Hljóp ekkert í dag vegna rigningar en annars hefði ég farið á Esjuna. Ég ætla að taka svona 60 til 70 km á næstu tveimur vikum þannig að ég er mjög afslappaður. Nú fer ég að byrja að lesa markvisst frásagnir af WS100 og glöggva mig á brautinni, öðrum aðstæðum og líkamlegum viðbrögðum hlauparanna þannig að ég sé búinn að skapa mér þokkalega mynd af henni í huganum, skipuleggja það sem ég hef með mér og hvar það verður o.s.frv. Ég sé að í fyrra þurfti einn að hoppa yfir 8 feta skröltorm sem var síður en svo dauður. Hlauparinn var hins vegar hræddur um það um tíma að liggja dauður eftir á stígnum.
Snjórapport kom í dag á vefnum. Snjórinn hefur minnkað gríðarlega síðustu tvær vikur og er kominn niður undir meðaltal en þó ekki alveg.
María og vinkonur hennar í Víking spiluðu fyrsta leik í íslandsmótinu við HK í dag og unnu góðan sigur, 2 - 0.
mánudagur, júní 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli