þriðjudagur, mars 07, 2006
Sá á vef WSER 100 að það er búið að setja link inn á GoogleEarth sem sýnir leiðina sem hlaupin er í Western States. Það þarf að að leggja Google programmið fyrst niður á Desktop og installera því. Síðan er klikkað á linkinn á WSER vefnum og þá opnast myndin. Leiðin hefst í Squaw Valley og er síðan rakin sem leið liggur til Auburn. Helstu drykkjarstöðvar eru sýndar og einnig er hægt að skoða landslagið í þrívídd til að átta sig betur á því hvernig að lítur út. Þetta er mjög skemmtilegt og rifjar upp margar góðar minningar. Leiðina frá Foresthill School allt til Highway 49 fór ég að mestu leyti í myrkri þannig að ég var ekki of viss um hvernig hún leit út. Slóðin á vef hlaupsins er www.ws100.com og síðan er farið í linkinn "Latest news".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli