Norðurlandamóti unglinga í fjölþraut lauk í Kópavogi í dag. Stelpurnar íslensku stóðu sig vel með Helgu Margréti í broddi fylkingar. Hún bætt íslandsmet sitt frá því í fyrra um nær 200 stig. Yfirburðir hennar voru svo miklir að hún hefði getað sleppt síðustu greininni en unnið engu að síður. Árangur hennar er líklega 5 besti árangur þessa aldursflokks í heiminum í ár. Það eru ekki margir íþróttamenn hérlendir sem hafa náð betri árangri á seinni tímum. Þrátt fyrir að hún verði ekki átján ára fyrr en í haust vantaði hana einungis ca 150 stig til að ná lágmarkinu fyrir HM fullorðna. Hún á eitt ár enn eftir í þessum aldursflokk. Sveinbjörg stóð sig með sóma og endaði í þriðja sæti í flokki undir 18 ára. Í fyrra komst hún ekki inn á mótið en springur út í ár og bætir sig í flestum greinum. Hún náði lágmarkinu fyrir HM unglinga glæsilega. Maríu gekk ekki alveg eins vel. Hana vantaði einungis 18 stig til að komast á HM unglinga. Hún var nokkuð langt frá sínu besta í fimm greinum af sjö þannig að hún á töluvert mikið inni. Það var allt lagt undir í síðustu greininni, 800 metrum. Þrátt fyrir verulega bætingu þá vantaði hana rúma sekúndu til að smeygja sér yfir 4500 stig. Þetta kemur að ári.
Bjarki Gíslason frá Akureyri stóð sig einnig vel og varð í 4 sæti af 10 í flokki 18-19 ára stráka. Þetta var fínt mót og gaman að sjá okkar fólk standa sig með svo miklum ágætum. Árangurinn var dekkaður ágætlega í kvöldfréttum sjónvarpsstöðvanna og skyldi enginn þakka þeim það. Þeim ber skylda til að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast í íþróttum hérlendis enda þótt það sé ekki hnöttótt.
mánudagur, júní 15, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli