fimmtudagur, mars 26, 2009

Það er gaman að sjá að þær stöllur, Eva og Bibba, eru að fá verðskuldaða athygli. Eva í góðu viðtali í Vikunni og Bibba var valin kona ársins á Léttbylgjunni. Gott viðtal við hana þar. Hún endaði á að segja að staðreyndin væri sú í stórum dráttum að maður gæti það sem maður ætlaði sér. Náttúrulega er það laukrétt.

Aðrir tveir náungar eru einnig að fá verðskuldaða athygli. Þeir félagar Eiolf og Trond frá Morsjöen í Noregi ætla að hlaupa frá suðurhluta Ítalíu (Bari) til Nordkalotten í sumar. Tveir mánuðir á hlaupum og að jafnaði 70 km á dag. Það var viðtal nýlega við þá á NRK. Slóðin er hérna: http://www1.nrk.no/nett-tv/klipp/475629
Það er bara að setja bendilinn á mínútu 21. Fyrst kemur smá kennslustund í joik og svo er viðtal við þá félaga. Það er ekki víst að allir skilji mállýskuna þeirra en það kemur. Það er að sjá að það sé þónokkur vetur hjá þeim félögum ennþá en samt eru þeir að hlaupa um 200 km á viku síðustu vikurnar áður en lagt er af stað í næsta mánuði.

Fór snemma út í morgun og kláraði 16 km fyrir kl. 7.00. Helgin verður slök og því verð ég að lengja aðeins þegar möguleiki er. Ég var á fundi í gærkvöldi svo það var ekkert farið út einsog fyrirhugað var. Síðan fór ég Poweradehringinn í kvöld með Grensásslaufunni. Það gera 15 km. Veðrið var fínt, logn og smá frost.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þakka þér fyrir Gunnlaugur minn. Ég held að í megindráttum séum við líka sammála um flesta hluti :)
Bibba