Fór út um 8.30 og tók hefðbundinn hring vestur á Eiðistorg. Ég er heldur að koma til þannig að þetta stefnir allt í rétta átt. Var kominn heim um 10.30. Það var heldur leiðinlegt að hlaupa, slabb og blautt á stundum. Þetta urðu samtals um 20 km sem er allt í lagi miðað við aðstæður. Það var gaman að sjá þann fjölda sem maður mætti á laugardaginn. Ég hugsa að það hafi verið vel yfir 50 manns í nokkrum flokkum sem ég mætti á leiðinni austur Fossvoginn. Í gær voru þeir reyndar heldur færri.
Var kominn niður í Vík um kl. 11.00 því Jói og félagar hans í 3ja flokki vor að spila við strákana úr KA. Bæði lið höfðu tapað einum leik í mótinu fram til þessa svo það var spenna í loftinu. Þetta var jafn leikur tveggja góðra liða og vel og heiðarlega leikinn. Víkingar höfðu undirtökin mest allan leikinn þrátt fyrir góða endurkomu KA stráka og lauk svo að Víkingar unnu með tveim mörkum. Um næstu helgi mætast liðin aftur fyrir norðan. Strákarnir eru að undirbúa ferð til Þýskalands í júníbyrjun á handboltamót þar.
Sveinn spilaði með Gróttu gegn Njarðvík í deildabikarnum í íþróttahöllinni í Keflavík. Leiknum lauk með sigri Gróttustráka sem var heldur óvænt. Sveinn er að spila sig inn í liðið og spilaði mest allann leikinn í gær.
Fórum út að borða í gærkvöldi með tengdaforeldrunum í tilefni af gullbrúðkaupsafmæli þeirra. Það var ágæt stund. Fimmtíu ár í hjónabandi er dálítið langur tími.
Fyrir þá sem hafa gaman af því að sjá hvernig lítur út fyrir vestan um miðjan mars skal bent á að skoða slóðina: http://www.pbase.com/gbe75/breidavik_032006
mánudagur, mars 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli