Nú er allt að gera sig með löppina. Maður er hættur að taka eftir að eitthvað sé öðruvísi í henni en á að vera. Hvort það sé pensíminu að þakka veit ég ekki en hún fór að snarlagast eftir að ég fór að nudda hana tvisvar á dag með pensími.
Horfði á Kastljós að hluta til í gær. Hraustlega gert hjá þeim að varpa sér svona inn í umræðuna. Viðbrögðin létu ekki á sér standa eins og við var að búast. Í ljós kemur að það er ekki sama Jón og séra Jón. Jón Ásgeir segist eiga rétt á að mál hans séu rekin fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum. Þetta segir maðurinn sem á og fjármagnar DV. Hann ber því ábyrgð á DV og ritstjórnarstefnu blaðsins frá því hann eignaðist það. DV fjalaði mjög berort um marga einstaklinga. Oft á réttmætan hátt en einnig oft á mjög rangan hátt. Þá var ekki spurt að því hvort einstaklingurinn ætti rétt eða ekki rétt heldur var keyrt eftir kennisetningunni; Sekur uns sakleysi sannast. Svo kemur aðaleigandi blaðsins og segist hafa einhvern rétt á að það sé ekki fjallað um hann og málaferli gegn honum í fjölmiðlum. Heyr á endemi.
þriðjudagur, maí 09, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli