sunnudagur, júní 19, 2005

Fórum í kvöld að borða í Perlunni í tilefni prófloka hjá krökkunum. Það er gaman að gera sér smá dagamun af og til og ekki síst þegar innistæða er fyrir því.

Esjuganga þar á eftir í frábæru veðri. Töluverður fjöldi á fjallinu og ýmsir kunnugir. Líklega er góð aðferð að hitta kunnuga á þessum tíma að fara á Esjuna. María kom með og var létt eins og hind á leiðinni upp og skokkaði svo alla leiðina niður.

Þetta var síðasta alvöruæfingin áður en ég held í hann á mánudaginn. Nú er bara að sjá hvernig gengur. Sá langtímaspána fyrir upphafsstað og endastöð. Það er spáð um 30 C í Squaw Valley á laugardaginn og um 25 C í Auburn á sunnudag. Þetta er allt í lagi og bara eins og ég hafði búist við og kannski heldur betra. Ég hef séð að hitinn getur farið vel yfir 100 F og það er eitthvað sem maður veit ekkert um hvernig myndi ganga upp. Þetta á að vera allt í lagi ef þokkalega varlega er farið á meðan heitast er, vel drukkið og borðað og neytt salts.

Það er lagt af stað kl. 5.00 e.m. að staðartíma eða um kl. 13.00 að íslenskum tíma á laugardaginn 25. júní. Ég held að það sé 8 tíma munur. Það verður tekinn chips tími á 6 stöðum. Ég cirka út eftirfarandi tíma á tímatökustöðvum ef einhver kíkir á vefinn www.ws100.com. Áætlaður tími er miðaður við að tíminn verði frá 24 klst til 30 klst. Númerið er 230:

Little Bald 29 M kl. ca 1830 - 1900 á laugardag
Devils Thumb 48 M kl. ca 2330 - 0200 um og eftir miðnætti á laud/sud
Michican Bluff 56 M kl. ca 0130 - 0430 á sunnudag
Foresthill 62 M kl. ca 0300 - 0630
River Crossing 78 M kl. ca 0700 - 1230
Highway 49 94 M kl. ca. 1110 - 1700
Finish Line 100,2 M kl. ca 13.00 - 1900 á sunnudagseftirmiðdag

Kvenfólk fagnar í dag. 90 ár síðan konur fengu kosningarétt. Til hamingju með það. Mogginn fer þó fram úr sjálfum sér í fagnaðarlátunum þegar hann segir sem forsíðufrétt að konur nýti kosningarétt frekar en karlar. Í alþingiskosningum 2003 kusu 88.3% kvenna en 87.2% karla. Þetta er ekki marktækur munur og engin ástæða til að slá upp forsíðufrétt á þessum forsendum.

Ég vildi síðan bara minna á að það er nú alls ekki svo að karlar hafi allir sem einn haft kosningarétt um aldir alda. Langt í frá. Langt fram eftir öldum voru það einungis eignamenn (jarðeigendur) sem höfðu kosningarétt. Langflestir karlar og allar konur höfðu ekki kosningarétt. Síðan fengu allri karlar kosningarétt og þar á eftir allar konur. Ég ætla alls ekki að fullyrða að sú röðun hafi verið réttlát eða eðlileg.

Þyrfti að rifja upp hvenær allir karlar fengu kosningarétt. Af hverju halda karlar ekki upp á þann dag? Í Danmörku er það einn af stóru hátíðisdögunum í landinu þegar þess er minnst að vistabandið (stavnbandet) var niðurlagt. Það man enginn eftir því hvenær það var gert hérlendis. Þó var það ekki síður mikilvægt skref í mannréttindabaráttunni heldur en kosningarétturinn.

Engin ummæli: