Nýlega var skelfilegt innslag í kastljósi ríkissjónvarpsins. Tvær konur sátu og jöguðust um eitthvað tuskudæmi sem erfitt var að henda reiður á um hvað snerist. Það var jagast um hvort einhver erlend kjólafabrikka væri verksmiðja eða ekki. Það var jagast um hvort einhver mætti skipta við einhvern. Það var jagast aftur á bak og áfram um hluti sem áttu ekkert einasta erindi í ríkissjónarpið og þar með til alþjóðar. Manni skildist að það hafði byrja einhver strekkingur milli þeirra á Facebook. Facebook er orðinn svo áhrifamikill factor í samfélaginu að ef einhverjir rífast þar af miklum móð þá þykir sjálfsagt að leiða það fyrir augu almennings. Aumingja Sigmar var hálf vandræðalegur yfir þessu dæmi öllu enda þótt hann reyndi af bestu getu að halda rifskinninum við efnið. Það gekk ekki vel.
Ég fékk síðasta hefti Þjóðmála á dögunum. Það er alltaf jafn gaman að fletta því og lesa. Enda þótt maður sé ekki sammála öllu sem í því stendur þá er útgáfa þess virðingarvert framtak til að styðja að þjóðamálaumræðu hérlendis. Þjóðmálaumræðan í tímaritabransanum er að öðru leyti mestmegnis á einhverju Séð og heyrt stigi. Það er ekki auðvelt að halda svona riti út. Í því eru meðal annars bókadómar um nokkrar athyglisverðar bækur. Meðal annars er fjallað þar um bókina "Dýrmætast er frelsið" eftir Hege Storhaug. Bókin fjallar um þann vanda sem evrópsk samfélög standa frammi fyrir vegna síaukins fjölda innflytjenda til álfunnar úr ólíkum menningarheimum. Staða þessara mála í Noregi er tekin sértaklega fyrir. Það má yfirfæra umræðuna um ástandið í Noregi til Danmerkur og Svíþjóðar. Svo merkilegt sem það var þá fannst enginn útgefandi að bókinni í Danmörku né Svíþjóð. "Hvers vegna" verður hver að svara sér sjálfur.
Innflutningur fólks er að breyta norsku samfélagi í grundvallaratriðum. Eftir tiltölulega fá ár verða innflytjendur meirihluti íbúa í Osló. Fyrir aldarmót mun að óbreyttu meirihluti fólks í Noregi eiga rætur sína rað rekja til annarra heimsálfa en Evrópu. Vesturlönd fá til sín stöðugt stærri hópa fólks sem aðhyllast gildismat sem stríðir gegn vestrænum hugmyndum um frelsi og því fer fjarri að aðlögunun gangi hnökalaust fyrir sig.
Margir nýju borgaranna einangra sig í eigin samfélögum innan samfélagsins. Þessi hliðarsamfélög eru ekki fjárhagslega sjálfbær heldur háð stöðugt meiri fjárstyrkjum. Stór hluti barna innflytjenda fellur úr skóla, enda í vafasömum félagsskap og verða undir á vinnumarkaði. Norsk börn eru iðulega í miklum minnihluta í grunnskóla. Það þýðir ekki að kenna norska stjórnkerfinu um þessa hluti þó að það sé einfaldast í huga margra. Verkefnið er næstum því óyfirstíganlegt.
Sem betur fer er þessi staða ekki komin upp hérlendis. Þeir innflytjendur sem hafa flust hingað til lands eru fæstir af framandi menningarheimum. Það er hins vegar svakalega erfitt að ræða þessi mál. Þeir sem viðra skoðanir sem falla meðvitaða liðinu ekki í geð eru iðulega stimplaðir rasistar og útlendingahatarar af þeim sem öfgafyllstir eru. Mér finnst hins vegar lágmarksatriði að fólk hafi burði til að ræða þessi mál í stað þess að fela sig í hópsálinni. Ég þarf að útvega mér þessa bók til að kynna mér hana betur.
Þetta verður heldur góð vika ef fer fram sem horfir. 20 km á dag að jafnaði hingað til.
föstudagur, mars 20, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli