Við vorum að ræða um sögu Þingvallavatnshlaupsins á laugardaginn var. Það mundi enginn nákvæmlega hvernær það byrjaði. Ágúst Kvaran hefur haldið utan um sögu hlaupsins á heimasíðu sinni. Fyrsta hlaupið var haldið árið 1997 og þá voru hlaupnir 50 km. Síðan smá lengdist það eftir því sem mönnum óx ásmegin og náði loks 70 km árið 2002. Ekkert var hlaupið árið 2003 en árið 2004 var lengsta hlaupið farið þegar við Pétur og Svanur hlupum suður fyrir fellið við Írafoss (héldum inn eftir afleggjaranum) í stað þess að fara eftir þjóðveginum. Þá var hlaupið líklega um 74 km. Þá þótti nóg komið í lengingum og síðustu tvö árin hefur það staðnæmst í 71 km og verður líklega svo áfram. Hlaupið hefur einu sinni fallið niður eða árið 2003.
Ágúst Kvaran, Sigurður Gunnsteinsson, Svanur Bragason og Halldór Guðmundsson hafa allir hlaupið sex sinnum, ég hef hlaupið það þrisvar, Haraldur Júl tvisvar og aðrir einu sinni. Þingvallavatnshlaupið er nokkursskonar fullnaðarpróf fyrir götuhlaup sem eru lengri en maraþon sem gott er að þreyta áður en í alvöruna er komið. Fyrst og fremst er verið að venja fólk við að hlaupa í 7 - 8 klst. Vitaskuld hafa margir hlaupið Laugaveginn an þess að hafa farið í svona hlaup áður en það reynir meir á fæturna og hugann að hlaupa löng götuhlaup heldur en löng trailhlaup.
Þingstaðahlaupið er annað gott félagshlaup af svipuðum toga. Þá er lagt af stað frá kirkjudyrum á Þingvallakirkjunni og hlaupið sem leið liggur yfir Mosfellsheiðina til Reykjavíkur og að dyrum alþingishússins. Það er um 55 km langt og hefur verið hlaupið á góðum laugardegi um mánaðamótin september/október.
fimmtudagur, maí 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli