föstudagur, maí 19, 2006

Horfði á Eyurovision í gærkvöldi með öðru auganu a meðan ég hafði til matinn. Það var ekki laust við að maður fengi létt sjokk þegar íslenska keppendanum var heilsað með bauli og hann kvaddur á sama hátt af áhorfendum. Slíkt hefur ekki komið fyirr í sögu Eurovision eftir því sem fróðustu menn segja. Slíkt er orðsporið sem þessi hópur hefur uppskorið með dvöl sinni í Grikklandi. Það er þekkt að leiðin milli farsans og fíflagangsins er mjög stutt og það virðist sem svo að menn hafi villst af þeirri leið. Þegar dramd og oflátungsháttur ráða ferðinni þá er ekki á góðu von. Dramb er falli næst segir einhversstaðar. Þulur BBC sagði að hún ætti alveg skilið baulið sem hún fékk. Í útnesjamennsku sinni finnst mörgum þetta fyndið því í hugum þeirra er Ísland best en útlandið ömurlegt. Einhver strákur skrifaði pistil í Blaðið í gær þar sem hann átti ekki orð yfir að lýsa hrifningu sinni á SN og taldi einboðið að Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson færu að viðhafa sama munnsöfnuð á blaðamannafundum fyrir landsleiki. Stoppum aðeins við. Hvað myndum við segja ef erlendir landsliðsmenn myndu segjast sigra íslenska landsliðið með því einu að skíta á völlinn? Ætli við yrðum ekki nokkuð langleit?Ég er ánægður mðe að þetta lið komst ekki lengra. Nóg var nú samt. Svo sér maður haft eftir sjálfskipuðum dómara í blöðunum í morgun að það hafi komist lög áfram som hafi alls ekki átt að komast áfram. So.

Nóg um þetta.
Er að fara vestur á firði svo lítið verður hlaupið á helginni.

Engin ummæli: