Nú eru hundadagarnir liðnir. Fór út að hlaupa í gærkvöldi í góða veðrinu. Tók vel á með hraðaæfingum sem ég þarf að fara að sinna betur. Nú eru uppskerudagar framundan. Lapplandsfararnir fjórir, Elín, Ellert, Pétur og Gunnar, þreyta sína þolraun á helginni. Elín Reed verður þar með fyrsta íslenska konan til að takast á við 100 km og væntanlega ekki sú síðasta. Það mun væntanlega fjölga verulega í 100 km félaginu enda er það eitt meginmarkmið þess að fjölga félögum. Síðan er Ásgeir Jónsson að takast á við Ironman í Sviss þann 2. júlí. Þau hafa öll sömul æft af mikilli kostgæfni í vetur og verður gaman að sjá hve innistæðan er orðin mikil á keppnisreikningnum þegar út í alvöruna er komið.
Það hefur verið mikið drama í WSER á helginni. Brian Morrisson sem kom fyrstur í mark var dæmdur úr leik. Hann var orðinn örmagna af saltskorti, datt iðulega og var hjálpað á fætur undir lok hlaupsins. Hann var allt að því borinn yfir marklínuna, m.a. af Scott Jurek. Slíkt er ekki heimilt og því var hann dæmdur úr leik. Hann var síðan fluttur beint á sjúkrahús. Þarna var ekki gerð nein tilraun til að svindla heldur var ástand hans orðið mjög slæmt. Nikki Kimball vann kvennaflokkinn á 19.26 og varð þriðja í hlaupinu sem er ótrúlegur árangur. Hún vann kvennaflokkinn árið 2004 þegar Ann Trason tók ekki þátt í því í fyrsta sinn um fjölda ára.
Hér er skýrsla frá einni sem þurfti að hætta:
Me getting my wrist band cut:(
So I'm not supergirl!!!! What can I say. Yes my friends I dropped at 24 miles into WST 100 or 200. I had a bladder infection that pretty much started 3 miles into the race. I kept trying to think positive. By the time I got to Red Star it felt like someone was taking a knife and stabbing me in the bladder, Trust me I'm not a wimp and I do have a high pain tolerance. This was so painful I was crying. By mile 10 it was pure blood I was urinating. This went on and only got worse. I made it to Duncan aid station. I waited for some friends that were behind me. I thought I would run to Robinson and drop. I started down the hill and running down hill really hurt my bladder. I thought nope. I turned around went back to the aid and dropped. I was not alone the best of the best either dropped or didn't make the cut-offs. Some of these people are friends who finish sub-24 and were hanging on by a thread to make the absolute cut-offs. I just want to say I am proud of everyone who did the best they could do even if we didn't finish. It's all about the journey.
Hér er bloggsíðan hennar www.birthdaychallenge.com/catra/
Einnig er hægt að skoða þessa til fróðleiks: www.planetultramarathon.com/westernstatespreview.htm
Var að lesa viðtal við Gunnar Nilsson, svíann sem er að undirbúa sig undir Badwater. Hann þarf að leigja allan búnað fyrir hlaupið í USA, húsbíl og ílát undir vatnið, bæði mörg og stór og tilbehör. Hann þurfti að auglýsa eftir crewi á wef hlaupsins til að aðstoða sig, því Svíarnir skildu ekki hvað þann þurfti með allan þennan mannskap að gera í hlaupinu. Hann fékk einn frá Þýskalandi sem langaði að upplifa hlaupið enda þótt það væri úr húsbíl. Maður hefði kanski átt að slá til að fá að uplifa hlaupið sem áhorfandi, það verður aldrei öðruvísi. Gunnar er nýbúinn að fá sér Garmsígildi og þykir þetta tæki mikið undur. Púlsmælir, GPS með öllu sem því fylgir, hann hefur bara aldrei séð annað eins!! Hann er að m.a. reikna út hve mikið orkuduft hann þurfi í 217 km hlaup. Þarna eru engar drykkjarstöðvar og hann ætlar að taka allt slíkt með sér að heiman. Hvað mikið af salttöflum og hve mikið af salti? O.s.frv. o.s.frv. Ég fann það í fyrra hvað það skipt miklu máli að hafa góða hjálparmen enda þótt WSER sé barnaleikur miðað við Badwater.
Gunnar hefur m.a. hlaupið eyðimerkurhlaupið í Lýbíu svo hann er ekki fæddur í gær. Hann gat ekki gengið í viku eftir hlaupið út af blöðrum en eins og hann segir; Sársauki er tímabundinn, upplifunin er eilíf. Nú hleypur hann í tvöföldum vetrarklæðnaði og situr síðan í sauna þar á milli. Hann fór út að hlaupa í þessum galla í góðu veðri (ca 25 stiga hita) í byrjun júní og tók 34 km. Hann drakk 4 lítra á meðan. Þegar hann kom heim borðaði hann banana og fékk sér að drekka. Samt hafði hann lést um 3 kg. Í Badwater er það helmingi verra. Scott Jurek drakk nær 80 lítra í fyrra á 24 klst. Hann hafði með sé minisundlaug sem hann fyllti af ís til að kæla sig í þegar hitinn var sem verstur.
miðvikudagur, júní 28, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli