Fór út í morgun upp úr sex. Tók léttan hring í hverfinu. Allt er eins og það á að sér að vera og maður getur ekki verið annað en bjartsýnn fyrir Odense. Það fer þó eftir ýmsu. Löng hlaup þurfa skipulagningu öðru frekar, það þarf að halda höfðinu köldu og halda sinni eigin áætlun en ekki láta aðra hleypa manni upp í fremri hluta hlaupsins.
Ég hef verið að lesa frásagnir af 24 tíma hlaupi sem haldið var á Borgundarhólmi um síðustu helgi. Það voru rúmnlega 30 manns sem voru skráðir til leiks og allir fengu skráningu að leiðarlokum en sumir heltust ansi fljótt úr lestinni. Alls náðu 13 manns að hlaupa lengra en 150 km á 24 tímum. Lengst komst norslur læknir en hann hljóp 207 kílómetra og varð þar með áttundi norðmaðurinn til að fara lengra en 200 km á 24 klst. Á danskri spjallsíðu sér maður að margir fóru of hratt af stað og lentu síðan í vandræðum eftir 11 - 13 klst þegar mjólkursýran fór að fylla fæturna. Maginn plagaði aðra og einn þurfti t.d. að hætta eftir 96 km og 11 klst eftir að hann hafði verið ælandi um nokkra hríð og hélt engu niðri. Enn einn sem hafði æft mjög vel og m.a. hlaupið um 200 km á viku undanfarna 4 - 5 mán og ætlaði að kíla á það í hlaupinu varð að hætta vegna meiðsla (líklega álagsmeiðsla). Norðmaðurinn sem sigraði fór hins vegar rólega af stað og vann sig jafnt og þétt upp í gegnum hlaupið og endaði 12 km á undan næsta manni. Gurli Hansen sem ég hitti á Borgundarhólmi fyrir tveimur árum hljóp 129 km.
Fat man walking. Þið sem hafið horft á sjónvarpið í gærkvöldi hafið væntanlega séð Fat Man koma í mark í New York í gær. Hann var þunglyndur offitusjúklingur á vesturströnd Bandaríkjanna og vóg um 180 kg fyrir ári síðan. Dag einn í fyrra fór hann út í göngutúr og hélt austur á bóginn. Rúmu ári síðar hafði hann gengið þvert yfir Bandaríkin, var fimmtíu kílóum léttari og orðinn nokkurskonar þjóðhetja. Þetta er ekki spurning um hvað þú getur heldur hvað þú vilt.
fimmtudagur, maí 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli