Mér finnst að Dali Lama sé í hópi með Móður Teresu, Mandela, Ghandi og biskup Tutu. Þetta fólk hefur það sameiginlegt að vegna orða sinna og athafna er það hafið yfir það sem venjulegt telst. Það er snautlegt að ríkisstjórnin skuli ekki hafa svarað erindum Dali Lama um möguleika á fundi með henni. Verst af öllu er að svara ekki erindum sem berast. Það er hreinlegra að segja nei. Sama máli gildir með forsetann. Það eru svona hlutir sem gleymast ekki.
Við Jói fórum í fína fuglaskoðunarferð í dag. Fyrst fórum við út á Álftanes og síðan yfir í Hafnarfjörð og að Hvaleyrarvatni. Við enduðum á að skoða Ástjörnina úr fjarlægð en þar hefur flórgoðinn aðsetur. Förum að henni síðar. Í dag var greinilega böðunardagurinn mikli. Allstaðar voru fuglar að baða sig. Þá eru þeir mjög uppteknir og þægilegt að komast að þeim. Við Hvaleyrarvatn sá ég í frysta smáönd sem ég veit ekki hvað heitir. Hún er miklu minni en aðrar endur sem ég hef séð. Þarf að komast að því hvað hún heitir.
mánudagur, júní 01, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli