Sit nú a hótelherbergi í Vilnius. Verð á ráðstefnu um fasteignaskatta á morgun og á miðvikudag. Það besta sem maður gerir þegar komið er á nýja staði er að fara út að skokka og skanna borgina. Fór strax af stað eftir af við komum frá flugvellinum og tók hring um gömlu borgina. Margt gott en mér finnst Tallin skemtilegri og athyglisverðari borg.
Maður er alltaf að taka ákvarðanir sem eru ekki skynsamlegar en aftur á móti eru þær sömu ákvarðanir oft skemmtilegar og eftirminnilegar. Trausti Valdimars0n megamaður hringdi í mig á föstudaginn og sagði að þá félaga vantaði einn mann í www.atc.gl eða fjallamaraþonið á Grænlandi sem haldið verður seinni partinn í júní í Tassilak sem er rétt norðan við Angmasalik. Ég hugsaði málið yfir helgina og svaraði já í dag. Þetta er ævintýraferð. Ég er viss um að ég hefði séð eftir því alla tíð ef ég hefði ekki slegið til og meldað mig með. Ég hef nóg annað að gera en sama er. Það bara bíður síns tíma. Við slíkar kringumstæður á maður að láta slag standa. Come hell and high water. Ég hef aldrei komið til Grænlands svo þetta verður margföld upplifun. Þetta fellur annar vel inn í plan ársins svo ég er giska bjartsýnn. Nú verður maður að hjóla meira og komast á kajak næsta mánuðinn.
Fór í gærkvöldi niður á á Arnarhól að horfa og hlusta á <3 Svanhvít. Krakkarnir stóðu sig vel eins og þeirra er von og vísa. Gaman að sjá fólk horfa á þau brosandi í framan.
Það er margt sem ég þoli ekki. Meðal annars þoli ég ekki þegar fólk fullyrðir hluti sem standast ekki. Ég las um helgina viðtal við stjórnmálamann sem hefur verið í eldlínunni frá árinu 1994. Hún fullyrti að konur væru oft gagnrýndar ómaklega vegna þesss að þær væru konur. Þær nytu ekki sannmælis vegna þess að þær væru konur. Ég tel mig þekkja nokkuð vel til mála á ýmsum sviðum. Ég þekki stjórnmálamenn, opinbera starfsmenn, námsmenn og aðra, konur bæði og karla. Ef að það er eitthvað sem maður skilgreinir sem rugl og firru þá er það fullyrðingar um að einstaklingar séu dregnir í dilka eftir kynferði. Það ég veit og þekki best er að einstaklingurinn nýtur hæfileika sinna og getu. Ef þvi er haldið fram að stjórnmálamenn af kvenkyni fái óvægnari gagnrýni en aðrir þá kemur það mér á óvart. Er kannski það ekki til í stöðunni að kvenkynsstjórnmálamenn séu umdeildir eins og allir aðrir? Má ekki gangrýna þá sem einstaklinga? Er kannsi gagnrýni á þá sem einstakilinga tekin sem kvenfjandsamlegt innlegg í almenna umræðu?
Eða er það kannsi svo að það þarf að halda á lofti einhverjum kvenniðurlægjandi viðhorfum vegna þess að viðkomandi einstaklingar hafa framfæri af þvi að viðhalda ákveðnu sjónarmiði?
Ég á 14 ára gamla dóttur. Ég hef alltaf haldið þvi fram við hana að það sé hún og hennar afstaða sem skipti mestu máli hvað varðar hennar framtíð. Ég held að hún sé mér sammála. God ske lov.
mánudagur, júní 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Verður gaman að fylgjast með ykkur á Grænlandi! Ég fékk svona viltu vera með póst, en sá ekki fram á að ná að klára þetta milli mjalta, annars hefði ég sko kýlt á það :)
Ykkar tími mun koma en vona þó að þið þurfið ekki að bíða jafnlengi eftir því og Jóhanna. Þið verðið flottar á Grænlandi í fyllingu tímans, Pink Ladies!!!
Skrifa ummæli