Í morgun var tekin alvöru æfing. Við Halldór og Haraldur Júl. hittumst við göngubrúna um 8.30. Pétur var aðeins á undan og ætlaði á aðrar slóðir. Við tókum alla uppskriftina af vandvirkni; Kópavogshálsinn, Fífubrekkan, Tröppurnar, HK brekkan, Réttarholtsskólabrekkan, Poweratehringurinn með Breiðholtsbrekkunni, Árbæjarstokkurinn og síðan brekkurnar upp í Grafarholtið og þaðan upp að tönkunum. Síðasti leggurinn er allavega súperstjörnuleið ef ekki tveggja stjörnu leið. Veðrið var eins og best var á kosið, logn, frekar kalt og sól degar leið á morguninn. Kuldi er spurning um klæðnað. Á leiðinni til baka skildu leiðir og hélt hver í sína átt. Ég fór heim hefðbuundna leið í gegnum bryggjuhverfið og Elliðaárdalinn. Hjá mér gerði leiðin 42 km á 4 klst og 30 mín með öllum stopppum og drykkjarpásum. Halldór hefur líklega farið hátt í 50 km þar sem hann átti lengra heim. Ég var orðinn full orkulítill í restina, líklega vegna þess að ég var búinn að drekka svo mikið af köldu vatni sem kostar auka orku að hita upp. Það lagaðist allt með góðri recovery og prótein plöndu með góðu útíkasti þegar heim var komið. Þessi æfing tekur í. Ég var 85 kg áður en ég fór út, drakk 2.5 lítra á leiðinni og át dálítið af orkubitum. Samt var ég tveim kílóum léttari þegar heim var komið og hef ekki verið svo léttur síðan um miðjan júní í fyrra. Þetta er allt á réttri leið.
Nýlega voru nokkrum nemendum veitt einhver hvatningarverðlaun úti á Bessastöðum og höfðu þeir verið valdir úr stærri hóp. Niðurstaðan var þannig að það voru bara strákar sem fengu verðlaunin. Það stóð ekki á því að kórinn byrjaði að syngja; kynjamisrétti, karlremda. Rektorinn á Bifröst byrjaði að blása eins og venjulega þegar eitthvað svona ber á góma, líklega til að sýna hvað hann er modern og víðsýnn. Eins og yfirleitt er þegar hann hefur sem hæst þá hefur hann rangt fyrir sér. Ég heyrði einnig fréttamann taka málið upp í sama fordómatóninum eins og fleiri gerðu. Hann var spurður að því hvort hann hefði gáð að því hve margar stúlkur hefðu lagt fram verk sín í keppnina. Nei auðvitað hafði hann ekki gert það heldur byrjaði strax að þvæla um kynjamisrétti án þess að hafa skoðað málið nokkuð. Það er vinsælast að hoppa á lestina og gapa eins og hinir án þess að skoða eða ígrunda neitt. Svo kom að lokum viðtal við konu sem var formaður dómnefndar. Hún sagði einfaldlega að strákarnir hefðu verið langbestir og það sem stelpurnar lögðu fram hefði einfaldlega ekki verið nogu gott. Það var bara þannig að hennar mati. Mér finnst umræðan á stundum vera þannig að ef strákarnir skara fram úr þá verður tónninn eins og þeir séu að reyna troða sér fremst í biðröð en ef stelpurnar skara fram úr þá er það stórkostlegt og frábært. Nú vil ég unna öllum þeim sem skila góðri vinnu viðurkenningu óháð kyni, litarhætti og aldri eins og þeir eiga skilið en þessi jafnréttisumræða er á stundum alveg úti á túni og algerlega óþolandi.
Það var sagt frá því af vandvirkni í útvarpinu í gær að fyrir spánska þinginu liggi frumvarp þess eðlis að þau fyrirtæki verði sektuð sem hafi ekki ákveðið kynjahlutfall í stjórnum sínum. Síðan hvenær er það orðið fréttnæmt á Íslandi hvaða frumvörp eru lögð fyrir spænska þingið? Frumvarp!!! Ætli væri ekki öruggara að bíða eftir að það verði samþykkt áður en byrjað er að blaðra. Þarna getur t.d. verið lítill flokkur sem er að reyna að láta bera á sér og leggur fram frumvörp sem hann fær aldrei samþykkt. Hvað veit ég?
laugardagur, mars 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Oft er kynjaskekkjan slík að rannsóknir lækna á karlasjúkdómum fá mun meira fjármagn en samsvarandi rannsóknir á kvennasjúkdómum. Á Íslandi eru lyf á sjúkdómum sem herja frekar á karla en konur, mun meira niðurgreidd en lyf vegna sjúkdóma sem herja frekar á konur, eins og gigt.
Því þarf alltaf að spyrja hver "mælistikan" var, og ekki síst að hvetja stúlkur til að leggja fram verkefni og taka þátt.
Eitt sinn var ég meðal hæstu á landinu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Eini kennarinn í skólanum mínum sem óskaði mér til hamingju var leikfimikennarinn...
Skrifa ummæli