fimmtudagur, júní 18, 2009

Maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt. Í morgun hlustaði ég á samræður í útvarpinu um stóra lífeyrissjóðslánið hjá Sigurjóni digra. Þar var fullyrt og vísað til tölvupósta sem viðkomandi hafði undir höndum og sönnuðu mál hans. Þar kom fram að starfmaður Landsbankans hefði átt að vara við því að Landsbankinn veitti Sigurjóni lánið upp á 70 mills. Það var ekkert fyrr gert við þennan starfsmann en að reka hann. Lögfræðingurinn sem blessaði yfir gjörninginn með sérstakri álitsgerð var aftur á móti hækkaður í tign. Þarna var líka fullyrt að bankaleynd væri ekki aflétt vegna þess að það þætti ekkert afskaplega mikið tilhlökkunarefni að aflétta bankaleynd. Það væri sem sagt ekki verið að auðvelda rannsókn bankahrunsins með því að aflétta bankaleynd á ýmsum sviðum. Það er alveg á hreinu að það skapast aldrei sæmileg sátt í samfélaginu til framtíðar ef allur almenningur hefur það á tilfinningunni að hann sé böstaður af þeim sem sitji í innsta hring við katlana.

Fjölmiðlarnir eru alltaf samir við sig. Þegar mál eins og Sigurjónsmálið kemur upp þá er það varla komið lengd sína í umræðunni þar til varðhundarnir eru komir á fullt í fjölmiðlum að verja gjörninginn og afvegaleiða umræðuna. Ekki fá venjulegir menn sem sakaðir eru um einhvert misferli tækifæri til að verja sig svona í fjölmiðlum. Síðan er spurnig hvort fleiri gæðingar hafi fengið álíka vildarkjör í lífeyrismálum. Sem dæmi má nefna að það hefur myndast skattaskuld við svona slaufugerð. Af 70 milljónum er hún ca 22 m.kr. Molar eru líka brauð í harðærinu.

Málefni mannsins sem braut niður húsið á Álftanesinu hefur verið nokkuð til umræðu. Nú þekki ég ekkert til málsins en hitt veit ég að það ferillinn frá því að vanskil byrja þar til hús er boðið upp tekur töluvert marga mánuði. Ætli það séu ekki allavega níu mánuðir. Fasteign sem á að bjóða upp í október er því komin í uppnám vegna vanskila á lánum cirka um áramótin þar á undan. Það er bara svoleiðis.

Engin ummæli: