Ég fór upp á Skaga í gær með Berserkjunum. Þeir spiluðu við Skagann í bikarnum. Skaginn fór með öruggan sigur en sama var, þetta var ágæt kvöldstund og góð stemming í hópnum. Berserkirnir urðu til upp úr vangaveltum hvernig mætti halda strákunum hjé félaginu sem ekki náðu inn í meistaraflokkinn hjá Víking ýmissa hluta vegna. Þessi tilraun sem gerð var undir nafninu Berserkir hefur gengið fullkomlega upp. Rúmlega 20strákar æfa fótbolta hjá félaginu og spila í þriðju deildinni. Í fyrra komust þeir í úrslit um að komast upp í 2. deild. Þeim hefur gengið vel í vor en Skaginn var of stór biti að sinni.
Þegar ég kom út úr rútunni við íþróttamiðstöðina á Skaganum var maður að koma út úr dyrunum. Hann kom aðeins kunnuglega fyrir sjónir en ég kom honum þó ekki fyrir mig. Hann var gleggri og heilsaði mér. Þarna var kominn sessunautur minn úr landsprófi forðum daga í Stykkishólmi. Við höfum sést einu sinni á því 41 ári sem er liðið síðan við skildum forðum daga í Hólminum. Gaman að svona tilviljunum.
Það verður heldur fámennt í 100 km hlaupinu sem haldið verður á laugardaginn. Einungis tveir hlauparar eru eftir. Skráðir þátttakendur hafa helst úr leik einn af öðrum af ýmsum ástæðum. Við hefðum fellt hlaupið niður undir flestum öðrum kringumstæðum en þar sem við höfðum engan fyrirvara um lágmarksfjölda þá verður það keyrt í gegn. Það spáir vel svo það verður fínt hlaupaveður á laugardaginn. Það eru ákveðin vonbrigði að þátttakan er ekki meiri því flestir þeirra sem eiga gott með að hlaupa maraþon geta hlaupið 100 km með góðu skipulagi og skynsemi. Það er fyrst og fremst spurning um tíma.
miðvikudagur, júní 03, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú sást ekki leik Berserkja og Höfrungana í Bikarkeppninni? ;)
kv. Jóhanna Eiríksd.
Nei, því miður!!
Skrifa ummæli