á einu eða neinu heldur virðist allt vera fast.
Í fyrra þegar ég var sem pirraðastur yfir sjálfumglaða liðinu sem fór í Eurovision og var ekkert nema montið þegar það kom heim með öngulinn í rassinum þá taldi ég líklegt að næst yrði einhver sendur út í íslenskum búning. Það gekk eftir. Fríkið mætti í heimasaumuðum skautbúning út í flugvél. Það má segja að það sé kannski eins gott að fullyrða við allt og alla að maður sé bestur eins og gert er í ár af fulltrúa Íslands heldur en eins og í fyrra að vera viss um það fyrirfram að vera bestur og neita síðan allt að því að viðurkenna staðreyndir þegar mjög fáir eru sammála því mati. Það er ekki alltaf mikill munur á þvi hvernig sjálfumgleðin birtist. Það sem maður sér utan úr Grikklandi er náttúrulega eitthvað freakshow. Það má vera að einhver hafi gaman af þessu eða að það fái menn til að gleyma minnimáttarkenndinni sem blundar með svo mörgum vegna þess hve þjóðin er fámennari en aðrar, en ekki hrífur þetta mig. Maður heyrir svo oft sagt þegar frægt fólk kemur til landsins, hvort heldur er um að ræða kvikmyndaleikstjóra eða tónlistarmenn, að mönnum finnst gott hve þetta sé venjulegt fólk og laust við alla stjórnustæla. Svo sendum við svona frík út í heim og teljum okkur trú um að öðrum finnist þetta sniðugt.
Í fyrra þegar ég var sem pirraðastur yfir sjálfumglaða liðinu sem fór í Eurovision og var ekkert nema montið þegar það kom heim með öngulinn í rassinum þá taldi ég líklegt að næst yrði einhver sendur út í íslenskum búning. Það gekk eftir. Fríkið mætti í heimasaumuðum skautbúning út í flugvél. Það má segja að það sé kannski eins gott að fullyrða við allt og alla að maður sé bestur eins og gert er í ár af fulltrúa Íslands heldur en eins og í fyrra að vera viss um það fyrirfram að vera bestur og neita síðan allt að því að viðurkenna staðreyndir þegar mjög fáir eru sammála því mati. Það er ekki alltaf mikill munur á þvi hvernig sjálfumgleðin birtist. Það sem maður sér utan úr Grikklandi er náttúrulega eitthvað freakshow. Það má vera að einhver hafi gaman af þessu eða að það fái menn til að gleyma minnimáttarkenndinni sem blundar með svo mörgum vegna þess hve þjóðin er fámennari en aðrar, en ekki hrífur þetta mig. Maður heyrir svo oft sagt þegar frægt fólk kemur til landsins, hvort heldur er um að ræða kvikmyndaleikstjóra eða tónlistarmenn, að mönnum finnst gott hve þetta sé venjulegt fólk og laust við alla stjórnustæla. Svo sendum við svona frík út í heim og teljum okkur trú um að öðrum finnist þetta sniðugt.
föstudagur, maí 12, 2006
Tók góðan hring í morgun. Það er frískandi að fara út í morgunsvalann þegar veðrið er eins gott og raun ber vitni þessa dagana.
Maður veltir stundum fyrir sér ábyrgð fjölmiðla. Nýlega var umfangsmikil umfjöllun í Kompás þeirra 365 manna um innbrot í heimahús og þann djöfulskap sem þeim fylgja. Tekin voru viðtöl við fólk sem höfðu orðið fyrir þessari lífsreynslu og voru lýsingar þeirra sjaldnast fallegar á aðkomu og eftirköstum svona verknaða. Inn á milli voru síðan viðtöl við fulltrúa Securitas og Öryggismiðstöðvarinnar um hvernig ætti að varast innbrot, hvaða þjónusta væri í boði og svo farmvegis. Krakkarnir horfðu á þetta og voru dálítið andaktug yfir því hvaða ógnir væru til staðar út í hinum grimma heimi. Þeim fannst náttúrulega sjálfsagt að gera allar þær öryggisráðstafanir sem minnst var á í umfjölluninni. Ég er ekki að gera lítið úr því að fólk geri ákveðnar öryggisráðstafanir en mer finnst það skipta dálitlu máli í þessu sambandi að það er sami eignaraðili að Stöð 2 og Securitas. Stöð tvö er þannig notuð til að byggja upp þörfina fyrir því að fólk telji nauðsynlegt að gera allskonar öryggisráðstafanir og síðan tekur Stöðin viðtal við Securitas mann um hvaðs é til ráða að bægja þessari ógn frá sér og fyrir tilviljun eru þessi tvö fyrirtæki í eigu sama aðila. Þetta er ekki nógu sniðugt.
Mér finnst forsvarsmenn Baugs hafa tapað ákveðnum styrjöldum í áróðursstríðinu að undanförnu. Í ljós er komið að dylgjur þeirra um að Þórhallur eða Jóhanna hefðu farið í siglingu á hinum umræadda bát Víking eru tilhæfulausar. Kristján var vel undirbúinn í viðtalinu við Gest Jónsson og Gestur mátti gæta sín. Mér finnst hins vegar ánægjulegt að Baugur hafi hagnast vel í London. Þeir eiga þá líklega fyrir sektunum í næstu Gumball ferð.
Fór í hraðbanka á Réttarholtsveginum í morgun upp úr átta. Í gamla Íslandsbankahúsnæðinu stóð stúlka fyrir innan gluggan og bar sig illa. Hún hafði verið að skúra og hafði læstst inni í forstofunni og hafði verið þar á annan klukkutíma. Hún var bæði lykla- og símalaus. Nokkur umferð hafði verið fyrir framan eins og gengur en einhvern veginn hafði enginn veitt henni athygli. Hringdi á Securitas !! og þeir lofuðu að koma og losa hana úr prísundinni. Talaði við kallinn í sjoppunni við hliðina og bað hann að fylgjast með að henni yrði hleypt út. Í ljós kom að hann vissi af stelpunni en hafði ekki mjög miklar áhyggjur af henni. Það hlyti fólk að koma til vinnu þarna innan skamms. Hvað ef tannlæknirinn á stofunni sem er í þessu húsnæði væri nú veikur eða í fríi til mánaðamóta?
Maður veltir stundum fyrir sér ábyrgð fjölmiðla. Nýlega var umfangsmikil umfjöllun í Kompás þeirra 365 manna um innbrot í heimahús og þann djöfulskap sem þeim fylgja. Tekin voru viðtöl við fólk sem höfðu orðið fyrir þessari lífsreynslu og voru lýsingar þeirra sjaldnast fallegar á aðkomu og eftirköstum svona verknaða. Inn á milli voru síðan viðtöl við fulltrúa Securitas og Öryggismiðstöðvarinnar um hvernig ætti að varast innbrot, hvaða þjónusta væri í boði og svo farmvegis. Krakkarnir horfðu á þetta og voru dálítið andaktug yfir því hvaða ógnir væru til staðar út í hinum grimma heimi. Þeim fannst náttúrulega sjálfsagt að gera allar þær öryggisráðstafanir sem minnst var á í umfjölluninni. Ég er ekki að gera lítið úr því að fólk geri ákveðnar öryggisráðstafanir en mer finnst það skipta dálitlu máli í þessu sambandi að það er sami eignaraðili að Stöð 2 og Securitas. Stöð tvö er þannig notuð til að byggja upp þörfina fyrir því að fólk telji nauðsynlegt að gera allskonar öryggisráðstafanir og síðan tekur Stöðin viðtal við Securitas mann um hvaðs é til ráða að bægja þessari ógn frá sér og fyrir tilviljun eru þessi tvö fyrirtæki í eigu sama aðila. Þetta er ekki nógu sniðugt.
Mér finnst forsvarsmenn Baugs hafa tapað ákveðnum styrjöldum í áróðursstríðinu að undanförnu. Í ljós er komið að dylgjur þeirra um að Þórhallur eða Jóhanna hefðu farið í siglingu á hinum umræadda bát Víking eru tilhæfulausar. Kristján var vel undirbúinn í viðtalinu við Gest Jónsson og Gestur mátti gæta sín. Mér finnst hins vegar ánægjulegt að Baugur hafi hagnast vel í London. Þeir eiga þá líklega fyrir sektunum í næstu Gumball ferð.
Fór í hraðbanka á Réttarholtsveginum í morgun upp úr átta. Í gamla Íslandsbankahúsnæðinu stóð stúlka fyrir innan gluggan og bar sig illa. Hún hafði verið að skúra og hafði læstst inni í forstofunni og hafði verið þar á annan klukkutíma. Hún var bæði lykla- og símalaus. Nokkur umferð hafði verið fyrir framan eins og gengur en einhvern veginn hafði enginn veitt henni athygli. Hringdi á Securitas !! og þeir lofuðu að koma og losa hana úr prísundinni. Talaði við kallinn í sjoppunni við hliðina og bað hann að fylgjast með að henni yrði hleypt út. Í ljós kom að hann vissi af stelpunni en hafði ekki mjög miklar áhyggjur af henni. Það hlyti fólk að koma til vinnu þarna innan skamms. Hvað ef tannlæknirinn á stofunni sem er í þessu húsnæði væri nú veikur eða í fríi til mánaðamóta?
fimmtudagur, maí 11, 2006
Fór út í morgun upp úr sex. Tók léttan hring í hverfinu. Allt er eins og það á að sér að vera og maður getur ekki verið annað en bjartsýnn fyrir Odense. Það fer þó eftir ýmsu. Löng hlaup þurfa skipulagningu öðru frekar, það þarf að halda höfðinu köldu og halda sinni eigin áætlun en ekki láta aðra hleypa manni upp í fremri hluta hlaupsins.
Ég hef verið að lesa frásagnir af 24 tíma hlaupi sem haldið var á Borgundarhólmi um síðustu helgi. Það voru rúmnlega 30 manns sem voru skráðir til leiks og allir fengu skráningu að leiðarlokum en sumir heltust ansi fljótt úr lestinni. Alls náðu 13 manns að hlaupa lengra en 150 km á 24 tímum. Lengst komst norslur læknir en hann hljóp 207 kílómetra og varð þar með áttundi norðmaðurinn til að fara lengra en 200 km á 24 klst. Á danskri spjallsíðu sér maður að margir fóru of hratt af stað og lentu síðan í vandræðum eftir 11 - 13 klst þegar mjólkursýran fór að fylla fæturna. Maginn plagaði aðra og einn þurfti t.d. að hætta eftir 96 km og 11 klst eftir að hann hafði verið ælandi um nokkra hríð og hélt engu niðri. Enn einn sem hafði æft mjög vel og m.a. hlaupið um 200 km á viku undanfarna 4 - 5 mán og ætlaði að kíla á það í hlaupinu varð að hætta vegna meiðsla (líklega álagsmeiðsla). Norðmaðurinn sem sigraði fór hins vegar rólega af stað og vann sig jafnt og þétt upp í gegnum hlaupið og endaði 12 km á undan næsta manni. Gurli Hansen sem ég hitti á Borgundarhólmi fyrir tveimur árum hljóp 129 km.
Fat man walking. Þið sem hafið horft á sjónvarpið í gærkvöldi hafið væntanlega séð Fat Man koma í mark í New York í gær. Hann var þunglyndur offitusjúklingur á vesturströnd Bandaríkjanna og vóg um 180 kg fyrir ári síðan. Dag einn í fyrra fór hann út í göngutúr og hélt austur á bóginn. Rúmu ári síðar hafði hann gengið þvert yfir Bandaríkin, var fimmtíu kílóum léttari og orðinn nokkurskonar þjóðhetja. Þetta er ekki spurning um hvað þú getur heldur hvað þú vilt.
Ég hef verið að lesa frásagnir af 24 tíma hlaupi sem haldið var á Borgundarhólmi um síðustu helgi. Það voru rúmnlega 30 manns sem voru skráðir til leiks og allir fengu skráningu að leiðarlokum en sumir heltust ansi fljótt úr lestinni. Alls náðu 13 manns að hlaupa lengra en 150 km á 24 tímum. Lengst komst norslur læknir en hann hljóp 207 kílómetra og varð þar með áttundi norðmaðurinn til að fara lengra en 200 km á 24 klst. Á danskri spjallsíðu sér maður að margir fóru of hratt af stað og lentu síðan í vandræðum eftir 11 - 13 klst þegar mjólkursýran fór að fylla fæturna. Maginn plagaði aðra og einn þurfti t.d. að hætta eftir 96 km og 11 klst eftir að hann hafði verið ælandi um nokkra hríð og hélt engu niðri. Enn einn sem hafði æft mjög vel og m.a. hlaupið um 200 km á viku undanfarna 4 - 5 mán og ætlaði að kíla á það í hlaupinu varð að hætta vegna meiðsla (líklega álagsmeiðsla). Norðmaðurinn sem sigraði fór hins vegar rólega af stað og vann sig jafnt og þétt upp í gegnum hlaupið og endaði 12 km á undan næsta manni. Gurli Hansen sem ég hitti á Borgundarhólmi fyrir tveimur árum hljóp 129 km.
Fat man walking. Þið sem hafið horft á sjónvarpið í gærkvöldi hafið væntanlega séð Fat Man koma í mark í New York í gær. Hann var þunglyndur offitusjúklingur á vesturströnd Bandaríkjanna og vóg um 180 kg fyrir ári síðan. Dag einn í fyrra fór hann út í göngutúr og hélt austur á bóginn. Rúmu ári síðar hafði hann gengið þvert yfir Bandaríkin, var fimmtíu kílóum léttari og orðinn nokkurskonar þjóðhetja. Þetta er ekki spurning um hvað þú getur heldur hvað þú vilt.
miðvikudagur, maí 10, 2006
Það var ekki annað hægt í gær en að fara út að hlaupa. Í stuttbuxum og hlýrabol var hverfishringurinn tekinn til að prufukeyra fótinn. Allt í sómanum og eins og best verður á kosið. Þetta hefur þá bara verið smá bólguskot eins og sagt er um aðra og verri bólgu sem er farin á láta kræla á sér og ég er ekki viss um að takist að lækna með pensímnuddi.
Það var ágæt grein eftir Carl Eiríksson í Fréttablaðinu í morgun. Hann fer yfir hvernig íbúð breyttist bókaskáp og nokkrar bækur hér á árum áður. Fólk sem er undir þrítugu gerir sér varla grein fyrir þessum tímum þegar græddur er geymdur eyrir var eitt mesta öfugmæli sem hægt var að hugsa sér. Þegar fréttamenn hamast á stjórnmálamönnum og þráspyrja "Á ekki að hækka launin?" verður manni hugsað til fyrri tíma þegar launin hækkuðu og hækkuðu en kaupmátturinn minnkaði og minnkaði. Stjórnmálaóvitringar (þetta er ekki innsláttarvilla) þeirra tíma fullyrtu að taumlausar launahækkanir væru ekki verðbólguvaldur heldur væri einungis verið að leiðrétta gegn verðhækkunum. Launahækkanir væru því afleiðing en ekki orsök. "Dettur ykkur í hug að það sé hægt að láta vextina elta verðbólguna?" sagði einn.
Ég var einu sinni á fundi vestur á Snæfellsnesi, líklega árið 1977 eða fyrir tæpum 30 árum síðan. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra var frummælandi og fjallaði um landsins gagn og nauðsynjar. Þar talaði meðal annars Björn á Kóngsbakka. Hann kvað vel í veiði að hafa dómsmálaráðherrann á fundinum því hann sagðist hafa verið rændur. Hann hefði fyrir nokkrum árum selt sjö kýr og lagt andvirði þeirra inn á bankabók. Nýlega hefði hann tekið peningana út af bókinni og ætlað að kaupa sér kýr að nýju. Þá bar svo við að hann gat einungis fengið sem svaraði sjö nýfæddum kálfum fyrir kýrverðin sjö. Hann sagðist hreinlega hafa verið rændur og leitaði ráða hjá dómsmálaráðherra. Fátt var um svör hjá Ólafi sem kannski var eðlilegt, svona var þjóðfélagið svona á þessum árum. Ólafur hafði síðan frumkvæði að Ólafslögunum nokkrum árum síðar sem fólu í sér upptöku verðtryggingu lána.
Hart er sótt að Tony Blair í kjölfar afhroðs flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi nýverið. Manni dettur í hug hvort álíka umræða komi upp í kjölfar sveitarstjórnarkosninga hérlendis. Maður sér ekki annað en Framsóknarflokkurinn eigi mjög undir högg að sækja í flestum stærri kjördæmum landsins (að Ísafirði undanskyldum) samkvæmt skoðanakönnunum. Vitaskuld á að spyrja að leikslokum en það er allt í lagi að velta fyrir sér stöðu mála ef annar ríkisstjórnarflokkurinn bætir verulega við sig í sveitarstjórnarkosningum en hinn tapar verulegu fylgi. Hverra er ábyrgðin?
Það var ágæt grein eftir Carl Eiríksson í Fréttablaðinu í morgun. Hann fer yfir hvernig íbúð breyttist bókaskáp og nokkrar bækur hér á árum áður. Fólk sem er undir þrítugu gerir sér varla grein fyrir þessum tímum þegar græddur er geymdur eyrir var eitt mesta öfugmæli sem hægt var að hugsa sér. Þegar fréttamenn hamast á stjórnmálamönnum og þráspyrja "Á ekki að hækka launin?" verður manni hugsað til fyrri tíma þegar launin hækkuðu og hækkuðu en kaupmátturinn minnkaði og minnkaði. Stjórnmálaóvitringar (þetta er ekki innsláttarvilla) þeirra tíma fullyrtu að taumlausar launahækkanir væru ekki verðbólguvaldur heldur væri einungis verið að leiðrétta gegn verðhækkunum. Launahækkanir væru því afleiðing en ekki orsök. "Dettur ykkur í hug að það sé hægt að láta vextina elta verðbólguna?" sagði einn.
Ég var einu sinni á fundi vestur á Snæfellsnesi, líklega árið 1977 eða fyrir tæpum 30 árum síðan. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra var frummælandi og fjallaði um landsins gagn og nauðsynjar. Þar talaði meðal annars Björn á Kóngsbakka. Hann kvað vel í veiði að hafa dómsmálaráðherrann á fundinum því hann sagðist hafa verið rændur. Hann hefði fyrir nokkrum árum selt sjö kýr og lagt andvirði þeirra inn á bankabók. Nýlega hefði hann tekið peningana út af bókinni og ætlað að kaupa sér kýr að nýju. Þá bar svo við að hann gat einungis fengið sem svaraði sjö nýfæddum kálfum fyrir kýrverðin sjö. Hann sagðist hreinlega hafa verið rændur og leitaði ráða hjá dómsmálaráðherra. Fátt var um svör hjá Ólafi sem kannski var eðlilegt, svona var þjóðfélagið svona á þessum árum. Ólafur hafði síðan frumkvæði að Ólafslögunum nokkrum árum síðar sem fólu í sér upptöku verðtryggingu lána.
Hart er sótt að Tony Blair í kjölfar afhroðs flokksins í sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi nýverið. Manni dettur í hug hvort álíka umræða komi upp í kjölfar sveitarstjórnarkosninga hérlendis. Maður sér ekki annað en Framsóknarflokkurinn eigi mjög undir högg að sækja í flestum stærri kjördæmum landsins (að Ísafirði undanskyldum) samkvæmt skoðanakönnunum. Vitaskuld á að spyrja að leikslokum en það er allt í lagi að velta fyrir sér stöðu mála ef annar ríkisstjórnarflokkurinn bætir verulega við sig í sveitarstjórnarkosningum en hinn tapar verulegu fylgi. Hverra er ábyrgðin?
þriðjudagur, maí 09, 2006
Nú er allt að gera sig með löppina. Maður er hættur að taka eftir að eitthvað sé öðruvísi í henni en á að vera. Hvort það sé pensíminu að þakka veit ég ekki en hún fór að snarlagast eftir að ég fór að nudda hana tvisvar á dag með pensími.
Horfði á Kastljós að hluta til í gær. Hraustlega gert hjá þeim að varpa sér svona inn í umræðuna. Viðbrögðin létu ekki á sér standa eins og við var að búast. Í ljós kemur að það er ekki sama Jón og séra Jón. Jón Ásgeir segist eiga rétt á að mál hans séu rekin fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum. Þetta segir maðurinn sem á og fjármagnar DV. Hann ber því ábyrgð á DV og ritstjórnarstefnu blaðsins frá því hann eignaðist það. DV fjalaði mjög berort um marga einstaklinga. Oft á réttmætan hátt en einnig oft á mjög rangan hátt. Þá var ekki spurt að því hvort einstaklingurinn ætti rétt eða ekki rétt heldur var keyrt eftir kennisetningunni; Sekur uns sakleysi sannast. Svo kemur aðaleigandi blaðsins og segist hafa einhvern rétt á að það sé ekki fjallað um hann og málaferli gegn honum í fjölmiðlum. Heyr á endemi.
Horfði á Kastljós að hluta til í gær. Hraustlega gert hjá þeim að varpa sér svona inn í umræðuna. Viðbrögðin létu ekki á sér standa eins og við var að búast. Í ljós kemur að það er ekki sama Jón og séra Jón. Jón Ásgeir segist eiga rétt á að mál hans séu rekin fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum. Þetta segir maðurinn sem á og fjármagnar DV. Hann ber því ábyrgð á DV og ritstjórnarstefnu blaðsins frá því hann eignaðist það. DV fjalaði mjög berort um marga einstaklinga. Oft á réttmætan hátt en einnig oft á mjög rangan hátt. Þá var ekki spurt að því hvort einstaklingurinn ætti rétt eða ekki rétt heldur var keyrt eftir kennisetningunni; Sekur uns sakleysi sannast. Svo kemur aðaleigandi blaðsins og segist hafa einhvern rétt á að það sé ekki fjallað um hann og málaferli gegn honum í fjölmiðlum. Heyr á endemi.
mánudagur, maí 08, 2006
Fór út á laugardagsmorguninn um kl. 8.00 til móts við Halldór. Hittumst við göngubrúna um héldum hefðbundna leið fyrir Kársnes. Hittum Stefán Örn á léttu rennsli þar en hann er farinn að æfa stíft fyrir grænlandsferð sumarsins. Við Halldór fórum sem leið lá upp í Elliðaárdal, ég sneri við á stíflunni og tók svona 18 km en Halldór fór allan Poweratehringinn og hefur líklega farið vel yfir 30 km. Ég var svolítið aumur í hægri öklanum en þa versnaði ekkert við hlaupið heldur er á réttu róli. Fór því ekkert að haupa í gær því það er betra að láta þetta jafna sig. Nudda hásinina a.m.k. tvisvar á deg með pensími, sem er hreint undraefni fyrir margra hluta sakir. Í blíðunni í gær vorum við nokkrir að stilla upp spjöldum á Víkingsvellinum og ég horfði í leiðinni með öðru auganu á Maríu og stöllur hennar spila við Þróttarstelpurnar á vellinum við hliðina. Þær spiluðu vel og sigruðu verðskuldað 3 - 0. Svo var hreinsað til á pallinum og farnar tvær ferðir í Sorpu með drasl. Það er kominn sá tími að nú verður ekki undan vikist lengur. Veðrið var emð eindæmum og ekki er það síðra í dag.
Það er kominn ákveðinn fiðringur við tilhugsunina að það fari að styttast í fyrsta alvöru leik sumarsins. Hann verður á sunnudaginn kemur en þá kemur Fylkir í heimsókn.
Á Borgunarhólmi var þreytt um helgina 24 tíma, 12 tíma og 6 tíma hlaup. Sá sem hljóp lengst í 24 tíma hlaupi fór yfir 200 km. Við í UMFR36 ætlum að byrja með 6 tíma hlaup í haust en ég spáí því að það líði ekki langur tími þar til við verðum farin að fara allar þessar tímalengdir. Hlaupið á Borgundarhólmi er þreytt á ca 1,5 km löngum hring.
Greip ofan í nýtt helgarblað DV íbúð í gær. Útgáfudögum var fækkað um 5 í viku hverri svo nú kemur bara út eitt þykkt helgarblað. Ekki leist mér á forsíðuna sem var dæmigerð fyrir hið svokallaða sorgarklám. Ég fletti á bls tvö og þar var frétt um að "Tinna og Egill eiga von á barnabarni": Þá lokaði ég blaðinu og skilaði því. Hvaða fréttamennska er þetta? Til hvers er verið að gefa út blað sem hefur ekki neitt að segja? Það hvarflaði að mér að kannski hefði átt að fækka útgáfudögunum um sex fyrst að byrjað var á að skera niður útgáfuna á annað borð.
Fór á laugardaginn upp í Perlu á ferðamálasýningu Vestfirðinga. Það var virkilega gaman að fara þarna í gegn, bæði með það fyrir augum að skoða það sem Vestfirðingar höfðu fram að færa en einnig og ekki síður að hitta fólk sem maður hafði margt hvað ekki séð árum saman. Það er verið að vinna gott starf að kynningarmálum fyrir vestan og gaman að sjá hvað margir öflugir sprotar eru að spretta upp úr því starfi.
Það er kominn ákveðinn fiðringur við tilhugsunina að það fari að styttast í fyrsta alvöru leik sumarsins. Hann verður á sunnudaginn kemur en þá kemur Fylkir í heimsókn.
Á Borgunarhólmi var þreytt um helgina 24 tíma, 12 tíma og 6 tíma hlaup. Sá sem hljóp lengst í 24 tíma hlaupi fór yfir 200 km. Við í UMFR36 ætlum að byrja með 6 tíma hlaup í haust en ég spáí því að það líði ekki langur tími þar til við verðum farin að fara allar þessar tímalengdir. Hlaupið á Borgundarhólmi er þreytt á ca 1,5 km löngum hring.
Greip ofan í nýtt helgarblað DV íbúð í gær. Útgáfudögum var fækkað um 5 í viku hverri svo nú kemur bara út eitt þykkt helgarblað. Ekki leist mér á forsíðuna sem var dæmigerð fyrir hið svokallaða sorgarklám. Ég fletti á bls tvö og þar var frétt um að "Tinna og Egill eiga von á barnabarni": Þá lokaði ég blaðinu og skilaði því. Hvaða fréttamennska er þetta? Til hvers er verið að gefa út blað sem hefur ekki neitt að segja? Það hvarflaði að mér að kannski hefði átt að fækka útgáfudögunum um sex fyrst að byrjað var á að skera niður útgáfuna á annað borð.
Fór á laugardaginn upp í Perlu á ferðamálasýningu Vestfirðinga. Það var virkilega gaman að fara þarna í gegn, bæði með það fyrir augum að skoða það sem Vestfirðingar höfðu fram að færa en einnig og ekki síður að hitta fólk sem maður hafði margt hvað ekki séð árum saman. Það er verið að vinna gott starf að kynningarmálum fyrir vestan og gaman að sjá hvað margir öflugir sprotar eru að spretta upp úr því starfi.
föstudagur, maí 05, 2006
Það heyrist heldur lítið af fuglaflensunni þessa dagana. Svanurinn sem var á leið til Íslands samkvæmt glöggum fjölmiðlamönnum en fannst dauður við Skotlandsstrendur olli því að það var sett á viðbúnaðarstig tvö hérlendis. Samkvæmt viðbúnaðarstigi tvö eiga allir alifuglar að vera birgðir inni. Vanræki menn þær skyldur sínar þá liggur við allt að árs fangelsi. Ég geri ráð fyrir að lögreglan sé á útkíkki um sveitir landsins gagnvart því að það séu hvergi alifuglar undir berum himni og dragi bændur í steininn ef þeir hafa ekki farið að fyrirmælum samkvæmt viðbúnaðarstigi tvö. Hvað eru alifuglar og hvað ekki? Eru fuglar húsdýragarðsins alifuglar? Ég fer þar stundum fram hjá og sé ekki að neitt hafi breyst. Þeir baða sig í tjörninni og eru að spássera á flötinni eins og ekkert hafi í skorist. Einn morguninn hjólaði ég þar í gegn og sá dularfullt grænhöfðapar vera að stjákla fyrir utan girðinguna og bra bra hvert við annað með erlendum hreim. Það getur varla vitað á gott. Ég heyrði í fréttum nýlega sagt frá erindi fuglafræðings sem lét hafa það eftir sér að umræðan um fuglaflensuna væri fyrir löngu komin út í tómt rugl og vitleysu. Það var mikið að það talar einhver af viti. Samkvæmt mogganum í morgun hafa 18 kínverjar smitast af fuglaflensu og 12 látist. Það ku hinsvegar búa vel á annan milljarð manna í Kína.
Feministafélagið bregður ekki vana sínum. Nú síðast sá ég viðtal við einhverja talskonu þess í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum þar sem hún var að fordæma það að konur vildu megra sig. Það var helst að sjá að umræða um megrun væri komin frá hinum svarta sjálfum in general í hennar augum. Nú er það alveg rétt að umræða um megrun getur gengið allt of langt, ungar stúlkur geta leiðst út í mikil vandræði þegar þær hafa fyrirmyndir tískublaðanna fyrir augunum þar sem er ekki grammi of mikið á skrokknum og svo framvegis. Einnig er auglýsingamennskan um ýmsa megrunarkúra á þann veg að oft er hún bara tómt skrum og kjaftæði. En síðan er hin hliðin. Það er erfitt og óheilsusamlegt að vera of feitur. Það á bæði við konur og karla. Það getur einnig haft áhrif á andlega líðan fólks. Talskonan sagði hins vegar að það væri konum eðlilegt að vera feitar og þannig ættu þær bara að vera. Punkt slut. Skynsamlegar leiðbeiningar um breyttar áherslur í mataræði í bland við hóflega hreyfingu hefur gjörbreytt lífi margra einstaklinga. Sjálftraustið eykst þegar kílóunum fækkar og þau nálgast það sem eðlilegt er, heilsan batnar og lífsgleðin almennt. Öfgarnar eru hins vegar jafnslæmar, sama úr hvrri áttinni þær koma. Á það jafnt við um skrum auglýsingamennslunnar og þröngsýni talskonu feminstafélagsins.
Feministafélagið bregður ekki vana sínum. Nú síðast sá ég viðtal við einhverja talskonu þess í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum þar sem hún var að fordæma það að konur vildu megra sig. Það var helst að sjá að umræða um megrun væri komin frá hinum svarta sjálfum in general í hennar augum. Nú er það alveg rétt að umræða um megrun getur gengið allt of langt, ungar stúlkur geta leiðst út í mikil vandræði þegar þær hafa fyrirmyndir tískublaðanna fyrir augunum þar sem er ekki grammi of mikið á skrokknum og svo framvegis. Einnig er auglýsingamennskan um ýmsa megrunarkúra á þann veg að oft er hún bara tómt skrum og kjaftæði. En síðan er hin hliðin. Það er erfitt og óheilsusamlegt að vera of feitur. Það á bæði við konur og karla. Það getur einnig haft áhrif á andlega líðan fólks. Talskonan sagði hins vegar að það væri konum eðlilegt að vera feitar og þannig ættu þær bara að vera. Punkt slut. Skynsamlegar leiðbeiningar um breyttar áherslur í mataræði í bland við hóflega hreyfingu hefur gjörbreytt lífi margra einstaklinga. Sjálftraustið eykst þegar kílóunum fækkar og þau nálgast það sem eðlilegt er, heilsan batnar og lífsgleðin almennt. Öfgarnar eru hins vegar jafnslæmar, sama úr hvrri áttinni þær koma. Á það jafnt við um skrum auglýsingamennslunnar og þröngsýni talskonu feminstafélagsins.
fimmtudagur, maí 04, 2006
Við vorum að ræða um sögu Þingvallavatnshlaupsins á laugardaginn var. Það mundi enginn nákvæmlega hvernær það byrjaði. Ágúst Kvaran hefur haldið utan um sögu hlaupsins á heimasíðu sinni. Fyrsta hlaupið var haldið árið 1997 og þá voru hlaupnir 50 km. Síðan smá lengdist það eftir því sem mönnum óx ásmegin og náði loks 70 km árið 2002. Ekkert var hlaupið árið 2003 en árið 2004 var lengsta hlaupið farið þegar við Pétur og Svanur hlupum suður fyrir fellið við Írafoss (héldum inn eftir afleggjaranum) í stað þess að fara eftir þjóðveginum. Þá var hlaupið líklega um 74 km. Þá þótti nóg komið í lengingum og síðustu tvö árin hefur það staðnæmst í 71 km og verður líklega svo áfram. Hlaupið hefur einu sinni fallið niður eða árið 2003.
Ágúst Kvaran, Sigurður Gunnsteinsson, Svanur Bragason og Halldór Guðmundsson hafa allir hlaupið sex sinnum, ég hef hlaupið það þrisvar, Haraldur Júl tvisvar og aðrir einu sinni. Þingvallavatnshlaupið er nokkursskonar fullnaðarpróf fyrir götuhlaup sem eru lengri en maraþon sem gott er að þreyta áður en í alvöruna er komið. Fyrst og fremst er verið að venja fólk við að hlaupa í 7 - 8 klst. Vitaskuld hafa margir hlaupið Laugaveginn an þess að hafa farið í svona hlaup áður en það reynir meir á fæturna og hugann að hlaupa löng götuhlaup heldur en löng trailhlaup.
Þingstaðahlaupið er annað gott félagshlaup af svipuðum toga. Þá er lagt af stað frá kirkjudyrum á Þingvallakirkjunni og hlaupið sem leið liggur yfir Mosfellsheiðina til Reykjavíkur og að dyrum alþingishússins. Það er um 55 km langt og hefur verið hlaupið á góðum laugardegi um mánaðamótin september/október.
Ágúst Kvaran, Sigurður Gunnsteinsson, Svanur Bragason og Halldór Guðmundsson hafa allir hlaupið sex sinnum, ég hef hlaupið það þrisvar, Haraldur Júl tvisvar og aðrir einu sinni. Þingvallavatnshlaupið er nokkursskonar fullnaðarpróf fyrir götuhlaup sem eru lengri en maraþon sem gott er að þreyta áður en í alvöruna er komið. Fyrst og fremst er verið að venja fólk við að hlaupa í 7 - 8 klst. Vitaskuld hafa margir hlaupið Laugaveginn an þess að hafa farið í svona hlaup áður en það reynir meir á fæturna og hugann að hlaupa löng götuhlaup heldur en löng trailhlaup.
Þingstaðahlaupið er annað gott félagshlaup af svipuðum toga. Þá er lagt af stað frá kirkjudyrum á Þingvallakirkjunni og hlaupið sem leið liggur yfir Mosfellsheiðina til Reykjavíkur og að dyrum alþingishússins. Það er um 55 km langt og hefur verið hlaupið á góðum laugardegi um mánaðamótin september/október.
miðvikudagur, maí 03, 2006
Ég er að jafna mig í fætinum og vona að bólgan hverfi innan tíðar. Ætla að taka það rólega þessa viku því maður hefur svo oft sagt við aðra að maður verði að hlusta á skrokkinn.
Fékk eintak af Marathon & Beyond í gær. Þar er meðal annars frásögn af þátttöku bandarískrar konu í WS í fyrra, Hún þurfti að gefast upp á mílu 70 (ca). Þá afhenti hún næsta hlaupara armbandið sitt og bað um að því yrði komið til skila á næstu drykkjarstöð og gekk út úr stígnum í myrkrinu og upp á þjóðveg. Þegar maður les frásögnina þá var rótin að erfiðleikum hennar að því mér virðist fyrst og fremst skortur á nógu markvissum undirbúningi og skipulagningu í hlaupinu.
Á Robinson Flat (24 mílur) var hún orðin blaut í fæturna og varð vesen að finna handa henni sokka. Hún hafði greinilega göslast áfram í bleytunni án þess að hugsa um að reyna að halda sér þurri í fæturna eins og var mjög auðvelt ef maður vildi. Það var hins vegar mjög auðvelt að verða drullublautur mjög fljótt. Þetta hefur vafalaust virkað stressandi og hún jafnvel farið að hlaupa hraðar fyrst á eftir til að vinna upp tapaðan tíma. Þessi kona er grænmetisæta og því gat hún ekki borðað allt sem var á drykkjarstöðvunum og reyndar heldur fátt af því. Því lendir hún tiltölulega snemma í orkuskorti og magavandræðum þar sem hún gat ekki innbyrt það prótein sem í boði var. Scott Jurek er einnig grænmetisæta en hann hleypur hraðast af öllum svo það er ekkert vandamál að vera grænmetisæta í svona löngum hlaupum. Hún hefði sem best getað sent út sínar vistir á drykkjarstöðvarnar og haft nóg að borða alla leiðina ef hún hefði hugsað um það fyrir fram. Þar var ekki gert og því fór sem fór. Í Michican Bluff (55 mílur) var reynt að þeysa út í næstu búð til að kaupa grænmetisborgara en þá var maginn kominn í herping og mótþróa. Svona sögur eru fyrst og fremst til að læra af þeim því það eru mistökin sem skila meiri þekkingu heldur en þegar allt gengur vel. Umrædd kona hefur síðan í WS klárað 100 mílna hlaup með glans svo þetta var ekki spurning um getu heldur skipulagingu.
Ég verð að segja það að ég sé eftir DV. Blaðið var oft á tíðum nauðsynlegur þáttur í heldur fátæklegri blaðaflóru. Ögrandi og óskammfleilið og varpaði ljósi á ýmislegt sem aðrir fjölmiðlar sinntu ekki en ástæða var til að fjalla um. Sú lína sem ritstjórnin valdi sér er hins vegar vandrötuð. Blaðið fór hins vegar of oft yfir strikið í umfjöllun um persónuleg málefni sem ekki var ástæða til og því byggðist upp gegnum tíðina forakt á því sem náði hámarki í umfjöllun þess um málefni Gísla heitins Hjartarsonar á Ísafirði. Slík blaðamennska sem DV stundaði krefst reyndra blaðamanna sem skynja hvar jafnvægislínan er og hvenær er farið yfir strikið. Ég held að það hafi ekki farið mikið fyrir slíkum blaðamönnum á DV á seinni tímum heldur hafi hópurinn að miklu leyti samanstaðið af sjálfhverfu liði sem hafi haft lítinn skilning á því að hugsa þyrfti um slíka hluti. Þegar ritstjórnarstefnan er "Finnið einhverjar focking fréttir", þá er ekki á góðu von.
Fékk eintak af Marathon & Beyond í gær. Þar er meðal annars frásögn af þátttöku bandarískrar konu í WS í fyrra, Hún þurfti að gefast upp á mílu 70 (ca). Þá afhenti hún næsta hlaupara armbandið sitt og bað um að því yrði komið til skila á næstu drykkjarstöð og gekk út úr stígnum í myrkrinu og upp á þjóðveg. Þegar maður les frásögnina þá var rótin að erfiðleikum hennar að því mér virðist fyrst og fremst skortur á nógu markvissum undirbúningi og skipulagningu í hlaupinu.
Á Robinson Flat (24 mílur) var hún orðin blaut í fæturna og varð vesen að finna handa henni sokka. Hún hafði greinilega göslast áfram í bleytunni án þess að hugsa um að reyna að halda sér þurri í fæturna eins og var mjög auðvelt ef maður vildi. Það var hins vegar mjög auðvelt að verða drullublautur mjög fljótt. Þetta hefur vafalaust virkað stressandi og hún jafnvel farið að hlaupa hraðar fyrst á eftir til að vinna upp tapaðan tíma. Þessi kona er grænmetisæta og því gat hún ekki borðað allt sem var á drykkjarstöðvunum og reyndar heldur fátt af því. Því lendir hún tiltölulega snemma í orkuskorti og magavandræðum þar sem hún gat ekki innbyrt það prótein sem í boði var. Scott Jurek er einnig grænmetisæta en hann hleypur hraðast af öllum svo það er ekkert vandamál að vera grænmetisæta í svona löngum hlaupum. Hún hefði sem best getað sent út sínar vistir á drykkjarstöðvarnar og haft nóg að borða alla leiðina ef hún hefði hugsað um það fyrir fram. Þar var ekki gert og því fór sem fór. Í Michican Bluff (55 mílur) var reynt að þeysa út í næstu búð til að kaupa grænmetisborgara en þá var maginn kominn í herping og mótþróa. Svona sögur eru fyrst og fremst til að læra af þeim því það eru mistökin sem skila meiri þekkingu heldur en þegar allt gengur vel. Umrædd kona hefur síðan í WS klárað 100 mílna hlaup með glans svo þetta var ekki spurning um getu heldur skipulagingu.
Ég verð að segja það að ég sé eftir DV. Blaðið var oft á tíðum nauðsynlegur þáttur í heldur fátæklegri blaðaflóru. Ögrandi og óskammfleilið og varpaði ljósi á ýmislegt sem aðrir fjölmiðlar sinntu ekki en ástæða var til að fjalla um. Sú lína sem ritstjórnin valdi sér er hins vegar vandrötuð. Blaðið fór hins vegar of oft yfir strikið í umfjöllun um persónuleg málefni sem ekki var ástæða til og því byggðist upp gegnum tíðina forakt á því sem náði hámarki í umfjöllun þess um málefni Gísla heitins Hjartarsonar á Ísafirði. Slík blaðamennska sem DV stundaði krefst reyndra blaðamanna sem skynja hvar jafnvægislínan er og hvenær er farið yfir strikið. Ég held að það hafi ekki farið mikið fyrir slíkum blaðamönnum á DV á seinni tímum heldur hafi hópurinn að miklu leyti samanstaðið af sjálfhverfu liði sem hafi haft lítinn skilning á því að hugsa þyrfti um slíka hluti. Þegar ritstjórnarstefnan er "Finnið einhverjar focking fréttir", þá er ekki á góðu von.
þriðjudagur, maí 02, 2006
Fyrsti maí í gær rann hjá við verkefni í eldhúsinu. Ég fann fyrir svolítilli bólgu í hægri öklanum eftir Þingvelli þannig að það var ekkert hlaupið. Ég hef ekki bólgnað svona áður eftir hlaup og fann í sjálfu sér lítið fyrir því á leiðinni. Gæti verið að skórnir hafi verið og harðir, hljóp í trail skóm. Þetta lagast fljótlega.
Heldur fannst mér stemmingin vera dempuð á 1. maí. Það að áherslumál dagsins væri staða fatlaðra, öryrkja og erlends vinnuafls leiddi hugann að því hver ættu að vera baráttumál á svona dögum miðað við ástand og horfur í samfélaginu í dag. Baráttumálin voru einnig hér á árum áður oft á tíðum alls ekki almennu launafólki í hag þegar markmiðin voru að knýja fram meiri launahækkanir til að halda í við dýrtíðina sem gerðu ekkert frekar en að magna dýrtíðina og verðbólguna en bættu hag almennings ekkert nema síður var. Það var svolítið í takt við þetta að á þessum degi skuli vera opnað fyrir frjálsa för vinnuafls landa á milli innan EES svæðisins. Ríkisstjórn Íslands sá ekki ástæðu til að óska eftir lengri fresti á því eins og ýmsar aðrar ríkisstjórnir nálægra landa hafa gert. Við erum líklega svo vel í stakk búin til að taka á móti því fólki sem er að leita að vinnu og betri hag. Þeir se horfðu á myndina Lilja 4ever á föstudaginn gátu fengið aðeins innsýn í við hvaða aðstæður það fólk býr sem er að leita að betri aðstæðum og hver viðmiðunin er.
Ég greip í bresk blöð úti í London um daginn. Þar á meðal sá ég umfjöllun í Evening Standard um fjölgun pólverja á breskum vinnumarkaði. Það eru ca 200.000 pólverjar starfandi í Englandi samkvæmt ágiskunum en enginn veit það í raun og veru. Margir vinna svart og eru hvergi skráðir. Það vita allir hvernig staðpa þess fólks er gagnvart tryggingamálum og heilsugæslu ef eitthvað kemur upp á. Í umfjölluninni kom fram að aðkoma þessa fólk að bresku atvinnulífi hefði aukið þjóðarhag og hagvöxt. Þetta var tekið upp í íslenskum fjölmiðlum. Það sem kom aftur á móti ekki fram í umfjöllun íslensku fjölmiðlanna um áhrif af opnun á innflutning erlends vinnuafls á breskt atvinnulíf var að viðmælendur blaðsins ES voru yfir sig ánægðir með þetta fólk. Það sætti sig við að vinna í hvaða drullu og skít sem væri og gerði bara engar kröfur. Þetta væri alveg frábært vinnuafl sérstaklea vegna þessara kosta. Það er þetta sem kölluð eru félagleg undirboð. Ég sé að ýmsir forystumenn verkalýðsfélaga hafa af þessu áhyggjur og að það á þennan hátt verði grafið undan þeim réttindum sem íslenskt verkafólk hefur áunnið sér gegnum áratugina með oft á tíðum harðri baráttu. Þegar menn fara að tala um þessi mál og hafa áhyggjur af þróuninni þá er bara galað að menn séu á móti útlendingum.
Á hlaupum er margt spjallað. Pétur Franzson sagði mér sögu Rögnvalds Bergþórssonar þegar á undirbúningi Þingvallavatnshlaupsins stóð og á meðan því stóð. Flest okkar sem hafa stundað götuhlaup um nokkurt skeið vita hver Rögnvaldur er. Ég vissi svolítið um hagi hans en það var margt sem ég vissi ekki. Mér fannst frásögn Péturs vera hreint stórkostleg og hvernig líf þessa drengs hefur tekið algerum stakkaskiptum eftir að hann fór að skokka með Pétri fyrir einum 14 árum síðan. Félagslegstaða breyst til betri vegar, lyfjagöf minnkað stórlega, sjálfsöryggi vaxið og þaning mætti vafalaust áfam telja. Hann er nú í maí að fara í sitt 17 maraþon í Kína. Maður veltir fyrir sér í framhaldi af þessu hvort draga mætti úr sívaxandi lyfjagjöf vegna þunglyndis með því að hvertja fólk sem á í erfiðleikum til að fara að hreifa sig skipulega. Að maður tali ekki um fyrirbyggjandi áhrif skokksins á þann hátt að það kemur vafalaust í veg fyrir að einhverjir þurfa ekki að leita sér lækninga vegna þess að þeir hreifa sig reglulega og hafa sín persónulegu markmið.
Heldur fannst mér stemmingin vera dempuð á 1. maí. Það að áherslumál dagsins væri staða fatlaðra, öryrkja og erlends vinnuafls leiddi hugann að því hver ættu að vera baráttumál á svona dögum miðað við ástand og horfur í samfélaginu í dag. Baráttumálin voru einnig hér á árum áður oft á tíðum alls ekki almennu launafólki í hag þegar markmiðin voru að knýja fram meiri launahækkanir til að halda í við dýrtíðina sem gerðu ekkert frekar en að magna dýrtíðina og verðbólguna en bættu hag almennings ekkert nema síður var. Það var svolítið í takt við þetta að á þessum degi skuli vera opnað fyrir frjálsa för vinnuafls landa á milli innan EES svæðisins. Ríkisstjórn Íslands sá ekki ástæðu til að óska eftir lengri fresti á því eins og ýmsar aðrar ríkisstjórnir nálægra landa hafa gert. Við erum líklega svo vel í stakk búin til að taka á móti því fólki sem er að leita að vinnu og betri hag. Þeir se horfðu á myndina Lilja 4ever á föstudaginn gátu fengið aðeins innsýn í við hvaða aðstæður það fólk býr sem er að leita að betri aðstæðum og hver viðmiðunin er.
Ég greip í bresk blöð úti í London um daginn. Þar á meðal sá ég umfjöllun í Evening Standard um fjölgun pólverja á breskum vinnumarkaði. Það eru ca 200.000 pólverjar starfandi í Englandi samkvæmt ágiskunum en enginn veit það í raun og veru. Margir vinna svart og eru hvergi skráðir. Það vita allir hvernig staðpa þess fólks er gagnvart tryggingamálum og heilsugæslu ef eitthvað kemur upp á. Í umfjölluninni kom fram að aðkoma þessa fólk að bresku atvinnulífi hefði aukið þjóðarhag og hagvöxt. Þetta var tekið upp í íslenskum fjölmiðlum. Það sem kom aftur á móti ekki fram í umfjöllun íslensku fjölmiðlanna um áhrif af opnun á innflutning erlends vinnuafls á breskt atvinnulíf var að viðmælendur blaðsins ES voru yfir sig ánægðir með þetta fólk. Það sætti sig við að vinna í hvaða drullu og skít sem væri og gerði bara engar kröfur. Þetta væri alveg frábært vinnuafl sérstaklea vegna þessara kosta. Það er þetta sem kölluð eru félagleg undirboð. Ég sé að ýmsir forystumenn verkalýðsfélaga hafa af þessu áhyggjur og að það á þennan hátt verði grafið undan þeim réttindum sem íslenskt verkafólk hefur áunnið sér gegnum áratugina með oft á tíðum harðri baráttu. Þegar menn fara að tala um þessi mál og hafa áhyggjur af þróuninni þá er bara galað að menn séu á móti útlendingum.
Á hlaupum er margt spjallað. Pétur Franzson sagði mér sögu Rögnvalds Bergþórssonar þegar á undirbúningi Þingvallavatnshlaupsins stóð og á meðan því stóð. Flest okkar sem hafa stundað götuhlaup um nokkurt skeið vita hver Rögnvaldur er. Ég vissi svolítið um hagi hans en það var margt sem ég vissi ekki. Mér fannst frásögn Péturs vera hreint stórkostleg og hvernig líf þessa drengs hefur tekið algerum stakkaskiptum eftir að hann fór að skokka með Pétri fyrir einum 14 árum síðan. Félagslegstaða breyst til betri vegar, lyfjagöf minnkað stórlega, sjálfsöryggi vaxið og þaning mætti vafalaust áfam telja. Hann er nú í maí að fara í sitt 17 maraþon í Kína. Maður veltir fyrir sér í framhaldi af þessu hvort draga mætti úr sívaxandi lyfjagjöf vegna þunglyndis með því að hvertja fólk sem á í erfiðleikum til að fara að hreifa sig skipulega. Að maður tali ekki um fyrirbyggjandi áhrif skokksins á þann hátt að það kemur vafalaust í veg fyrir að einhverjir þurfa ekki að leita sér lækninga vegna þess að þeir hreifa sig reglulega og hafa sín persónulegu markmið.
mánudagur, maí 01, 2006
Þingvallavatnshlaupið var í gær. Við Halldór ókum saman austur og vorum komnir að Nesjavöllum um 8.40. Á Miklubrautinni beint fyrir neðan headquarters UMFR36 voru 5 lögreglubílar með blikkandi á götunni svo og svartur fólksbíll, vandlega innpakkaður í netgirðingu sem hafði verið reist milli akreinanna en hafði nú fengið nýtt hlutverk. Djúp hjólför á grasgeiranum sýndu að kannski hafði verið of hratt ekið. Lapplandsfararnir fjórir. Pétur, Ellert, Elín og Gunnar komu rétt á eftir okkur austur og við gerðum okkur klár. Ég hafði nokkrar áhyggjur af veðrinu því það hafði verið spáð allhvössu og rigningu. Við lögðum af stað 8.52 og nákvæmlega um leið og við tókum fyrsta skrefið þá fór að rigna. Rigningin og vindurinn var heldur í bakið á leiðinni upp að þjónustumiðstöðinni við Þingvöll. Kristján í Laugaskokki ók með okkur frá byrjun og létti það mikið á farangrinum því gert var ráð fyrir að hafa heldur meiri farangur með en venjulega vegna veðurútlitsins. Þegar við vorum komin upp á afleggjara kom Eiður Aðalgeirsson og ók hann með okkur það sem eftir var. Skömmu síðan kom Ingólfur Arnarson og hljóp með okkur allnokkurn spöl. Rigningin var fljótt verulega mikil og urðu allir fljótt gegndrepa en það vildi til að frekar var hlýtt í veðri. Þegar komið er að brúnni við þjónustumiðstöðina er tekin aukaslaufa upp eftir Uxahryggjaveginum fram hjá Skógarhólum og inn að Bolabás þar sem hlaupið er umhverfis stöng sem stendur þar í vegkantinum. Þetta er um 5 km samtals sem er nauðsynlegt til að hlaupið sé meir en 70 km.
Við skutumst aðeins inn í þjónustumiðstöðina til að vinda úr sokkum og hella úr skónum en annars var ekkert að gera annað en að halda áfram. Veðrið fór versnandi og var manni hætt að lítast á blikuna. Þá fóru þeir Kristján og Eiður að aka á hlaupahraða til að brjóta vindinn og veita hlaupurunum skjól fyrir rigningu og hvassviðri sem var beint í fangið mestan partinn niður að Írafossstöðinni eða um 26 km leið. Reyndar harðneitaði Halldór allri slíkri aðstoð. Við áttum nesti á 35 km og aftur á 48 km. Það var gott að geta bætt á drykkjarflöskur og fengið nesti að maula. Rétt í þann mund sem komið var að Írafosstöðinni stytti upp og varð hlýtt og þægilegt veður það sem eftir var en nokkuð stíf gola. Hundarnir sem hótuðu að éta okkur Halldór í fyrra voru bundnir heim við hús í ár en það heyrðist að þeir létu ófriðlega í keðjunum. Þegar þarna var komið höfðu fleiri fylgdarmenn bæst í hópinn og var það giska fríður flokkur sem fylgdi hlaupurunum síðustu 15 - 20 km eða svo, bæði akandi og hjólandi. Það var mjög gaman að fá stuðning frá félögunum og er vonandi að einhverjir eigi eftir að skokka þennan hring en fái þá aðeins betra veður en við fengum í gær. Það bjargaði miklu að það var heldur hlýtt í veðri þannig að manni kólnaði ekki svo mikið eins og hefði getað orðið.
Við komum að Nesjavöllum eftir um 8 klst hlaup sem er heldur lengri tími en fyrri ár. Mig minnir að við höfum verið um 7.15 í fyrra enda veðrið þá miklu betra svo ólíku er saman að jafna. Lapplandsfarar voru léttir á fæti og skokkuðu þetta kátir í bragði. Þau eru greinilega vel æfð og þrælsterk og verður gaman að fylgjast með hverrnig þeim gengur eftir tvo mánuði. Elín Reed er fyrsta konan sem hleypur þetta hlaup og er henni óskað sérstaklega til hamingju með það. Hún gaf öðrum ekki eftir nema síður væri.
Á Nesjavöllum fengum við aðstöðu til að fara í sturtu og svo var tekinn smá tími í heitapottinum. Allir voru kátir með daginn að leiðarlokum enda þótt það hafi ekki verið mjög gaman þegar rigndi sem mest og vindurinn blés sem harðast í fangið á manni. Þetta gleymist hins vegar mjög fljótt þegar allt gengur upp.
Ég ók síðan sem leið lá undir kvöldið austur á Skeið þar sem gamlir skólafélagar voru saman komnir til að gleðjast á 35 ára útskriftarafmæli og rifja upp gamlar minningar. Þar var dvalið við borðhald, spjall og samsöng langt fram á nótt og ekki farið að sofa fyrr en löngu eftir það sem kallaður er venjulegur svefntími. Það er gaman að hitta gamla félaga, suma hafði ég ekki séð síðan á skólaslitum. Einn þekkti ég ekki alveg strax, sá hafði haft fagurt hár og vöxtulegt skegg á skólaárum. Nú voru hvoru tveggja þessi kennileiti á bak og burt og við hvað á maður þá að miða?
Við skutumst aðeins inn í þjónustumiðstöðina til að vinda úr sokkum og hella úr skónum en annars var ekkert að gera annað en að halda áfram. Veðrið fór versnandi og var manni hætt að lítast á blikuna. Þá fóru þeir Kristján og Eiður að aka á hlaupahraða til að brjóta vindinn og veita hlaupurunum skjól fyrir rigningu og hvassviðri sem var beint í fangið mestan partinn niður að Írafossstöðinni eða um 26 km leið. Reyndar harðneitaði Halldór allri slíkri aðstoð. Við áttum nesti á 35 km og aftur á 48 km. Það var gott að geta bætt á drykkjarflöskur og fengið nesti að maula. Rétt í þann mund sem komið var að Írafosstöðinni stytti upp og varð hlýtt og þægilegt veður það sem eftir var en nokkuð stíf gola. Hundarnir sem hótuðu að éta okkur Halldór í fyrra voru bundnir heim við hús í ár en það heyrðist að þeir létu ófriðlega í keðjunum. Þegar þarna var komið höfðu fleiri fylgdarmenn bæst í hópinn og var það giska fríður flokkur sem fylgdi hlaupurunum síðustu 15 - 20 km eða svo, bæði akandi og hjólandi. Það var mjög gaman að fá stuðning frá félögunum og er vonandi að einhverjir eigi eftir að skokka þennan hring en fái þá aðeins betra veður en við fengum í gær. Það bjargaði miklu að það var heldur hlýtt í veðri þannig að manni kólnaði ekki svo mikið eins og hefði getað orðið.
Við komum að Nesjavöllum eftir um 8 klst hlaup sem er heldur lengri tími en fyrri ár. Mig minnir að við höfum verið um 7.15 í fyrra enda veðrið þá miklu betra svo ólíku er saman að jafna. Lapplandsfarar voru léttir á fæti og skokkuðu þetta kátir í bragði. Þau eru greinilega vel æfð og þrælsterk og verður gaman að fylgjast með hverrnig þeim gengur eftir tvo mánuði. Elín Reed er fyrsta konan sem hleypur þetta hlaup og er henni óskað sérstaklega til hamingju með það. Hún gaf öðrum ekki eftir nema síður væri.
Á Nesjavöllum fengum við aðstöðu til að fara í sturtu og svo var tekinn smá tími í heitapottinum. Allir voru kátir með daginn að leiðarlokum enda þótt það hafi ekki verið mjög gaman þegar rigndi sem mest og vindurinn blés sem harðast í fangið á manni. Þetta gleymist hins vegar mjög fljótt þegar allt gengur upp.
Ég ók síðan sem leið lá undir kvöldið austur á Skeið þar sem gamlir skólafélagar voru saman komnir til að gleðjast á 35 ára útskriftarafmæli og rifja upp gamlar minningar. Þar var dvalið við borðhald, spjall og samsöng langt fram á nótt og ekki farið að sofa fyrr en löngu eftir það sem kallaður er venjulegur svefntími. Það er gaman að hitta gamla félaga, suma hafði ég ekki séð síðan á skólaslitum. Einn þekkti ég ekki alveg strax, sá hafði haft fagurt hár og vöxtulegt skegg á skólaárum. Nú voru hvoru tveggja þessi kennileiti á bak og burt og við hvað á maður þá að miða?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)