Fór léttan túr í hverfinu í dag. Klæddi mig vel og svitnaði eftir því. Maður fer bara létt hlaup til að halda sér við en ekkert erfiði. Það spáir svölu fyrir vestan nú um helgina en fer svo hlýnandi þegar líður á næstu viku samkvæmt spánni. Bara að það verði ekki óþolandi heitt.
Skrapp til Bryndísar Svavars í kvöld og fékk hjá henni öklahlífar til varnar því að það fari steinar niður í skóna. Hún sponseraði þáttökuna með hlífunum. Kærar þakkir. Hlífarnar hafa reynst mörgum vel á Laugaveginum og ég held að það sé praktiskt að hafa þær í farteskinu. Bryndís situr nú og les undir próf en hún er að klára stúdentinn í hraðbrautinni. Hefur þó tíma til að fara til Mývatns um næstu helgi.
Sá tvo athyglisverða umræðuþætti í sjónvarpinu í kvöld. (Mér fannst sá hluti Kastljóssins sem fjallaði um hæfi Halldórs ekki athyglisverður og sé því ekki ástæðu til að fjalla um hann). Síðan var meðal annars fjallað um þátttöku kvenna í stjórnum og stjórnunarstöðum fyrirtækja í Kauphöllinni en þetta hefur verið afar mikið áhugamál margra feminista. Síðan var á dagskránni norskur þáttur um stöðu einstæðra feðra. Sú mynd sem þar var dregin upp var dökk. Ég held þó að hún sé miklu verri hérlendis. Það var athyglisvert sem kom fram í norska þættinum að þeir embættismenn sem fjalla um forsjármál í stjórnkerfinu eru að stærstum hluta til konur. Þær eru ekki hlutlausar í umfjöllun um forsjármál og dæma konum yfirleitt í vil. Í jafnréttisnefnd eru því sem næst eingöngu konur. Síðan kom það fram í þættinum að það er fjárhagslegt spursmál fyrir mæður að ungengni feðra sé eins lítil og hægt er því þá fá þær meiri greiðslur úr kerfinu. Það væri gaman að skoða þessi mál hérlendis. Miðað við alla umræðuna um kynbundið misrétti hérlendis sem hefur einvörðungu miðast við hagsmuni kvenna fyndist mér ástæða til að skoða stöðu einstæðra feðra ítarlega. Það ég best veit fá mæður dæmda forsjá í 95% tilfella. Er það jafnrétti?
þriðjudagur, júní 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli