Fór af stað kl. 8.00 og hitti Halldór við brúna. Við fórum sem leið lá inn í Elliðaárdal og síðan Seltjarnarneshringinn vestur á bílastæði og svo heim. Hringurinn geri 33 km hjá mér. Við reyndum að hlaupa frekar hægt en það ekk illa, maður er fastur í heldur hröðum gír. Hittum fólk sem var að undirbúa Neshlaupið en við vorum heldur snemma á ferðinni. Svipuðust um eftir kríum og sáum tvær. Sumarið er komið. Skoðuðum einnig gerfigrasvöll þerra Gróttumanna. Það ganga heldur hraðar framkvæmdir þarna heldur en hjá Rvkborg í Víkinni. Þar örlar ekki á einu eða neinu heldur virðist allt vera fast.
Í fyrra þegar ég var sem pirraðastur yfir sjálfumglaða liðinu sem fór í Eurovision og var ekkert nema montið þegar það kom heim með öngulinn í rassinum þá taldi ég líklegt að næst yrði einhver sendur út í íslenskum búning. Það gekk eftir. Fríkið mætti í heimasaumuðum skautbúning út í flugvél. Það má segja að það sé kannski eins gott að fullyrða við allt og alla að maður sé bestur eins og gert er í ár af fulltrúa Íslands heldur en eins og í fyrra að vera viss um það fyrirfram að vera bestur og neita síðan allt að því að viðurkenna staðreyndir þegar mjög fáir eru sammála því mati. Það er ekki alltaf mikill munur á þvi hvernig sjálfumgleðin birtist. Það sem maður sér utan úr Grikklandi er náttúrulega eitthvað freakshow. Það má vera að einhver hafi gaman af þessu eða að það fái menn til að gleyma minnimáttarkenndinni sem blundar með svo mörgum vegna þess hve þjóðin er fámennari en aðrar, en ekki hrífur þetta mig. Maður heyrir svo oft sagt þegar frægt fólk kemur til landsins, hvort heldur er um að ræða kvikmyndaleikstjóra eða tónlistarmenn, að mönnum finnst gott hve þetta sé venjulegt fólk og laust við alla stjórnustæla. Svo sendum við svona frík út í heim og teljum okkur trú um að öðrum finnist þetta sniðugt.
laugardagur, maí 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli