föstudagur, júní 30, 2006

Það þekkja flestir söguna um blindu mennina sem mættu fíl á förnum vegi og fóru að skoða hann. Sá fyrsti strauk honum um ranann og sagði að fíllinn liti út eins og svert rör. Annar strauk á honum kviðinn og sagði að fíllinn liti út eins og húsveggur. Sá þriðji kom að einni löppinni á honum og sagði að fíllinn liti út eins og svert tré. Líklega var sjá fjórði með og greip um halann á honum eða eitthvað svoleiðis, ég man það ekki alveg. Sagan segir okkur að ef þú skoðar aðeins hluta veruleikans þá hefur hann mörg sjónarhorn og er alls ekki eins eftir því hvaðan maður skoðar hann.

Mér datt þessi saga í hug þegar ég rakst á eftirfarandi á bloggsíðu eins ráðherrans í ríkisstjórn landsins:

Ef litið er til heimilanna er hinsvegar álaginu mjög misskipt milli karla og kvenna.

Konur elda um 3 sinnum oftar en karlar, kaupa í matinn um 3 sinnum oftar en karlar, sinna umönnun barna um 5 sinnum meira en karlar, þrífa um 6 sinnum oftar en karlar og þvo þvott um 8 sinnum oftar en karlar.

Heimilisstörfin eru því greinilega ekki að sliga karlana.


Svo mörg voru þau orð.

Engin ummæli: