Helgin rann hjá tíðindalitil eða þannig. Á laugardaginn voru 60 ár síðan Samband sveitarfélaga var stofnað og stjórn, starfsmenn og makar héldu upp á daginn með menningarferð í Borgarfjörð undir styrkri og fróðlegri leiðsögn Bjarna Guðmundssonar á Hvanneyri. Við komum við í Borgarnesi, Hvanneyri, Húsafelli, Reykholti og í Stálpastaðaskógi í Skorradal. Að endingu var kvöldverður á Hótel Glym á Hvalfjarðarströnd. Enda þótt maður sé ekki ókunnugur í Borgarfirði þá opnast nýjar víddir við að fara um héraðið með góðri leiðsögn og fræðandi. Einnig er ánægjulegt að sjá þá uppbyggingu sem á sér stað bæði í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykholti. Slíkt er ekki sjálfgefið. Veðrið var eins og best verður á kosið, hlýtt, logn og sólfar uppúr hádegi.
Í gær voru ákveðin rólegheit og dos yfir manni. Garðurinn var þó sleginn. Nú verður að hefjast handa við að fara yfir það sem hafa skal með. Í mörg horn er að líta hvað það varðar svo ekkert klikki. Ég þarf t.d. að sauma herðadúk á húfuna, fá skóhlífar hjá Bryndísi, ganga til nýja skó, taka til apóteksvörur, skipuleggja hvað verður sent á hvaða drykkjarstöð o.s.frv. Það er ekki laust við að það séu farið að örla fyrir smá fiðrildum í maganum.
Gott hjá eyjamönnum að vinna KR.
mánudagur, júní 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli