Það er eins og hugurinn leiti svolítið vestur á bóginn þessa dagana. Fyrir ári síðan var föstudagur fyrir WSER að renna upp, skráning að byrja og alvaran ljós. Ég sé á snjóskýrslum að snjórinn er svipaður og í fyrra. Það þýðir að á fyrstu 25 mílunum eða um 40 km verður víða blautur snjór og drulla á hlaupaleiðinni. Leiðinlegt færi. Það sem verra er að veðurspáin sýnir að það eigi að verða allt að 40 oC bæði í Squaw Valley og eins í Auburn á laugardag og sunnudag. Það er svakalegt. Mér fannst nóg um þessi 32 - 33 oC í fyrra en þetta er miklu verra. Það eru svona hlutir sem geta haft mikil áhrif á árangur hlaupara þannig að enda þótt mikil vinna hafi verið lögð í æfiingar og undirbúning þá geta hin minnstu mistök í hlaupinu sjálfu gert það að verkum að allt fari í vaskinn. Ef maður blotnar í fætur snemma í snjónum og drullunni þá er hættt við að fá blöðrur og þá er illt í efni. Það er vont að þurfa að hlaupa yfir 100 km með blöðrur á fótunum ofan á allt annað. Ef maður drekkur of lítið í svona hita eða vanmetur saltþörfina þá getur maginn farið á hvolf o.s.frv, o.s.frv. Það eru einungis tveir norðurlandabúar með í ár, svíi og norðmaður.
Þar sem við förum norður á Sauðárkvók í eftirmiðdaginn þá geri ég ekki ráð fyrir að komast í tölvu fyrr en heim er komið til að sjá hvernig hlaupið gengur fyrir sig.
Í gær voru sumarsólstöður. Það fer að dimma af nótt og sumarið varla komið.
Víkingur og FH gerðu jafntefli í Víkinni í gær. Skítt því Víkingur hafði alla möguleika til að vinna.
föstudagur, júní 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já það er örugglega erfitt fyrir þig að sitja heima, þú kemur bara með mér þegar ég fer eftir ca 2 ár:-)
Annars var ég að skoða þáttökulistann, Dean K er með, en því miður ekki Schott D.
Það eru 442 keppendur skráðir til leiks, meðalaldurinn er rétt tæp 45 ár, sá elsti er 71 árs og yngsti 19.
Einhvernvegin hef ég nú miklu mun meiri trú á að þessi 71 klári, heldur en sá sem er 19, en kemur í ljós, það verður gaman að fylgjast með þessu, þó það verði nú ekki jafn gaman og í fyrra þegar þú varst að keppa;-)
Skrifa ummæli