föstudagur, mars 10, 2006

Ég hef haldið heldur lágan prófíl í vikunni og reynt að safna mér saman. Því hefur ekkert verið hlaupið. Það er að takast enda ekki um neina þungaveiki að ræða, heldur fyrst og fremst öryggisatriði til að láta sér ekki slá niður.

Þegar ég var heima í fyrradag horfði ég dálítið á umræður frá Alþingi. Það var svo sem ekki sérstaklega skemmtilegt sjónvarpsefni en sama er, það er ágætt að rýna svolítið í það sem þeir eru að ræða. Einu hjó ég eftir í ræðum þingmanna. Þegar þingmenn vísuðu í ræðum sínum til umræðu eða lagasetningar í Svíþjóð, Danmörku eða Noregi, þá töluðu þeir gjarna og reyndar oftast um hin Norðurlöndin. Hvaða hin Norðurlönd eru menn að meina? Það eru ekki til nema ein Norðurlönd, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk.

Síðasta Poweratehlaupið var í gærkvöldi. Ég hef ekki farið í neitt þeirra í vetur, því miður. Það hefur oftast hist þannig á að ég hef verið negldur við annað. Þessi hlaupasería er fín og heldur fólki við efnið yfir veturinn þegar formlegir viðburðir eru fáir. Svo er ekki verra að haldið sé samkvæmi í restina og farið yfir veturinn.
Sá á hlaupasíðunni að skokkhópur Víkinga ætlar að standa fyrir hlaupi í Fossvoginum laugardaninn 18. mars n.k. Gott framtak hjá þeim. Það er ágætur hópur sem telur ca 20 - 30 manns sem hleypur reglulega frá Víkinni.

Engin ummæli: