Því miður komst ég ekki í minningarhlaupið um Gumma Gísla í gær, þann góða dreng og mikla hlaupara. Það er vel til fundið hjá þeim félögum Sigga Ingvars, Ágústi og öðrum sem málinu tengjast að byggja upp þá hefð að taka létt hlaup upp eftir þennan dag. Minningunni um Gumma er vel haldið á lofti á þennan hátt.
Maður á helst ekki ekki að láta bullið pirra sig, það er víða á ferðinni og vafalaust hjá mér eins og fleirum. Samt sem áður getur maður ekki annað en staldrað við færi þegar ráðstefna kvenna uppi á Bifröst samþykkir að heimta að það verði sett í lög að konur fái ákveðna hlutdeild í stjórnum fyrirtækja á Verðbréfaþingi. Mikið skelfing hlýtur löngunin hjá einhverjum þeirra að vera sterk til að komast þar inn fyrir dyr. Fyrst þær komast ekki í stjórnir þessara fyrirtækja á eigin verðleikum þá á að reyna að berja stjórnmálamenn til hlýðni um að setja slík lög sem eiga sér fáan samjöfnuð. Hvað kemur stjórnmálamönnum það við hvernig stjórnir fyrirtækja á Verðbréfaþingi eru skipaðar? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er eðli fyrirtækja á opnum markaði að stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af innri málum þeirra. Mér fannst gott hjá Valgerði að taka af skarið með þetta í gær í hádegisfréttum að svona málflutningur er náttúrulega bara vitleysa.
Maður getur ímyndað sér stemminguna uppi á Bifröst fyrst að fyrsti fyrirlesarinn var erlendur uppistandari sem hefur það að atvinnu að halda erindi þar sem hún gerir lítið úr körlum. Það er náttúrulega mjög fínt til að skapa góða stemmingu á staðnum.
Mér finnst skörulegt hjá Kristínu Háskólarektor að kveða upp úr með það að einfalt kynjahlutfall eigi ekki að ráða ferðinni með ráðningu einstaklinga í stöður í Háskólanum heldur eigi hæfni umsækjanda að ráða. Virðing mín fyrir henni sem stjórnenda hefur vaxið verulega.
fimmtudagur, júní 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli