Ekkert hlaupið í gærkvöldi. Fór á GPS námskeið í Útivist til að rifja upp gamla þekkingu. Ég hef farið áður á svona námskeið og mér fannst vera full ástæða til að rifja upp helstu undirstöðuatriði. Það er ýmislegt sem er hægt að gera til hægindaauka áður en lagt er af stað í gönguferð og einnig í gönguferðinni ef maður hefur undirbúið sig áður. GPS inn er góður enda þót ekki sé rétt að treysta alfarið á hann. Ég man t.d. eftir því í hitteðfyrra þegar ég fór ásamt nokkrum félögum austur í Núpsstaðaskóg og dvöldum þar nokkra daga í góðu veðri og enn betra yfirlæti. Síðasta daginn gengum við á Lómagnúp. Það er auðveld og skemmtilega ganga og ekki skemmir fyirr að hafa gott útsýni. Það var því miður ekki hjá okkur þennan dag. Meðan vi gengum bak við hann og síðan út eftir þá var skýin að reka yfir og síðan þegar við komum að einni ágætri vörðu þá var komin niðaþoka. Við höfðum sem betur fer tekið punkta af og til á leiðinni út eftir fjallinu. Ég vildi ekki villast uppi á Lómagnúp í þoku. Síðan þegar við förum til baka þá göngum við beint af stað í þá átt sem okkur fannst að við hefðum komið úr. Einum okkar datt í hug að líta á GPS inn og hann sýndi stefnu sem var eitthvað mjög skrítin. Um stund togaðist í manni hvort maður ætti að treysta skynfærunum eða tækinu og að lokum náði skynsemin yfirhöndinni og við ákváðum að treysta á tækið. Við gengum til baka að vörðunni og tókum stefnuna á nýjan leik og sáum að við höfðum gengið í kolvitlausa átt í þokunni. Líklega hefðum við endað beint út á hlið sem er ekki beint hollt í þoku.
Nokkur umræða hefur skapast að undanförnu í fréttum og spjallsíðum um karlakvöld KR þar sem dansmeyjar voru fengnar til að ganga um salinn í fótboltaskyrtum sem boðnar voru upp. Þegar hæsta boði hafði verið tekið fóru þær úr skyrtunni og afhentu viðkomandi og gengu síðan burt. Í ljós km að þær voru ekki í neinu innan undir skyrtunni nema nærbuxum. Þetta hefur valdið töluverðri taugaveiklun á ýmsum stöðum, feministafélagið kom náttúrulega í sjónvarpið og fordæmdi uppákomuna oþ.s.frv. Nú ætla ég ekki að taka afstöðu til þessa dagskrárliðar, mér kemur hann bara ekki við en vildi þó minna á að áfengi og íþróttir eru yfirleitt ekki taldar fara saman en þó sér enginn athugavert við að áfengi sé selt í húsnæði íþróttafélaga á samkomum eins og þessari.
Það er annaðsem mér finnst aftur á móti athyglisverðara í tengslum við þetta. Í umræðu um svona mál fara konur oft að tala um þetta sem dæmi um að karlar niðurlægi konur á þennan hátt. Það er einnig minnst á mannsal og mannlega neyð og annað því tengt. Það virðist hins vegar oft gleymast að á kvennakvöldum magnast fjörið í hæstu hæðir þegar strákar koma fram og strippa. Þá eru sko ekki neinar nærbuxnagöngur gúdderaðar heldur skal þar farið úr öllu og allt sýnt sem sjáanlegt er. Í tengslum við slíka viðburði talar enginn um niðurlægingu karla, mannsal og mannlega neyð eða annað því tengt. Hver er munurinn?
Og í annan stað, þá er mér svo nákvæmlega sama þótt einhverjir strákar séu að fara úr öllu fyrir framan æpandi kellingahóp. Það hreinlega snertir mig ekki og engan annan karlmann sem ég hef heyrt minnast á það. Því skyldi þá konum finnast það vera sem svo að karlar sé að niðurlægja kynsystur þeirra og jafnvel kvenkynið yfir höfuð á uppákomum eins og á karlakvöldum KR?
Er einhver tvískinnungur í umræðunni?
Sá að félagi Halldór Guðmundsson er búinn að skrá sig í Odense 100 km. Flott hjá Halldóri. Nú þarf Eiður bara að fara póstleggja bréfið.
fimmtudagur, mars 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Halló félagi,
þú verður að hlusta á það sem sagt er. Á þeim kvennakvöldum sem ég hef mætt á þá hefur tvisvar verið strippari (reyndar fyrir um 10 árum síðan) og hann mætti í löggubúning og endaði á naríum. Enginn berstrípalingur þar! Ef þú ert til þá skal ég kanna hvort áhugi sé fyrir hendi á næsta kvennakvöldi!
Skrifa ummæli