Gleðilegan þjóðhátíðardag.
Fór í morgun niður á Austurvöll með Sveini. Það sem dró okkur var fyrst og fremst af stað var að tvö skólasystkyni Sveins úr MR lögðu blómsveig að styttu Jón Sigurðssonar sem forsetinn lagaði svo aðeins til. Á Austurvelli var margt fólk og frábært veður. Maður hitti marga kunnuga svo að þetta dróst á langinn. Halldór forsætisráðherra flutti ágæta ræðu sem að tölverðu leyti fjallaði um hve miklu betra væri að sjá ljósið í myrkrinu en myrkrið
i deginum. Vona að úrtölufólkið og lastararnir hafi séð ljósið á þessum bjarta degi.
Þrír einstaklingar mættu á Austurvöll í appelsínugulum kraftgöllum í hlekkjum með hettur yfir höfðinu og hlekkjaðir saman. Líklega hefur þetta verið skyrfólkið frá Hótel Nordica. Það var flott að sjá að samstundis og þau birtust voru nokkrir stórir kallar með sólgleraugu og heyrnartæki mættir og umkringdu þau án þess þó að aðhafast nokkuð. Þeir stóðu síðan hjá þeim þar til þau fóru. Ég hitti þarna konu sem ég þekki og danska vinkonu hennar. Sú danska minnti á að í Danmörku er bannað með landslögum að vera með hulið andlit á fjöldafundum. Reynsla þeirra er slík að til þessa örþrifaráðs var gripið. Hvað ætli úrtöluliðið og þeir sem telja sig hafa einkarétt á að flagga mannréttindafánanum myndu segja ef þessi ákvæði væru lögfest hér. Ég spái því að þetta muni vera komið í framkvæmd innan tiltölulega skamms tíma.
Það er með ólíkindum að heyra málflutninginn í þessu liði sem ruddist inn á hótel Nordica. "Eru menn ekki alltaf í matarslag"? sagði eitt fyrirbærið í sjónvarpinu. Ég þekki ekki umgengnisvenjur heima hjá henni en það hefur ekki verið vani á þeim fundum sem ég hef setið að menn hendi mat hver í annan, hvað þá öðru. Ég vona að stjórnvöld, dómskerfið og lögreglan taki á svona málum af þeim þunga og þeirri alvöru sem það á skilið. Þótt þessir bjálfar hafi nú verið með skyr, hvað veit maður hvað þeir næstu verða með. Verður það sýra eða handsprengjur?
Svíar töluðu lengi um það hvað það væri frábært að stjórnmálamenn gætu verið óhultir þar á götum úti meðal borgaranna og það yrði að standa vörð um þennan þátt í samfélaginu. Tveir að þeirra mikilhæfustu stjórnmálamönnum voru síðan drepnir á almannafæri. Ég vona að við þurfum ekki að vakna upp við slíka martröð heldur að horfast í augu við raunveruleikann fyrr en slíkir atburðir gerast. Af þeim sökum eigum við að sína svona liði fyllstu hörku.
Dagurinn niðri í bæ var fínn, ekki eins margt fólk og vanalega en mjög hlýtt og fínt. Ekkert hlaupið í dag, ég bara nennti því ekki.
föstudagur, júní 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli