Skoðanir mínar á munntóbaksnotkun fyrrverandi og núverandi landsliðskvenna á áhorfendabekkjunum á landsleiknum á sunnudaginn hafa vakið svolítil viðbrögð og er það vel. Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir að svara þeim sem skrifa nafnlaust þannig að ég ætla að fjalla svolítið um mitt sjónarhorn hér frekar en að hafa skoðanaskipti á spjallhlutanum. Ég tek undir það að íþróttafólk á að hafa sitt einkalíf en ég tel mig alls ekki vera að kássast inn í einkalíf þess þegar ég er að hafa orð á því hvað það gerir á áhorfendabekkjum á meðan landsliðið er að spila. Landslið kemur fram fyrir hönd lands og þjóðar, landsleikur er því opinber athöfn. Hvað fyrrverandi og núverandi landsliðsfólk (karlar jafnt sem konur) gerir á áhorfendabekkjum á meðan á opinberum landsleik stendur er ekki þeirra einkamál að mínu mati. Hvað það gerir heima hjá sér kemur mér hins vegar ekki við. Getur þetta sama fólk setið meðal áhorfenda á landsleik, reykt tóbak og drukkið brennivín á meðan leik stendur og sagt; "Það er mitt einkamál"? Ég held ekki. Hvort einhverjum finnist þær reglur sem banna munntóbak vera vitlausar eða ekki skiptir bara akkúrat engu máli í þessu tilviki. Það er bara allt önnur umræða. Þetta er bannað hérlendis og það er það sem skiptir máli. Ef mönnum finnast einhverjar reglur vera vitlausar þá geta þeir hinir sömu barist fyrir því að þeim sé breytt og reynt að vinna málstað sínum fylgi eftir til þess bærum aðferðum.
Nóg um þetta.
Það var gaman að sjá Svíana í leiknum við Englendinga í gær. Eftir að Svíarnir höfðu verið vindlausir í fyrri hálfleik komu þeir eins og grenjandi ljón í seinni hálfleik og enskir vissu vart hvort þeir voru að koma eða að fara.
miðvikudagur, júní 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli