Það var áhrifamikil frásögn af aðstæðum heyrnarlausra í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi. Ég sá ekki fyrsta þáttinn en í þeim í gærkvöldi kom meðal annars fram við hvaða aðstæður börninn og foreldrar þerra bjuggu við á þessum tíma. Árið 1964 fæddust um 30 heyrnarlaus börn á landinu vegna rauðuhundafaraldurs sem gekk um landið. Ég man eftir því að á Patró var ein stúlka úr þessum hópi. Það maður kynntist og man er ljóst að skilningsleysið á þeim aðstæðum sem börn með svona fötlun bjuggu við á þessum tíma var töluvert mikið svo ekki sé meira sagt. Það var þó gegnumgangandi í umfjölluninni í gærkvöldi að þeir sem bjuggu við þessa fötlun voru ekki að álasa því fólki sem tók ákvarðanir um þaðs em kerfið áleit að heyrnarlausum börnum væri fyrir bestu heldur var gengið út frá því að það hefði starfað samvæmt bestu vitund. Á sama hátt var það ánægt með þær breytingar og framfarir sem hafa átt sér stað á liðnum áratugum, bæði á möguleikum heyrnarlausra til náms og starfa, aðferðum við kennslu og síðast en ekki síst á viðurkenningu táknmálsins sem tungumáls heyrnarlausra.
Svo var í næsta kafla Kastljóssins viðtal við unga, velklædda og vafalaust vel menntaða konu sem sagði að "það hefði bara ekkert gerst" í jafnréttismálum á liðnum áratugum. Já, einmitt.
Það íþróttafólk sem fær mikla umfjöllun í fjölmiðlum og er þekkt meðal barna og unglinga sökum góðs árangurs á einn eða annan hátt ber mikla ábyrgð á ýmsa lund. Þetta fólk er börnunum yfirleitt hvatning til dáða og notað sem viðmið um hve langt er hægt að ná með ástundun og aga. Því er það fyrirmynd fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk. Það er því krökkunum nokkuð áfall þegar það sér kusk falla á glansmynd þessa fólks sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum. Ég man eftir því hvað strákarnir mínir urðu hissa fyrir nokkrum árum þegar þeir ungir að árum sáu þekktan knattspyrnumann standa útundir vegg á Laugardalsvellinum og kófreykja. Þetta varð þeim hálfgert áfall. Þeir hafa sem betur fer ekki tekið sér hann til fyirrmyndar hvað reykingarnar varðar. Ég minnist á þetta hér vegna þess að á sunnudaginn keppti íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu við það Portúgalska á Laugardalsvellinum. Einn af krökkunum mínum fór á völlinn og átti þar vafalaust ágæta stund. Þó kom hann heim með þær fréttir að rétt fyrir framan hann í stúkunni hefði fyrrverandi landsliðskona úr kvennaknattspyrnunni komið og heilsað upp á aðra þekkta núverandi landsliðskonu íslenska sem reyndar spilaði ekki með landsliðinu að þessu sinni. Sú hefur einnig getið sér gott orð erlendis í fótbolta. Eitt af því fyrsta sem þær gerðu þegar þær hittust í stúkunni var að stinga upp í sig munntóbaki fyrir framan krakkana í stúkunni. Mér finnst þetta óþarfi. Ég geri engan mun á munntóbaki og reykingum hvað ósiðinn varðar. Hvað væri sagt ef þessar sömu konur hefðu setið reykjandi í stúkunni fyrir framan krakkana og horft á stöllur sínar spila á vellinum? Ég veit síðan ekki betur en að það sé ofan á annað bannað að selja munntóbakssnus hérlendis. Einstaklingar sem hafa náð langt í íþróttum og hefur verið hampað mikið af fjölmiðlum verða að gera sér ljósa þá ábyrgð sem þau bera sem fyrirmyndir fyrir börnum og unglingum. Þetta er þykir kannski einhverjum tuð og nöldur en sama er mér, ég er ekki sáttur við þetta.
þriðjudagur, júní 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sæll Gunnlaugur,
hjartanlega er ég sammála þér bæði varðandi aðstæður heyrnarlausra hér fyrir nokkrum áratugum sem og varðandi íþróttakonurnar sem þú ræðir um. Hvað varðar árangurinn í jafnréttisbaráttunni ... það ræðum við betur í kaffistofunni þegar lítið er um að vera ... ;-)
Það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn, sem eiga að vera fyrirmyndir ungra íþróttamanna, skuli leyfa sér að brjóta lög, hvort heldur sem er á almannafæri eða ekki. Ekki bara er þessi árátta að troða uppí sig tóbaki ákaflega ógeðfelld, heldur er hún einfaldlega hættuleg á nákvæmlega sama hátt og reykingar. Svo ekki sé á það minnst að það er einfaldlega ólöglegt að eiga og nota slík efni hér á landi. Fyrirmyndirnar, sem þessir leikmenn hafa verið árum saman að byggja upp með ástundun og að því maður taldi hollu líferni, hverfa fyrir lítið og ég get ekki ímyndað mér að foreldrar geti með góðri samvistu bent börnum sínum á þessar landsliðkonur og sagt þeim að hafa þær sem fyrirmyndir.
Það er spurning um hvað hægt sé að gera. Önnur leikkvennanna sem ég held að þú sért að ræða um hefur lagt landsliðsskóna á hilluna en leikur enn með sínu félagsliði. Hún hefur með því dregið nokkuð úr áhrifum persónu sinnar gagnvart ungu og upprennandi íþróttafólki en hin á sér litlar eða engar málsbætur. Skömm þeirra beggja er mikil en hvað er til ráða?
Samskonar mál kom upp í tengslum við ferð karlalandsliðsins til San Fransisco fyrir nokkrum árum. Þá ályktaði stjórn KSÍ gegn notkun munntóbaks og hvatti landsliðsmenn sína til að forðast þann ósóma. Sá áróður hefur greinilega ekki náð eyrum umræddra leikkvenna þó þær hafi báðar leikið með landsliðinu á þeim tíma.
Í mínum huga þá falla þessir leikmenn í "verði" ef svo má segja. Ég vona bara að börnin þín hafi líka verðfellt umrædda leikmenn og muni forðast "fyrirmyndirnar" sem þær veita.
Æji.. ekki ætla ég að réttlæta framferði þessara kvenna en "heldur er hún einfaldlega hættuleg á nákvæmlega sama hátt og
reykingar"!?!?!?
Það er himinn og haf á milli munntóbaks og reykinga í öllu tilliti!!! Sorry ég þoli bara ekki þessa nálgun. Auðvitað er bæði hið versta mál, en það er stór munur á þessu tvennu.
Get því miður ekki dæmt íþróttafólk þetta hart, þarna er fólk í sínu einkalífi og má gera það sem því sýnist án þess að ég hafi rétt til að skipta mér af því.
Það að munntóbak skuli vera bannað á íslandi get ég alls ekki skilið. Finnst að fólk eigi þann rétt að geta valið um hvort það skelli smá tuggu í vörina á sér ef það hefur áhuga á. Það mætti þá alveg eins banna tóbak almennt, áfengi og sjálfsagt margt fleira sem einhverjir spekingar telja óhollt og slæmt fyrir landann.
Skrifa ummæli