föstudagur, júní 05, 2009

Fyrstu hint um niðurstöðu í Icesafe uppgjörinu er að líta dagsins ljós. Sex hundruð milljarðar tekin að láni í erlenddri mynt. Vextir leggjast við höfuðstólinn í sjö ár. Sama eigna mun vonandi grynnka eitthvað á skuldunum fram að þeim tíma. Að sjö árum liðnum verður farið að greiða niður höfuðstólinn. Það verður að segja að það eru mög spurningarmerki í þessu dæmi. ef niðurstaðan verður okkur óhagstæð verður það hrikalegt dæmi. Það er álíka eins og stríðsskaðabætur Finnlands eftir seinni heimsstyrjöldina. Spurning er hvort þeir sem komu þjóðinni í þessi ósköp muni bara ganga léttir í spori frá þessu öllu.

Ég sá í dag yfirlit um öll 48 tíma hlaup norðurlandabúa sem hafa náð yfir 300 km. Fryrsti norðurlandabúinn braut 300 km markið árið 1985. Frá þeim tíma hafa norðurlandabúar 19 sinnum hlaupið lengra en 300 km í 48 tíma hlaupi. Ég er í fimmta sæti norðurlandabúa frá upphafi. Það ég best veit er ég nokkuð langelstur á því ári sem hlaupið er. Þeir sem eru á undan mér á listanum eru allir miklir hlauparar. Svíinn Rune Larsson er í fyrsta sæti. Hann er gríðarlegur hlaupari sem meðal annars vann Spartathlon þrisvar. Hann hefur hlaupið yfir þver Bandaríkin. Lars Skytte frá Danmörku er í öðru sæti. Hann tók brons í Spartathlon í fyrra. Finninn Seppo Leionen er þekktasti ultrahlaupari Finnlands. Hann hefur tekið verðlaun í Spartathlon og er´sá hlaupari sem hefur lokið hlaupinu oftast eða 17 sinnum. Félagi minn Eiolf Eivindssen frá Noregi er í fjórða sæti. Hann hefur lokið Spartathlon hlaupinu alls sex sinnum og er þessar vikurnar að hlaupa frá Bari á Ítalíu í áttina að norður odda Noregs.

Listinn er hér. Þetta er ekki dónalegur félagsskapur.

Menn
373,798 km Rune Larsson, SVE Columbia, SC 31.12.86 b
366,271 km Lars Skytte Christoffersen, DAN Bornholm 25.05.08 v
344,586 km Seppo Leinonen, FIN Surgères 09.05.93 b
343,650 km Eiolf Eivindsen, NOR Bornholm 25.05.08 v
333,844 km Gunnlaugur Juliusson, ISL Bornholm 24.05.09 v
332,653 km Jesper Olsen, DAN Surgères 14.05.06 b
332,170 km Seppo Leinonen, FIN Surgères 09.05.91 b
332,050 km Per K. Pedersen, DAN Bornholm 25.05.08 v
322,578 km Stefan Lindvall, SVE Bornholm 24.05.09 v
321,193 km Seppo Leinonen, FIN Surgères 08.05.94 b
314,767 km Per Gunnar Alfheim, NOR Bornholm 25.05.08 v
314,368 km Juha Jumisko, FIN Bornholm 24.05.09 v
310,000 km Christian Ritella, SVE Brno 22.03.09 i
308,850 km Michael Mørk, DAN Bornholm 25.05.08 v
306,000 km Jesper Olsen, DAN Kairo 09.01.09 b
305,209 km Reima Hartikainen, SVE Surgères 24.05.09 b
302,492 km Matthias Bramstång, SVE Bornholm 25.05.08 v
302,430 km Andreas Falk, SVE Bornholm 25.05.08 v
301,796 km Janne Kankaansyrjä, FIN Surgères 30.05.04 b
300,600 km Bertil Järlåker, SVE Storbritannia 18.10.85 b

HK/Víkingur vann góðan sigur á Sindra í Kópavoginum í kvöld 4-0 og Víkingur sótti Leikni heim í breiðholtið og vann með yfirburðum, 1-5.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með frábæran árangur. Það er sannarlega gaman að geta fylgst með afrekum þínum hér á blogginu. Bestu kveðjur frá áhugasömum lesanda.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góða kveðju. Það er ánægjulegt að finna að það hafa æ fleiri gaman af að fylgjast umræðu um ultrahlaup hér á síðunni (m.m.) Það er ekki svo langt síðan þetta var framandi heimur fyrir flesta hérlendis.
Mbk
Gunnlaugur