Enron myndin í gærkvöldi veitti magnaða innsýn í þann spilavítishugsunarhátt sem ríkti hjá þessu fyrirtæki. Fyrirtækið vann sig upp í að verða eitt af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna með allskyns bellibrögðum en svo þurfti ekki nema einfaldar spurningar blaðamanns sem var með ákveðna rökhugsun í lagi sem komu skriðunni af stað. Það var magnað að sjá hvernig verðbréfamarkaðurinn tók völdin hjá fyrirækinu svo að hækkun hlutabréfanna varð að lokum það eina sem skipti máli. Besta fyrirætki í heimi varð lokatakmarkið. Maður spyr sig hvernig átti að fá hlutabréfin til að hækka enn frekar þegar því marki var náð. Það var allrar athygli vert hvaða tökum bandarískt þjóðfélag tók piltana sem höfðu leitt Enron. Það voru engin vettlingatök. Þweir voru einfaldlega settir inn og grillaðir fyrir þingnefndum. Forstjórinn sem hafði verið orðaður við ráðherrastól hjá Bush stjórninni fékk 25 ára fangelsi, takk fyrir. Sökin va rað tugir þúsunda höfðu misst vinnuna og lífeyrissparnað og enn fleiri tapað stórfé vengna hlutabréfakaupa. Verðið á fyrirtækinu hafði verið skrúfað upp með dúbíus aðferðum.
Magnað var að sjá hvernig flestar aðferðirnar sem beitt var í Enron hneykslinu höfðu verið yfirfærðar á Ísland. Hér var bara ekki eitt fyrirtæki undir heldur landið allt. Hluthafar, fólk sem hafði lagt fyrir, húseigendur, almennir skattgreiðendur, ófædd börn, allir tapa gríðarlegum fjármunum. Engu að síður hefur enginn verið svo mikið sme yfirheyrður, hvað þá settur í grjótið. Það er eitthvað verið að væla um að grófasta liðið eigi að sýna þann manndóm að skila fénu aftur en ekkert er gert. Forstjóri Enron var orðaður við ráðherradóm í USA, var ekki farið að tala um að gera Bjarna Ármannsson að forseta meðan allt lék í lyndi. Eitthvað minnir mig að svo hafi verið.
Það kemur náttúrulega í ljós í svona málum hve rosalegu máli það skiptir að hafa fjölmiðla í landinu sem hafa sjálfstæða hugsun og þora að spyrja gagnrýninna spurninga. Þegar fjölmiðlamenn eru helteknir af þögguninni og þora ekki að stinga hausnum út undan skelinni þá er ekki á góðu von. Ábyrgð þeirra er nefnilega mikil og undir henni stóðu þeir ekki hérlendis.
Frá því ég man fyrst eftir mér þá hefur verið auglýst af og til í útvarpinu að krabbameninsleit í konum væri framkvæmd hér eða þar á landinu. Allt gott um það. Þegar stundir liðu fram þá áttaði ég mig á þvi að karlar fá krabbamein ekki síður en konur. Engu að síður er ekkert kerfi í gangi sem reynir að draga úr áhrifum þessa sjúkdóms á karla. Ég hringdi niður í Krabbameinsfélag í fyrra og fór að spyrja um þessi mál, mér til fróðleiks. Það sóð ekki á góðum viðbrögðum og mér var boðið niðureftir í mat. Kristín Agnarsdóttir tók á móti mér af miklum vinskap og myndarlegheitum og sýndi mér margt og skýrði annað út. Hún sagði m.a. að fjárskortur hamlaði því hvað félagið gæti gert í þessum málum. Þá var Krabbameinsfélagið að befa út fyrsta bæklinginn í sögu félagsins sem beindist að körlum. Þýddur og staðfærður úr norsku. Í gær kom bæklingur númer tvö í íslandssögunni sem fjallaði um krabbamein hjá körlum. Í honum var því sem næst eingöngu fjallað um áhrif mataræðis á krabbameinsmyndun. Allt í lagi með það en mér hefði fundist betra að hafa meira konkret upplýsignar um hvernig karlar geta látið kanna hvort líkur séu á krabbameinsmyndun eða ekki og hve mikilvægt er að láta framkvæma svona test. Þrátt fyrir að karlaskoðunin séu ekki 100% örugg þá eru hún betri en ekkert test. Það fá nefnilega fleiri karlar krabbamein á Íslandi heldur en konur.
talandi um fjárskortinn hjá Krabbameinsfélaginu þá sá ég að líklega er bæklingurinn alfarið fjármagnaður með auglýsingum frá styrktaraðilum. Það er víða matarholan svo erfitt er að kaupa þau rök að fjárskortur hamli því að hægt sé að halda úti upplýsingum og áróðri fyrir karla jafnt sem konur í þessum málum.
þriðjudagur, mars 03, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli