Ég fékk fyrir skömmu í póstkassann nýtt tölublað af Þjóðmálum. Þetta rit er eina almennilega ritið um þjóðfélagsmál sem kemur út hérlndis um þessar mundir. Í því eru yfirleitt vandaðar greinar um mörg þau efni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Auðvitað er það svo að það eru ekki allir sammála þeim áherslum sem fram koma í ritinu en það er bara þannig. Skoðanir eru settar fram til að skapa umræðu og leiða fram mismunandi vinkla. Maður hefur stundum á tilfinningunni að það sé búið að ákveða einhversstaðar hvernig skoðanir maður á að hafa á hinum og þessum málum, sé miðað við viðbrögðin ef fram koma skoðanir sem ekki falla í kramið hjá ýmsum þeim sem betur þykjast vita en allur almúginn. Það er áhugavert að bera saman umræðu dagsins á maga lund og úmræðuhefðina sem þótti sjálfsögð á fyrri áratugum síðustu aldar. Það er ekki að sjá að mikið hafi breyst. Þá voru hreintrúarmenn einnig fyrirferðarmiklir og orðavalið gagnvart þeim sem voru á öndverðum meiði var ákaflega áþekk þeirri umræðuhefð sem bloggheimurinn hefur leyst úr læðingi.
Mér þóttu nokkrar greinar í Þjóðmálum mjög áhugaverðar. Gunnar Rögnvaldsson skrifar um áhlaupið á íslensku krónuna. Það er ekki áhlaup af hálfu erlendra vogunarsjóða og hrægamma heldur eru innlendir framámenn þar fremstir í flokki. Krónunni er fundið allt til foráttu og hún talin upphaf og endir alls þess sem misfarist hefur í efnahagsmálum hérlendis. Það á við í þessu efni eins og í svo mörgu öðru að "Árinni kennir illur ræðari". Það er nú einu sinni svo að efnahagsstjórnun á Íslandi hefur oftar en ekki verið afskaplega frumstæð og vanhugsuð. Tveggja áratugaskeið óðaverðbólgu á árunum 1971-1991 var ekki krónunni að kenna heldur þeim sem sátu við stjórnvölinn. Krónan var felld kerfisbundið til að rétta hag útflutningsgreinanna (sjávarútveegsins) sem bar sig illa. Afkoma hans var yfirleitt erfið vegna þess að það störfuðu alltof margir við hann, fyrirtækin voru of mörg, afköstin voru of lítil og bátarnir of margir miðað við þann afla sem dreginn var að landi. Það var því ekki krónunni að kenna að gengið va rfellt heldur var krónan notuð sem tæki til að halda þjóðarbúinu gangandi og halda avinnuleysi í lágmarki.
Gunnar kemur í grein sinni inn á örlög Nýfundalands, Nova Scotia og Prince Edward Island. Þessi smáríki sem eru á asuturströnd Kanada misstu öll sjálfstæði sitt árið 1949. Nvers vegna gerðist það? Meginástæðan var að allar meginstoðir efnahagslífsins voru komnar í hendur erlendra aðila. Kaupskipaflotinn var í eign erlenra aðila, bankarnir sömuleiðis, landbúnðaðarvörur voru fluttar inn og síðan var búið að binda myntina við Kanadadollar. Þannig gátu Nýfundnalendingar sig hvergi hrært og töpuðu allri samkeppnisstöðu á fiskmörkuðum gangvart Íslandi og fleiri fiskveiðiþjóðum sem höfðu sveigjanlegra hagkerfi. Væri ég að víla og díla um inngöngu Íslands í ESB þá myndi mér finnast það ómaksins virði að gera úttekt á því hverju það myndi breyta gangvart samkeppnisstöðu sjávarútvegsins ef við værum búnir að taka upp Evru og hefðum þar af leiðandi misst allan sveigjanleika hvað gengismál varðar. Norðmenn hefðu áfram sína norsku krónu og hefðu þar af leiðandi aðra möguleika til að laga sig að aðstæðum. Ég veit það alla vega að Finnar öfunda Svía af því að hafa sína sænsku krónu og geta þannig tekið sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkisviðskiptum. Sænska krónan hefur heldur látið undan síga til að tryggja stöðu útflutningsatvinnugreinanna og bæta hag atvinnulífsins.
Sigrun Þormar skrifar grein um hvað sé í ESB pakkanum. Sigrún hefur buið í Danmörku í 30 ár og þekkir umræðuna því vel frá þeirra sjónarhorni. Hún rekur ein 15 atriði sem muni breytast við inngöngu landsins í ESB og hafa veruleg áhrif á stöðu þess.
Síðan er minnst á bók Snorra G. Bergssonar, "Roðinn í Austri" sem fjallar um sögu kommúnistahreyfingarinnar hérlendis á árunum 1919-1924. Ég hef ekki lesið þessa bók en þó gluggað í hana. Hún á það sammerkt með bók Hannesar Hólmsteins að með þeim er þessi hluti íslandsssögunnar skýrður og settur fram á nýjan og afar áhugaverðan hátt. Það er ljóst að margt það sem haldið hefur verið fram til þessa þarfnast mikillar endurskoðunar við. Ég hlakka til að lesa bók Snorra ítarlega.
Árið í ár hefur ekki verið neitt sérstakt hlaupalega séð. Ég var dálítið lengi að jafna mig eftir brettahlaupið í desember í fyrra. Skrokkurinn var þungur og neistinn á andanum skki sérstaklega skarpur. Ég bjó mig því ekki eins vel undir hlaupið í Belfast eins og ég vissi að ég þyrfti að gera ef ég ætlaði að ná hámarksárangri. Árangurinn var engu að síður í lagi en hann byggði meir á reynslu heldur en getu. Ég fann eftir það að það var kominn tími á að hvíla mig, bæði líkamlega og andlega. Ég hafði hlaupið á fullu í þrjú ár samfleytt. Ég hef verið að predika það að hvíldin sé nauðsynlegur hluti að æfingaskipulaginu og nú var ekki lengur undan því vikist. Því hægði ég verulega á öllum hlaupum seinni hluta ársins, baslaði við að ná mér góðum af meiðslum, borðaði mat sem ég hef ekki borðað um nokkurra ára skeið og bætti á mig nokkrum kílóum. Nú um áramót finnst mér ég vera tilbúinn í slaginn aftur. Á næsta ári bíða nokkur áhugaverð verkefni s.s. GUCR hlaupið í Englandi, Hamingjuhlaupið á Ströndum sem nú verður hlaupið frá Trékyllisvík til Hólmavíkur (það er fullorðið) og svo vonast ég til að komast á heimsmeistaramótið í 24 tíma hlaupi sem haldið verður í Póllandi í september. Þetta verður áhuagvert.
laugardagur, desember 31, 2011
föstudagur, desember 23, 2011
Góðu hlaupaári er að ljúka og mörg góð afrek hafa verið unnin á árinu. Það er erfitt að segja um hvaða afrek ber hæst af því sem maður fylgist helst með hér heima. Hlaupin eru svo ólík að allur samanburður verður erfiður. Það er erfitt að bera saman Laugaveginn og 5 km hlaup. Það er erfitt að bera saman 10 km hlaup sem tekur rúmlega hálfan til einn klukkutíma að ljúka og hlaup sem taka hálfan, einn eða tvo sólarhringa. Það reynir á allt aðra þætti í löngu hlaupunum en þeim styttri að það er eiginlega ekkert annað en nafnið sem sameinar þau.
Hlaup.is hefur nú þriðja árið í röð lagt upp með kosningu á langhlaupara ársins. Það góðra gjalda vert að beina athyglinni sérstaklega að þeim sem hafa náð góðum árangri á árinu. Það er erfitt að skera úr um hver sé bestur hlaupara sem hafa runnið skeið er sem er á skalanum 5 km til 100 km. Það er ekki einfalt. Í mínum huga er hér um sitt hvora íþróttina að ræða þótt hvorutveggja sé kallað hlaup. Hlaup sem rúmast innan ólympísku skilgreiningarinnar eru eitt en ofurhlaup eru annað. Það er vafalaust svo að það séu ekki allri sammála þessari skilgreiningu en það er bara allt annað mál.
Þegar verið er að leggja upp með kosningu eins og gert er á hlaup.is þá finnst mér að það megi taka nokkur atriði til skoðunar. Þó mér komi framkvæmdin ekki við per ce þá getur enginn bannað manni að hafa skoðanir á einu og öðru. Í fyrsta lagi skil ég ekki hvers vegna er byrjað að forvelja fólk og efna til kosningar áður en árið er liðið. Kosningunni lýkur síðan á hádegi á nýársdag!! Hvers á hlaupari að gjalda sem myndi setja landsmet í götuhlaupum í gamlárshlaupi ÍR? Vitaskuld getur það gerst. Það verður að hugsa hlutina út frá slíkum möguleikum. Það er hlaupið út um allan heim í desember ekki síður en aðra mánuði ársins. Því skyldu afrek sem mögulega eru unnin í hlaupum í desember ekki reiknast með í kosningu sem þessa? Reyndar má minna á að sama fyrirkomulag er haft þegar óskað er eftir tilnefningu sérsambandanna til íþróttamanns ársins. Þeirri tilnefningu á að vera lokið um mánaðamótin nóv / des eins og það gerist ekkert íþróttatengt í desembermánuði. Á norska hlaupavefnum www.kondis.no stendur kosning um ofurhlaupara ársins yfir frá því rétt eftir áramót og fram til janúarloka. Þá er tekið tillit til afreka sem unnin eru í öllum mánuðum áersins en ekki bara í ellefu þeim fyrstu. Í kosningunni oa kondis.no eru þeir einir eru gjaldgengir til að greiða atkvæði sem hafa hlaupið ofurhlaup á árinu. Þá er loku skotið fyrir vina- vinnustaða- eða fjölskylduatkvæðasafnanir.
Mikilvægt er við kosningu eins og þessa að þess sé gætt að jafnræði sé í upplýsingagjöf um einstaka hlaupara. Mér sýnist nokkuð vanta upp á það í þeim upplýsingum sem fyrir liggja um það ágæta fólk sem tilnefnt hefur verið sem hlaupari ársins á hlaup.is. Það segir mér afskaplega lítið um ágæti afreks ef enginn samanburður er gefinn. Samanburður hér innanlands er ágætur svo langt sem hann nær, norrrænn samanburður er stórum skárri en staða á heimslista er það sem mestu máli skiptir þar sem það er hægt. Við eigum að bera árangur íslendinga saman við heimsafrekaskrá þar sem þess er nokkur kostur. Það er m.a. hægt hjá Kára Steini, Sigurjóni og Sæbjörgu á þessum lista. Vitaskuld skiptir nokkru máli hve margir taka þátt í hlaupum af hverri tegund en heimslisti er alltaf heimslisti. Ef fáir taka þátt í hlaupi af einhverri tegund þá er það líklega vegna þess að hlaupin eru erfiðari en önnur. Um utanvegahlaup eru ekki neinar heimsskrár því þau eru ósambærileg. Hjá sumum er tiltekið hvað viðkomandi hefur bætt sig á árinu en það er ekki gert ekki hjá öllum sem þó hafa bætt sig verulega eða bætt fyrri met verulega. Mér finnst það hefði verið til mikilla bóta ef eitt hefði yfir alla gengið í þessu efni. Mér finnst grundvallaratriði þegar lagt er upp með opna kosningu af þessu tagi að jafnræðis sé gætt í upplýsingagjöf. Ef hægt er að segja meir um einn en annan hvað varðar afrek á árinu þá er það bara þannig. Hjá sumum er getið um aldursflokkatengda stöðu en ekki öllum. Af hverju skyldi það ekki vera gert? Þessar upplýsingar liggja allar fyrir.
Það var fínt viðtal við Kára Stein í Fréttablaðinu í morgun. Ég held að það sé alveg rétt mat hjá honum að hann á mun meiri tækifæri til að komast langt í maraþonhlaupi heldur en 10 km hlaupi. Ég tala nú ekki um ef hann færi að hlaupa 100 km. Það er við því að búast eftir svona 15 - 20 ár miðað við plönin hjá honum. Vonandi lifir maður þá tíma.
Hlaup.is hefur nú þriðja árið í röð lagt upp með kosningu á langhlaupara ársins. Það góðra gjalda vert að beina athyglinni sérstaklega að þeim sem hafa náð góðum árangri á árinu. Það er erfitt að skera úr um hver sé bestur hlaupara sem hafa runnið skeið er sem er á skalanum 5 km til 100 km. Það er ekki einfalt. Í mínum huga er hér um sitt hvora íþróttina að ræða þótt hvorutveggja sé kallað hlaup. Hlaup sem rúmast innan ólympísku skilgreiningarinnar eru eitt en ofurhlaup eru annað. Það er vafalaust svo að það séu ekki allri sammála þessari skilgreiningu en það er bara allt annað mál.
Þegar verið er að leggja upp með kosningu eins og gert er á hlaup.is þá finnst mér að það megi taka nokkur atriði til skoðunar. Þó mér komi framkvæmdin ekki við per ce þá getur enginn bannað manni að hafa skoðanir á einu og öðru. Í fyrsta lagi skil ég ekki hvers vegna er byrjað að forvelja fólk og efna til kosningar áður en árið er liðið. Kosningunni lýkur síðan á hádegi á nýársdag!! Hvers á hlaupari að gjalda sem myndi setja landsmet í götuhlaupum í gamlárshlaupi ÍR? Vitaskuld getur það gerst. Það verður að hugsa hlutina út frá slíkum möguleikum. Það er hlaupið út um allan heim í desember ekki síður en aðra mánuði ársins. Því skyldu afrek sem mögulega eru unnin í hlaupum í desember ekki reiknast með í kosningu sem þessa? Reyndar má minna á að sama fyrirkomulag er haft þegar óskað er eftir tilnefningu sérsambandanna til íþróttamanns ársins. Þeirri tilnefningu á að vera lokið um mánaðamótin nóv / des eins og það gerist ekkert íþróttatengt í desembermánuði. Á norska hlaupavefnum www.kondis.no stendur kosning um ofurhlaupara ársins yfir frá því rétt eftir áramót og fram til janúarloka. Þá er tekið tillit til afreka sem unnin eru í öllum mánuðum áersins en ekki bara í ellefu þeim fyrstu. Í kosningunni oa kondis.no eru þeir einir eru gjaldgengir til að greiða atkvæði sem hafa hlaupið ofurhlaup á árinu. Þá er loku skotið fyrir vina- vinnustaða- eða fjölskylduatkvæðasafnanir.
Mikilvægt er við kosningu eins og þessa að þess sé gætt að jafnræði sé í upplýsingagjöf um einstaka hlaupara. Mér sýnist nokkuð vanta upp á það í þeim upplýsingum sem fyrir liggja um það ágæta fólk sem tilnefnt hefur verið sem hlaupari ársins á hlaup.is. Það segir mér afskaplega lítið um ágæti afreks ef enginn samanburður er gefinn. Samanburður hér innanlands er ágætur svo langt sem hann nær, norrrænn samanburður er stórum skárri en staða á heimslista er það sem mestu máli skiptir þar sem það er hægt. Við eigum að bera árangur íslendinga saman við heimsafrekaskrá þar sem þess er nokkur kostur. Það er m.a. hægt hjá Kára Steini, Sigurjóni og Sæbjörgu á þessum lista. Vitaskuld skiptir nokkru máli hve margir taka þátt í hlaupum af hverri tegund en heimslisti er alltaf heimslisti. Ef fáir taka þátt í hlaupi af einhverri tegund þá er það líklega vegna þess að hlaupin eru erfiðari en önnur. Um utanvegahlaup eru ekki neinar heimsskrár því þau eru ósambærileg. Hjá sumum er tiltekið hvað viðkomandi hefur bætt sig á árinu en það er ekki gert ekki hjá öllum sem þó hafa bætt sig verulega eða bætt fyrri met verulega. Mér finnst það hefði verið til mikilla bóta ef eitt hefði yfir alla gengið í þessu efni. Mér finnst grundvallaratriði þegar lagt er upp með opna kosningu af þessu tagi að jafnræðis sé gætt í upplýsingagjöf. Ef hægt er að segja meir um einn en annan hvað varðar afrek á árinu þá er það bara þannig. Hjá sumum er getið um aldursflokkatengda stöðu en ekki öllum. Af hverju skyldi það ekki vera gert? Þessar upplýsingar liggja allar fyrir.
Það var fínt viðtal við Kára Stein í Fréttablaðinu í morgun. Ég held að það sé alveg rétt mat hjá honum að hann á mun meiri tækifæri til að komast langt í maraþonhlaupi heldur en 10 km hlaupi. Ég tala nú ekki um ef hann færi að hlaupa 100 km. Það er við því að búast eftir svona 15 - 20 ár miðað við plönin hjá honum. Vonandi lifir maður þá tíma.
sunnudagur, desember 18, 2011
Ég kaypti nýlega bókina um Íslensku kommúnistana eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Bókin spannað áttatíu ára tímabil eða frá 1918 til 1998. Árið 1917 höfðu þau tíðindi gerst að lítil glæpaklíka hafði náð völdum í Rússlandi með því að brjótast inn í keisarahöllina bakdyramegin í því upplausnarástandi sem þar ríkti. Hún náði síðan undir sig völdum um gervallt Rússland á næstu fjórum árum. Sá atburður var síðan nefnd rússneska byltingin. Glæpaklíkan hafði á næstu áratugum gríðaleg áhrif um gervallan heim á marga lund. Hún kom fram undir merkjum breyttrar þjóðfélagsskipunar sem myndi bæta hag alþýðu um heim allan. Það má minna finna en grand í mat sínum. Það var því ekki hjá því komist að áhrif hennar bærust til Íslands og hefði þar veruleg áhrif. Um þau fjallar bók Hannesar að miklu leiti.
Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að alþýðu manna þættu það nokkur tíðindi þegar fréttir bárust af því að búið væri að þróa nýja þjóðfélagsskipan sem myndi auka réttlæti og jöfnuð. Mjög eðlilegt var að margir snerust til fylgis við slíka stefnu þar sem hagur fólks var í það heila tekið ekki beysinn á marga lund. Það átti bæði við íslenskt þjóðfélag svo og mörg önnur. Fljótlega kom í ljós að ekki var allt sem skyldi þar eystra. Samfélaginu var breytt í grundvallaratriðum. Miðstýring varð alger. Séreign var bönnuð. Bændur voru flæmdir milljónum saman af búum sínum þegar samyrkjuvæðingin var keyrð í gegn með fulltingi hersins. Hungursneyð í Úkraníu á árunum í kringum 1930 drap milljónir manna. Milljónir manna voru fluttar í þrælkunarbúðir í austur Sovétríkjunum sem kallað var Gúlag. Hinir svokölluðu óvinir ríkisins voru drepnir miskunnarlaust. Alræðisvald kommúnistaflokksins var algert. Þannig mætti lengi áfram telja. Það var því ekki óeðlilegt að það rynnu tvær grímur á ýmsa um hvort þessi nýja samfélagsskipan væri sú sem koma skyldi. Engu að síður urðu áhrif kommúnismans mikil víða um heim. Eftir seinni heimmstyrjöldina lagði hann undir sig alla Austur Evrópu. Í Kína náði kommúnistaflokkurinn undirtökunum árið 1949 eftir langvinna borgarastyrjöld. Sovétríkin voru áratugum saman annað tveggja heimsveldanna. Milli þeirra ríkti ógnarjafnvægi um áratuga skeið. Síðan gerist sá merkilegi atburður fyrir rúmum tuttugu árum síðan að kommúnisminn í Austur Evrópu hrundi eins og spilaborg. Hver þjóðin á fætur annarri varpaði oki glæpaklíkunnar í Moskvu af sér. Sovéski kommúnistaflokkurinn var bannaður með lögum og Sovétríkin lögð niður fyrir réttum 20 árum síðan eða milli hátíðanna 1991. Þannig lauk þessari voðalegu sögu. Leidd hafa verið rök að því að kommúnisminn hafi kostað um 100 milljónir manna lífið. Það er því að minnssta sem hægt er að gera til að sýna minningu þess fólks þá virðingu sem það á sklið að fjalla um þennan hluta í mannkynssögunni. Þó ekki væri nema til að sýna fram á að til þess eru vítin til að varast þau.
Bók Hannesar fjallar um tengsl íslenskra einstaklinga, félagasamtaka og stjórnmálaflokka við sovéska kommúnistaflokkinn svo og annarra eftir því sem leiðir þeirra hafa legið saman. Þau voru gríðarlega mikil á marga lund. Eftir því sem aðgengi hefur batnað að skjalasöfnum í Moskvu þá hefur verið mögulegt að draga staðreyndir fram á sjónarsviðið. Fram að því gátu viðkomandi einstaklingar haldið hverju sem var fram. Gagnrýnin umfjöllun á margvísleg samskipti við Sovétríkin eða lýsingar á ástandinu í Sovétríkjunum var yfirleitt afgreidd sem Moggalygi. Í bókinni kemur fram að áhrif Sovétmanna hérlendis voru gríðarlega mikil á marga lund. Gríðarlegir fjármunir runnu til Íslands eftir ýmsum krókaleiðum til að styrkja margháttaða starfsemi sem var Sovétmönnum þóknanleg. Það er í sjálfu sér ekkert smámál að erlent stórveldi hafi reynt eftir margháttuðum aðferðum að hafa áhrif á umræðuna, stjórnmálabaráttuna og ýmis önnur atriði. Tilgangur þess er einungis einn, að auka áhrif Sovétríkjanna á Íslandi. Menn gátu deilt um ágæti þess á vissum tímum en ég held að þeir séu ákaflega fáir sem mæli með því í dag að Sovétmenn hefðu náð undirtökum hérlendis. Það þarf ekki að líta lengur en til Eystrasaltsríkjanna til að fá borðleggjandi staðreyndir um hvað hefði beðið íslendinga undir þeim járnhæl. Ísland liggur miklu fjær öðrum norrænum ríkjum en Eystrasaltslöndin svo einhver nálægð við þau hefði ekki skipt neinu máli. Það er hægt að skipta áhangendum Sovétríkjanna á síðustu öld í þrjá flokka í grófum dráttum. Í fyrsta lagi var allur almenningur sem heyrði dýrðarlýsingar á nýrri samfélagsskipan í Sovétríkjunum. Hverju átti fólk að trúa? Það voru margir áhrifamiklir menn sem lofuðu Sovéska skipulagið. Kvæði voru ort, ræður voru haldnar, bækur voru skrifaðar og blöð og tímarit gefin út sem sungu þennan kór. Vitaskul hafði hann áhrif. Í öðru lagi má nefna þá einstaklinga sem fóru til Sovétríkjanna í flokkslega þjálfunarskóla. Það er til svolítið sem heitir heilaþvottur og innræting. Það er ekki óeðlilegt að fleitir þerra sem gengu þann veg hafi tekið trúna. Í þriðja lagi má nefna þá sem voru að flækjast árum og áratugum saman í Sovétríkjunum eins og gráir kettir. Það var ákveðinn hópur íslendinga sem dvaldi langtímum saman í Sovétríkjunum sér til "heilsubótar og hressingar" í boði sovéska kommúnistaflokkins. Það voru sumir jafnari en aðrir á þessum tímum eins og síðar. Hafi þeir ekki verið skyni skroppnir úr hófi fram þá vissu þeir allt allt um ástandið í Sovétríkjunum. Þeir hölluðu réttu máli þegar heim er komið. Þessir einstaklingar eru smæstir. Ég ætla ekki að nafngreina þá sem mér finnst fylla þennan flokk en meðal þeirra eru þeir einstaklingar sem hefur verið hampað hvað hæst. Hægt væri að nota orð sem varla er í munn takandi um ákveðna einstaklinga sem unnu hvað markvissast að þvi að auka ítök Sovétmanna hérlendis.
Fram kemur t.d. í bókinni að nóbelsskáldinu hafi verið heimilað að fylgjast með Búkarín réttarhöldunum þar sem sovétmenn treystu því að skáldið myndi vera til gagns um að halda fram sjónarmiðum Stalíns í þessu máli þegar heim var komið. Sú von brást ekki. Búkarín réttarhöldin eru orðin symbol fyrir misbeitingu yfirvalda á réttarkerfinu til að knésetja aðila sem voru valdinu ekki þóknanlegir.
Bók HHG er gagnlegt innlegg í samfélagsumræðuna hérlendis. Það er vafalaust ekki auðvelt fyrir alla að fara yfir þessa sögu nú á tímum. Þögnin hefði vafalaust verið þægilegust. Opnun sovéskra skjalasafna gerir það að verkum að það er ekki eins auðvelt og áður að afneita staðreyndum. Þó eru vafalaust ekki öll kurl þar komin til grafar. Bókin er afgreidd af mörgum á þann veg að HHG sé svo pólitískur að hann sé ekki trúverðugur sem sögurýnir. Nú veit ég ekkert um þau mál en það liggur ljóst fyrir að það er þá vafalaust nógu margir sem myndu hrekja skrif hans ef hann hefði gefið höggstað á sér með óvönduðum vinnubrögðum. Meðan það er ekki gert þá lítur maður á bókina um Íslenska kommúnista 1918 - 1998 sem trúverðugt og faglegt sagnfræðirit sem sé betur skrifuð en óskrifuð. Að mínu mati er hún mjög gagnlegt innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún varpar góðu ljósi á svo gríðarlega margt um áratugalöng áhrif sovésku glæpaklíkunnar hérlendis sem manni var áður hulið. Það eitt er af því góða.
Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að alþýðu manna þættu það nokkur tíðindi þegar fréttir bárust af því að búið væri að þróa nýja þjóðfélagsskipan sem myndi auka réttlæti og jöfnuð. Mjög eðlilegt var að margir snerust til fylgis við slíka stefnu þar sem hagur fólks var í það heila tekið ekki beysinn á marga lund. Það átti bæði við íslenskt þjóðfélag svo og mörg önnur. Fljótlega kom í ljós að ekki var allt sem skyldi þar eystra. Samfélaginu var breytt í grundvallaratriðum. Miðstýring varð alger. Séreign var bönnuð. Bændur voru flæmdir milljónum saman af búum sínum þegar samyrkjuvæðingin var keyrð í gegn með fulltingi hersins. Hungursneyð í Úkraníu á árunum í kringum 1930 drap milljónir manna. Milljónir manna voru fluttar í þrælkunarbúðir í austur Sovétríkjunum sem kallað var Gúlag. Hinir svokölluðu óvinir ríkisins voru drepnir miskunnarlaust. Alræðisvald kommúnistaflokksins var algert. Þannig mætti lengi áfram telja. Það var því ekki óeðlilegt að það rynnu tvær grímur á ýmsa um hvort þessi nýja samfélagsskipan væri sú sem koma skyldi. Engu að síður urðu áhrif kommúnismans mikil víða um heim. Eftir seinni heimmstyrjöldina lagði hann undir sig alla Austur Evrópu. Í Kína náði kommúnistaflokkurinn undirtökunum árið 1949 eftir langvinna borgarastyrjöld. Sovétríkin voru áratugum saman annað tveggja heimsveldanna. Milli þeirra ríkti ógnarjafnvægi um áratuga skeið. Síðan gerist sá merkilegi atburður fyrir rúmum tuttugu árum síðan að kommúnisminn í Austur Evrópu hrundi eins og spilaborg. Hver þjóðin á fætur annarri varpaði oki glæpaklíkunnar í Moskvu af sér. Sovéski kommúnistaflokkurinn var bannaður með lögum og Sovétríkin lögð niður fyrir réttum 20 árum síðan eða milli hátíðanna 1991. Þannig lauk þessari voðalegu sögu. Leidd hafa verið rök að því að kommúnisminn hafi kostað um 100 milljónir manna lífið. Það er því að minnssta sem hægt er að gera til að sýna minningu þess fólks þá virðingu sem það á sklið að fjalla um þennan hluta í mannkynssögunni. Þó ekki væri nema til að sýna fram á að til þess eru vítin til að varast þau.
Bók Hannesar fjallar um tengsl íslenskra einstaklinga, félagasamtaka og stjórnmálaflokka við sovéska kommúnistaflokkinn svo og annarra eftir því sem leiðir þeirra hafa legið saman. Þau voru gríðarlega mikil á marga lund. Eftir því sem aðgengi hefur batnað að skjalasöfnum í Moskvu þá hefur verið mögulegt að draga staðreyndir fram á sjónarsviðið. Fram að því gátu viðkomandi einstaklingar haldið hverju sem var fram. Gagnrýnin umfjöllun á margvísleg samskipti við Sovétríkin eða lýsingar á ástandinu í Sovétríkjunum var yfirleitt afgreidd sem Moggalygi. Í bókinni kemur fram að áhrif Sovétmanna hérlendis voru gríðarlega mikil á marga lund. Gríðarlegir fjármunir runnu til Íslands eftir ýmsum krókaleiðum til að styrkja margháttaða starfsemi sem var Sovétmönnum þóknanleg. Það er í sjálfu sér ekkert smámál að erlent stórveldi hafi reynt eftir margháttuðum aðferðum að hafa áhrif á umræðuna, stjórnmálabaráttuna og ýmis önnur atriði. Tilgangur þess er einungis einn, að auka áhrif Sovétríkjanna á Íslandi. Menn gátu deilt um ágæti þess á vissum tímum en ég held að þeir séu ákaflega fáir sem mæli með því í dag að Sovétmenn hefðu náð undirtökum hérlendis. Það þarf ekki að líta lengur en til Eystrasaltsríkjanna til að fá borðleggjandi staðreyndir um hvað hefði beðið íslendinga undir þeim járnhæl. Ísland liggur miklu fjær öðrum norrænum ríkjum en Eystrasaltslöndin svo einhver nálægð við þau hefði ekki skipt neinu máli. Það er hægt að skipta áhangendum Sovétríkjanna á síðustu öld í þrjá flokka í grófum dráttum. Í fyrsta lagi var allur almenningur sem heyrði dýrðarlýsingar á nýrri samfélagsskipan í Sovétríkjunum. Hverju átti fólk að trúa? Það voru margir áhrifamiklir menn sem lofuðu Sovéska skipulagið. Kvæði voru ort, ræður voru haldnar, bækur voru skrifaðar og blöð og tímarit gefin út sem sungu þennan kór. Vitaskul hafði hann áhrif. Í öðru lagi má nefna þá einstaklinga sem fóru til Sovétríkjanna í flokkslega þjálfunarskóla. Það er til svolítið sem heitir heilaþvottur og innræting. Það er ekki óeðlilegt að fleitir þerra sem gengu þann veg hafi tekið trúna. Í þriðja lagi má nefna þá sem voru að flækjast árum og áratugum saman í Sovétríkjunum eins og gráir kettir. Það var ákveðinn hópur íslendinga sem dvaldi langtímum saman í Sovétríkjunum sér til "heilsubótar og hressingar" í boði sovéska kommúnistaflokkins. Það voru sumir jafnari en aðrir á þessum tímum eins og síðar. Hafi þeir ekki verið skyni skroppnir úr hófi fram þá vissu þeir allt allt um ástandið í Sovétríkjunum. Þeir hölluðu réttu máli þegar heim er komið. Þessir einstaklingar eru smæstir. Ég ætla ekki að nafngreina þá sem mér finnst fylla þennan flokk en meðal þeirra eru þeir einstaklingar sem hefur verið hampað hvað hæst. Hægt væri að nota orð sem varla er í munn takandi um ákveðna einstaklinga sem unnu hvað markvissast að þvi að auka ítök Sovétmanna hérlendis.
Fram kemur t.d. í bókinni að nóbelsskáldinu hafi verið heimilað að fylgjast með Búkarín réttarhöldunum þar sem sovétmenn treystu því að skáldið myndi vera til gagns um að halda fram sjónarmiðum Stalíns í þessu máli þegar heim var komið. Sú von brást ekki. Búkarín réttarhöldin eru orðin symbol fyrir misbeitingu yfirvalda á réttarkerfinu til að knésetja aðila sem voru valdinu ekki þóknanlegir.
Bók HHG er gagnlegt innlegg í samfélagsumræðuna hérlendis. Það er vafalaust ekki auðvelt fyrir alla að fara yfir þessa sögu nú á tímum. Þögnin hefði vafalaust verið þægilegust. Opnun sovéskra skjalasafna gerir það að verkum að það er ekki eins auðvelt og áður að afneita staðreyndum. Þó eru vafalaust ekki öll kurl þar komin til grafar. Bókin er afgreidd af mörgum á þann veg að HHG sé svo pólitískur að hann sé ekki trúverðugur sem sögurýnir. Nú veit ég ekkert um þau mál en það liggur ljóst fyrir að það er þá vafalaust nógu margir sem myndu hrekja skrif hans ef hann hefði gefið höggstað á sér með óvönduðum vinnubrögðum. Meðan það er ekki gert þá lítur maður á bókina um Íslenska kommúnista 1918 - 1998 sem trúverðugt og faglegt sagnfræðirit sem sé betur skrifuð en óskrifuð. Að mínu mati er hún mjög gagnlegt innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún varpar góðu ljósi á svo gríðarlega margt um áratugalöng áhrif sovésku glæpaklíkunnar hérlendis sem manni var áður hulið. Það eitt er af því góða.
fimmtudagur, desember 15, 2011
Norðurlandametið sem ég setti í 24 tíma hlaupi á bretti fyrir rétt rúmu ári síðan féll um síðustu helgi. Ég átti metið því í rétt um eitt ár. Finninn Perti Perttilä hljóp á bretti í Helsingfors og bætti heldur um og hljóp 238,46 km. Það var mikið um að vera meðan á þessu stóð, bein útsending frá hlaupinu allan tímann og fleira í þeim dúr. Þetta er virkilega flott hjá Finnanum. Þessi árangur er með því besta sem hefur náðst í heiminum í brettishlaupi og einn besti árangurinn sem hefur náðst í 24 tíma hlaupi á Norðurlöndum í ár. . Það hlaut að gerast að það kæmi einhver norðurlandabúi og bætti um betur, annað gat ekki gerst. Það er hins vegar gaman að hafa náð þessum árangri í fyrra og að hafa náð að halda metinu í eitt ár. Sænskur langhlaupari sem ætlaði að taka metið í nóvember á sl. ári þurfti að kasta inn dúknum eftir 180 km. Sinadráttur og krampar voru þá búnir að ná yfirhöndinni. Þannig getur allt gerst í þessum efnum. Perti er töluvert yngri en ég eða 45 ára gamall. Hann er allt að því unglingur í þessu sambandi. Það hefði verið gaman að vera kominn á þetta ról fyrir 15 árum síðan. Það er engu að síður fínt að hafa það á sívíinu að hafa sett Norðurlandamet og haldið því um dálítinn tíma. Ég geri hins vegar ekki ráð fyrir að gera atlögu að þessu nýja meti. Það verða aðrir og meiri menn en ég að gera.
mánudagur, desember 05, 2011
Ég reyni yfirleitt að lesa eftir föngum eins og svo margir. Góðar bækur í bókaskápnum eru nauðsynlegar. Þótt bókasafn borgarinanr sé gott þá er það dálítið annað að eiga bókina alltaf tiltæka. Ég er hins vegar orðinn vandfýsnari á bækur en áður. Ég var alæta á bækur þegar ég var yngri og var þá oft með margar undir í einu. Nú er tíminn orðinn dýrmætari. Ein af þeim bókum sem ég keypti mér strax og hún kom út fyrr í haust er bókin: Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar? Mér finnst að svona bækur þurfi maður að eiga. Þær eru svo samþjappaðar af fróðleik að það er aldrei hægt að innbyrða allt við einn hraðan lestur. Ég verð að segja að bókin olli mér ekki vonbrigðum. Fá mál hafa verið meir í umræðunni á árunum eftir hrun en Icesave málið. Það má segja að það hafi tröllriðið umræðunni frá miðju árið 2009 fram á árið 2011 eða í nær tvö ár. Sigurður Már Jónsson blaðamaður hefur unnið mikið starf við að fara yfir tiltækar heimildir, bæði opinberar og óopinberar, og draga saman atburðarásina og efnisinnihald umræðunnar um málið. Það er nú svo að það skefur fljótt í sporin. Enda þótt heimildir séu tiltækar hér og þar út um allt þá er það ekki vinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að draga þær saman ef menn vilja kynna sér málið. Það verður einnig erfiðara eftir því sem árin líða. Því er mikils um vert að hafa tiltæka heildaryfirsýn yfir umræðuna og átburðarásina um svo afdrifaríkt mál sem Icesave málið var. Uppruni Icesave málsins er eitt, úrvinnsla þess er annað. Sigurður Már leggur í bók sinni megináherslu á úrvinnsluna. Icesave málið var staða sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir. Ég þekki Sigurð ekkert og veit ekkert um hann annað en að hann hafi unnið sem blaðamaður við viðskiptafréttir. Ég hef hvergi séð að meðferð hans á málinu hafi verið hrakin eða hann gerður uppvís að óvandaðri með ferð heimilda eða vilhallri túlkun þeirra.
Ég sagði eftir að ég lauk við bókina að ég hafi verið skelfingu lostinn að lestrinum afloknum. Icesave samningur nr 1 var lagður fyrir Alþingi á þeim nótum að það lá við að það ætti að samþykkja hann óséðan. Þingmenn höfðu einunigs möguleika á að lesa hann í sérstöku herbergi en fengu ekki eintak afhent. Málfar samningsins var slík samansúrruð samningaenska að einstaklingar sem voru uppaldir á enska tungu og höfðu starfað um árabil í enskumælandi landi áttu í erfiðleikum með að skilja textann. Samningnum var síðan dreift nafnlaust á fjölmiðla og til ákveðins hóps manna þann 17. júní árið 2009 til að brjóta þessa stöðu upp. Það hefur aldrei fengist uppgefið hver stóð að því. Eftir það fór boltinn að rúlla. Alþingi og aðrir aðilar fóru að kynna sér efni samningsins og við hann voru gerðir fjölmargir fyrirvarar. Þegar forsetinn ákvað að vísa Icesave 1 til þjóðaratkvæðagreiðslu átti allt að fara til andskotans ef hann yrði ekki samþykktur hraðar en hratt. Hann var sem betur fer felldur með um 95% atkvæða. Þá var annar og betri samningur gerður. Hann var enn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu en með miklu minni mun. Í bókinni kemur fram að íslenska ríkið væri nú búið að greiða út 110 milljarða króna ef Icesave 1 hefði verið samþykktur eins og hann var lagður fyrir. Fjárlögin eru samtals upp á tæpa 500 ma. króna. Ég ætla ekki að fjölyrða um einstök málsatvik í þessu máli en það er afar fróðlegt að hafa svo greinargott yfirlit um það í þessari bók. Það má þó fullyrða að tíminn hefur heldur betur unnið með Íslendingum í þessu máli. Bæði hefur það komið í ljós í fjölmörgum löndum að innistæðutryggingasjóðir landanna geta hvergi staðið undir hlutverki sínu ef bankakerfið riðar til falls. Því var sú staða alls ekki einstæð fyrir Ísland og í raun fáheyrður ruddaháttur að ætlast til þess íslenska þjóðin stæði skil á skuldum óreiðumanna. Það er afar fróðlegt í þessu sambandi að rifja upp rök þeirra sem mæltu hvað ákafast með samþykkt samningsins. Það er eins og menn hafi ekki haft neina tilfinningu fyrir þeim fjárhæðum sem voru í spilinu né hvaða áhrif það hefði ef þær væru teknar út úr hagkerfinu. Meir að segja átti gengi krónunnar að styrkjast ef gríðarlegar skuldbindingar til viðbótar yrðu lagðar á herðar ríkisins.
Ég las einnig aðra bók um helgina og um ánægjulegra efni. Það er bókin "Sú kemur tíð.." sem er æfiminningar Kristjáns Þórðarsonar á Breiðalæk á Barðaströnd. Ég hafði lesið hana áður en fannst tilvalið að renna yfir hana aftur. Ég þekkti Kristján ágætlega og margt hans fólk þegar ég bjó heima fyrir vestan. Breiðilækur er í næsta hreppi fyrir innan Rauðasand eða inni á Barðaströnd. Saga Kristjáns er gott dæmi um lífsbaráttu þess fólks sem valdi ekki auðveldu leiðina heldur lagði allt undir til að efla sveitina sína og láta gott af sér leiða. Kristján og Valgerður kona hans voru á þrítugsaldri þegar þau fengu úthlutað landi til að byggja nýbýli á upp úr 1950. Í sjálfu sér hefði það verið miklu auðveldara að flytja í þéttbýlið, kaupa sér hús og fá sér fasta atvinnu sem var allstaðar þá að finna fyrir duglegt fólk. Þess í stað hófust þau handa við að rækta og byggja jörðina upp frá grunni, því það voru engin mannvirki til staðar á landinu sem nýbýlið skyldi reist á. Það er ekki átakalaust að rækta tún, koma upp bústofni, byggja hús og kaupa vélar. Þetta var ekki allt tekið út með sældinni því ýmis áföll urðu á þessari vegferð s.s. hús- og heybruni, kalár og riðuveiki. Að byggja upp jörðina hefði nú einhverjum þótt vera ágætt dagsverk en það var öðru nær. Kristján var gríðarlega öflugur félagsmálamaður og bókin fjallar um tvennt annað til viðbótar við búskaparsöguna. Það er baráttan fyrir framfaramálun innan hreppsins svo og félagsmálastörf á héraðsvísu. Í hreppnum var það uppbygging skólastarfs í sveitinni, bygging grunnskólans, félagsheimilisins, sundlaugarinnar, iðnaðarhúsnæðis, íbúða, barátta fyrir möguleikum á mjólkursölu, oddvitastarf, ungmennafélagið og ég veit ekki hvað það var sem lenti ekki á herðum Kristjáns. Á héraðsvísu var það mjólkursamlagið, sláturhúsið, ræktunarsambandið, sparisjóðsmál, kaupfélagið, og fleiri og fleiri mál þar sem hann var virkur þátttakandi. Yfirleitt lentu stjórnarstörf á hans herðum og oftar en ekki formennskan. Alltaf var drifkrafturinn sá sami, að vinna sveitinni sinni og héraðinu gagn. Þessi bók lýsir einnig ágætlega þeirri gríðarlegu byltingu sem varð víða í sveitum landsins á þessum árum. Fólk braust úr næstum því allsleysi og erfiði yfir í að geta séð fyrir sér og sínum við góðar aðstæður og veitt sér margt það sem óhugsandi hafði verið talið þar áður. Þegar menn keyra nú vestur Barðaströnd eftir fínum vegi þá gefur að líta húsin á Breiðalæk fyrir ofan veg um miðja Ströndina. Vel setin, vel hýst og snyrtileg jörð. Ég veit að það gustar oft um þá sem taka að sér forystu í ýmsum málum. Sú ganga er ekki alltaf auðveld. Því finnst mér það vera einn höfuðkostur bókarinnar og frásagnarinnar hvað Kristján er umtalsgóður um allt og alla. Hann lítur sáttur um öxl og sér að það hefur margt ánægjulegt áunnist á langri ævi.
Ég sagði eftir að ég lauk við bókina að ég hafi verið skelfingu lostinn að lestrinum afloknum. Icesave samningur nr 1 var lagður fyrir Alþingi á þeim nótum að það lá við að það ætti að samþykkja hann óséðan. Þingmenn höfðu einunigs möguleika á að lesa hann í sérstöku herbergi en fengu ekki eintak afhent. Málfar samningsins var slík samansúrruð samningaenska að einstaklingar sem voru uppaldir á enska tungu og höfðu starfað um árabil í enskumælandi landi áttu í erfiðleikum með að skilja textann. Samningnum var síðan dreift nafnlaust á fjölmiðla og til ákveðins hóps manna þann 17. júní árið 2009 til að brjóta þessa stöðu upp. Það hefur aldrei fengist uppgefið hver stóð að því. Eftir það fór boltinn að rúlla. Alþingi og aðrir aðilar fóru að kynna sér efni samningsins og við hann voru gerðir fjölmargir fyrirvarar. Þegar forsetinn ákvað að vísa Icesave 1 til þjóðaratkvæðagreiðslu átti allt að fara til andskotans ef hann yrði ekki samþykktur hraðar en hratt. Hann var sem betur fer felldur með um 95% atkvæða. Þá var annar og betri samningur gerður. Hann var enn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu en með miklu minni mun. Í bókinni kemur fram að íslenska ríkið væri nú búið að greiða út 110 milljarða króna ef Icesave 1 hefði verið samþykktur eins og hann var lagður fyrir. Fjárlögin eru samtals upp á tæpa 500 ma. króna. Ég ætla ekki að fjölyrða um einstök málsatvik í þessu máli en það er afar fróðlegt að hafa svo greinargott yfirlit um það í þessari bók. Það má þó fullyrða að tíminn hefur heldur betur unnið með Íslendingum í þessu máli. Bæði hefur það komið í ljós í fjölmörgum löndum að innistæðutryggingasjóðir landanna geta hvergi staðið undir hlutverki sínu ef bankakerfið riðar til falls. Því var sú staða alls ekki einstæð fyrir Ísland og í raun fáheyrður ruddaháttur að ætlast til þess íslenska þjóðin stæði skil á skuldum óreiðumanna. Það er afar fróðlegt í þessu sambandi að rifja upp rök þeirra sem mæltu hvað ákafast með samþykkt samningsins. Það er eins og menn hafi ekki haft neina tilfinningu fyrir þeim fjárhæðum sem voru í spilinu né hvaða áhrif það hefði ef þær væru teknar út úr hagkerfinu. Meir að segja átti gengi krónunnar að styrkjast ef gríðarlegar skuldbindingar til viðbótar yrðu lagðar á herðar ríkisins.
Ég las einnig aðra bók um helgina og um ánægjulegra efni. Það er bókin "Sú kemur tíð.." sem er æfiminningar Kristjáns Þórðarsonar á Breiðalæk á Barðaströnd. Ég hafði lesið hana áður en fannst tilvalið að renna yfir hana aftur. Ég þekkti Kristján ágætlega og margt hans fólk þegar ég bjó heima fyrir vestan. Breiðilækur er í næsta hreppi fyrir innan Rauðasand eða inni á Barðaströnd. Saga Kristjáns er gott dæmi um lífsbaráttu þess fólks sem valdi ekki auðveldu leiðina heldur lagði allt undir til að efla sveitina sína og láta gott af sér leiða. Kristján og Valgerður kona hans voru á þrítugsaldri þegar þau fengu úthlutað landi til að byggja nýbýli á upp úr 1950. Í sjálfu sér hefði það verið miklu auðveldara að flytja í þéttbýlið, kaupa sér hús og fá sér fasta atvinnu sem var allstaðar þá að finna fyrir duglegt fólk. Þess í stað hófust þau handa við að rækta og byggja jörðina upp frá grunni, því það voru engin mannvirki til staðar á landinu sem nýbýlið skyldi reist á. Það er ekki átakalaust að rækta tún, koma upp bústofni, byggja hús og kaupa vélar. Þetta var ekki allt tekið út með sældinni því ýmis áföll urðu á þessari vegferð s.s. hús- og heybruni, kalár og riðuveiki. Að byggja upp jörðina hefði nú einhverjum þótt vera ágætt dagsverk en það var öðru nær. Kristján var gríðarlega öflugur félagsmálamaður og bókin fjallar um tvennt annað til viðbótar við búskaparsöguna. Það er baráttan fyrir framfaramálun innan hreppsins svo og félagsmálastörf á héraðsvísu. Í hreppnum var það uppbygging skólastarfs í sveitinni, bygging grunnskólans, félagsheimilisins, sundlaugarinnar, iðnaðarhúsnæðis, íbúða, barátta fyrir möguleikum á mjólkursölu, oddvitastarf, ungmennafélagið og ég veit ekki hvað það var sem lenti ekki á herðum Kristjáns. Á héraðsvísu var það mjólkursamlagið, sláturhúsið, ræktunarsambandið, sparisjóðsmál, kaupfélagið, og fleiri og fleiri mál þar sem hann var virkur þátttakandi. Yfirleitt lentu stjórnarstörf á hans herðum og oftar en ekki formennskan. Alltaf var drifkrafturinn sá sami, að vinna sveitinni sinni og héraðinu gagn. Þessi bók lýsir einnig ágætlega þeirri gríðarlegu byltingu sem varð víða í sveitum landsins á þessum árum. Fólk braust úr næstum því allsleysi og erfiði yfir í að geta séð fyrir sér og sínum við góðar aðstæður og veitt sér margt það sem óhugsandi hafði verið talið þar áður. Þegar menn keyra nú vestur Barðaströnd eftir fínum vegi þá gefur að líta húsin á Breiðalæk fyrir ofan veg um miðja Ströndina. Vel setin, vel hýst og snyrtileg jörð. Ég veit að það gustar oft um þá sem taka að sér forystu í ýmsum málum. Sú ganga er ekki alltaf auðveld. Því finnst mér það vera einn höfuðkostur bókarinnar og frásagnarinnar hvað Kristján er umtalsgóður um allt og alla. Hann lítur sáttur um öxl og sér að það hefur margt ánægjulegt áunnist á langri ævi.
mánudagur, nóvember 28, 2011
Þetta Núbó dæmi á Grímsstöðum er eiginlega allt með ólíkindum, alveg frá upphafi til enda. Það byrjar með því að það er lanserað út að ljóðskáld og náttúruunnandi frá Kína sem hafi hrifist svo af Íslandi hafi séð bújörð auglýsta og gert í hana tilboð. Hann hafði síðan áfrom um að byggja upp ferðaþjónustu, reisa á jörðinni 400 gesta hótel og byggja golfvöll svo dæmi séu tekin um hugsanlegar framkvæmdir. Hann hafi oft tekið farsælustu ákvarðanir sínar í viðskiptum á meðan að hann orti ljóð svo þarna hlaut hann að hafa ort heilan ljóðaflokk miðað við öll áformin. Það var ekki verra að hann hafði haft sterkar taugar til þjóðar og lands síðan á áttunda áratugnum síðan honum hafði verið gefin lopapeysa af skólafélaga sínum frá Íslandi sem var í skólavist í Kína í boði kínverska kommúnistaflokksins. Svo hafði hann komist á bragðið með að borða harðfisk og hákarl og drekka íslenskt brennivín svo það var erfitt að biðja um meira. Sannur íslandsvinur var mættur. Áform um framkvæmdir á jörðinni voru upp á fleiri tugi milljarða króna og þær áttu að hefjast strax næsta vor. Hann vildi byrja sem fyrst því það var eitt af áformum hans að leggja íslendingum lið í baráttu við kreppuna því af aurum átti hann nóg. Það skipti ekki öllu máli í þessari umræðu þótt Grímsstaðir á Fjöllum liggi það hátt í landinu að þar vex varla stingandi strá, golfvöllur skyldi byggður.
Það var einungis einn galli á gjöf Njarðar, Núbó mátti ekki kaupa jörðina samkvæmt gildandi landslögum. Því var sent erindi til innanríkisráðuneytisins þar sem óskað var eftir undanþágu frá lagatexta. Meðan beðið var eftir úrskurði ráðuneytisins þá var tíminn notaður vel s.s. að bjóða íslenskum skáldum til Kína til að lesa upp ljóð. Fyrir tilviljun voru valin til ferðarinnar skáldkona sem var alin upp í næsta hreppi við Grímsstaði svo og sonur fyrrverandi forseta landsins. Sá lét vel af Kínaförinni í viðtali við Mbl.
Margir urðu afskaplega glaðir við þessar fréttir og vildu drífa jarðakaupin í gegn sem fyrst svo hægt væri að hefjast handa og auka umsvif og hagvöxt á Norðausturlandi. Þó voru einhverjir efins. Meðal þeirra var hótelstjórinn í Reynihlíð sem hefur dágóða reynslu af hótelrekstri. Hann skrifaði ágæta grein um hvaða umgjörð þyrfti í kringum 400 gesta hótel. Það kom í ljós að það þyrfti að byggja upp dágott þorp er til að standa undir slíkri stassjón. Það þyrfti að byggja upp íbúðarhúsnæði, veitukerfi að og frá, þarna þyrfti ýmsa opinbera þjónustu s.s. leikskóla, skóla og annað sem tilheyrir þéttbýli af þessari stærð o.s.frv. o.s.frv. Þessar upplýsingar slógu ekki á efasemdaraddirnar því maðurinn hlaut að sjá lengra en aðrir. Síðar kom í ljós að Núbó hefði verið hátt settur innan Áróðursmálaráðuneytis Kína. Áróðursmálaráðuneytið í Kína er nú engin auglýsingastofa heldur segja kunnugir menn að þar sé á ferðinni stofnun sem sé samsvarandi KGB í Sovétríkjunum gömlu. Þeir sem ekki vita hvað KGB starfaði við geta sem best gúgglað það. Þau fyrirtæki sem Núbó rekur eru heldur dularfull og ekki hægt að henda reiður á þeim segja þeir sem hafa lagt sig eftir því. Ákveðinn áróður fór greinilega af stað. Fréttir bárust af því í gegnum fjölmiðla að tuga milljarða fjárfesting væri í uppnámi ef Innanríkisráðuneytið svaraði ekki já og það strax.
Sérfræðingar Innanríkisráðuneytisins fóru yfir málið og komust að niðurstöðu. Kaup þessa manns stönguðust á við íslensk lög. Punkt. Slut. Þá kom í ljós innistæðan fyrir íslandsvináttunni og hve þakkirnar fyrir lopapeysuna ristu djúpt. Áður en sólarhringur var liðinn frá úrskurði ráðuneytisins var Núbó kallinn hættur við allt saman, hundfúll og hreytti ónotum í land og fólk. Það er nú hinsvegar einu sinni svo að sjaldan fellur tré við fyrsta högg. Ef kaupsýslumaður með nef fyrir viðskiptum hefur trú á einhverju verkefni þá gefst hann ekki upp við fyrsta mótbyr. Ef hótelið á Grímsstöðum og golfvöllurinn góði hefðu verið svo arðbær prósjekt í huga íslandsvinarins frá Kína þá hefði hann farið að hugsa út leiðir til að ná því gegn ef jarðakaupin gengju ekki í gegn. Ef hann hafði svo mikinn vilja til að nota milljarðana sína til að hjálpa íslendingum í erfiðri stöðu m.a. vegna ástar sinnar á harðfiski og hákarli, þá hefði hann leitað eftir því að fá leigða góða landspildu af ríkinu fyrir allar framkvæmdirnar. Innanríkisráðuneytið hefur vitaskuld ekki frumkvæði að slíkri samningagerð. það ætti hver maður að sjá. Ráðuneytið er ekki fasteignasala. Nei, hann var snöggur til að gleyma öllum fyrirhuguðum góðverkum og sagðist bara hafa samskipti við Svía og Finna fyrst íslendingar væru svona vanþakklátir að gera ekki allt sem hann fór fram á, orðalaust.
Við getum ímyndað okkur að því sé ekki veitt eftirtekt erlendis sem gerist hér í fásinninu. Það var öðru nær í þessu tilviki. Það var t.d. forsíðufrétt í Financial Times að ráðuneyti innanríkismála á Íslandi hefði stoppað fyrirhugaða landvinninga kínverja hérlendis. Bragð er að þá barnið finnur. Ég geri ekki ráð fyrir að það sé slík gúrkutíð hjá FT að þeir hafi ekki haft neitt annað í fréttum en einhverja jarðasölu á íslandi sem þrautavararáð. Þetta var sem sagt stórmál í augum margra erlendra fjölmiðla.
Það var með ólíkindum að heyra málflutning ýmissa aðila hérlendis eftir úrskurð ráðuneytisins. Menn hreint misstu sig yfir því að manni úr innsta hring kínverska kommúnistaflokksins skyldi ekki veitt undanþága frá gildandi lögum og seld tæp 0,3% af landinu. Það er eins og þeir hafi aldrei heyrt talað um princip umræðu. Ég hef spurt hvað myndu menn segja ef það kæmi tilboð upp á 100 milljarða króna fyrir Vestfirði komplett. Íbúðarhús, bújarðir og fyrirtæki. Ef 100 ma. væru ekki nóg þá væri hækkað í 200. Eru Vestfirðir falir? Hver eru principin? Hvað er falt? Þeir sem vilja selja Grímsstaði umhugsunarlaust verða að svara svona spurningu. Ef Grímsstaðir eru eyðimörk þá eru Vestfirðir grjót.
Í mínum huga er málið ákaflega einfalt. Kínverjar sá möguleika á að ná varanlegri fótfestu hérlendis með landakaupum þrátt fyrir gildandi lög. Þeir eru þekktir fyrir að hugsa strategískt með langtímasjónarmið í huga. Það er út af fyrir sig mjög skynsamlegt. Þeir álitu sem svo að íslendingar stæðu höllum fæti í slíkri umræðu vegna efnahagsástandsins. Því væri um að gera að veifa nógu stórri ávísun framan í þessa norðurhjarabúa. Ísland liggur nefnilega ekki langt frá Norðurpólssvæðinu.
Asni klyfjaður gulli kemst innum flest borgarhlið, það hefur sagan sýnt. Það gekk þó ekki í þetta sinn, ekki enn að minnsta kosti.
Það var einungis einn galli á gjöf Njarðar, Núbó mátti ekki kaupa jörðina samkvæmt gildandi landslögum. Því var sent erindi til innanríkisráðuneytisins þar sem óskað var eftir undanþágu frá lagatexta. Meðan beðið var eftir úrskurði ráðuneytisins þá var tíminn notaður vel s.s. að bjóða íslenskum skáldum til Kína til að lesa upp ljóð. Fyrir tilviljun voru valin til ferðarinnar skáldkona sem var alin upp í næsta hreppi við Grímsstaði svo og sonur fyrrverandi forseta landsins. Sá lét vel af Kínaförinni í viðtali við Mbl.
Margir urðu afskaplega glaðir við þessar fréttir og vildu drífa jarðakaupin í gegn sem fyrst svo hægt væri að hefjast handa og auka umsvif og hagvöxt á Norðausturlandi. Þó voru einhverjir efins. Meðal þeirra var hótelstjórinn í Reynihlíð sem hefur dágóða reynslu af hótelrekstri. Hann skrifaði ágæta grein um hvaða umgjörð þyrfti í kringum 400 gesta hótel. Það kom í ljós að það þyrfti að byggja upp dágott þorp er til að standa undir slíkri stassjón. Það þyrfti að byggja upp íbúðarhúsnæði, veitukerfi að og frá, þarna þyrfti ýmsa opinbera þjónustu s.s. leikskóla, skóla og annað sem tilheyrir þéttbýli af þessari stærð o.s.frv. o.s.frv. Þessar upplýsingar slógu ekki á efasemdaraddirnar því maðurinn hlaut að sjá lengra en aðrir. Síðar kom í ljós að Núbó hefði verið hátt settur innan Áróðursmálaráðuneytis Kína. Áróðursmálaráðuneytið í Kína er nú engin auglýsingastofa heldur segja kunnugir menn að þar sé á ferðinni stofnun sem sé samsvarandi KGB í Sovétríkjunum gömlu. Þeir sem ekki vita hvað KGB starfaði við geta sem best gúgglað það. Þau fyrirtæki sem Núbó rekur eru heldur dularfull og ekki hægt að henda reiður á þeim segja þeir sem hafa lagt sig eftir því. Ákveðinn áróður fór greinilega af stað. Fréttir bárust af því í gegnum fjölmiðla að tuga milljarða fjárfesting væri í uppnámi ef Innanríkisráðuneytið svaraði ekki já og það strax.
Sérfræðingar Innanríkisráðuneytisins fóru yfir málið og komust að niðurstöðu. Kaup þessa manns stönguðust á við íslensk lög. Punkt. Slut. Þá kom í ljós innistæðan fyrir íslandsvináttunni og hve þakkirnar fyrir lopapeysuna ristu djúpt. Áður en sólarhringur var liðinn frá úrskurði ráðuneytisins var Núbó kallinn hættur við allt saman, hundfúll og hreytti ónotum í land og fólk. Það er nú hinsvegar einu sinni svo að sjaldan fellur tré við fyrsta högg. Ef kaupsýslumaður með nef fyrir viðskiptum hefur trú á einhverju verkefni þá gefst hann ekki upp við fyrsta mótbyr. Ef hótelið á Grímsstöðum og golfvöllurinn góði hefðu verið svo arðbær prósjekt í huga íslandsvinarins frá Kína þá hefði hann farið að hugsa út leiðir til að ná því gegn ef jarðakaupin gengju ekki í gegn. Ef hann hafði svo mikinn vilja til að nota milljarðana sína til að hjálpa íslendingum í erfiðri stöðu m.a. vegna ástar sinnar á harðfiski og hákarli, þá hefði hann leitað eftir því að fá leigða góða landspildu af ríkinu fyrir allar framkvæmdirnar. Innanríkisráðuneytið hefur vitaskuld ekki frumkvæði að slíkri samningagerð. það ætti hver maður að sjá. Ráðuneytið er ekki fasteignasala. Nei, hann var snöggur til að gleyma öllum fyrirhuguðum góðverkum og sagðist bara hafa samskipti við Svía og Finna fyrst íslendingar væru svona vanþakklátir að gera ekki allt sem hann fór fram á, orðalaust.
Við getum ímyndað okkur að því sé ekki veitt eftirtekt erlendis sem gerist hér í fásinninu. Það var öðru nær í þessu tilviki. Það var t.d. forsíðufrétt í Financial Times að ráðuneyti innanríkismála á Íslandi hefði stoppað fyrirhugaða landvinninga kínverja hérlendis. Bragð er að þá barnið finnur. Ég geri ekki ráð fyrir að það sé slík gúrkutíð hjá FT að þeir hafi ekki haft neitt annað í fréttum en einhverja jarðasölu á íslandi sem þrautavararáð. Þetta var sem sagt stórmál í augum margra erlendra fjölmiðla.
Það var með ólíkindum að heyra málflutning ýmissa aðila hérlendis eftir úrskurð ráðuneytisins. Menn hreint misstu sig yfir því að manni úr innsta hring kínverska kommúnistaflokksins skyldi ekki veitt undanþága frá gildandi lögum og seld tæp 0,3% af landinu. Það er eins og þeir hafi aldrei heyrt talað um princip umræðu. Ég hef spurt hvað myndu menn segja ef það kæmi tilboð upp á 100 milljarða króna fyrir Vestfirði komplett. Íbúðarhús, bújarðir og fyrirtæki. Ef 100 ma. væru ekki nóg þá væri hækkað í 200. Eru Vestfirðir falir? Hver eru principin? Hvað er falt? Þeir sem vilja selja Grímsstaði umhugsunarlaust verða að svara svona spurningu. Ef Grímsstaðir eru eyðimörk þá eru Vestfirðir grjót.
Í mínum huga er málið ákaflega einfalt. Kínverjar sá möguleika á að ná varanlegri fótfestu hérlendis með landakaupum þrátt fyrir gildandi lög. Þeir eru þekktir fyrir að hugsa strategískt með langtímasjónarmið í huga. Það er út af fyrir sig mjög skynsamlegt. Þeir álitu sem svo að íslendingar stæðu höllum fæti í slíkri umræðu vegna efnahagsástandsins. Því væri um að gera að veifa nógu stórri ávísun framan í þessa norðurhjarabúa. Ísland liggur nefnilega ekki langt frá Norðurpólssvæðinu.
Asni klyfjaður gulli kemst innum flest borgarhlið, það hefur sagan sýnt. Það gekk þó ekki í þetta sinn, ekki enn að minnsta kosti.
föstudagur, nóvember 25, 2011
Ég hef undanfarið verið að lesa bókina sem enginn vill hafa nafnið sitt í, nefnilega bókina Íslenskir kommúnistar 1918 -1998. Hún er ágætlega skemmtileg aflestrar þótt efnið sem slíkt sé misskemmtilegt. Ég skrifa kannski um bókina síðar en ég sé að það hefur ekki matt muna miklu að ég hafi komist í nafnaskrá bókarinnar. Það er minnst á Vináttufélag Íslands og Kúbu í bók Hannesar og nokkrir nafngreindir sem fóru í vinnuferðir til Kúbu fyrir um 30 árum síðan. Ég var einn þeirra sem fór í slíka vinnuferð um áramótin 1979-1980. Það var engin boðsferð heldur borgaði maður pakkann sjálfur. Það hefur reyndar kannski ekki verið innheimt há húsaleiga fyrir skálann sem við sváfum í. Ég var staddur hjá Hauk bróður um vorið 1979 í sambandi við 90 ára afmæli Hvanneyrarskóla. Þá fletti ég Þjóðviljanum einu sinni sem oftar og sá auglýsingu þar sem auglýst var eftir þátttakendum í vinnuferð til Kúbu um veturinn. Ég hafði ekki komið nema einu sinni áður til útlanda þegar þarna var komið en langaði að brjótast aðeins úr viðjum vanans. Því sótti ég um að fá að taka þátt í þessari ferð, því ekki það. Það höfðu ekki margir farið til Kúbu af Rauðasandinum á þessum tíma. Þetta gekk eftir og svo var flogið til Kúbu um miðjan desember í gegnum Danmörku, Finnland og Kanada. Þarna var samankominn 200 manna hópur frá Norðurlöndunum sem deildi súru og sætu dáltinn spöl fyrir utan Havanna í mánaðartíma. Þetta var náttúrulega fyrst og fremst gríðarlega skemmtileg upplifun. Við unnum við að tína appelsínur og mandarínur, byggja undirstöður undir blokk, mála blokk og rétta nagla (því allt var vel nýtt). Þarna komst ég hvað hæst í mannvirðingarstöðunni sem iðnaðarmaður. Ég hafði haldið á hamri áður og þegar spurt var hvort væri einhver carpender í hópnum (ég vissi fyrst ekkert hvað carpender þýddi) þá gaf ég mig fram. Við vorum látin slá upp mótum fyrir undirstöður að nýrri blokk. Ég raðaði nöglum í kjaftinn og negldi af miklum ákafa. Þetta þótti innfæddum afar magnað og ég var innan skamms tíma munstraður í stöðu yfirsmiðs. Þegar var farið að steypa þá kom steypubíll með hræruna og renndi henni í sílóið. Yfirsmiðnum var svo fengin hin ábyrðarmikla staða að hleypa úr sílóinu í mótin. Það vita allir sem hafa komið að steypuvinnu að hærra verður ekki komist á þessum vettvangi. Síðan var skarkað í mótunum með steypustyrktarjárnum því víbrator var ekki til. Þegar beðið var eftir næsta bíl þá tók ég líka járn og fór að skarka því mér leiddist að gera ekki neitt. Þá stukku innfæddir til og sögðu: No, no, you are the specialist!!! Kröftum svona verðmæts manns var skyldi ekki sóað í eitthvað skark.
Maður hafði nú ekki mikinn áhuga á innrætingunni en þeim mun meiri áhuga á að njóta þessara vikna eins og hægt var. Sígaretturnar voru svo ódýrar þarna að maður fór vitaskuld að reykja aftur, Havanna Club 7 ára var drukkið eftir þörfum flest kvöld og svo var spáð í stelpurnar. Það voru einhverjir leiðinda fyrirlestrar sum kvöld en þá svaf maður yfirleitt eða laumaðist burt. Aftur á móti voru nokkrum sinnum mjög skemmtilegir tónleikar og rís Carlos Puebla hæst í minningunni í þeim efnum. Við ferðuðumst töluvert um, bæði var okkur sleppt lausum í Havanna og eins fórum við í viku ferð suður eftir Kúbu allt niður til SanDíagó. Við skoðuðum verksmiðjur, bændabýli, skóla og einu sinni komum við á geðveikrahæli. Það má líklega segja að þar var dálítið "Set Up" en það hafði verið sett upp íþróttamót fyrir sjúklingana á velli sem þar var. Við komum í bjórverksmiðju sem var vægt sagt ekki aðlaðandi vinnustaður. Allt sem illa gekk var sagt Bandaríkjamönnum að kenna. Það má svo sem segja að viðskiptabann þeirra hafði vitaskuld sitt að segja en Kúbu var á þessum tíma haldið uppi af austurblokkinni. Allslags tæki og tól voru flutt til Kúbu fyrir lítinn pening. Fyrir sykurinn var aftur á móti greitt á því verði sem Kúba þurfti að fá til að halda ekónómíunni gangandi. Ég man eftir að einu sinni var verið að segja okkur hvað Kúba væri mikil fiskveiðiþjóð og nefndar tölur um heildarafla í því sambandi. Ég vissi hvað heildarafli var mikill á Íslandi, sem var miklu meiri en afli Kúbumanna, og sagði frá því. Það féll ekkert í sérstaklega góðan jarðveg. Ég man að manni þótti undarlegt að við vorum undir það búin að þurfa að framvísa kvittunum fyrir öllu sem við höfðum keypt við brottför úr landinu svo hægt væri að bera þær saman við gjaldeyrinns em við höfðum með okkur við komuna til landsins. Svo átti að stemma af. Maður kynntist vöruskortinum því þegar mig vantaði filmur í vélina þá voru bara til svarthvítar filmur. Þegar flassið varð battéríalaust þá var úr vöndu að ráða því batterí fengust ekki og maður var mállaus á spænska tungu. Við gengum því á milli búða í Havanna, bentum á flassið og réttum upp litla puttann til að sýna hvaða stærð mig vantaði. Það hafðist á endanum að kaupa batterí sem pössuðu.
Maður á enn margar góðar minningar frá þessum tíma sem tók alltof fljótt enda. Íslendingahópurinn var hæfilega alvörugefinn í þessari ferð en hafði því meiri áhuga á að njóta stundarinnar í hópi góðra félaga. Við héldum mest sjó með Finnunum eins og oft gerist innan norrænnar samvinnu. Ég skrifaði einhverja grein í Þjóðviljann þegar ég kom heim og sagði frá ferðinni. Það var held ég fyrsta grein sem ég skrifaði í fjölmiðla. Síðar sá ég að í næstu ferð tók þátt í henni af Íslands hálfu fólk sem fór líklega í hana af miklu meiri alvöru, alla vega miðað við hve gáfulega það talaði á fundum Alþýðubandalagsins á þessum árum. Þessi ferð olli hins vegar straumhvörfum í lífi mínu því þegar heim var komið þá tók ég ákvörðun um að sækja um skólavist í Svíþjóð. Ég hafði kynnst það mörgum Svíum og Finnum í ferðinni að það var ekki eins fjarlægt og áður að flytjast erlendis. Ég bjó svo í Svíþjóð og Danmörku að mestu leyti næstu sjö árin en það er önnur saga.
Ég var heppinn um daginn. Þá fékk ég tölvupóst frá R.J. Dick sem sér um framkvæmd hlaupsins milli Birmingham og London. Einhverra hluta vegna hafði nafnið mitt ekki komist í pottinn sem hinir heppnu voru dregnir úr. Hann bauð mér því að taka þátt í hlaupinu sem ég vitaskuld þáði. Það verða því 144 mílur í byrjun júní á næsta ári. Ég ætla að byrja að æfa formlega nú um mánaðamótin. Ég pantaði hótelherbergi tvær nætur í Birmingham í vikunni. Það kostaði um 50 pund. Svo þarf ég að ganga frá flugi með Easy Jet sem fyrst en það kostar um 130 GBP með einni tösku (báðar leiðir).
Við héldum fund í 100 km félaginu í vikunni. Alls hafa 16 íslendingar lokið 100 km hlaupi eða lengra síðan um miðjan maí. Alls hefur nú 51 íslendingur lokið 100 km hlaupi eða lengra. Fyrir sjö árum vorum við fimm.
Maður hafði nú ekki mikinn áhuga á innrætingunni en þeim mun meiri áhuga á að njóta þessara vikna eins og hægt var. Sígaretturnar voru svo ódýrar þarna að maður fór vitaskuld að reykja aftur, Havanna Club 7 ára var drukkið eftir þörfum flest kvöld og svo var spáð í stelpurnar. Það voru einhverjir leiðinda fyrirlestrar sum kvöld en þá svaf maður yfirleitt eða laumaðist burt. Aftur á móti voru nokkrum sinnum mjög skemmtilegir tónleikar og rís Carlos Puebla hæst í minningunni í þeim efnum. Við ferðuðumst töluvert um, bæði var okkur sleppt lausum í Havanna og eins fórum við í viku ferð suður eftir Kúbu allt niður til SanDíagó. Við skoðuðum verksmiðjur, bændabýli, skóla og einu sinni komum við á geðveikrahæli. Það má líklega segja að þar var dálítið "Set Up" en það hafði verið sett upp íþróttamót fyrir sjúklingana á velli sem þar var. Við komum í bjórverksmiðju sem var vægt sagt ekki aðlaðandi vinnustaður. Allt sem illa gekk var sagt Bandaríkjamönnum að kenna. Það má svo sem segja að viðskiptabann þeirra hafði vitaskuld sitt að segja en Kúbu var á þessum tíma haldið uppi af austurblokkinni. Allslags tæki og tól voru flutt til Kúbu fyrir lítinn pening. Fyrir sykurinn var aftur á móti greitt á því verði sem Kúba þurfti að fá til að halda ekónómíunni gangandi. Ég man eftir að einu sinni var verið að segja okkur hvað Kúba væri mikil fiskveiðiþjóð og nefndar tölur um heildarafla í því sambandi. Ég vissi hvað heildarafli var mikill á Íslandi, sem var miklu meiri en afli Kúbumanna, og sagði frá því. Það féll ekkert í sérstaklega góðan jarðveg. Ég man að manni þótti undarlegt að við vorum undir það búin að þurfa að framvísa kvittunum fyrir öllu sem við höfðum keypt við brottför úr landinu svo hægt væri að bera þær saman við gjaldeyrinns em við höfðum með okkur við komuna til landsins. Svo átti að stemma af. Maður kynntist vöruskortinum því þegar mig vantaði filmur í vélina þá voru bara til svarthvítar filmur. Þegar flassið varð battéríalaust þá var úr vöndu að ráða því batterí fengust ekki og maður var mállaus á spænska tungu. Við gengum því á milli búða í Havanna, bentum á flassið og réttum upp litla puttann til að sýna hvaða stærð mig vantaði. Það hafðist á endanum að kaupa batterí sem pössuðu.
Maður á enn margar góðar minningar frá þessum tíma sem tók alltof fljótt enda. Íslendingahópurinn var hæfilega alvörugefinn í þessari ferð en hafði því meiri áhuga á að njóta stundarinnar í hópi góðra félaga. Við héldum mest sjó með Finnunum eins og oft gerist innan norrænnar samvinnu. Ég skrifaði einhverja grein í Þjóðviljann þegar ég kom heim og sagði frá ferðinni. Það var held ég fyrsta grein sem ég skrifaði í fjölmiðla. Síðar sá ég að í næstu ferð tók þátt í henni af Íslands hálfu fólk sem fór líklega í hana af miklu meiri alvöru, alla vega miðað við hve gáfulega það talaði á fundum Alþýðubandalagsins á þessum árum. Þessi ferð olli hins vegar straumhvörfum í lífi mínu því þegar heim var komið þá tók ég ákvörðun um að sækja um skólavist í Svíþjóð. Ég hafði kynnst það mörgum Svíum og Finnum í ferðinni að það var ekki eins fjarlægt og áður að flytjast erlendis. Ég bjó svo í Svíþjóð og Danmörku að mestu leyti næstu sjö árin en það er önnur saga.
Ég var heppinn um daginn. Þá fékk ég tölvupóst frá R.J. Dick sem sér um framkvæmd hlaupsins milli Birmingham og London. Einhverra hluta vegna hafði nafnið mitt ekki komist í pottinn sem hinir heppnu voru dregnir úr. Hann bauð mér því að taka þátt í hlaupinu sem ég vitaskuld þáði. Það verða því 144 mílur í byrjun júní á næsta ári. Ég ætla að byrja að æfa formlega nú um mánaðamótin. Ég pantaði hótelherbergi tvær nætur í Birmingham í vikunni. Það kostaði um 50 pund. Svo þarf ég að ganga frá flugi með Easy Jet sem fyrst en það kostar um 130 GBP með einni tösku (báðar leiðir).
Við héldum fund í 100 km félaginu í vikunni. Alls hafa 16 íslendingar lokið 100 km hlaupi eða lengra síðan um miðjan maí. Alls hefur nú 51 íslendingur lokið 100 km hlaupi eða lengra. Fyrir sjö árum vorum við fimm.
laugardagur, nóvember 19, 2011
Ég fylgdi gömlum félaga úr Aþýðubandalaginu, Þóri Karli Jónassyni, til grafar í vikunni. Hann var nú svo sem ekki gamall eða tæpum tuttugu árum yngri en ég en sama er, það eru um tuttugu ár síðan að leiðir okkar lágu saman upp úr 1990. Hann var ekki nema rétt um tvítugt á þeim árum en ókunnugir hefðu getað haldið að hann væri um þrítugt því hann var fullorðinslegur af þetta ungum manni að vera. Þórir Karl var óþolimóður á þessum árum einsog gengur um unga menn og vafalaust hefur hann troðið á einhverjum tám sem þoldu slíkt heldur illa. Hann var hins vegar ekki í bakstunguliðinu heldur kom framan að öllum í umræðunni og sagði hreint út það sem honum lá á hjarta. Ég hitti Þóri síðan alltaf af og til gegnum árin og við gáfum okkur alltaf tíma til að spjalla saman. Ég vissi að lífið hafði verið honum erfitt á ýmsa lund. Hann fékk mjög slæma brjóskeyðingu í bakið á þrítugsaldri og varð óvinnufær upp frá því. Vegna þess gekk hann í gegnum slíka uppskurði að mann setti hljóðan við að hugsa um hvað er reynt og hvað hægt að gera. Þórir var félagsmálamaður af lífi og sál og var mjög virkur sem slíkur meðan heilsan entist. Hann lá ekki á kröftum sínum og vildi gera gagn þar sem hann hafði tök á. Meðal annars var hann formaður Reykjavíkurdeildar Sjálfsbjargar í allnokkur ár á síðasta áratug. Það reynir hins vegar á þegar menn eru stöðugt staddir í brattri og erfiðri brekku og vita að hún tekur aldrei enda. Maður getur rétt reynt að ímynda sér hvaða áfall það hefur verið fyrir ungan kraftmikinn fjölskylduföður þegar honum er kippt til hliðar í samfélaginu þegar lífið er rétt að byrja og fær aldrei þá möguleika að rækta þá hæfileika sem honum voru gefnir. Slíkt getur enginn gert sér í hugarlund nema sá sem það reynir. Eftir því sem presturinn sagði í minningarorðum þá höfðu síðustu árin verið honum mótdræg og heilsan verið farin að láta undan á ýmsa lund. Þórir var ekki nema rúmlega fertugur þegar hann lést.
sunnudagur, nóvember 13, 2011
Leitin að svíanum á Sólheimajökli hefur eðlilega verið fyrirferðarmikil í fréttum á undanförnum dögum. Þetta mun vera ein umfangsmesta útkallsaðgerð björgunarsveitanna um langa hríð. Hún hefur örugglega kostað tugi milljóna króna þegar allt er talið enda þótt aldrei verði ein tala óyggjandi í slíku samhengi. Þrátt fyrir að menn segi að sönnu að mannslíf séu aldrei metin til fjár þá er óábyrgt annað en að reyna að gera sér grein fyrir hvað svona aðgerð kostar. Hádegismaturinn er aldrei ókeypis.
Það er dálítið óhuggulegt að hugsa til þess hve margir erlendir ferðamenn hafa farist hérlendis á liðnum árum. Ástæður þess geta verið margskonar. Vanmat á aðstæðum, vanþekking á náttúrunni, reynsluleysi, lélegur útbúnaður, skortur á upplýsingum, lélegar merkingar á gönguleiðum og þannig mætti áfram telja. Það er náttúrulega eitthvað meir en lítið öðru vísi en það ætti að vera þegar ókunnugur maður fer einn á jökul undir myrkur, laklega útbúinn, í háskammdeginu í hryssingsveðri. Slíkt getur vitaskuld varla endað nema á einn veg.
Eftir að hafa fylgst með fréttum af þessari leit þá er ég enn sannfærðari en áður um að núverandi fyrirkomulag og stefna björgunarsveitanna getur ekki gengið upp. Hvað myndi gerast ef það kæmi álíka útkall og var í síðustu viku núna strax eftir helgina og sömu 300-500 einstaklingarnir sem hlupu frá orfi og ljá í síðustu viku yrðu aftur kallaðir til leiks í álíka leit? Þeit væru þá aðra vikuna í röð að leita sólarhringum saman og gætu ekki sinnt daglegum störfum sínum á meðan. Svo myndi sú leit taka enda en þá kæmi nýtt útkall sömu gerðar um helgina þar á eftir. Myndu þá flestir segja að þeir gætu ekki mætt vegna þess að þeir þyrftu að vinna fyrir salti í grautinn og gætu ekki endalaust hlaupið frá öllu sem þeir bera ábyrgð á? Yrði þá sá aðili sem væri svo óheppinn að vera númer þrjú í röðinni að týnast bara að bíta í það súra epli að það kæmi enginn að leita að honum því það væru allir búnir að fá nóg? Engu að síður hefði honum verið sagt að björgunarsveitirnar á Íslandi kæmu alltaf og leituðu að öllum sem týndust útkallsbeiðanda að kostnaðarlausu.
Nú verður vafalaust sagt að þetta muni aldrei gerast. Hvað veit maður um það? Nákvæmlega ekkert. Það hefur oft sýnt sig að það sem á alls ekki að geta gerst það gerist. Það verður að hugsa svona mál í princippum en ekki út frá tilfinningum. Það þarf að setja upp mismunandi sviðsmyndir og rekja síðan viðbrögð við hverri fyrir sig eftir mismunandi útfærslu. Fyrstu viðbrögð við verstu sviðsmyndum í þessu sambandi er vitaskuld að leita leiða til að draga úr möguleikum á útköllum.
Hvernig er hægt að fækka útköllum og minnka þannig líkurnar á að svona staða skapist? Það er aðallega hægt á tvennan hátt. Í fyrsta lagi með fræðslu og upplýsingum. Ég ætla ekki að rekja útfærslu á því enda hægt að gera það á margan hátt. Í öðru lagi er til áhrifamikil aðferð til að fækka útköllum og þar með minka álagið á björgunarsveitir landsins. Það er með því að láta menn borga útkallskostnað við ákveðnar aðstæður. Það er náttúrulega absúrd að þegar rjúpnaveiðitímabilið hefst ár hvert að þá sé farið að ræða um líkleg og væntanleg útköll björgunarsveitamanna til að færa rjúpnaskyttur til byggða eins og hvern annan sjálfsagðan hlut. Þegar þarf að leita að mönnum vegna þess að þeir eru villtir sökum þess að þeir hafa ekki tekið með sér GPS tækið eða kunna ekki á það, hafa ekki áttavita eða kunna ekki á hann eða hafa ekki tekið með sér nesti og eru orðnir magnþrota af hungri þá eru engar afsakanir gildar. Hér ræður hrein og klár heimska för. Það myndu allar rjúpnaskyttur fljótlega fara að læra á GPS tækið og muna eftir að hafa með sér nesti ef fréttir af háum útkallsreikningum við slíkar aðstæður myndu fara að berast.Þegar jeppakallar strauja inn á hálendið eða upp á jökla um hávetur án þess að hafa heyrt minnst á veðurfréttir hvað þá að hlusta á þær þá er eitthvað stórkostlegt að. Þegar ferðaskrifstofur lenda í hættu með viðskiptavini sína vegna vanþekkingar, vanmats á aðstæðum eða ónógs undirbúnings þá er það mannaskuld. Ef þeir sem kalla á björgunarsveitir við slíkar aðstæður sem hér er lýst að framan þyrftu að borga vænan útkallsreikning þá myndi þessi útköll hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það myndi minnka álag á björgunarsveitir verulega og kostnað sveitanna. Þær gætu einbeitt sér að meginhlutverki sínu að koma fólki til aðstoðar við aðstæður sem það ræður ekki við. Björgunarsveitakerfi landsins er nefnileg allt of dýrmætt til að það megi halda þeim uppteknum við allra handa útköll sem hægt er að koma í veg fyrir á tiltölulega einfaldan hátt.
Af því ég veit að það eru langt í frá allir sammála mér í þessu efni þá geri ég ráð fyrir að það yrði sagt sem mótrök við skoðunum mínum að það sé ekki hægt að skilja á milli tegunda útkalla, þetta sé og flókið og viðkvæmt, það eigi að hugsa um náungakærleikann o.s.frv. o.s.frv. Mín skoðun er engu að síður sú að starfsemi björgunarsveita að almannaheill eigi að beinast fyrst og fremst að því að aðstoða fólk sem lendir í aðstæðum sem það ræður ekki við og ber ekki ábyrgð á. Þegar þær eru kallaðar út til að aðstoða fólk sem skapar sinn eigin vanda sjálft þá á það að kosta útkallsbeiðandann peninga. Það mun fljótlega fækka þeim tegundum útkalla verulega. Síðan verður að leita leiða til að fræða erlent ferðafólk um eðli náttúru landsins og þær hættur sem hún býr yfir. Það gæti bæði bjargað mannslífum og dregið úr gríðarlega kostnaðarsömum útköllum og erfiði og álagi á það ágæta fólk sem sér tíma sínum vel varið í starfsemi björgunarsveitanna.
Í gær var haldið ættarmót Bakkasystkina (mömmu og systkina hennar) og afkomenda þeirra. Það var vel mætt og fín samkoma. Um 80 manns mættu og var um 87 ára aldursmunur á þeim elsta og yngsta. Þeir bræður Helgi og Halldór Árnasynir stjórnuðu samkomunni af alþekktum myndugleika. Ragnar frændi á Bakka flutti góða samantekt um foreldra þeirra Bakkasystkina, Gunnlaug afa og Önnu ömmu. Gunnlaugur og Anna eru því mjög algeng nöfn í mínum frænsystkinahópi. Þau hófu búskapinn í torfkofa fyrir um 90 árum síðan við lítil efni. Þau komu átta börnum vel til manns, efldu jörðina að nýbyggingum og ræktun og skiluðu góðu dagsverki til næstu kynslóðar. Afi fékk lömunarveikina um tvítugt og gekk við staf upp frá því. Þeir sem til þekkja segja með ólíkindum hverju hann kom í verk við erfiðar aðstæður. Fötlunin gerði það að verkum að hann lagði sig fram um að vinna verk sem hægast og hugsaði nýjar lausnir á mörgum erfiðisverkum. Þrátt fyrir næg verkefni við búið þá sýslaði hann við ýmislegt annað þar fyrir utan s.s. ljósmyndun, bókband, félagsmálastörf, kórsöng og grenjavinnslu. Unga fólkið hefur afar gott af því að heyra frá því við hvaða aðstæður afar þeirra og ömmur ólust upp við og skynja að það var ekki allt sjálfsagt hér áður sem fólki finnst svo sjálfsagt í dag að það er ekki einu sinni hugsað um það.
Það er dálítið óhuggulegt að hugsa til þess hve margir erlendir ferðamenn hafa farist hérlendis á liðnum árum. Ástæður þess geta verið margskonar. Vanmat á aðstæðum, vanþekking á náttúrunni, reynsluleysi, lélegur útbúnaður, skortur á upplýsingum, lélegar merkingar á gönguleiðum og þannig mætti áfram telja. Það er náttúrulega eitthvað meir en lítið öðru vísi en það ætti að vera þegar ókunnugur maður fer einn á jökul undir myrkur, laklega útbúinn, í háskammdeginu í hryssingsveðri. Slíkt getur vitaskuld varla endað nema á einn veg.
Eftir að hafa fylgst með fréttum af þessari leit þá er ég enn sannfærðari en áður um að núverandi fyrirkomulag og stefna björgunarsveitanna getur ekki gengið upp. Hvað myndi gerast ef það kæmi álíka útkall og var í síðustu viku núna strax eftir helgina og sömu 300-500 einstaklingarnir sem hlupu frá orfi og ljá í síðustu viku yrðu aftur kallaðir til leiks í álíka leit? Þeit væru þá aðra vikuna í röð að leita sólarhringum saman og gætu ekki sinnt daglegum störfum sínum á meðan. Svo myndi sú leit taka enda en þá kæmi nýtt útkall sömu gerðar um helgina þar á eftir. Myndu þá flestir segja að þeir gætu ekki mætt vegna þess að þeir þyrftu að vinna fyrir salti í grautinn og gætu ekki endalaust hlaupið frá öllu sem þeir bera ábyrgð á? Yrði þá sá aðili sem væri svo óheppinn að vera númer þrjú í röðinni að týnast bara að bíta í það súra epli að það kæmi enginn að leita að honum því það væru allir búnir að fá nóg? Engu að síður hefði honum verið sagt að björgunarsveitirnar á Íslandi kæmu alltaf og leituðu að öllum sem týndust útkallsbeiðanda að kostnaðarlausu.
Nú verður vafalaust sagt að þetta muni aldrei gerast. Hvað veit maður um það? Nákvæmlega ekkert. Það hefur oft sýnt sig að það sem á alls ekki að geta gerst það gerist. Það verður að hugsa svona mál í princippum en ekki út frá tilfinningum. Það þarf að setja upp mismunandi sviðsmyndir og rekja síðan viðbrögð við hverri fyrir sig eftir mismunandi útfærslu. Fyrstu viðbrögð við verstu sviðsmyndum í þessu sambandi er vitaskuld að leita leiða til að draga úr möguleikum á útköllum.
Hvernig er hægt að fækka útköllum og minnka þannig líkurnar á að svona staða skapist? Það er aðallega hægt á tvennan hátt. Í fyrsta lagi með fræðslu og upplýsingum. Ég ætla ekki að rekja útfærslu á því enda hægt að gera það á margan hátt. Í öðru lagi er til áhrifamikil aðferð til að fækka útköllum og þar með minka álagið á björgunarsveitir landsins. Það er með því að láta menn borga útkallskostnað við ákveðnar aðstæður. Það er náttúrulega absúrd að þegar rjúpnaveiðitímabilið hefst ár hvert að þá sé farið að ræða um líkleg og væntanleg útköll björgunarsveitamanna til að færa rjúpnaskyttur til byggða eins og hvern annan sjálfsagðan hlut. Þegar þarf að leita að mönnum vegna þess að þeir eru villtir sökum þess að þeir hafa ekki tekið með sér GPS tækið eða kunna ekki á það, hafa ekki áttavita eða kunna ekki á hann eða hafa ekki tekið með sér nesti og eru orðnir magnþrota af hungri þá eru engar afsakanir gildar. Hér ræður hrein og klár heimska för. Það myndu allar rjúpnaskyttur fljótlega fara að læra á GPS tækið og muna eftir að hafa með sér nesti ef fréttir af háum útkallsreikningum við slíkar aðstæður myndu fara að berast.Þegar jeppakallar strauja inn á hálendið eða upp á jökla um hávetur án þess að hafa heyrt minnst á veðurfréttir hvað þá að hlusta á þær þá er eitthvað stórkostlegt að. Þegar ferðaskrifstofur lenda í hættu með viðskiptavini sína vegna vanþekkingar, vanmats á aðstæðum eða ónógs undirbúnings þá er það mannaskuld. Ef þeir sem kalla á björgunarsveitir við slíkar aðstæður sem hér er lýst að framan þyrftu að borga vænan útkallsreikning þá myndi þessi útköll hverfa eins og dögg fyrir sólu. Það myndi minnka álag á björgunarsveitir verulega og kostnað sveitanna. Þær gætu einbeitt sér að meginhlutverki sínu að koma fólki til aðstoðar við aðstæður sem það ræður ekki við. Björgunarsveitakerfi landsins er nefnileg allt of dýrmætt til að það megi halda þeim uppteknum við allra handa útköll sem hægt er að koma í veg fyrir á tiltölulega einfaldan hátt.
Af því ég veit að það eru langt í frá allir sammála mér í þessu efni þá geri ég ráð fyrir að það yrði sagt sem mótrök við skoðunum mínum að það sé ekki hægt að skilja á milli tegunda útkalla, þetta sé og flókið og viðkvæmt, það eigi að hugsa um náungakærleikann o.s.frv. o.s.frv. Mín skoðun er engu að síður sú að starfsemi björgunarsveita að almannaheill eigi að beinast fyrst og fremst að því að aðstoða fólk sem lendir í aðstæðum sem það ræður ekki við og ber ekki ábyrgð á. Þegar þær eru kallaðar út til að aðstoða fólk sem skapar sinn eigin vanda sjálft þá á það að kosta útkallsbeiðandann peninga. Það mun fljótlega fækka þeim tegundum útkalla verulega. Síðan verður að leita leiða til að fræða erlent ferðafólk um eðli náttúru landsins og þær hættur sem hún býr yfir. Það gæti bæði bjargað mannslífum og dregið úr gríðarlega kostnaðarsömum útköllum og erfiði og álagi á það ágæta fólk sem sér tíma sínum vel varið í starfsemi björgunarsveitanna.
Í gær var haldið ættarmót Bakkasystkina (mömmu og systkina hennar) og afkomenda þeirra. Það var vel mætt og fín samkoma. Um 80 manns mættu og var um 87 ára aldursmunur á þeim elsta og yngsta. Þeir bræður Helgi og Halldór Árnasynir stjórnuðu samkomunni af alþekktum myndugleika. Ragnar frændi á Bakka flutti góða samantekt um foreldra þeirra Bakkasystkina, Gunnlaug afa og Önnu ömmu. Gunnlaugur og Anna eru því mjög algeng nöfn í mínum frænsystkinahópi. Þau hófu búskapinn í torfkofa fyrir um 90 árum síðan við lítil efni. Þau komu átta börnum vel til manns, efldu jörðina að nýbyggingum og ræktun og skiluðu góðu dagsverki til næstu kynslóðar. Afi fékk lömunarveikina um tvítugt og gekk við staf upp frá því. Þeir sem til þekkja segja með ólíkindum hverju hann kom í verk við erfiðar aðstæður. Fötlunin gerði það að verkum að hann lagði sig fram um að vinna verk sem hægast og hugsaði nýjar lausnir á mörgum erfiðisverkum. Þrátt fyrir næg verkefni við búið þá sýslaði hann við ýmislegt annað þar fyrir utan s.s. ljósmyndun, bókband, félagsmálastörf, kórsöng og grenjavinnslu. Unga fólkið hefur afar gott af því að heyra frá því við hvaða aðstæður afar þeirra og ömmur ólust upp við og skynja að það var ekki allt sjálfsagt hér áður sem fólki finnst svo sjálfsagt í dag að það er ekki einu sinni hugsað um það.
miðvikudagur, nóvember 09, 2011
Ég heyrði sagt frá einni döprustu skoðanakönnun sem ég hef heyrt sagt frá lengi í fréttum í gær. Raunar er það spurning hver standardinn sé á því sem kallað eru fréttir og er lesið upp í ríkisíutvarpinu. Hin svokölluðu Hagsmunasamtök heimilanna (sem eru náttúrulega ekkert annað en hagsmunasamtök tiltölulega fárra heimila) höfðu látð gera skoðanakönnun og m.a. var spurt: Vilt þú láta fella niður hluta af höfuðstól lána hjá Íbúðarlánasjóði? Vitaskuld svöruðu langflestir því að það vildu þeir vitaskuld. Hver vill það ekki? Það fellur yfirleitt í góðan farveg ef fólk heldur að einhver annar muni borga skuldir þeirra. Það er bara svo sjaldan að það gerist. Hver myndi svo borga skuldir þeirra sen fengju skuldir sínar felldar niður að hluta til hjá Íbúðarlánasjóði. Það væru lífeyrisþegar og þeir sem fá greitt úr lífeyrissjóðum í framtíðinni. Íbúðarlánasjóður fjármagnar sig með skuldabréfaútgáfu sem m.a. lífeyrissjóðirnir kaupa. Ef þau eru ekki greidd til baka þá tapa lífeyrissjóðirnir. Það er ekki flóknara.
Önnur spurningin var: Viltu að verðtryggingin verði felld niður? Mikill meirihluti þeirra sem svöruðu vildu það vitaskuld. Umræðan hefur verið á þann veg að sá hluti af vöxtum lána sem heitir verðbætur muni falla niður en vextir standa eftir óbreyttir. Ég fæ ekki séð hvernig það geti gerst. Ef verðtryggingin verður felld niður þá munu vextir hækka. Það er svo einfalt. Á hinn bóginn myndu vaxtahækkanir Seðlabankans bíta mun betur en þeir gera í dag. Þeir færu lóðbeint út í verðlagið. Til þess væri leikurinn gerður. Það myndi fæla fólk frá að taka lán því þau gætu orðið svo dýr ef verðbólga hækkaði og vextir í kjölfar þess. Verðtryggingin var tekin upp fyrir um 30 árum í kjölfar þess að vextir höfðu verið neikvæðir í áraraðir og gríðarleg fjármunatilfærsla átt sér stað frá þeim sem áttu aura í banka til þeirra sem höfðu aðgengi að lánsfé. Ef menn eru að tala um spillingu nú, þá ættu menn að líta þessa áratugi aftur í tímann. Ég man eftir að hafa verið á opnum fundi með Ólafi Jóhannessyni vestur í Stykkishólmi að vorlagi árið 1979. Þá fór Björn á Kóngsbakka í Helgafellssveit í ræðustól og kvað bera vel í veiði að ná beinu sambandi við dómsmálaráðherra landsins. Hann sagðist hafa lagt sem svaraði sjö kýrverðum inn á bankabók fyrir nokkrum árum. Þegar hann tók svo aurana út skömmu fyrir fundinn þá fékk hann sem svaraði andvirði sjö smákálfa. Hann sagðist einfaldlega hafa verið rændur og krafðist leiðréttingar af hálfu dómsmálaráðherra. Ólafi vafðist tunga um tönn en sagði að svona væri þetta bara. Þetta var náttúrulega forkastanlegt svar en það má segja það Ólafi til hróss að hann hafði frumkvæði að því fáum misserum síðar að koma verðtryggingu lána í framkvæmd. Það að þeir sem lögðu fjármuni inn á banka eða lánuðu öðrum gátu gengið að því vísu að fá peningana sína til baka gerði allt lánaumhverfi í landinu heilbrigðara. Nú vill þröngur þrýstihópur brjóta þetta kerfi niður. Þegar ekki þarf að hafa sérstaka verðtryggingu í nálægum löndum þá byggir það á því að öll efnahagsstjórn þar er miklu agaðri en hér. Við eigum langt í land með að ná nálægum þjóðum í aga og yfirsýn um almenna efnahagsstjórn.
Shit. Ég var ekki dreginn út í GUCR hlaupinu í Bretlandi. Það var dregið nú á sunnudaginn var. Um 140 manns taka þátt í því. Ég verð þá bara að prufa aftur á næsta ári. Nú verður einfaldara og ódýrara að taka þátt í hlaupum í Bretlandi þegar Easy Jet verður farið að fljúga hingað. Miði fram og til baka kostar undir tuttugu þúsund þegar maður tekur eina tösku með.
Önnur spurningin var: Viltu að verðtryggingin verði felld niður? Mikill meirihluti þeirra sem svöruðu vildu það vitaskuld. Umræðan hefur verið á þann veg að sá hluti af vöxtum lána sem heitir verðbætur muni falla niður en vextir standa eftir óbreyttir. Ég fæ ekki séð hvernig það geti gerst. Ef verðtryggingin verður felld niður þá munu vextir hækka. Það er svo einfalt. Á hinn bóginn myndu vaxtahækkanir Seðlabankans bíta mun betur en þeir gera í dag. Þeir færu lóðbeint út í verðlagið. Til þess væri leikurinn gerður. Það myndi fæla fólk frá að taka lán því þau gætu orðið svo dýr ef verðbólga hækkaði og vextir í kjölfar þess. Verðtryggingin var tekin upp fyrir um 30 árum í kjölfar þess að vextir höfðu verið neikvæðir í áraraðir og gríðarleg fjármunatilfærsla átt sér stað frá þeim sem áttu aura í banka til þeirra sem höfðu aðgengi að lánsfé. Ef menn eru að tala um spillingu nú, þá ættu menn að líta þessa áratugi aftur í tímann. Ég man eftir að hafa verið á opnum fundi með Ólafi Jóhannessyni vestur í Stykkishólmi að vorlagi árið 1979. Þá fór Björn á Kóngsbakka í Helgafellssveit í ræðustól og kvað bera vel í veiði að ná beinu sambandi við dómsmálaráðherra landsins. Hann sagðist hafa lagt sem svaraði sjö kýrverðum inn á bankabók fyrir nokkrum árum. Þegar hann tók svo aurana út skömmu fyrir fundinn þá fékk hann sem svaraði andvirði sjö smákálfa. Hann sagðist einfaldlega hafa verið rændur og krafðist leiðréttingar af hálfu dómsmálaráðherra. Ólafi vafðist tunga um tönn en sagði að svona væri þetta bara. Þetta var náttúrulega forkastanlegt svar en það má segja það Ólafi til hróss að hann hafði frumkvæði að því fáum misserum síðar að koma verðtryggingu lána í framkvæmd. Það að þeir sem lögðu fjármuni inn á banka eða lánuðu öðrum gátu gengið að því vísu að fá peningana sína til baka gerði allt lánaumhverfi í landinu heilbrigðara. Nú vill þröngur þrýstihópur brjóta þetta kerfi niður. Þegar ekki þarf að hafa sérstaka verðtryggingu í nálægum löndum þá byggir það á því að öll efnahagsstjórn þar er miklu agaðri en hér. Við eigum langt í land með að ná nálægum þjóðum í aga og yfirsýn um almenna efnahagsstjórn.
Shit. Ég var ekki dreginn út í GUCR hlaupinu í Bretlandi. Það var dregið nú á sunnudaginn var. Um 140 manns taka þátt í því. Ég verð þá bara að prufa aftur á næsta ári. Nú verður einfaldara og ódýrara að taka þátt í hlaupum í Bretlandi þegar Easy Jet verður farið að fljúga hingað. Miði fram og til baka kostar undir tuttugu þúsund þegar maður tekur eina tösku með.
laugardagur, nóvember 05, 2011
Ég hef ekkert bloggað að undanförnu enda er það kannski bættur skaðinn. Ég fór að velta fyrir mér hvers vegna ég væri að þessu. Er það einhver sýniþörf, er það vegna þess að maður heldur að það taki einhver mark á því sem verið er að tuða eða er þetta kannski nokkursskonar dagbók sem gaman er að skoða síðar til að rifja upp hvað hefur verið efst á baugi á fyrri árum. Ég hallast helst að því síðasttalda. Ég byrjaði að blogga í ársbyrjun 2005 þegar ég var að búa mig undir Western States. Þá var það nokkurskonar upphersla eða til að sýna mér sjálfum að það væri engin leið til baka. Þegar væri verið að búa sig undir ákveðið markmið fyrir opnum tjöldum þá væri ekki annað hægt en að standa við fyrirfram ákveðna áætlun og leggja allt undir. Nú er ekki lengur þörf á slíkum trixum í sama mæli og áður. Það er engu að síður gaman að fara yfir hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig í undirbúningi einstakra hlaupa og í hlaupunum sjálfum.
Þegar bloggheimarnir opnuðust þá var það ágæt nýbreytni og það var gjarna farið yfir sviðið og skannað hvað hinn eða þessi sagði. Nú er það breytt. Ég les yfirleitt ekki að staðaldri nema blogg hjá örfáum mönnum. Annað er allt að því tímaeyðsla. Síðan er annað sem gerir mann fráhverfan að vera að tjá sig á þennan hátt. Það virðist svo sem einhversstaðar sé ákveðið hvernig maður á að hugsa og hvaða skoðanir maður á að hafa, alla vega í sumum málum. Ef einhver dirfist að hafa skoðun sem fellur ekki undir þetta norm þá er ráðist á viðkomandi af þvílíkri heift af það er með ólíkindum. Hægt væri að nefnda nokkur dæmi um það hér en það skal ógert látið. Svona viðbrögð gera það að verkum að maður er farinn að ritskoða sjálfan sig til að lenda ekki í kvörninni. Sjálfsþöggun vegna ótta við vðbrögð við því að ákveðnar skoðanir falli ekki í kramið hjá einhverjum er ekkert annað en merki um að það sé ákveðin skoðanakúgun í gangi. Hér á árum áður var skoðanakúgun kölluð ýmsum nöfnum sem þykja heldur ljót enn í dag. Maður sér einnig að það er ausið yfir menn fúkyrðum og skítkasti í kommentum ef menn dirfast að stíga út af þeirri braut sem hin viðtekna skoðun telur þá einu réttu. Hver er þá tilgangurinn með því að vera að tjá sig opinberlega ef það kallar einungis á að skítdreifarar samfélagsins fá ástæðu til að opna fyrir lokuna. Ábyrgð þeirra fjölmiðla sem leyfa opna umræðu á heimasíðum sínum er mikil. Mér finnst að reynslan hafi sýnt að það sé full ástæða til að loka fyrir það að fólk geti tjáð sig undir dulnefni. Það væri von til að umræðan yrðu aðeins hófstilltari við það.
Ég skráði mig í The Grand Union Canal Race seint í október. Það er 144 mílna hlaup sem liggur frá Birmingham til London og fer fram 2. og 3. júní n.k. Það komast 100 þátttakendur með í hlaupið og þar sem fleiri skráðu sig þá verður dregið um hverjir fá að hlaupa legginn. Drátturinn fer fram um helgina og ég fæ að vita í næstu viku hvort ég kemst inn. Það verður spennandi að sjá hvort það gengur upp því þetta er alvöru hlaup. Þetta er annað lengsta hlaupið í Englandi það ég best veit. Tíminn sem gefinn er er 44 klst. Hlaupið er nokkuð jafnlangt og Spartathlon en þar þurfti maður að ljúka hlaupinu á 36 klst og þar að auki var yfir tvö fjöll að fara sem ekki er raunin á í Englandi. Ef þetta gengur upp þá er það fínt ef ekki, þá finnur maður sér eitthvað annað. Tók 20 km hring í morgun með Jóa, Sigurjóni og Gunna Palla. Það var fínt og lærið er að mestu leyti hætt að láta vita af sér.
Þegar bloggheimarnir opnuðust þá var það ágæt nýbreytni og það var gjarna farið yfir sviðið og skannað hvað hinn eða þessi sagði. Nú er það breytt. Ég les yfirleitt ekki að staðaldri nema blogg hjá örfáum mönnum. Annað er allt að því tímaeyðsla. Síðan er annað sem gerir mann fráhverfan að vera að tjá sig á þennan hátt. Það virðist svo sem einhversstaðar sé ákveðið hvernig maður á að hugsa og hvaða skoðanir maður á að hafa, alla vega í sumum málum. Ef einhver dirfist að hafa skoðun sem fellur ekki undir þetta norm þá er ráðist á viðkomandi af þvílíkri heift af það er með ólíkindum. Hægt væri að nefnda nokkur dæmi um það hér en það skal ógert látið. Svona viðbrögð gera það að verkum að maður er farinn að ritskoða sjálfan sig til að lenda ekki í kvörninni. Sjálfsþöggun vegna ótta við vðbrögð við því að ákveðnar skoðanir falli ekki í kramið hjá einhverjum er ekkert annað en merki um að það sé ákveðin skoðanakúgun í gangi. Hér á árum áður var skoðanakúgun kölluð ýmsum nöfnum sem þykja heldur ljót enn í dag. Maður sér einnig að það er ausið yfir menn fúkyrðum og skítkasti í kommentum ef menn dirfast að stíga út af þeirri braut sem hin viðtekna skoðun telur þá einu réttu. Hver er þá tilgangurinn með því að vera að tjá sig opinberlega ef það kallar einungis á að skítdreifarar samfélagsins fá ástæðu til að opna fyrir lokuna. Ábyrgð þeirra fjölmiðla sem leyfa opna umræðu á heimasíðum sínum er mikil. Mér finnst að reynslan hafi sýnt að það sé full ástæða til að loka fyrir það að fólk geti tjáð sig undir dulnefni. Það væri von til að umræðan yrðu aðeins hófstilltari við það.
Ég skráði mig í The Grand Union Canal Race seint í október. Það er 144 mílna hlaup sem liggur frá Birmingham til London og fer fram 2. og 3. júní n.k. Það komast 100 þátttakendur með í hlaupið og þar sem fleiri skráðu sig þá verður dregið um hverjir fá að hlaupa legginn. Drátturinn fer fram um helgina og ég fæ að vita í næstu viku hvort ég kemst inn. Það verður spennandi að sjá hvort það gengur upp því þetta er alvöru hlaup. Þetta er annað lengsta hlaupið í Englandi það ég best veit. Tíminn sem gefinn er er 44 klst. Hlaupið er nokkuð jafnlangt og Spartathlon en þar þurfti maður að ljúka hlaupinu á 36 klst og þar að auki var yfir tvö fjöll að fara sem ekki er raunin á í Englandi. Ef þetta gengur upp þá er það fínt ef ekki, þá finnur maður sér eitthvað annað. Tók 20 km hring í morgun með Jóa, Sigurjóni og Gunna Palla. Það var fínt og lærið er að mestu leyti hætt að láta vita af sér.
fimmtudagur, október 13, 2011
Það gengur mikið á úti í Berlín þar sem bókmenntahátíðin er haldin þessa dagana. Ísland er þar í forsæti og þá eru gömlu klisjurnar um bókmenntirnar og sagnaþjóðina dregnar fram. Það eru vafalaust haldnar göfugar ræður um stöðu mála og sess bókmenntanna o.s.frv.o.s.frv. Á sama tíma eru birtar niðurstöður þess efnis að 23% stráka séu ólæsir þegar þeir yfirgefa grunnskólann. Maður sér ekki að sú niðurstaða valdi miklu ölduróti. Það er grundvallaratriði fyrir því að fólk geti komið sér áfram og lært til munns og handa að þeir kunni að lesa. Lestur er undirstaða allrar menntunar. Vitaskuld eru allmargir sem eiga erfitt með lestur vegna lesblindu en nú eru komnar hljóðbækur sem leysa þann vanda að verulegu leyti. Það er hinsvegar mikið umhugsunarefni að tæpur fjórðungur stráka skuli ekki vera orðinn læs eftir 10 ára skólagöngu og reyndar gott betur því nú er leikskólinn orðinn skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þar bætast þá þrjú til fjögur ár til viðbótar við skólagönguna.
Ísland er að mörgu leyti líkt löndunum þremur á austurströnd Kanada, Nova Scotia, Princ Edward Island og Nýfundnalandi. Í þessum löndum (eða fylkjum, þau misstu sjálfstæði sitt upp úr seinna stríði) er margt líkt með Íslandi, þau byggðu afkomu sína á fiskveiðum og landbúnaði. Samt hefur margt gengið verr þjá þeim og þau eru á margan hátt vanþróaðri en Ísland. Ég hitti einu sinni mann sem hafði búið lengi á Nýfundnalandi. Hann taldi stærstu ástæðuna fyrir því að þróunin hafði orðið miklu örari hérlendis gegnum áratugina en þar vera þá að allir hefðu verið læsir á Íslandi þegar tækifærin fóru að skapast og því gátu allir verið með í þróuninni. Á Nýfundnalandi aftur á móti væri raunverulegt ólæsi um 50%. Um helmingur þjóðarinnar gæti varla lesið meir en að stauta sig fram úr fyrirsögnum í dagblöðum en væri óhæfur um að lesa flókinn eða mikinn texta sér til gagns. Þessi hluti þjóðarinnar er því sjaldnast með þegar einhver þróun á sér stað heldur er alger þiggjandi og til þess að gera lítt virkur í samfélagsþróuninni.
Í þessu samhengi fannst mér viðtalið í mogganum í morgun við Hermund Sigmundsson, prófessor í Háskólanum í Þrándheimi, vera allrar athygli vert. Hann hélt tvennu fram. Í fyrsta lagi ætti að leggja aðaláherslu á lestur, skrift og reikning í fyrstu bekkjum grunnskólans. Vitaskuld. Þessar greinar eru undirstaða alls annars náms. Ef undirstaðan er ekki í lagi þá verður það aldrei í lagi sem ofan á er byggt. Svona var það þegar maður var á þessum aldri. Það hefur kannski þótt vitlaus aðferðafræði hjá seinni tíma sérfræðingum en hún virkaði. Þá var manni líka kenndur hugarreikningur. Maður var látinn læra utanbókar, bæði ljóð og margföldunartöfluna. Utanbókarlærdómur þykir kannski ekki nútímalegur en hann bæði þjálfar hugann og einnig situr slatti af því sem maður lærði þannig ennþá eftir á harða disknum. Ég veit ekki til þess að krakkar þurfi að læra eða kunna margföldunartöfluna í dag. Vafalaust eru mörg sem hafa ekki heyrt á hana minnst einu sinni. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en ég er hræddur um ekki. Ég veit það síðan frá mínum krökkum að það var bannað að kenna þríliðu í grunnskólanum. Það er hins vegar ein gagnlegasta reikniregla sem fyrir finnst til að hafa á hraðbergi í hinu daglega lífi. Þannig mætti áfram telja.
Í öðru lagi lagði Hermundur áherslu á að börnin þyrftu að fá hreyfingu í skólanum, mun meiri en víða er í dag. Sú viðleitni að slá tveimur kennslustundum saman fór vaxandi þegar ég fylgdist með þessum málum. Það eru engin geimvísindi að börn og sértaklega strákar eru orðnir órólegir eftir allan þann tíma og einbeitningin varin að versna. Börn hafa mikla hreyfiþörf og þurfa að fá útrás fyrir hana. Fullorðið fólk er farið að kveinka sér ef það situr í kennslustund sem er lengri en 40 mínútur, hvað þá hátt í einn og hálfan tíma.
Ég ætla ekki að segja hvað ég hugsaði þegar ég sá fréttina í gær frá bókmenntahátíðinni í Berlín sem fjallaði um kynningu á síðasta hefti af bókinni Útkall. Þeim sem þykir sá atburður sem fjallað er um í bókinni dramatískur ættu t.d. að lesa bækurnar Píanistinn, Bardaginn um Stalíngrad og Orustan um Leningrad. Segi ekki meir.
Ísland er að mörgu leyti líkt löndunum þremur á austurströnd Kanada, Nova Scotia, Princ Edward Island og Nýfundnalandi. Í þessum löndum (eða fylkjum, þau misstu sjálfstæði sitt upp úr seinna stríði) er margt líkt með Íslandi, þau byggðu afkomu sína á fiskveiðum og landbúnaði. Samt hefur margt gengið verr þjá þeim og þau eru á margan hátt vanþróaðri en Ísland. Ég hitti einu sinni mann sem hafði búið lengi á Nýfundnalandi. Hann taldi stærstu ástæðuna fyrir því að þróunin hafði orðið miklu örari hérlendis gegnum áratugina en þar vera þá að allir hefðu verið læsir á Íslandi þegar tækifærin fóru að skapast og því gátu allir verið með í þróuninni. Á Nýfundnalandi aftur á móti væri raunverulegt ólæsi um 50%. Um helmingur þjóðarinnar gæti varla lesið meir en að stauta sig fram úr fyrirsögnum í dagblöðum en væri óhæfur um að lesa flókinn eða mikinn texta sér til gagns. Þessi hluti þjóðarinnar er því sjaldnast með þegar einhver þróun á sér stað heldur er alger þiggjandi og til þess að gera lítt virkur í samfélagsþróuninni.
Í þessu samhengi fannst mér viðtalið í mogganum í morgun við Hermund Sigmundsson, prófessor í Háskólanum í Þrándheimi, vera allrar athygli vert. Hann hélt tvennu fram. Í fyrsta lagi ætti að leggja aðaláherslu á lestur, skrift og reikning í fyrstu bekkjum grunnskólans. Vitaskuld. Þessar greinar eru undirstaða alls annars náms. Ef undirstaðan er ekki í lagi þá verður það aldrei í lagi sem ofan á er byggt. Svona var það þegar maður var á þessum aldri. Það hefur kannski þótt vitlaus aðferðafræði hjá seinni tíma sérfræðingum en hún virkaði. Þá var manni líka kenndur hugarreikningur. Maður var látinn læra utanbókar, bæði ljóð og margföldunartöfluna. Utanbókarlærdómur þykir kannski ekki nútímalegur en hann bæði þjálfar hugann og einnig situr slatti af því sem maður lærði þannig ennþá eftir á harða disknum. Ég veit ekki til þess að krakkar þurfi að læra eða kunna margföldunartöfluna í dag. Vafalaust eru mörg sem hafa ekki heyrt á hana minnst einu sinni. Vonandi hef ég rangt fyrir mér en ég er hræddur um ekki. Ég veit það síðan frá mínum krökkum að það var bannað að kenna þríliðu í grunnskólanum. Það er hins vegar ein gagnlegasta reikniregla sem fyrir finnst til að hafa á hraðbergi í hinu daglega lífi. Þannig mætti áfram telja.
Í öðru lagi lagði Hermundur áherslu á að börnin þyrftu að fá hreyfingu í skólanum, mun meiri en víða er í dag. Sú viðleitni að slá tveimur kennslustundum saman fór vaxandi þegar ég fylgdist með þessum málum. Það eru engin geimvísindi að börn og sértaklega strákar eru orðnir órólegir eftir allan þann tíma og einbeitningin varin að versna. Börn hafa mikla hreyfiþörf og þurfa að fá útrás fyrir hana. Fullorðið fólk er farið að kveinka sér ef það situr í kennslustund sem er lengri en 40 mínútur, hvað þá hátt í einn og hálfan tíma.
Ég ætla ekki að segja hvað ég hugsaði þegar ég sá fréttina í gær frá bókmenntahátíðinni í Berlín sem fjallaði um kynningu á síðasta hefti af bókinni Útkall. Þeim sem þykir sá atburður sem fjallað er um í bókinni dramatískur ættu t.d. að lesa bækurnar Píanistinn, Bardaginn um Stalíngrad og Orustan um Leningrad. Segi ekki meir.
sunnudagur, október 09, 2011
Virðing Alþingis hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu sem og áður. Líklega hefur Alþingi þó sjaldan haft lægri sess í hugum almennings en um þessar mundir eftir því sem skoðanakannanir sýna. Kemur þar ýmislegt til. Ómálefnalegar og ófaglegar umræður valda þar oft á tíðum miklu um. Nú þekkir maður vitaskuld ekki nógu mikið inn á margt það sem fjallað er um á Alþingi en sumt reynir maður að kynna sér og hafa skoðun á. Eitt af því eru sjávarútvegsmál. Það er ekki vegna þess að ég hafi þar einhverra hagsmuna að gæta, hafi í huga að komast inn í strandveiðar eða sé svefnlaus yfir því að þjóðin fái ekki nógu mikið í vasann af þjóðareigninni eins og margir virðast vera. Í mínum huga skiptir hins vegar höfuð máli að fjallað sé um málefni sjávarútvegsins af virðingu, þekkingu og fagmennsku því greinin er ein af þremur mikilvægustu atvinnuvegum þjóðarinnar. Hinir tveir eru stóriðja og ferðamannaiðnaður.
Ég sá nýlega á alþingisvefnum þingsályktunartillögu (68. mál) um að Alþingi álykti um að ríkisstjórninni sé falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð fiskveiðistjórnunar þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar, m.a. um hvort eigi að taka upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, setja sérstakt stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlindarinnar og innkalla aflaheimildir og endurúthluta þeim gegn gjaldi til þjóðarinnar.
Þjóðaratkvæðagreiðsla er stórt mál. Það er ekkert sem á að leika sér með. Þar verða valkostir að vera skýrir og afdráttarlausir svo hægt sé að taka efnislega afstöðu og eitthvað verði að marka niðurstöðuna. Í fyrrgreindri þingsályktunartillögu eru tilteknar fjórar spurningar:
1. Hvort taka eigi upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi?
2. Hvort eigi að setja sérstakt stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlindarinnar?
3. Hvort eigi að innkalla aflaheimildir?
4. Hvort eigi að endurúthluta þeim gegn gjaldi til þjóðarinnar?
Mér finnst þessi þingsályktunartillaga sem grundvöllur að þjóðaratkvæðagreiðslu vera gersamlega óskiljanleg og ónothæf. Skoðum það aðeins betur. Hvernig á að vera hægt að greiða þjóðaratkvæði um hvort eigi að taka upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Á þetta að vera já og nei spurning? Ef niðurstaðan verður að já verði ofan á hvað tekur þá við? Bara eitthvað? Ef niðurstaðan verður nei verður þá engu breytt héðan af? Í slíkum málum hlýtur að þurfa að kjósa á milli tveggja skýrra valkosta en ekki bara um eitthvað út í loftið. Að mínu mati er gjörsamlega út í hött að láta fara fram þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið. Til þess er fiskveiðistjórnun alltof flókin og viðurhlutamikil. Alltof mikið er undir til að verjanlegt sé að láta málefni sjávarútvegsins verða að leiksoppi í einhverjum hráskinnaleik.
Er einhver nauðsyn á því að láta það fara í þjóðaratkvæði hvort eigi að setja sérstakt stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlindarinnar? Hvað með aðrar auðlindir s.s. vatnsorkuna, hitaorkuna, vindorkuna, landnýtingu og ferðamannastaði. Eitt hlytur yfir allar auðlindir að ganga.
Hvernig er hægt að greiða þjóðaratkvæði um hvort eigi að innkalla allar aflaheimildir? Hvað ef svarið verður já? verða allar aflaheimildir innkallaðar? Hver er réttarstaða þeirra fyrirtækja sem höfðu keypt fyrrgreindar aflaheimildir? Verður ríkið þá skaðabótaskylt? Hver verða áhrifin á fyrirtækin sem hafa skuldbindingar við hina og þessa. Það hefur verið sagt að það skipti ekki máli þótt starfandi sjávarútvegsfyrirtæki verði gjaldþrota því það fari bara einhver annar að veiða fisk. Það getur vel verið en skuldir gömlu fyrirtækjanna hverfa ekki. Þær gufa ekki upp. Ef sjávarútvegsfyrirtæki landsins verða gjaldþrota í einu þá lendir skellurinn hvergi annarsstaðar nema á landsmönnum (almenningi) í gegnum hærri vexti hjá þeim lánastofnunum sem þurfa að sfskrifa lán sem þær héldu að væru nokkuð tryggar. Það er kannski bara í lagi að bankarnir fari líka á hausinn því það komi einhverjir aðrir í staðinn.
Hvernig er hægt að greiða þjóðaratkvæði um hvort eigi að endurúthluta auðlindum til þjóðarinnar gegn gjaldi? Í fyrsta lagi hvað þýðir það að endurúthluta auðlindum til þjóðarinnar gegn gjaldi? Ekki hef ég neinn áhuga á að fá úthlutað auðlind gegn gjaldi. Hvað á gjaldið að verða hátt?
Ég verð að segja það að hvað sem öllum málalengingum umræðum í þingsal líður þá finnst mér svona málatilbúnaður eins og felst í þessari þingsályktunartillögu ekki vera til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Til þess er hún of ruglingsleg, ómarkviss og hroðvirknislega unnin. Líklega er þetta hluti af einhverjum pólitískum keiluleik svo hægt sé að segja við áhugasama að það hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um málið en vondu flokkarnir hafi sett fyrir hana fótinn.
Ég sá nýlega á alþingisvefnum þingsályktunartillögu (68. mál) um að Alþingi álykti um að ríkisstjórninni sé falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð fiskveiðistjórnunar þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar, m.a. um hvort eigi að taka upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, setja sérstakt stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlindarinnar og innkalla aflaheimildir og endurúthluta þeim gegn gjaldi til þjóðarinnar.
Þjóðaratkvæðagreiðsla er stórt mál. Það er ekkert sem á að leika sér með. Þar verða valkostir að vera skýrir og afdráttarlausir svo hægt sé að taka efnislega afstöðu og eitthvað verði að marka niðurstöðuna. Í fyrrgreindri þingsályktunartillögu eru tilteknar fjórar spurningar:
1. Hvort taka eigi upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi?
2. Hvort eigi að setja sérstakt stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlindarinnar?
3. Hvort eigi að innkalla aflaheimildir?
4. Hvort eigi að endurúthluta þeim gegn gjaldi til þjóðarinnar?
Mér finnst þessi þingsályktunartillaga sem grundvöllur að þjóðaratkvæðagreiðslu vera gersamlega óskiljanleg og ónothæf. Skoðum það aðeins betur. Hvernig á að vera hægt að greiða þjóðaratkvæði um hvort eigi að taka upp nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Á þetta að vera já og nei spurning? Ef niðurstaðan verður að já verði ofan á hvað tekur þá við? Bara eitthvað? Ef niðurstaðan verður nei verður þá engu breytt héðan af? Í slíkum málum hlýtur að þurfa að kjósa á milli tveggja skýrra valkosta en ekki bara um eitthvað út í loftið. Að mínu mati er gjörsamlega út í hött að láta fara fram þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið. Til þess er fiskveiðistjórnun alltof flókin og viðurhlutamikil. Alltof mikið er undir til að verjanlegt sé að láta málefni sjávarútvegsins verða að leiksoppi í einhverjum hráskinnaleik.
Er einhver nauðsyn á því að láta það fara í þjóðaratkvæði hvort eigi að setja sérstakt stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlindarinnar? Hvað með aðrar auðlindir s.s. vatnsorkuna, hitaorkuna, vindorkuna, landnýtingu og ferðamannastaði. Eitt hlytur yfir allar auðlindir að ganga.
Hvernig er hægt að greiða þjóðaratkvæði um hvort eigi að innkalla allar aflaheimildir? Hvað ef svarið verður já? verða allar aflaheimildir innkallaðar? Hver er réttarstaða þeirra fyrirtækja sem höfðu keypt fyrrgreindar aflaheimildir? Verður ríkið þá skaðabótaskylt? Hver verða áhrifin á fyrirtækin sem hafa skuldbindingar við hina og þessa. Það hefur verið sagt að það skipti ekki máli þótt starfandi sjávarútvegsfyrirtæki verði gjaldþrota því það fari bara einhver annar að veiða fisk. Það getur vel verið en skuldir gömlu fyrirtækjanna hverfa ekki. Þær gufa ekki upp. Ef sjávarútvegsfyrirtæki landsins verða gjaldþrota í einu þá lendir skellurinn hvergi annarsstaðar nema á landsmönnum (almenningi) í gegnum hærri vexti hjá þeim lánastofnunum sem þurfa að sfskrifa lán sem þær héldu að væru nokkuð tryggar. Það er kannski bara í lagi að bankarnir fari líka á hausinn því það komi einhverjir aðrir í staðinn.
Hvernig er hægt að greiða þjóðaratkvæði um hvort eigi að endurúthluta auðlindum til þjóðarinnar gegn gjaldi? Í fyrsta lagi hvað þýðir það að endurúthluta auðlindum til þjóðarinnar gegn gjaldi? Ekki hef ég neinn áhuga á að fá úthlutað auðlind gegn gjaldi. Hvað á gjaldið að verða hátt?
Ég verð að segja það að hvað sem öllum málalengingum umræðum í þingsal líður þá finnst mér svona málatilbúnaður eins og felst í þessari þingsályktunartillögu ekki vera til þess fallin að auka virðingu Alþingis. Til þess er hún of ruglingsleg, ómarkviss og hroðvirknislega unnin. Líklega er þetta hluti af einhverjum pólitískum keiluleik svo hægt sé að segja við áhugasama að það hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um málið en vondu flokkarnir hafi sett fyrir hana fótinn.
þriðjudagur, október 04, 2011
Við Haukur renndum vestur á Rauðasand á laugardaginn. Það fer hver að verða síðastur að draga þunga kerru vestur landleiðina þegar komið er fram í október ár hvert. Við fórum með stóran hluta af panelnum í húsið sem var eftir að koma vestur. Ferðin gekk vel og hvassviðrið sem var búið að spá lét ekki sjá sig en þó var vissulega drjúgur strekkingur á leiðinni. Haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta í austursýslunni en maður hefði viljað hafa aðeins betri tíma til að taka myndir. Rétt sunnan við Bjarkalund sveif þessi myndarlegi örn yfir veginn. Ég hef ekki séð örn þar áður en það er náttúrulega ekki að marka. Maður er ekki á ferðinni þarna upp á hvern dag. Húsið heima var eins og skilið var við það í vor. Ólíkt hreinlegra er í kringum það eftir að ég girti það af í sumar. Skepnugreyin vildu safnast í skjólið þegar hvessti eða rigndi eins og eðlilegt er. Við gerðum ekkert á laugardagskvöldið annað en að bera viðinn í hús. Það var líka eins gott að ljúka því skömmu eftir að við lukum því fór að hellirigna og var stórrigning alla nóttina og fram undir hádegi morguninn eftir. Það flóðóx fljótt í öllum ám. Við kíktum út að Lambavatni um kvöldið í kvöldkaffi. Það er alltaf gaman að setjast við eldhúsborðið hjá gömlum kunningjum og rifja upp gamla tíma og gleymdar sögur. Af nógu er að taka í þeim efnum. Við sniðum efni og negldum á tvo veggi áður en við fórum af stað á sunnudaginn. Það var á nippunni að það væri hægt að saga úti en það bjargaðist. Eftir stuttan stans á Patró heldum við af stað sem leið lá suður. Á líklegum arnarslóðum sem ég vissi af sat einn eins og klettur rétt fyrir ofan veginn. Maður skilur harla vel að fólk vestra vilji ekki sætta sig við þá framtíðarsýn að landleiðin liggi yfir hálsana í framtíðinni. Það er á hreinu að það er sama hve góður vegur verður gerður yfir þá þá nær vegurinn aldrei upp úr óveðrum og ófærð. Óásættanlegt er á okkar tímum að aðalsamgönguæð héraðsins eigi að vera lögð þannig til allrar framtíðar.
Ég var eitt sinn viðstaddur þegar Göran Persson, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hélt ræðu. Hann talaði blaðalaust í hátt í klukkutíma yfir 2500 manns, klæddur í gallabuxur og stutterma skyrtu sem var opin niður á bringu. Hann hélt óskiptri athygli allra allann tímann. Þannig eiga skipstjórar að vera. Mér kom þessi ræða í hug þegar ég opnaði fyrir útvarpið í gærkvöldi laust eftir klukkan 20:00.
Ég var eitt sinn viðstaddur þegar Göran Persson, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hélt ræðu. Hann talaði blaðalaust í hátt í klukkutíma yfir 2500 manns, klæddur í gallabuxur og stutterma skyrtu sem var opin niður á bringu. Hann hélt óskiptri athygli allra allann tímann. Þannig eiga skipstjórar að vera. Mér kom þessi ræða í hug þegar ég opnaði fyrir útvarpið í gærkvöldi laust eftir klukkan 20:00.
laugardagur, september 24, 2011
Nú hef ég ekkert vit á fornleifum eða verndun fornminja. Það er eins gott að það komi fram í upphafi. Samt er eitt og annað sem vefst fyrir mér sem venjulegum manni sem les fréttir og fylgist með umræðunni í samfélaginu. Nú stendur yfir mikil umræða um byggingu svokallaðar Þorláksbúðar austur í Skálholti. Hin upprunalega Þorláksbúð var byggð 1527 eftir að kirkjan þar brann. Hún var að sögn notuð sem bráðabirgðaskýli fyrir eitt og annað og fékk svo loks nafnið Þorláksbúð. Samkvæmt fréttum er verið að reisa nýtt hús í mynd þess forna á gamla grunninum. Þarna er sem sagt verið að búa til fornminjar eða eftirlikingar af þeim. Gott og vel, það er bara allt í lagi ef einhver hefur áhuga á slíku.
Þegar hornhúsið á Lækjargötu og Austurstræti brann fyrir nokkrum árum töldu þeir sem vit höfðu á málinu að þarna hefðu mikil menningarverðmæti farið í súginn þegar gamla húsið brann. Það var reyndar heldur óhrálegur timburhjallur. Ákveðið var að húsið skyldi endurgert í sinni upprunalegu mynd. Svo var reist fínt hús sem líktist því gamla harla lítið en er í einhversskonar gömlum timburhúsastíl. Það fer ágætlega þarna á horninu og nýtist vonandi sem best. Þar er í sjálfu sér búið að búa til fornminjar eða byggja nýtt hús sem á að líta út eins og gamalt. Bara fínt.
Mér var sýnd gömul verbúð vestur á Látrum í sumar. Hún var þeirrar tegundar að hún var það breið að hún var með tvo mæniása. Það var sjaldgæft að verbúðir voru svo stórar. Veður og vindar hafa farið ómjúkum höndum um búðina gegnum árin. Fyrir þremur eða fjórum árum féll hún. Heimamenn höfðu hug á að leita að fjármagni til að endurgera búðina í sinni upprunalegu mynd en þá kom babb í bátinn. Menn að sunnan komu með gult merki á hæl sem stungið var í vegginn. Á merkinu stendur: Friðlýst. Þar sem þetta merki stendur á veggnum þá má ekki hreifa við einu eða neinu heldur eiga náttúruöflin að sjá um varðveislu búðarinnar inn í óráðna framtíð. Náttúran á að hafa sinn gang segja mennirnir að sunnan. Nú hélt ég að eldurinn væri hluti af náttúruöflunum þegar gamalt hús brennur í miðborg Reykjavíkur. Nei, þá þykir öllum sjálfsagt mál að byggja nýtt fornhús. Það má byggja ofan á og jarða gamlan húsgrunn austur í Skálholti með nýfornminjum. En það má ekki hreyfa við gömlu hrundu húsi vestur á Látrum og endurgera það í sinni upprunalegu mynd til að gefa komandi kynslóðum innsýn í hvernig stórar sjóbúðir voru settar upp snemma á síðustu öld. Rústin er friðlýst og friðlýst þýðir "Bannað að snerta". Í þessu dæmi er eitthvað sem ekki gengur upp.
Ég fór í bíó á þriðjudaginn og sá heimildarmyndina Jón og Séra Jón sem fjallar um Jón Ísleifsson, fyrrverandi prest í Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum. Myndatökumaður hefur greinilega náð góðu sambandi við Jón og hefur komist mjög nálægt honum. Það má segja myndatökumanninum til mikils hróss að hann sést aldrei og heyrist aldrei í honum. Hann er laus við þann algenga óvana íslenskra þáttagerðarmanna að vera sífellt að troða sjálfum sér í mynd eða máli inn í þáttinn. Sem dæmi um það má nefna Ísþjóðina þar sem þáttagerðarmaðurinn er sífellt í mynd eða að koma spuringum sínum inn í þáttinn þrátt fyrir að það bæti hann ekkert. Ég mæli með myndinni um Jón. Hann er sérstakur og er vel að það skuli einhverjum hafa dottið í hug að kaman væri að gera mynd um kallinn. Það er svona svipað og þegar Friðrik Þór fór norður til Skagastrandar og tók hina óborganlegu mynd Kúrekar Norðursins um fyrstu kántríhátíðina á Skagaströnd. Myndin um Jón endar á því þegar prestur hefur hlaðið langan Landrover með dóti sínu og lætur úr hlaði, alfarinn eftir nokkur átök..
Þegar hornhúsið á Lækjargötu og Austurstræti brann fyrir nokkrum árum töldu þeir sem vit höfðu á málinu að þarna hefðu mikil menningarverðmæti farið í súginn þegar gamla húsið brann. Það var reyndar heldur óhrálegur timburhjallur. Ákveðið var að húsið skyldi endurgert í sinni upprunalegu mynd. Svo var reist fínt hús sem líktist því gamla harla lítið en er í einhversskonar gömlum timburhúsastíl. Það fer ágætlega þarna á horninu og nýtist vonandi sem best. Þar er í sjálfu sér búið að búa til fornminjar eða byggja nýtt hús sem á að líta út eins og gamalt. Bara fínt.
Mér var sýnd gömul verbúð vestur á Látrum í sumar. Hún var þeirrar tegundar að hún var það breið að hún var með tvo mæniása. Það var sjaldgæft að verbúðir voru svo stórar. Veður og vindar hafa farið ómjúkum höndum um búðina gegnum árin. Fyrir þremur eða fjórum árum féll hún. Heimamenn höfðu hug á að leita að fjármagni til að endurgera búðina í sinni upprunalegu mynd en þá kom babb í bátinn. Menn að sunnan komu með gult merki á hæl sem stungið var í vegginn. Á merkinu stendur: Friðlýst. Þar sem þetta merki stendur á veggnum þá má ekki hreifa við einu eða neinu heldur eiga náttúruöflin að sjá um varðveislu búðarinnar inn í óráðna framtíð. Náttúran á að hafa sinn gang segja mennirnir að sunnan. Nú hélt ég að eldurinn væri hluti af náttúruöflunum þegar gamalt hús brennur í miðborg Reykjavíkur. Nei, þá þykir öllum sjálfsagt mál að byggja nýtt fornhús. Það má byggja ofan á og jarða gamlan húsgrunn austur í Skálholti með nýfornminjum. En það má ekki hreyfa við gömlu hrundu húsi vestur á Látrum og endurgera það í sinni upprunalegu mynd til að gefa komandi kynslóðum innsýn í hvernig stórar sjóbúðir voru settar upp snemma á síðustu öld. Rústin er friðlýst og friðlýst þýðir "Bannað að snerta". Í þessu dæmi er eitthvað sem ekki gengur upp.
Ég fór í bíó á þriðjudaginn og sá heimildarmyndina Jón og Séra Jón sem fjallar um Jón Ísleifsson, fyrrverandi prest í Árnesi í Trékyllisvík á Ströndum. Myndatökumaður hefur greinilega náð góðu sambandi við Jón og hefur komist mjög nálægt honum. Það má segja myndatökumanninum til mikils hróss að hann sést aldrei og heyrist aldrei í honum. Hann er laus við þann algenga óvana íslenskra þáttagerðarmanna að vera sífellt að troða sjálfum sér í mynd eða máli inn í þáttinn. Sem dæmi um það má nefna Ísþjóðina þar sem þáttagerðarmaðurinn er sífellt í mynd eða að koma spuringum sínum inn í þáttinn þrátt fyrir að það bæti hann ekkert. Ég mæli með myndinni um Jón. Hann er sérstakur og er vel að það skuli einhverjum hafa dottið í hug að kaman væri að gera mynd um kallinn. Það er svona svipað og þegar Friðrik Þór fór norður til Skagastrandar og tók hina óborganlegu mynd Kúrekar Norðursins um fyrstu kántríhátíðina á Skagaströnd. Myndin um Jón endar á því þegar prestur hefur hlaðið langan Landrover með dóti sínu og lætur úr hlaði, alfarinn eftir nokkur átök..
sunnudagur, september 18, 2011
Það var athyglisvert viðtal á Sprengisadi í morgun við mann nokkurn sem heitir Erlendur Halldórsson að því mig minnir. Hann hefur unnið í tengslum við erlend verkefni á undanförnum 30 árum og þekkir því vel til veðra og vinda á Evrusvæðinu. Hann var mjög gagnrýninn á myntsamstarf ESB sem slíkt. Hann sagði að evran hefði verið stofnsett í upphafi vegna þess að stjórnmálamenn hefðu séð haft þá skoðun að ein mynt væri betri fyrir Evrópu en margar myntir. Ákvörðunin hefði verið keyrð í gegn af stjórnmálamönnum þrátt fyrir varnaðarorð fjölmargra hagfræðinga og fræðimanna. Þeir sögðu að hagkerfi Evrópskra landa væru alltof ólík til að þau gætu unnið eftir einu myntkerfi. Miklu nær hefði verið að þau lönd sem hefðu haft tiltölulega lík haglkerfi s.s. Þýskaland, Frakkland, Holland og Austurríki hefðu tekið sig saman um eina mynt í stað þess að þenja Evruna út um allar koppagrundir með að að sjónarmiði að stórt væri betra en smátt. Erlendur fullyrti einnig að efnahagsvandræði Spáns og Írland væru tilkomin vegna aðildar þeirra að myntsamstarfi ESB. Hin gríðarlega skuldsetning þessara landa væri m.a. tilkomin vegna oftrausts á myntsamstarfið og auðvelds aðgengis að fjármagni. Vandamál Grikklands er af öðrum toga. Finnar öfunda Svía nú af því að hafa sína eigin mynt sem gerir alla efnahagsstjórnun auðveldari.
Mér fannst þetta viðtal áhugavert vegna þess að hérlendis litast umræðan um aðildarumsókn af því að þeir sem ráða ferðinni hafa tekið afstöðu vegna þess að þeir hafa séð ljósið. Efnisleg umræða um kosti og galla myntsamstarfsins er fyrirferðarlítil. Hvernig væri staðan hérlendis í dag ef Ísland væri aðilar að myntsamstarfi Evrópu. Í mínum huga er niðurstaðan ljós á sumum sviðum. Atvinnuleysi væri t.d. miklu meira. Kaupmáttur væri síst meiri. Það er bara eins og staðan er innan Evrópusambandsins. Auðvitað er áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast á þessum vettvangi á komandi misserum. Það verður að teljast hæpið að evran verði í óbreyttri mynd eftir allan þennan darraðadans.
Ég fór á bretti í World Class í morgun í fyrsta sinn í ár. Ég fæ frípláss hjá þeim út nóvember a.m.k. Það er fínt að fara að keyra sig í gang á nýjan leik.
Mér fannst þetta viðtal áhugavert vegna þess að hérlendis litast umræðan um aðildarumsókn af því að þeir sem ráða ferðinni hafa tekið afstöðu vegna þess að þeir hafa séð ljósið. Efnisleg umræða um kosti og galla myntsamstarfsins er fyrirferðarlítil. Hvernig væri staðan hérlendis í dag ef Ísland væri aðilar að myntsamstarfi Evrópu. Í mínum huga er niðurstaðan ljós á sumum sviðum. Atvinnuleysi væri t.d. miklu meira. Kaupmáttur væri síst meiri. Það er bara eins og staðan er innan Evrópusambandsins. Auðvitað er áhugavert að fylgjast með því sem er að gerast á þessum vettvangi á komandi misserum. Það verður að teljast hæpið að evran verði í óbreyttri mynd eftir allan þennan darraðadans.
Ég fór á bretti í World Class í morgun í fyrsta sinn í ár. Ég fæ frípláss hjá þeim út nóvember a.m.k. Það er fínt að fara að keyra sig í gang á nýjan leik.
Ég fór niður í FÍH salinn í kvöld. Þar var mættur Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal með sína árlegu hausttónleika ásamt vinum og vandamönnum. Jón er orðinn 71 árs en slær ekkert undan. Hann er alveg eins og hann hefur verið síðustu 30 árin og röddin er betri en nokkru sinni ef eitthvað er. Jón er sérstakur maður í þess orðs jákvæðu merkingu. Hann hefur haldið tryggð við sitt hemaþorp en er samt ekki síðri heimsborgari en margir þeirra sem víðar hafa farið. Jón er fínn. Tónleikarnir stóðu yfir í hátt á þrjá klukkutíma og hvergi slegið af. Þarna voru margir leiddir fram, klassískir söngvarar af ýmsum tegundum, Fjallabræður, dægurlagasöngvarar fornir og nýjir og síðan Bjarnason himself. "Er þetta ekki að verða búið Jón?" sagði Bjarnason þegar langt var liðið á tónleikana, "Ég er að verða of seinn að syngja í afmæli". Jóni brá ekki en sagði: "Hvurslagsfólk er þetta sem er á afmæli þegar klukkan orðin ellefu" Það er alltaf gaman að setjast niður kvöldstund og hlusta á vini Jóns Kr. syngja og skemmta sér og öðrum. Kallinn er engum líkur. Svo hittir maður alltaf einhverja kunnuga á svona samkomum sem er svona krydd á kökuna.
Ég er að verða góður í fætinum. Verkurinn minnkar dag frá degi. Ég reyni að teygja samviksusamlega og það hefur tvímælalaust áhrif. Þessi meiðsl eru ekkert annað en sjálfskaparvíti því ég hef verið of linur við að teygja á undanförnum misserum. Þetta er allt að koma og er í mikið góðu lagi.
Nú er farið að styttast í að Kári Steinn fari í sitt fullnaðarpróf. Berlínarmaraþonið er um næstu helgi. Það verður spennandi.
Ég er að verða góður í fætinum. Verkurinn minnkar dag frá degi. Ég reyni að teygja samviksusamlega og það hefur tvímælalaust áhrif. Þessi meiðsl eru ekkert annað en sjálfskaparvíti því ég hef verið of linur við að teygja á undanförnum misserum. Þetta er allt að koma og er í mikið góðu lagi.
Nú er farið að styttast í að Kári Steinn fari í sitt fullnaðarpróf. Berlínarmaraþonið er um næstu helgi. Það verður spennandi.
laugardagur, september 10, 2011
Ég fór til Vestmannaeyja í gær og kom aftur seinnipartinn í dag. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fer einu sinni á ári út fyrir borgina með stjórnarfund og sviðsstjórarnir fylgja með. Nú voru það Vestmannaeyjar sól og blíðu. Að afloknum stjórnarfundi þá var farið í heimsókn á bæjarskrifstofurnar hvar Elliði bæjarstjóri og hans fólk tók á móti okkur af myndarskap.
Hann átti vart orð yfir að lýsa þeim umskiptum sem hafa orðið í Eyjum með tilkomu Landeyjarhafnar og breyttri siglingaleið. Það sem af er árinu hefur um 100.000 farþegum fleira komið til Eyja en þegar siglt var upp á gamla móðinn. Það sést líka í bænum, bæði á fjölda ferðamanna og fjölda verslana, matsölustaða og veitingahúsa.
Síðan skoðuðum við Vinnslustöðina. Það er gríðarlega öflugt matvælaframleiðslufyrirtæki sem er gaman að heimsækja. Í Vinnslustöðinni var verið að slíta humar, frysta makríl og salta stórþorsk. Fjöldi launaseðla í einum mánuði í ár hafði farið upp í 500. Vinnslustöðin veltir 80 milljónum EYRO á ári. Fyrir einungis átta árum seldu þeir allar afurðir sínar í gegnum SÍF en nú er þetta orðið markaðsdrifið fyrirtæki sem annast sölu sinna afurða sjálft. Þeir vinna afurðir fyrst og fremst af eigin skipum sem fiska kvótann eftir því sem þörf markaðarins er. Þeir sögðust ekki vilja fisk af strandveiðibátum til vinnslu, fyrst og fremst vegna þess að gæðin væru ekki nægjanlega mikil. Það er von að það sé brugðist við þegar forsvarsmenn fyrirtækja af þessum klassa sjá bátnum ruggað að misvitrum stjórnmálamönnum sem virðast ekki alltaf skilja samhengi hlutanna. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að varanlegar breytingar í umhverfi fyrirtækja af þessum toga verður að vanda þannig að skaðinn af breytingunum verði ekki stærri en ábatinn. Það sem er sorglegast af öllu í umræðu liðinna mánuða og missera um sjávarútvegesmál er að Vinnslustöðin og önnur álíka fyrirætki sem hafa verið í veiðum og vinnslu sjávarafurða um áratuga skeið og ætla að vera það áfram er hallmælt sem Svarta Pétrunum í kerfinu í illsku út í þá sem eru búinir að selja sig út og horfnir. Reyndar er mörgum þeirra sem eru búnir að selja sig út úr kerfinu tvisvar eða þrisvar afhentur veiðiréttur á silfurfati fyrir ekki neitt í formi strandveiðiheimilda á sama tíma og þeir sem eru í kerfinu allt árið verða að kaupa kvótann ef þeir vilja styrkja stöðu sína. Þetta er náttúruleg ekki í lagi.
Af skoðunarferðinni um Vinnslustöðina var farið í siglingu kringum Heimaey. Hún tók góðan klukkutíma á alvöru hraðbát. Veðrið var orðið afargott, rjómablíða og bjart svo þetta var virkilega fínn túr. Um vköldið borðuðum við í Vinaminni, nýju veitingahúsi sem hefur sérhæft sig í að halda minningu gossins og þeirra breytinga sem það hafi á lofti. Áður en matur var borinn á borð þá sagði veitingakonan frá kvöldinu fyrir gosið og upplifuninni um nóttina þegar gosið hófst. Það var mjög áhrifaríkt. Mér er þessi tími í fersku minni því ég kom út í Eyjar viku af gosi og var þar í nokkra daga ásamt fleiri Hvanneyringum við að hreinsa vikur af húsþökum, sem fóru svo öll undir hraun um einum og hálfum mánuði síðar. Að afloknum mjög fínum kvöldverði þá sungu veitingahjónin fyrir okkur af stakri snilld. Þarna var svo setið og spjallað áfram en ég fór síðan snemma að sofa.
Vestmannahlaupið var í dag og það var tilvalið að taka þátt í því. Þátttakan fór fram út björtustu vonum heimamanna en um 280 manns tóku þátt í þessu fyrsta formlega götuhlaupi í Vestmannaeyjum í sól og blíðu. Ég hef ekki hlaupið neit að ráði síðan í Belfast upp úr miðjum júlí svo ég var ekki til neinna afreka. Brautin var skemmtileg en hunderfið. Það er bara svoleiðis. Það er engin braut eins og ekkert lögmál að þær eigi að vera marflatar. Fyrstu 6-7 km voru ekkert nema brekkur upp og niður en um 100 km hæðarmunur er á brautinni. Ég lauk hlaupinu á um 48 mín sem var bara eins og innistæða er fyrir. Þórólfur sigraði 10 km á rúmum 37 mín en Kári Steinn sigraði 1/2 maraþonið á 1.12 sem er frábær tími á erfiðri braut. Það er verðugt verkefni fyrir hlaupara komandi ára að slá þessi brautarmet. Gaman verður að fylgjast með Kára Stein í Berlín eftir um 1/2 mánuð.
Ég sé í fréttum að innanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um að stika framtíðarlandleiðina vestur á suðurfirði Vestfjarða yfir hálsana. Það er að mínu viti landversti valkosturinn. Hann er eitthvað að tala um jarðgöng í þessu sambandi en það veit það hver maður sem vill vita að það verða ekki boruð göng í gegnum þessa hálsa á næstu 10 árum að minnsta kosti. Vaðlaheiðargöng eru í undirbúningi, það er pressað á Oddskarðsgöng og göng úr Seyðisfirði suður á við. Síðan eru Vopnfirðingar miklir áhugamenn um jarðgöng yfir á Hérað og svo er byrjað að tala um nauðsyn á göngum úr Siglufirði yfir í Fljót eins og allir vissu að myndu koma samtímis upp í umræðuna eftir að Héðinsfjarðargöngum lyki. Ég hef ekki séð þetta kjarr í Teigsskógi en get ekki ímyndað mér að það sé slíkt djásn að við því megi ekki á nokkurn hátt hrófla. Besta lausnin er vafalaust tenging af Melanesinu yfir á Reykjanes við að Árbæ og slá þannig tvær eða þrjár flugur í einu höggi, tengja veginn á láglendi, opna fyrir möguleika á sjávarfallavirkjun og jafnvel fiskeldi inni í Þorskafirðinum. Nei, versti kosturinn er valinn. Hvað á það fólk að hugsa og segja sem málið varðar?
Hann átti vart orð yfir að lýsa þeim umskiptum sem hafa orðið í Eyjum með tilkomu Landeyjarhafnar og breyttri siglingaleið. Það sem af er árinu hefur um 100.000 farþegum fleira komið til Eyja en þegar siglt var upp á gamla móðinn. Það sést líka í bænum, bæði á fjölda ferðamanna og fjölda verslana, matsölustaða og veitingahúsa.
Síðan skoðuðum við Vinnslustöðina. Það er gríðarlega öflugt matvælaframleiðslufyrirtæki sem er gaman að heimsækja. Í Vinnslustöðinni var verið að slíta humar, frysta makríl og salta stórþorsk. Fjöldi launaseðla í einum mánuði í ár hafði farið upp í 500. Vinnslustöðin veltir 80 milljónum EYRO á ári. Fyrir einungis átta árum seldu þeir allar afurðir sínar í gegnum SÍF en nú er þetta orðið markaðsdrifið fyrirtæki sem annast sölu sinna afurða sjálft. Þeir vinna afurðir fyrst og fremst af eigin skipum sem fiska kvótann eftir því sem þörf markaðarins er. Þeir sögðust ekki vilja fisk af strandveiðibátum til vinnslu, fyrst og fremst vegna þess að gæðin væru ekki nægjanlega mikil. Það er von að það sé brugðist við þegar forsvarsmenn fyrirtækja af þessum klassa sjá bátnum ruggað að misvitrum stjórnmálamönnum sem virðast ekki alltaf skilja samhengi hlutanna. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að varanlegar breytingar í umhverfi fyrirtækja af þessum toga verður að vanda þannig að skaðinn af breytingunum verði ekki stærri en ábatinn. Það sem er sorglegast af öllu í umræðu liðinna mánuða og missera um sjávarútvegesmál er að Vinnslustöðin og önnur álíka fyrirætki sem hafa verið í veiðum og vinnslu sjávarafurða um áratuga skeið og ætla að vera það áfram er hallmælt sem Svarta Pétrunum í kerfinu í illsku út í þá sem eru búinir að selja sig út og horfnir. Reyndar er mörgum þeirra sem eru búnir að selja sig út úr kerfinu tvisvar eða þrisvar afhentur veiðiréttur á silfurfati fyrir ekki neitt í formi strandveiðiheimilda á sama tíma og þeir sem eru í kerfinu allt árið verða að kaupa kvótann ef þeir vilja styrkja stöðu sína. Þetta er náttúruleg ekki í lagi.
Af skoðunarferðinni um Vinnslustöðina var farið í siglingu kringum Heimaey. Hún tók góðan klukkutíma á alvöru hraðbát. Veðrið var orðið afargott, rjómablíða og bjart svo þetta var virkilega fínn túr. Um vköldið borðuðum við í Vinaminni, nýju veitingahúsi sem hefur sérhæft sig í að halda minningu gossins og þeirra breytinga sem það hafi á lofti. Áður en matur var borinn á borð þá sagði veitingakonan frá kvöldinu fyrir gosið og upplifuninni um nóttina þegar gosið hófst. Það var mjög áhrifaríkt. Mér er þessi tími í fersku minni því ég kom út í Eyjar viku af gosi og var þar í nokkra daga ásamt fleiri Hvanneyringum við að hreinsa vikur af húsþökum, sem fóru svo öll undir hraun um einum og hálfum mánuði síðar. Að afloknum mjög fínum kvöldverði þá sungu veitingahjónin fyrir okkur af stakri snilld. Þarna var svo setið og spjallað áfram en ég fór síðan snemma að sofa.
Vestmannahlaupið var í dag og það var tilvalið að taka þátt í því. Þátttakan fór fram út björtustu vonum heimamanna en um 280 manns tóku þátt í þessu fyrsta formlega götuhlaupi í Vestmannaeyjum í sól og blíðu. Ég hef ekki hlaupið neit að ráði síðan í Belfast upp úr miðjum júlí svo ég var ekki til neinna afreka. Brautin var skemmtileg en hunderfið. Það er bara svoleiðis. Það er engin braut eins og ekkert lögmál að þær eigi að vera marflatar. Fyrstu 6-7 km voru ekkert nema brekkur upp og niður en um 100 km hæðarmunur er á brautinni. Ég lauk hlaupinu á um 48 mín sem var bara eins og innistæða er fyrir. Þórólfur sigraði 10 km á rúmum 37 mín en Kári Steinn sigraði 1/2 maraþonið á 1.12 sem er frábær tími á erfiðri braut. Það er verðugt verkefni fyrir hlaupara komandi ára að slá þessi brautarmet. Gaman verður að fylgjast með Kára Stein í Berlín eftir um 1/2 mánuð.
Ég sé í fréttum að innanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um að stika framtíðarlandleiðina vestur á suðurfirði Vestfjarða yfir hálsana. Það er að mínu viti landversti valkosturinn. Hann er eitthvað að tala um jarðgöng í þessu sambandi en það veit það hver maður sem vill vita að það verða ekki boruð göng í gegnum þessa hálsa á næstu 10 árum að minnsta kosti. Vaðlaheiðargöng eru í undirbúningi, það er pressað á Oddskarðsgöng og göng úr Seyðisfirði suður á við. Síðan eru Vopnfirðingar miklir áhugamenn um jarðgöng yfir á Hérað og svo er byrjað að tala um nauðsyn á göngum úr Siglufirði yfir í Fljót eins og allir vissu að myndu koma samtímis upp í umræðuna eftir að Héðinsfjarðargöngum lyki. Ég hef ekki séð þetta kjarr í Teigsskógi en get ekki ímyndað mér að það sé slíkt djásn að við því megi ekki á nokkurn hátt hrófla. Besta lausnin er vafalaust tenging af Melanesinu yfir á Reykjanes við að Árbæ og slá þannig tvær eða þrjár flugur í einu höggi, tengja veginn á láglendi, opna fyrir möguleika á sjávarfallavirkjun og jafnvel fiskeldi inni í Þorskafirðinum. Nei, versti kosturinn er valinn. Hvað á það fólk að hugsa og segja sem málið varðar?
miðvikudagur, september 07, 2011
Ég skrapp austur á Hvolsvöll á sunnudaginn. Ísólfur Gylfi, sveitarstjóri þar í sveit, bað mig að koma austur og halda fyrirlestur um hvernig fólk ætti að bera sig að þegar það færi að hefja reglubundið skokk eða hlaup. Sveitarfélagið stendur fyrir heilsuviku nú í vikunni og opnaði meðal annars heilsustíg í því tilefni. Þar er hægt að gera margs konar æfingar, teygjur, hopp og fleira sem tilheyrir. Það var vel mætt á fyrirlesturinn og fólkið áhugasamt. Það er alltaf gaman að gefa eitthvað af sér inn í hlauparasamfélagið og vonandi að þetta verði einhverjum hvatning að taka sér tak. Auðvitað er það dálítið átak að hefja reglubundna hreyfingu en það breytist fljótt yfir í að tilfinningin vegna aukinna lífsgæða víkur fyrir öðru.
Á leiðinni heim skrapp ég inn á Hafnarfjarðarafleggjarann og kíkti til berja. Ég hafi aldrei svipast eftir berjum þarna áður en það var svona reitingur. Ég týndi tæp tvö kíló með puttunum á réttum klukkutíma af ágætum bláberjum. Nú eru ber notuð út á morgunskattinn.
Ég er að snúa mér af stað aftur. Tognunin aftan í hægra lærinu er að láta undan. Ég hleyp svona annan hvern dag og ætla að auka rólega við álagið jafnhliða því sem ég reyni að teygja vel. Þá mjakast þetta. World Class hefur brugðist vel við enn einn ganginn og ég fæ að fara þar inn og æfa mér að kostnaðarlausu fram á veturinn.
Á leiðinni heim skrapp ég inn á Hafnarfjarðarafleggjarann og kíkti til berja. Ég hafi aldrei svipast eftir berjum þarna áður en það var svona reitingur. Ég týndi tæp tvö kíló með puttunum á réttum klukkutíma af ágætum bláberjum. Nú eru ber notuð út á morgunskattinn.
Ég er að snúa mér af stað aftur. Tognunin aftan í hægra lærinu er að láta undan. Ég hleyp svona annan hvern dag og ætla að auka rólega við álagið jafnhliða því sem ég reyni að teygja vel. Þá mjakast þetta. World Class hefur brugðist vel við enn einn ganginn og ég fæ að fara þar inn og æfa mér að kostnaðarlausu fram á veturinn.
mánudagur, september 05, 2011
Að undanförnu hefur átt sér stað allnokkur umræða um fyrirhuguð kaup kínverja nokkurs á jörðinni Grímsstaðir á fjöllum. Umræðan er eins og svo oft hún fer út og suður og magnið meir en gæðin. Margir sjá ekkert athugavert við það að erlendur aðili kaupi upp 0,3% af Íslandi. Þar á meðal má nefna bæði forsætisráðherra og forseta Íslands. Í því sambandi er mjög eðlilegt að spyrja: "Hvar eru mörkin?" Mega erlendir aðilar kaupa 1% af landinu, 10% eða 100%? "Hvar eru mörkin?" Þess þá heldur er nauðsynlegt að fá umræðu um slíka hluti þegar helstu ráðamenn þjóðarinnar tjá sig á þennan hátt. Forsetinn nefndi erlent eignarhald í Össuri og Marel til samanburðar. Eignarhald í fyrirtækjum eða fasteignum er ekki það sama og eignarhald í landi. Allt frá landnámi hefur landinu að mestu leyti verið skipt upp í bújarðir af eðlilegum ástæðum. Þar tók einn við af öðrum og ákveðið kerfi var í gangi öldum saman. Það gekk árekstralaust og menn byggðu upp ákveðið samhjálparkerfi um smalanir og aðrar skyldur og það var sett á fót ítala þar sem þurfti að takmarka beit. Á síðustu áratugum hefur þetta breyst. Aðgengi að landi er orðið verðmæti út af fyrir sig. Einstaklingar eru farnir að kaupa land í þeim tilgangi að eiga það út af fyrir sig. Það á bæði við um innlenda aðila og erlenda. Slík þróun kallar á skoðun á fyrri gildum og hefðum. Það getur orðið stórmál ef einstaklingar fara að takmarka umferð á gríðarstórum jörðum sem ná langt inn á hálendið. Í Noregi er við lýði ákveðin búsetuskylda á eignarhörðum. Þar er dálítið langt seilst en sama er, almannaréttinn verður að virða í þessu samhengi þar sem það á við.
Hvað kínverjann varðar þá er fyrsta spurningin, getum við keypt land eins og okkur sýnist í Kína? Ef eru takmarkanir á því þá er rétt að spyrja: "Hvers vegna?" Síðan má ekki gleyma því að íslenskt hagkerfi er svo örlítið að það bliknar í samanburði við þann mikla auð sem finnst á einstaklingshöndum erlendis. Íslendingar eru afar svag um þessar mundir fyrir því að vilja fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Þeir þurfa að halda á erlendu fjármagni inn í landið. Væri ég kínverjinn þá myndi ég nota mér það fram í ystu æsar. Ef ég fengi að kaupa landið með ákveðnum skilyrðum sem myndu hindra á einhvern hátt möguleika mína til að nýta þá aðstöðu sem þar væri til staðar, þá myndi ég gera það að skilyrði fyrir því aukinni fjárfestingu að þessum skilyrðum yrði létt af. Asni hlaðinn gulli kemst inn um hvaða borgarhlið sem er. Kínverjar hugsa mjög langt fram í tímann og eru strategiskir. Þeir hafa keypt upp auðlindir í fjölmörgum Afríkulöndum þar sem stjórnkerfið er veikt og principin fá. Við erum á margan hátt ekkert sterkari á svellinu sem stendur. Í huga margra skiptir það eitt máli að fá peninga inn í landið. Afleiðingarnar skipta minna máli. Að bera saman fjárfestingu í landi og í húsi er náttúrulega fáránlegt. Hús er afskrifað en land ekki. Maður spyr sig af hverju er ekki nóg að fá leigulóð til næstu 100 ára fyrir hótelreksturinn go golfvöllinn uppi á Hólsfjöllum eða hangir eitthvað annað á spýtunni. Erlendir auðmenn eru ekki í neinni góðgerðastarfsemi. Allt tal um slíkt er vægt sagt fáránlegt en beinlínis hættulegt ef það kemur frá einhverum þeirra sem mikið eiga undir sér.
Hvað kínverjann varðar þá er fyrsta spurningin, getum við keypt land eins og okkur sýnist í Kína? Ef eru takmarkanir á því þá er rétt að spyrja: "Hvers vegna?" Síðan má ekki gleyma því að íslenskt hagkerfi er svo örlítið að það bliknar í samanburði við þann mikla auð sem finnst á einstaklingshöndum erlendis. Íslendingar eru afar svag um þessar mundir fyrir því að vilja fá erlenda fjárfestingu inn í landið. Þeir þurfa að halda á erlendu fjármagni inn í landið. Væri ég kínverjinn þá myndi ég nota mér það fram í ystu æsar. Ef ég fengi að kaupa landið með ákveðnum skilyrðum sem myndu hindra á einhvern hátt möguleika mína til að nýta þá aðstöðu sem þar væri til staðar, þá myndi ég gera það að skilyrði fyrir því aukinni fjárfestingu að þessum skilyrðum yrði létt af. Asni hlaðinn gulli kemst inn um hvaða borgarhlið sem er. Kínverjar hugsa mjög langt fram í tímann og eru strategiskir. Þeir hafa keypt upp auðlindir í fjölmörgum Afríkulöndum þar sem stjórnkerfið er veikt og principin fá. Við erum á margan hátt ekkert sterkari á svellinu sem stendur. Í huga margra skiptir það eitt máli að fá peninga inn í landið. Afleiðingarnar skipta minna máli. Að bera saman fjárfestingu í landi og í húsi er náttúrulega fáránlegt. Hús er afskrifað en land ekki. Maður spyr sig af hverju er ekki nóg að fá leigulóð til næstu 100 ára fyrir hótelreksturinn go golfvöllinn uppi á Hólsfjöllum eða hangir eitthvað annað á spýtunni. Erlendir auðmenn eru ekki í neinni góðgerðastarfsemi. Allt tal um slíkt er vægt sagt fáránlegt en beinlínis hættulegt ef það kemur frá einhverum þeirra sem mikið eiga undir sér.
föstudagur, september 02, 2011
Það var Merkigilsferð um síðustu helgi. Félagi Jói hefur síðustu fjögur ár staðið fyrir helgarferð norður í Merkigil í Austurdal í Skagafirði síðustu helgina í ágúst. Þar bjó Monika Helgadóttir með dæturnar sjö (og einn son) á síðustu öld. Hún giftist að Merkigili um 1925 og bjó þar fram á árið 1988 þear hún lést, 87 ára að aldri. Árið 1974 réðst Helgi Jónsson frá Herríðarhóli á Rangárvöllum til hennar sem vinnumaður og bjó hann á jörðinni fram til dauðadags í janúar 1997, þegar hann hrapaði til dauðs niður í Merkigilið.
Ég fór norður með Jóa og félögum í hitteðfyrra, hafði ekki tök á að fara í fyrra, en tók því fagnandi þegar Jói lét vita af því að fyrir höndum væri ferð norður í Merkigil. Vitaskuld er upplifunin alltaf mest að koma á þessan stað í fyrsta sinn. Þarna áttar maður sig svo vel áþví við hvaða aðstæður fók bjó við fyrr á árum. Einangrun bæjarins var ekki rofin fyrr en árið 1961 þegar áin var brúuð. Fram að því þurfti að sækja alla aðdrætti yfir gljúfrið sem liggur í fárra kílómetra fjarlægð til norðurs frá bænum. Íbúðarhúsið á Merkigili er ekkert venjulegt íbúðarhús á einhverri venjulegri jörð. Það er tvílyft með kjallara undir því að hluta til. Það er rúmgott bæði á jarðhæð og á lofthæðinni. Það sem gerir húsið sérstakt að dvelja í er að þarna fær maður tilfinningu fyrir því erfiði sem Monika og dæturnar þurftu að leggja á sig til að geta haldið heimili þarna. Allt efni í húsið (sement, járn, timbur, steypustyrktarjárn, gler, eldavél, baðkar, hurðir og annað sem nöfnum tjáir að nefna var flutt yfir gilið á hestum. Það var þvílíkt erfiði að hestarnir þoldu einungis tvær ferðir á dag. Möl og sandi sem þurfti í steypu og pússningu var mokað upp í poka hér og þar meðfram árfarveginum og flutt heim á hestum. Þannig mætti áfram telja. Sökum þessarar sögu er mun áhrifameira að dvelja í þessu húsi heldur en í einhverju öðru venjulegu húsi.
Við komum norður á föstudgaskvöldið. Ég var ekki kominn fyrr en langt gengið í eitt um nóttina þvþi ég sat ársþing samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um daginn og var seinn fyrir. Við gegnum út að gilinu um morguninn í góðu veðri, tókum myndir og spjölluðum. Við þekktumst ekki allir áður en það skiptir ekki máli því við svona aðstæður hristast menn fljótt saman. Síðdegis fórum við inn að Ábæ og fórum síðan á kláfnum yfir að Skatastöðum þar sem Flúðasiglingar leggja upp í siglingar niður Jökulsá eystri. Um kvöldið borðuðum við sannkallaðan hátíðakvöldverð sem félagarnir hristu fram úr erminni á augabragði og drukkum göfug vín með. Við vorum snemma uppi á sunnudagsmorgun og vorum komnir af stað upp úr kl. sjö þvi við ætluðum að fara út í Drangey og þurftum því að vera komnir tímanlega norður að Reykjalaug á Reykjaströnd fyrir utan Sauðárkrók. Við lögðum af stað í góðviðri en smá rigningu. Þegar við komum út fyrir Sauðárkrók reif hann sig upp með suðvestan spænu. Við hittum þá sem eru í forsvari fyrir Drangeyjarferðum út við Reykjalaugina. Þá kom í ljós að við Viggó, sonur Jóns Drangeyjarjarls, höfðum setið hlið við hlið á fundinum í Reykjaskóla á föstudeginum. Þeir feðgar sögðu að í þessari átt og í svona hvössu væri ófært út í eyna því rokið stæði upp í víkina þar sem væri lent. Þó við kæmumst út væri ekki öruggt að það væri hægt að sækja okkur aftur. Því var hætt við allar Drangeyjarferðir að sinni og ekið sem leið lá suður. Fínni helgi var lokið og maður er strax farinn að vona að síðasta helgi í ágúst verði laus að ári.
Ég fór norður með Jóa og félögum í hitteðfyrra, hafði ekki tök á að fara í fyrra, en tók því fagnandi þegar Jói lét vita af því að fyrir höndum væri ferð norður í Merkigil. Vitaskuld er upplifunin alltaf mest að koma á þessan stað í fyrsta sinn. Þarna áttar maður sig svo vel áþví við hvaða aðstæður fók bjó við fyrr á árum. Einangrun bæjarins var ekki rofin fyrr en árið 1961 þegar áin var brúuð. Fram að því þurfti að sækja alla aðdrætti yfir gljúfrið sem liggur í fárra kílómetra fjarlægð til norðurs frá bænum. Íbúðarhúsið á Merkigili er ekkert venjulegt íbúðarhús á einhverri venjulegri jörð. Það er tvílyft með kjallara undir því að hluta til. Það er rúmgott bæði á jarðhæð og á lofthæðinni. Það sem gerir húsið sérstakt að dvelja í er að þarna fær maður tilfinningu fyrir því erfiði sem Monika og dæturnar þurftu að leggja á sig til að geta haldið heimili þarna. Allt efni í húsið (sement, járn, timbur, steypustyrktarjárn, gler, eldavél, baðkar, hurðir og annað sem nöfnum tjáir að nefna var flutt yfir gilið á hestum. Það var þvílíkt erfiði að hestarnir þoldu einungis tvær ferðir á dag. Möl og sandi sem þurfti í steypu og pússningu var mokað upp í poka hér og þar meðfram árfarveginum og flutt heim á hestum. Þannig mætti áfram telja. Sökum þessarar sögu er mun áhrifameira að dvelja í þessu húsi heldur en í einhverju öðru venjulegu húsi.
Við komum norður á föstudgaskvöldið. Ég var ekki kominn fyrr en langt gengið í eitt um nóttina þvþi ég sat ársþing samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um daginn og var seinn fyrir. Við gegnum út að gilinu um morguninn í góðu veðri, tókum myndir og spjölluðum. Við þekktumst ekki allir áður en það skiptir ekki máli því við svona aðstæður hristast menn fljótt saman. Síðdegis fórum við inn að Ábæ og fórum síðan á kláfnum yfir að Skatastöðum þar sem Flúðasiglingar leggja upp í siglingar niður Jökulsá eystri. Um kvöldið borðuðum við sannkallaðan hátíðakvöldverð sem félagarnir hristu fram úr erminni á augabragði og drukkum göfug vín með. Við vorum snemma uppi á sunnudagsmorgun og vorum komnir af stað upp úr kl. sjö þvi við ætluðum að fara út í Drangey og þurftum því að vera komnir tímanlega norður að Reykjalaug á Reykjaströnd fyrir utan Sauðárkrók. Við lögðum af stað í góðviðri en smá rigningu. Þegar við komum út fyrir Sauðárkrók reif hann sig upp með suðvestan spænu. Við hittum þá sem eru í forsvari fyrir Drangeyjarferðum út við Reykjalaugina. Þá kom í ljós að við Viggó, sonur Jóns Drangeyjarjarls, höfðum setið hlið við hlið á fundinum í Reykjaskóla á föstudeginum. Þeir feðgar sögðu að í þessari átt og í svona hvössu væri ófært út í eyna því rokið stæði upp í víkina þar sem væri lent. Þó við kæmumst út væri ekki öruggt að það væri hægt að sækja okkur aftur. Því var hætt við allar Drangeyjarferðir að sinni og ekið sem leið lá suður. Fínni helgi var lokið og maður er strax farinn að vona að síðasta helgi í ágúst verði laus að ári.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)