fimmtudagur, maí 25, 2006

Fór út í gær og tók ágætan hring. Það er ágætt að halda sér liðugum fyrir laugardaginn með rólegu skokki.

Spartathlon hefur verið að vefjast fyrir mér um nokkurt skeið. Sú staðreynd varð ljós fyrir nokkru síðan að hlaupið á sér stað á sama tíma og landsfundur Sambands sveitarfélaga verður í lok september. Það er fyrsti landsfundur sambandsins að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Bæði fyrir fundinn og á fundinum mun eiga sér stað mikil umræða um stefnumörkun svetiarstjórnarmanna fyrir kjörtímabilið. Ég get því varla réttlætt það fyrir mér og öðrum að vera ekki á staðnum, sérstaklega þar sem óskað hefur verið eftir því að allir starfsmenn sambandsins verði til staðar og taki ekki frí í þessari viku. Svona er þetta, það verður bara að láta á það reyna hvort tækifæri gefst síðar til að takast á við þettta mikla hlaup. Það á í raun og veru ekkert að vera því til fyrirstöðu ef skrokkurinn verður í lagi á næstu árum eins og hann er í dag. Ef ekki, nú þá það.

Nú er það Odense sem telur. Það verða ekki unnin nein stórvirki þar í þetta sinn, ýmislegt smálegt hefur gert það að verkum að maður hefur ekki náð að vinna sig upp í ákveðinn topp eins og í fyrra en ég held að grunnurinn sé ágætur. Það leiðir kannski hugann að því hvað maður var heppinn á síðasta ári með að allir kubbar féllu á sinn stað og ekkert kom uppá.

Engin ummæli: