Þegar vandamál steðja að fjöldanum er eðlilegt að leitað sé lausna. Í meginatriðum eru tiltvær aðferðir í slíkum tilvikum. Í fyrsta lagi eru flatar aðgerðir sem ná til allra, sama hvort þeir eru í vandræðum eða ekki. Í öðru lagi eru einstaklingsmiðaðar aðgerðir sem beinast að einstaklingnum og taka mið af stöðu hans og möguleikum. Margir eru nú illa staddir vegna þess að þeir eiga í vandræðum vegna mikilla skulda. Þeir geta átt í vandræðum með skuldir vegna þess að þeir hafa misst vinnuna og eru því komnir í vandræði enda þótt skuldir hafi verið innan skynsamlegra marka fyrir hrunið. Fólk getur einnig verið í vandræðum vegna þess að þeir hafi spennt bogann til fullnustu fyrir hrunið og standa varnarlausir gagnvart áföllum eins og þeim sem nú ríða yfir. Síðan eru þeir sem skulda lítið og eru ekki í vandræðum sem stendur.
Ég heyri frá kunnugum að ýmsir þeirra sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu um hvernig hrunið hafi leikið þá hafi í mörgum tilvikum verið komnir með allt niður um sig meðan allt gangverkið gekk eins og það átti að gera. Það er alltaf til fólks em fer fram á tæpustu brún þar sem ekkert má út af bregða.
Fram hefur komið tillaga um að skera niður skuldir einstaklinga og fyrir tækja um 20%. Það flokkast undir flata aðgerð sem gengur beint yfir alla. Það er óskynsamleg tillaga að mínu mati. Skuldir yrðu færðar jafnt niður og dreyft á almenning án tillits til stöðu hvers og eins. Með því væri verið að færa niður skuldir hjá þeim sem þurfa ekki á því að halda. Ef á að aðstoða almenning með almannafé þá er miklu skynsamlegra að gera það samkvæmt umsóknum. Í kreppunni eftir 1930 var settur upp kreppulánasjóður. Hann keypti eignir af einstaklingum sem höfðu lent í vandræðum en rak viðkomandi ekki burt. Þegar batnaði í ári var þessu fólki gert kleyft að kaupa eignirnar aftur. Þannig voru bújarðir víða í eigu kreppulánasjóðs fram eftir öldinni. Ábúandinn leigði jörðina af sjóðnum. Hann gat svo keypt jörðina þegar fjárhagsurinn batnaði. Á þennan hátt horfði ríkið til langs tíma og reyndi að lágmarka tap ríkis og einstaklinga. Aðgerðir sem beinast að einstaklingnum en ekki að heildinni eru miklu skynsamlegri, vænlegri til árangurs og nýta fjármagnið miklu betur en flatar aðgerðir sem dreift er yfir alla eins og skít af skóflu.
Ef stjórnvöldum berast tilkynningar um að alvarleg hætta steðjar að landi eða þjóð þá á að setja ákveðinn prósess í gang til að mæta ógnuninni. Markmiðið hlýtur að vera að afstýra hættunni eða í öllu falli að lágmarka skaðann sem hún getur valdið. Viðkomandi stofnanir eru settar í viðbragðsstöðu og aðgerðaáætlun ákveðin. Stofnunum er síðan falið að vinna ákveðin verk í tengslum við aðstæður hverju sinni í sambandi við aðgerðaáætlunina. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að aðgerðir séu samræmdar, að unnið sé eftir þeirri aðgerðaáætlun sem er í gildi hverju sinni og þau taka nýjar ákvarðanir ef ástæða þykir til og aðstæður breytast. Stjórnvöld geta ekki sent tilkynningar um að hætta sé yfirvofandi til undirstofnana sinna og sagt: "Þið sjáið svo bara um þetta".
Þrjátíuogfjórir km lágu í morgun í fínu veðri.
sunnudagur, mars 01, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli