fimmtudagur, maí 18, 2006

Fór á Esjuna í gær í góðu veðri. Þetta er því miur bara í annað sinn á þessu ári. Hásinin var í fínu formi. Maður er alltaf svolítið stressaður þegar eitthvað er ekki eins og manni finnst að það eigi að vara. Ég var 40 mín upp að steini og 23 mín niður. Ég finn að fæturnir eru veikari hlekkur en lungun. Þeir ráqða hraðanum. Hörðustu menn eru fara upp að steini á 31 mínútu, lengri leiðina það ég held. Þá er kraftgengið og hlaupið en tímanum ekki eytt í mas á leiðinni. Ég verð alla vega að okma mér undir klukkutíma upp og níður innan skamms.

Aldraðir héldu baráttufund í Háskólabíó í fyrradag. Gott hjá þeim. Ólafur landlæknir sagði í fréttum í gær að menn væru jafnvel farnir að hóta því að bjóða fram í næstu kosningum ef ekki yrðu gerðar bragarbætur á þeirra málum. Í því felst engin hótum finnst mér. Það er eðli lýðræðisins að hver sem er getur boðið fram til sveitarstjórna og alþingis ef hann fær fylgi til þess. Flokkar fá umboð sitt frá fólkinu en ekki einhverjum öðrum. Aldraðir verða bara að meta það hvaða aðferðir þjóna best hagsmunum þeirra.

Þeir einu sem geta virkilega hótað öðrum með framboði eru nettóskattgreiðendur. Það er fólk á miðjum aldri sem hefur ekki not af skólakerfinu, leikskólum eða heilbrigðiskerfinu. Manni flýgur stundum í hug hver gætir hagsmuna þessa fólks þegar maður heyrir loforðaflauminn þessar vikurnar þar sem velviljað fólk segist ætla að gera allt fyrir alla en bara hraðar, betur og oftar en gert hefur verið til þessa. Það er afar lítið rætt um kostnaðin eða hvernig á að fjármagna veisluna sem verið er að bjóða til. Menn eru sammála um ákveðin grundvallaratriði í velferðarkerfinu en spurningin snýst fyrst og fremst um hve langt á að ganga í að teygja það út yfir allt og alla og fjármagna það með skattfé almennings. Í Svíþjóð, sem er reyndar eitt að mestu skattpíningarlöndum í Evrópu, eru til samtök skattgreiðenda sem halda úti vefsíðunni www.skattbetalarna.se.

Enn ein skýrslan var birt í gær um launamyun kynjanna. maður skilur minna og minna í þessum málum því fleiri skýrslur sem gerðar eru. Hamarð var á að launamunur kynjanna værei mesturá Íslandi af Evrópulöndum. Launamunur kynjanna er síðan minnstur í Evrópu í Miðjarðarhafslöndum. Þar er ummönnun aldraðra og sjúklinga unnin án launa af heimavinnandi konum. Þær er þá einfaldlega ekki taldar með. Þegar ég vann í frystihúsinu á Patró árið 1970 var fyrir hendi launamunur kynjanna. Konur sem unnu við úrskurð voru á lægri launataxta en kallinn sem brýndi hnífana. Þessu bar breytt í næstu kjarasamningum. Nú er verið að tala um að "karlastéttir" séu með hærri laun en "kvennastéttir". Er það launamunur kynjanna? Af hverju fara konur þá ekki á sjóinn, taka meirapróf og keyra vörubíla, vinna á gröfum og jarðýtum, fara í iðnskólann og vinna síðan við húsasmíðar, múrverk, járnsmíði og pípulagnir o.s.frv. o.s.frv.? Launatöflur stétta eru ákveðnar í kjarasamningum. Þær eru ekki ákvarðaðar af ríkinu. Einstaklingi er í sjálfsvald sett um hvaða vinnu hann sækir. Menn skapa sér síðan nokkuð sína stöðu á vinnumarkaði. Þetta er kannski nokkur einfölduð röksemdafærsla en mér finnst umræðan um launamun kynjanna vera yfirleitt á það lágu plani að þetta er ekki vitlausari sjónarmið en hvað annað. I mínum huga er launamunur kynjanna það ef einstaklingur sem vinnur sömu vinnu og annar einstaklingur af öðru kyni er með lægri laun en hinn einstaklingurinn fyrir sama vinnutíma. Flóknara er það ekki.

Orkukökur löbarlarssons eru skuggalega góðar með Bónusmúslí sem basefni. Setti einnig smávegis af söxuðum döðlum út í þær. Maður getur varla hætt að smakka.

2 ummæli:

kókó sagði...

Það er með launamun kynja líkt og hagvöxt, það sem ekki er greitt fyrir mælist ekki.
Við getum tekið dæmi eins og frumvinnsla matar í "van"þróuðu ríkjunum, umönnun sem fram fer á heimilium og dæmi Andra Snæs úr Draumalandinu að fullnæging í heimahúsi mælist ekki í hagvexti en fullnæging á súlustað telur!!!
Lifi hagvöxturinn...
Launamunur kynja er leiðréttur er varðar vinnutíma, mæling er meðaltímavinnukaup karla og kvenna. Munurinn er þetta miklu meiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu.

Gunnlaugur Júlíusson sagði...

Ég held að það sé rétt að reyna að gera sér grein fyrir því hvað er verið að tala um. Hvað er launamunur kynjanna? Er verið að tala um að karl og kona vinni sömu vinnu hlið við hlið en fái mis há laun fyrir sömu störf eða er verið að tala um að stéttir þar sem atvinnuþátttaka kvenna er hærri en karla sé lægra launuð en störf þar sem atvinnuþátttaka karla er meiri. Ég tek undir að það er kynbundinn launamunur ef annað kynið er með hærri laun en hitt kynið fyrir sömu vinnu. Ég get hins vegar ekki tekið undir að það sé kynbundinn launamunur ef einhver stétt er hærra launuð en önnur. Launataxtar og launatöflur eru ákveðnar í frjálsum kjarasamningum. Fólki er í sjálfsvald sett hvaða nám það stundar, hvar það sérhæfir sig og hvar það sækir um vinnu. Ég er að tala um heildina en ekki einhver jaðartilfelli. Ef einhver vill vinna störf sem er lakar launuð en önnur störf þá er það sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins en ekki kerfislæg mismunun. Ef einhverjar stéttir eru óánægðar með kjör sín þá er rétt og sjálfsagt að berjast fyrir leiðréttingu þar á eftir til þess gerðum leiðum. Ef ásættanlegur árangur næst ekki á þann veg að mati einhverra þá segir fólk upp og fær sér betur launaða vinnu.