Ég sá í dag samantekt á www.kondis.no/ultra um norræna 24 tíma hlaupara. Þar var tekið saman hve margir hafa hlaupið yfir 200 km á þeim tæpum 30 árum frá því að fyrsti norðurlandabúinn náði því takmarki. Það var finninn Marrti Moilanen sem hljóp 205.850 km í London í október 1979. Þá hafði ég ekki hugmynd um að 24 tíma hlaup væri til og sama gilti örugglega um flesta íslendinga. Það eru samtals 73 norrænir karlar sem hafa hlaupið 200 km eða lengra á þeim tæpu 30 árum sem síðan eru liðin. Lengsta vegalengd allra norðurlandabúa í 24 tíma hlaupi hefur Rune Larsson, sá mikli sænski hlaupari, lagt að baki eða 262.640 km. Rune hefur einnig róið yfir Atlandshafið, hlaupið þvert yfir Bandaríkin og sigrað tvisvar í Spartathlon svo eitthvað sé nefnt. Hann er sem sagt ekki venjulegur. Alls hafa 28 finnar hlaupið yfir 200 km í 24 tíma hlaupi, 18 svíar, 13 norðmenn og danir og 1 íslendingur. Ég er í 30 sæti af þeim 73 norrænu körlum sem hafa náð yfir 200 km. Miðað við hlaupið í fyrra og hvað ég átti inni þegar því var lokið þá ætti eg að geta náð svona um 230 km á einum sólarhring ef allt gengi upp. Það er allnokkur fjöldi íslendinga sem gæti náð þessu takmarki. Það er bara að láta vaða.
Fyrir áhugasama þá er slóðin hér: http://www.kondis.no/Ultra/index.php?aid=80772&k=ultra%2Fultra&mid=
fimmtudagur, mars 12, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli