þriðjudagur, maí 02, 2006

Fyrsti maí í gær rann hjá við verkefni í eldhúsinu. Ég fann fyrir svolítilli bólgu í hægri öklanum eftir Þingvelli þannig að það var ekkert hlaupið. Ég hef ekki bólgnað svona áður eftir hlaup og fann í sjálfu sér lítið fyrir því á leiðinni. Gæti verið að skórnir hafi verið og harðir, hljóp í trail skóm. Þetta lagast fljótlega.

Heldur fannst mér stemmingin vera dempuð á 1. maí. Það að áherslumál dagsins væri staða fatlaðra, öryrkja og erlends vinnuafls leiddi hugann að því hver ættu að vera baráttumál á svona dögum miðað við ástand og horfur í samfélaginu í dag. Baráttumálin voru einnig hér á árum áður oft á tíðum alls ekki almennu launafólki í hag þegar markmiðin voru að knýja fram meiri launahækkanir til að halda í við dýrtíðina sem gerðu ekkert frekar en að magna dýrtíðina og verðbólguna en bættu hag almennings ekkert nema síður var. Það var svolítið í takt við þetta að á þessum degi skuli vera opnað fyrir frjálsa för vinnuafls landa á milli innan EES svæðisins. Ríkisstjórn Íslands sá ekki ástæðu til að óska eftir lengri fresti á því eins og ýmsar aðrar ríkisstjórnir nálægra landa hafa gert. Við erum líklega svo vel í stakk búin til að taka á móti því fólki sem er að leita að vinnu og betri hag. Þeir se horfðu á myndina Lilja 4ever á föstudaginn gátu fengið aðeins innsýn í við hvaða aðstæður það fólk býr sem er að leita að betri aðstæðum og hver viðmiðunin er.

Ég greip í bresk blöð úti í London um daginn. Þar á meðal sá ég umfjöllun í Evening Standard um fjölgun pólverja á breskum vinnumarkaði. Það eru ca 200.000 pólverjar starfandi í Englandi samkvæmt ágiskunum en enginn veit það í raun og veru. Margir vinna svart og eru hvergi skráðir. Það vita allir hvernig staðpa þess fólks er gagnvart tryggingamálum og heilsugæslu ef eitthvað kemur upp á. Í umfjölluninni kom fram að aðkoma þessa fólk að bresku atvinnulífi hefði aukið þjóðarhag og hagvöxt. Þetta var tekið upp í íslenskum fjölmiðlum. Það sem kom aftur á móti ekki fram í umfjöllun íslensku fjölmiðlanna um áhrif af opnun á innflutning erlends vinnuafls á breskt atvinnulíf var að viðmælendur blaðsins ES voru yfir sig ánægðir með þetta fólk. Það sætti sig við að vinna í hvaða drullu og skít sem væri og gerði bara engar kröfur. Þetta væri alveg frábært vinnuafl sérstaklea vegna þessara kosta. Það er þetta sem kölluð eru félagleg undirboð. Ég sé að ýmsir forystumenn verkalýðsfélaga hafa af þessu áhyggjur og að það á þennan hátt verði grafið undan þeim réttindum sem íslenskt verkafólk hefur áunnið sér gegnum áratugina með oft á tíðum harðri baráttu. Þegar menn fara að tala um þessi mál og hafa áhyggjur af þróuninni þá er bara galað að menn séu á móti útlendingum.

Á hlaupum er margt spjallað. Pétur Franzson sagði mér sögu Rögnvalds Bergþórssonar þegar á undirbúningi Þingvallavatnshlaupsins stóð og á meðan því stóð. Flest okkar sem hafa stundað götuhlaup um nokkurt skeið vita hver Rögnvaldur er. Ég vissi svolítið um hagi hans en það var margt sem ég vissi ekki. Mér fannst frásögn Péturs vera hreint stórkostleg og hvernig líf þessa drengs hefur tekið algerum stakkaskiptum eftir að hann fór að skokka með Pétri fyrir einum 14 árum síðan. Félagslegstaða breyst til betri vegar, lyfjagöf minnkað stórlega, sjálfsöryggi vaxið og þaning mætti vafalaust áfam telja. Hann er nú í maí að fara í sitt 17 maraþon í Kína. Maður veltir fyrir sér í framhaldi af þessu hvort draga mætti úr sívaxandi lyfjagjöf vegna þunglyndis með því að hvertja fólk sem á í erfiðleikum til að fara að hreifa sig skipulega. Að maður tali ekki um fyrirbyggjandi áhrif skokksins á þann hátt að það kemur vafalaust í veg fyrir að einhverjir þurfa ekki að leita sér lækninga vegna þess að þeir hreifa sig reglulega og hafa sín persónulegu markmið.

Engin ummæli: